Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 24

Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 ✝ Bjarni Jó-hannes Guð- mundsson (Jói) fæddist 13. ágúst árið 1951 á Rauf- arhöfn. Hann varð bráðkvaddur 22. júní. Jóhannes var elstur af sex börn- um hjónanna Helgu Kristínar Lúðvíksdóttur, f. 31.7. 1935 á Raufarhöfn, d. 26.3. 2017, og Guðmundar Friðrikssonar, f. 12.8. 1926 á Raufarhöfn, sem lifir son sinn. Systkini Jóhannesar eru Hallsteinn, f. 13.5. 1955, maki Elínborg Þorgrímsdóttir, þau eiga þrjú börn, Sigrún, f. 7.7. 1958, hún á einn son, Marta Kristín, f. 16.12. 1959, d. 13.3. 2018, hún á eina dóttur og Ása, f. 21.9. 1967, maki Vikt- or Ingimarsson, þau eiga tvö börn. Jóhannes giftist 24.11. 1975 Sigrúnu Kjartansdóttur, f. 4.3. 1955 í Keflavík. For- eldrar hennar voru Kjartan c) Anna Margrét. 2) Guðrún Ýr, f. 1975, flugstjóri, í sam- búð með Páli Jónssyni, dóttir þeirra er Heiða Karen og Sig- rún Nanna en barnsfaðir hennar er Sævar Jóhann- esson. 3) Karen Henný, f. 1983, viðskiptafræðingur, heilsunuddari og meist- aranámsnemi, í sambúð með Arnari Sindra Magnússyni, dóttir hans er Mónika Mel- korka og saman eiga þau Jó- hannes Dreka og Benjamín Mána. Jóhannes bjó öll sín upp- vaxtarár á Raufarhöfn, hann gekk í grunnskóla á staðnum og hélt þaðan í heimavist- arskólann að Lundi í Öxar- firði þar sem hann lauk gagn- fræðaprófi 1968 og prófi úr Fiskvinnsluskólanum í Hafn- arfirði 1976. Hann stofnaði fiskverkun og útgerðarfyr- irtæki ásamt Hallsteini bróður sínum 1974 sem síðar var breytt í Fiskavík eftir að faðir þeirra gekk til lið við þá 1979 og var starfrækt á Raufarhöfn til ársins 1990. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1986. Síðari ár var Jóhannes tril- lusjómaður og starfaði við smíðar. Útför Jóhannesar fór fram frá Raufarhafnarkirkju 12. júlí 2018. Henry Finn- bogason, f. 28.5. 1928 frá Látrum í Aðalvík, d. 25.2. 2005, og Gauja Guðrún Magn- úsdóttir, f. 12.7. 1931 í Keflavík, d. 13.12. 2017. Bræður Sigrúnar eru, Magnús Jón Kjartansson, f. 1951, maki Sig- ríður K. Oddsdóttir, Finnbogi Kjartansson, f. 1952, maki Þuríður Hallgrímsdóttir, Ingvi Jón Kjartansson, f. 1956, maki Þórlaug Erna Ólafsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, f. 1961, maki Jónína Guðjónsdóttir, og Viktor Borgar Kjartansson, maki Margarethe Odegaard. Dætur Jóhannesar og Sig- rúnar eru 1) Helga, f. 31.7. 1973, flugfreyja, gift Stefáni Ásgeiri Ström, börn þeirra eru a) Alex Baldvin en faðir hans er Jón Örvar Baldvins- son og sonur hans er Henry, b) Fjölnir Freyr og yngst er Jæja félagi! Slegið á lær félagans og strok- ið, brosað kankvíslega. Þannig var Jói. Vináttan látin í ljós á auðsæjan hátt. Faðmlagið þétt. Vinarþelið innilegt og hlýtt, næstum áþreifanlegt. Það var gott að tala við Jóa. Hógvær en ráðagóður. Gerði ekki mikið úr hlutunum. Við ráð- um fram úr þessu, félagi. Það var líka gott að þegja með Jóa. Það er oft mikill skilningur í þögninni. Sálarró tengdra sála. Við erum slegin og verulega ósátt við ótímabæra brottför. Við áttum eftir að félagast svo mikið meira. Minnir okkur á að við eig- um bara daginn í dag. Gætum haft um það mörg fleiri orð en kjósum að minnast með ánægju og hlýju nýlegra samverustunda með Sigrúnu og Jóa á Laugar- bakka og Reykjaskógi. Söknuðurinn sár en minningin lifir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Megi allar góðar vættir geyma sálu elsku Jóa okkar og styrkja elsku Sigrúnu okkar, dætur þeirra og aðra aðstand- endur. Pétur Þ. Pétursson, Kristín Jónsdóttir og Inga Jóna Gunnarsdóttir. Kær félagi og sannur vinur er ekki lengur á meðal okkar. Minningarnar vakna. Allar góð- ar. Frá bernskuárunum á Rauf- arhöfn „nýhverfungar“ og Sand- arar sem áttum í stríði við Holtara. Þá var Jói stór, hlé- drægur, rólegur og lét ekki mik- ið fyrir sér fara. Á unglingsárunum vakti Jói áhuga okkar félaganna á Pres- ley, Shadows og fleiri tónlistar- mönnum. Hann var einn af fáum á Raufarhöfn sem áttu plötuspil- ara og segulband. Síðar komu Bítlarnir, Kinks, Stones. Áhugi var vakinn fyrir því að gera eitt- hvað á þessu sviði. Bestu minningarnar um Jóa eru sumarmánuðir áranna 1967 til 1972 þegar við brölluðum saman í tónlistinni sællar minn- ingar með Stebba Geira auk Jóns Magg og Víðis. Við vorum hljómsveitin Troubles og spiluð- um á böllum víða á Norðaust- urlandinu á þessum árum. Jói spilaði á rythmagítar. Einhverju sinni eftir að við fé- lagar höfðum setið saman í BP- sjoppunni og hlustað á nýjustu bítlalögin frá ýmsum erlendum útvarpsstöðvum sem send voru út í gegnum Kanastöðina á Heið- arfjalli, langaði okkur á rúntinn. Jói fór heim og bað um að fá Moskvítinn lánaðan. Honum var sagt að hann gæti fengið bílinn ef hann léti klippa sig. Jói svar- aði um hæl að það myndi aldrei verða og ekkert varð úr rúnt- inum og þannig varð það. Jói skartaði sínu síða fallega hári út ævina, óháð tískustraumum og skoðunum annarra. Jói var mjög staðfastur og ákveðinn á sínu. Samt alltaf svo sallarólegur og yfirvegaður og anaði aldrei að neinu án þess að Bjarni Jóhannes Guðmundsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, systir, amma og langamma, ÁSLAUG BENNIE ÞÓRHALLSDÓTTIR, fv. sjúkraliði, Krókamýri 78, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja SOS barnaþorpin. Runólfur Sigurðsson Anna Margrét Guðjónsdóttir Þórhallur Biering Guðjónsson Baldvin Guðjónsson Þórhildur Þórhallsdóttir Donovan Ingibjörg Erla Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur og barnabarn, BIRGIR IMSLAND, Bræðratungu 1, Kópavogi, varð bráðkvaddur föstudaginn 27. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Fyrir hönd annarra ástvina: Ómar Imsland Hildur Björg Hrólfsdóttir Ragnar Imsland Arnar Imsland Alexandra Dís Unudóttir Bragi Þ. Sigurðsson Sigurlaug Sveinsdóttir Ragnar Imsland Júlía Imsland Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir og frænka, HELGA KATRÍN TRYGGVADÓTTIR mannfræðingur frá Hlíð, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 3. ágúst klukkan 13. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kraft eða Ljósið. Jón Levy Guðmundsson Árún Emma Jóns- og Helgudóttir Sivía Lára Jóns- og Helgudóttir Tryggvi Steinarsson Anna María Flygenring Jóhanna Ósk Tryggvadóttir og börn Guðný Stefanía Tryggvadóttir ✝ GuðmundurGuðjónsson fæddist í Hvamms- dal í Saurbæjar- hreppi, Dalasýslu, 14. janúar 1931. Hann lést á blóð- lækningadeild, 11G á LSH, 18. júlí 2018. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- mundsson, f. 27. júlí 1891, d. 2. janúar 1980, og Sigríður Jóna Halldórsdóttir, f. 8. október 1906, d. 5. janúar 1994. Systkini Anna Margrét, f. 22. júlí 1928, d. 14. desember 2013, Elínborg, f. 15. október 1929, Anna, f. 9. janúar 1933, og Halldór, f. 14. desember 1937. Sambýliskona Anna Ólína Jó- hannesdóttir, f. 7. október 1931, þau slitu samvistir. Sambýlis- kona til sextíu ára Selma Guð- mundsóttir, f. 11. apríl 1939. Börn Guðmundar eru: 1) Guð- jón, f. 13. desember 1949, kvæntur Ríkeyju Andrésdóttur, börn Guðmundur Fannar, Andr- ea Anna og Friðrik Veigar, þau eiga fjögur barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Bára Kol- brún, f. 17. nóvember 1951, gift Þorsteini Hermannssyni, fyrri eiginmaður Ómar Bragi Inga- son, f. 17. október 1952, d. 26. ágúst 1978, börn Hörður Bald- vin, Júlíana, Ingi Magnús, Tinna Rós og Sunna Rós, hún á níu barnabörn. 3) Berglind, f. 10. desember 1959, gift Reyni Ósk- arssyni, börn Óskar og Selma Margrét, þau eiga tvö barna- börn. 4) Bryndís Björk, f. 16. febrúar 1961, börn Rúnar Guðjón, Brynjar og Glódís, hún á þrjú barna- börn. 5) Iða Mary, f. 1. nóvember 1964, gift Ludvig Carli Hilmarssyni, synir þeirra eru Hilmar Leó og Páll Stein- arr. Guðmundur flutti með for- eldrum sínum að Saurhóli í Saurbæjarhreppi, Dalasýslu, og ólst þar upp, hann bjó síðan á Þverfelli í sömu sveit til ársins 1972 er hann flutti að Laugum í Sælingsdal. Til Reykjavíkur lá svo leiðin 1979 og síðustu árin bjó hann í Mosfellsbæ. Guð- mundur sýndi ungur áhuga á smíðavinnu og var timbrið hans efniviður. Hann vann við smíðar víða í Dalasýslu og Brekku í Norðurárdal. Við Laugaskóla vann hann að byggingu skólans, sinnti húsvörslu og kenndi smíð- ar. Eftir að hann flutti suður vann hann ýmis störf, t.d. í Timbursölu Slippfélagsins og smíðavinnu hjá Kristjáni Finns- syni. Síðustu starfsárin vann hann hjá Blómavali og sinnti þar mörgum verkum og fékk hand- verk hans sín vel notið t.d. í jóla- landinu. Árið 1978 byggði hann sumarbústað í landi Þverfells og þar eyddi fjölskyldan sumr- unum. Hann var léttur á fæti og stundaði göngur og sund meðan heilsan leyfði. Útför Guðmundar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 31. júlí 2018, klukkan 13. Jæja, pabbi minn, „það gæti verið verra“. Þetta var oft svarið þegar spurt var hvernig er mat- urinn. Þetta var hrós og tekið sem slíku. Ég vona að þetta sama getir þú sagt þegar þú kveður okkur, skrokkurinn búinn eins og þú sagðir en andinn og hugsun með til loka. Á dánarbeði varstu með hugann við barnabörnin, hvað þau væru að starfa og hvernig gengi í vinnu. Að leiðar- lokum þökkum við fyrir allt sem þú gerðir. Sem lítil stelpa smíð- aðir þú dúkkuhúsgögn og bíla. Síðar meir komu aðrir hlutir, kista, kistlar og dúkkuhús fyrir barnabörnin. Þá á ég eftir að nefna skápana sem þú settir upp fyrir okkur, lista yfir misfellur, hús í garðinn fyrir börnin og geymsluskúr fyrir garðverkfær- in. Í sumarbústað okkar fjöl- skyldunnar áttu ófá handtök, veggir réttir af, misfellur lagað- ar, þú varst kallaður til þegar þurfti að klára verk sem lágu ekki alltaf ljós fyrir. Við fjöl- skyldan fórum nokkrar ferðir saman um landið. Þá var margt skoðað og tíminn nýttur vel. Seinni árin fórstu hægar yfir en Dalirnir kölluðu og fórstu þangað á hverju sumri. Undir það síðasta voru það bækurnar sem styttu þér stundir. Takk fyrir allt, pabbi minn. Berglind og fjölskylda. Guðmundur Guðjónsson ✝ Margrét(Magga frá Bekansstöðum) fæddist á Akranesi 31. ágúst 1938. Hún lést 20. júlí 2018. Dóttir hjónanna Þórodds Oddgeirs- sonar, skipstjóra og síðar bónda á Bek- ansstöðum, f. 5.10. 1908, d. 4.4. 1968, og Valgerðar Ein- arsdóttir Vestmann, húsmóður og síðar bónda á Bekansstöðum, f. 4.11. 1916, d. 1.4. 2009. Systkini Margrétar eru: Einar Guðráður, f. 13.12. 1936, d. 26.12. 2008, Valur Þór, f. 28.10. 1939, Jóhann, f. 27.10. 1942, Bjarni Oddgeir, f. 11.12. 1943, Katrín, f. 10.10. 1949, Ólafur, f. 7.9. 1954, og stúlka óskírð, f. 7.9. 1954. Dó í fæðingu. Fyrri maður Margrétar var Viggó Haraldsson, f. 3.1. 1929, d. 2001. Margrét og Viggó skildu. Börn þeirra eru: 1) Jón Val- geir Viggósson, f. 19.6. 1960. 2) Anna María Viggósdóttir, f. 17.6. 1963. Börn hennar eru: a) Sæþór Jóhansson, f. 1988. b) Salómon Tandri Idun, f. 1998. c) Angela Jennifer Id- un, f. 2000. 3) Val- gerður Viggósdótt- ir, f. 19.10. 1965. Seinni maður Margrétar er Finn- ur Stefán Guð- mundsson F.19.03.1935. Margrét fluttist mjög ung með foreldrum sínum að Bekansstöðum þar sem hún ólst upp. Gekk hún í farskóla sem var starfræktur á bæjunum í sveit- inni og fór síðar í Húsmæðra- skólann á Varmalandi. Hún vann ýmis störf í mötuneytum, fisk- vinnslu og prjóna- og sauma- stofu, en hún var bóndi stærstan hluta ævinnar. Hún var virkur félagi í Kvenfélaginu Björk og Skógræktarfélagi Skil- mannahrepps. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Akraneskirkju í dag, þriðjudaginn 31. júlí 2018, klukkan 13. Mín kæra systir Margrét er nú látin og kvödd með söknuði. Hún hafði verið léleg til heilsu um nokkurn tíma. Hún hefur búið á Bekansstöðum alla sína tíð með smá undantekningu, þegar hún bjó á Akranesi í nokkur ár. Hún hefur alltaf verið mjög tengd sveitinni og aldrei viljað búa ann- ars staðar. Hún vann um tíma á Akranesi og þar kynntist hún fyrri manni sínum, Viggó Har- aldssyni, sem var sjómaður. Áttu þau saman 3 börn. Eins og áður er getið undi hún sér ekki nema í sveitinni og byggðu þau Viggó sér einbýlishús á jörðinni, sem nefnt var Bekansstaðir 2. Margrét og Viggó skildu og bjó hún áfram í húsinu með börnum sínum. Hún gekk í barnaskóla í sveitinni. Svo- nefndan farskóla. Þá gengu börn- in á milli bæja því þá var ekki neitt sérstakt skólahús og aðeins einn kennari. Um tvítugt fór Mar- grét á húsmæðraskólann að Varmalandi eins og þá var títt með ungar stúlkur. Hún lærði þar algengustu húsverk. Hún var lag- in í höndum og vandvirk. Vann hún ýmislegt prjónles og hekl í gegnum tíðina. Margrét var lengi félagi í Skógræktarfélagi Skil- mannahrepps og í stjórn um tíma. Hún var einnig félagi í kvenfélagi sveitarinnar. Hún fylgdist alltaf vel með sínu fólki, mundi afmæli og fylgdist með, þegar nýir með- limir fæddust inn í fjölskylduna. Hún hafði mjög gaman af ljós- myndum og tók sjálf margar myndir af fjölskyldu og vinum. Hún tók þátt í bústörfum frá unga aldri. Það fór mikill tími í heyskap á hennar uppvaxtarár- um. Það var þörf fyrir margar hendur við að hirða og þurrka hey. Heyi var snúið með handafli til þurrkunar og rakað saman með hestarakstrarvél. Síðan sett í sæti, sem stóðu nokkurn tíma þar til það var sett á vagn og flutt heim í hlöðu. Vélvæðingin var að hefja innreið í búskapinn þegar hún var að vaxa upp. Ég held að fyrsta dráttarvélin hafi komið að Bekansstöðum 1947. Nú er allur heyskapur unninn með stórvirk- um vélum á stuttum tíma, og þarf lítið að raka með hrífum. Margrét aðstoðaði móður sína við bústörfin og fleira í nokkur ár eftir að faðir okkar lést. Hélt hún áfram búskap með aðstoð barna sinna sem þá bjuggu enn heima. Kúabúskapur var á jörðinni þeg- Anna Margrét Þóroddsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.