Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 25

Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 25 Smáauglýsingar Húsnæði óskast Húsnæði óskast frá 1.8. til 10.9. í Hafnarfirði. Húsnæði óskast frá 1. ágúst til 10. september í Hafnarfirði, 2-3 svefn- herbergi. Vinsamlegast hafið sam- band við Tómas í brattahlid.accounting@gmail.com eða í síma 8472596. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitulagna. Vatnsgeymar 100-50.000 lítra. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Þjónusta Verktaki - Ráðgjöf - Verkefnavinna Reynsluríkur lögg. iðnmeistari á besta aldri tekur að sér ýmis smáverk / ráðgjöf í verktöku. Vönduð vinnubrögð. Vinsamlega gerið fyrirspurnir á h34@simnet.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu í MK í Kópavogi 24 ágúst nk. Uppl. kaldasel@islandia.is og 8201071 Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Bridge og kanasta kl. 13.00 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30- 15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega velkomin. Vitatorg. sími: 411-9450 Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14:00-15:30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, 13.30 Alkort. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um hverfið kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16, brids kl.13, enskunámskeið tal kl.13, bókabíll kl.14.30, Bónusbíll 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl.11, boccia, spil og leikir kl.15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi Sundlaug Seltjarnarnes kl. 07:15. Kaffi- spjall í króknum kl. 10:30. Pútt á golfvellinum kl. 13:30. Ganga frá Skólabraut kl. 14:30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á undirbúa hlutina vel. Hann var líka einn af þeim sem allt lék í höndunum á. Jói var mikill nautnaseggur á mat og drykk og naut þess að gera vel við sig og sína á því sviði og skipti þá ekki máli á hvaða tíma dags það var. Það er ekki hægt annað en að heillast af Jóa fyrir hans hlýju og einstaklega sterku nærveru. Það var alltaf gott að taka þátt í hans miklu pælingum um lífið og tilveruna. Hann var sannur vin- ur. Það sannaðist best þegar hann hafði samband á erfiðum tímum. Á hljómsveitarárunum var rætt um að gott lag væri ekki verra ef það innihéldi marga hljóma. Lífshlaup Jóa minnir mig á góða tónlist, þ.e. gott upp- haf, laglína og viðlag skreytt mörgum hljómum en lagið end- aði því miður snögglega. Enginn lokahljómur frá rhytmagítarn- um. Það vantar lokakaflann sem við ætluðum svo mörg að vera hluti af. Elsku Sigrún, Helga, Gauja, Karen Henný og aðrir fjöl- skyldumeðlimir Jóa. Missir ykk- ar er mestur. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Sossu. Með þakklæti fyrir að hafa átt þennan einstaka vin. Ingi Örn. ar mamma hætti búskap. Hún seldi Margréti og Jóni Valgeiri syni hennar jörðina ásamt bú- stofni. Tók þá Margrét við bú- skapnum og fluttist að Bekans- stöðum, en mamma flutti að Bekansstöðum 2 og bjó þar ásamt Einari bróður í mörg ár. Margrét var alltaf afar hjálpleg móður sinni. Í dag býr Valgerður dóttir Margrétar að Bekansstöðum 2. Seinna kynntist hún síðari manni sínum, Finni Guðmundssyni, sem hafði verið búsettur í Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og síðar á Haga- mel, en vann á Grundartanga. Fluttist hann síðan að Bekans- stöðum. Hafa þau búið þar ásamt Jóni Valgeiri syni Margrétar og hjálpast að við búskapinn. Fyrir nokkrum árum brugðu þau búi og seldu allar kýrnar. Er nú stund- aður frístundabúskapur með nokkrar kindur og hesta. Nú kveð ég þig með söknuði kæra systir og þakklæti fyrir góð- ar samverustundir í gegnum tíð- ina. Innilegar samúðarkveðjur til eiginmanns, barna og barna- barna. Bjarni O.V. Þóroddsson. Magga frænka var mér alltaf mjög kær. Hún var eldri af tveim- ur systrum föður míns, og ég var svo lánsamur fá að dvelja hjá henni og fjölskyldunni á Bekans- stöðum í lengri og skemmri tíma þegar ég var ungur drengur. Ég heillaðist snemma af sveitinni, rak beljurnar, mokaði flórinn, gekk á fjöll, gerði við girðingar, og vann í heyskapnum, allt undir styrkri leiðsögn Möggu frænku. Ég minnist hennar í bláa samfest- ingnum í fjósinu, að mjólka kýrn- ar, með uppbrettar ermar, og haldandi á risastórum heyhlöss- um í fanginu handa kúnum. Minnisstæðar eru góðar stund- ir við eldhúsborðið þar sem við hlógum saman og ræddum þjóð- málin, sveitungana, veðrið og hvaðeina. Magga bakaði risastór brauð, og gerði fyrirtaks bakk- elsi. Hún var með skemmtilegan húmor, og við áttum gott skap saman. Á seinni árum, eftir að ég eign- aðist sjálfur fjölskyldu, var hún alltaf áhugasöm um það sem á daga okkar dreif. Þegar tækifæri gafst til kíktum við í heimsókn á Bekansstaði og þar var okkur alltaf vel tekið. Margrétar verður sárt saknað og minningin um frábæra frænku mína lifir. Ég sendi fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur, Þóroddur Bjarnason. ✝ Helga Laxdalfæddist í Sam- komuhúsinu á Sval- barðsströnd, S- Þing., 18. apríl 1944. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. júlí 2018. Foreldrar hennar voru Theo- dór Laxdal, bóndi í Túnsbergi á Sval- barðsströnd, f. 27. maí 1917, d. 2003, og kona hans, Líney Sveinsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1911, d. 1968. Bróðir Helgu sammæðra var Jón Kára- son f. 7. nóvember 1926, d. 2002. Alsystkini hennar eru Freydís, f. 8. apríl 1941, d. 2016, Sveinberg, f. 3. júlí 1942, Svavar Páll, f. 17. desember 1945, Oddný, f. 18. mars 1948, d. 1990, og Lilja f. 18. nóvember 1950. Dætur Helgu eru 1. Hafdís Björk Lax- dal, f. 30. mars 1962. Börn henn- ar eru Kristín Helga Laxdal Kristinsdóttir, f. 4. febrúar 1982, dóttir hennar er Andrea Ósk, f. 10. maí 2002. Birgitta Rós Laxdal, f. 6. júní 1992, dóttir hennar er Aría Ösp, f. 27. nóv- ember 2015. Bjarki Laxdal Baldursson, f. 15. nóvember 1998. 2. Sigríður Líney Lúðvíks- dóttir, f. 18. sept- ember 1968. Dætur hennar eru Kristín Sif Magnúsdóttir Laxdal, f. 16. nóv- ember 1994, og Helga Sif Óskarsdóttir Laxdal, f. 19. maí 2005. Á Svalbarðseyri starfaði Helga á Símstöðinni, fyrst við afleysingar en varð síð- ar símstöðvarstjóri. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur starfaði hún lengi við verslunarstörf, m.a. í versluninni Rangá í Skipa- sundi og Dalveri á Dalbraut. Síðustu 23 ár starfaði hún hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá Fé- lagsþjónustunni í Síðumúla og síðar í símaverinu í Borgartúni. Hún lét af störfum 2013 vegna aldurs. Helga verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, þriðjudaginn 31. júlí, kl. 13. Að kveðjustundu hefur klukkan tifað og kyrrlát nóttin, hulið stjörnusýn. Af djúpum harmi, klökkvi, brjóstum bifað, í bliki af tári, speglast ást til þín. En vör sem titrar, bæn og tregi hljóður og tóm er kallar orðalaust til þín. Er eftirsjá, í mildi blíðrar móður, af minningum sem berast ótt til mín. Hver mynd er ljóð, um yl frá móðurbarmi, hvert munabrot, er óður kærleikans, og andvarp hljótt og angurdögg á hvarmi er endurkast af skini græðarans. Í bergmálinu, magnast mjúkur kliður með silfurstrengjum óma verkin þín. Og ástúð þinni, kveðast hljómakviður. Hvíldu í friði, elsku mamma mín! (Jóhann Jóhannsson) Þín dóttir, Sigríður (Sigga). Elsku hjartans amma okkar. Það er svo óraunverulegt að við séum að kveðja þig í dag og að þú sért farin frá okkur. Mikið erum við þó þakklátar fyrir og heppnar að hafa átt þig í lífi okkar og fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við syst- urnar vorum afskaplega nánar henni ömmu Helgu og vorum við miklar vinkonur. Oftar en ekki fann maður lyktina af ný- steiktum lummum eða fiskiboll- um þegar við kíktum í heimsókn en amma var alltaf dugleg að bjóða okkur fjölskyldunni í mat, sérstaklega þegar hún bjó fyrir neðan okkur í Baughúsunum. Ömmu fannst einnig alltaf mikilvægt að við systurnar myndum læra rétta orðanotkun og vandaðan orðaforða og brást skjótt við þegar hún heyrði okk- ur tala rangt mál. Okkur fannst þetta nú heldur mikil afskipta- semi fyrir svona ungar stelpur sem höfðu nú ekki mikinn áhuga á þessu á þeim tíma. Í dag erum við þó henni ömmu ævinlega þakklátar fyrir þessa afskiptasemi sína og átti hún mikinn þátt í því að móta þær sterku og sjálfstæðu manneskj- ur sem við systurnar höfum að geyma. Hún amma var afskaplega já- kvæð og lífsglöð manneskja þó svo að veikindin hafi tekið sinn toll síðustu árin. Alltaf var nafna hennar, Helga Sif, þó henni til staðar og mætti tvisv- ar í viku eftir skóla til þess að hjálpa henni með heimilisstörf- in (fór á „vappið“) sem ömmu þótti afar dýrmætt. Í lok dags skrifaði nafna hennar dagbók- arfærslu á Facebook ömmu sinnar þar sem hún lýsti sínum degi og skrifaði undir „Kveðja, litla ráðskonan“. Þessar færslur ásamt þessum stundum verða Helgu Sif ómetanlegar. Amma var afar nægjusöm kona og það þurfti ekki mikið til þess að gleðja hana. Hafði hún til dæm- is miklar mætur á reglulegum ferðum okkar á kaffihús bæj- arins þar sem við gæddum okk- ur á kaffi og croissant. Stund- um treysti hún sér þó ekki út og þá var ekki um annað að ræða en að kaupa bakkelsi í bakarí- inu og færa henni með kaffinu. Amma var líka mikil áhuga- manneskja um handbolta og voru þau ófá skiptin sem hún og Kristín Sif sátu saman í sjón- varpsstólnum og horfðu á leiki með tilheyrandi hjartsláttar- truflunum vegna spennu. Elsku amma, við lærðum svo ótal margt af þér sem mun fylgja okkur alla tíð og erum við þér ævinlega þakklátar. Það er svo gott að hugsa til baka og rifja upp hvað þú varst alltaf góð við okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Það voru forrétt- indi að hafa átt þig sem ömmu. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur, það sem við munum sakna þín mikið. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku amma. GGÞ. Þínar ömmustelpur, Kristín Sif og Helga Sif. Helga Th. Laxdal HINSTA KVEÐJA Elsku sys, Hjartans þökk fyrir allar okkar ljúfu stundir. Góða ferð og skil- aðu kveðju í sumarlandið. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson.) Lilla sys, Lilja Laxdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.