Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 29

Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur komið sér vel að vera gæddur hæfilegum skammti af þrjósku þegar allir vilja kasta sinni ábyrgð yfir á þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Vitur leiðbeinandi mun vísa þér leið til drauma þinna og gæti meira að segja verið tilbúin til að sinna þér sérstaklega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú mátt hafa þig allan við til að leysa vandasamt verkefni sem þér er falið. Varastu að flækja hluti þegar einfaldleikinn er bestur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nán- ustu. Lukkan eltir þig á röndum á næstu misserum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram, að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri öðrum. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er auðvelt að gagnrýna fólk úr fjarlægð, sérstaklega þá sem hafa mikil völd og virðast misnota þau. Ekki er alltaf allt sem sýnist og oft eitthvað í gangi á bak við tjöldin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt auðvelt með að hrífa fólk með þér þessa dagana. Tíma með góðum vinum er alltaf vel varið og þú átt að láta það eftir þér í ríkara mæli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur tekið á að starfa með öðrum. Sýndu sjálfum þér þá virðingu að leita ekki annars en þess, sem þér eru til visku og vaxtar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að berjast fyrir sjálf- stæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Taktu það til þín sem þú átt skilið og vertu ekki of alvarlegur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að leita þér aðstoðar ef þú ætlar ekki að drukkna í vinnu. Reyndu að forðast alla árekstra við vinnufélaga þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Orð þín hafa mikil áhrif og því verður þú að gæta þess vel hvað þú lætur út úr þér. Talaðu við fólk sem er á sömu bylgjulengd og þú. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá út- rás og vertu hvergi hræddur við að sýna þínum nánustu afraksturinn. Hæfileikum þínum eru engin takmörk sett. Sigurlín Hermannsdóttir skrifaðiá Leir að menn væru komnir á kaf í eilífðarmálin. Best að bæta í sarpinn: Örskjótt líður ævin hjá ellin svíður, köld og grá. Dauðinn bíður, bregður ljá burt hann sníður fölnuð strá. Arnþór Helgason brást skjótt við: Bregst þér aldrei bogalistin, betri vísur getur vart. Heldur vex nú ljóðalystin, lífið þó að reynist hart. P.s.: Ekki er átt við harðlífi. Gústi Mar skaut inn: Hanga niður himintjöld heimsins von er dáin. Best hann vildi koma í kvöld kallinn sá með ljáinn. Skírnir Garðarsson leit yfir far- inn veg á efri árum: Marga fjöru mjög ég saup, mín eru sporin víða, oft menn slást við agg og raup, eymsli, böl og kvíða. Fía á Sandi var uppörvandi: Sussu sussu.Ekkert liggur á. Endalokin koma bara þegar þau koma: Þegar endar öl og sex og ónýtt verður hold. Upp af því ég veit að vex vænsta tré úr mold. Gott er ef ég greftrun fæ ég glaða kveðju fengi. Presturinn segði bæbæbæ svo bæjuðu hinir lengi. Kveðja barst að norðan frá Fíu á Sandi: Ef út í buskann æskufjörið allt er rokið gleði, þraut og þörfum lokið þá er víst í skjólin fokið. Ingólfur Ómar kvað: Ævi manns er ekkert grín ennþá fæ að tóra. Ellin gæti orðið fín ef ég hætti að þjóra. Ekki var við því að búast að Fíu litist á þetta: Auðvitað verður elli þung eins og hroðaleg brekka. Þú heldur ég verði aftur ung ef ég hætti að drekka? Og Gústa Mar ekki heldur: Ölþreytan er ekkert grín ósköp ljótt að heyra. Ellin gæti orðið fín ef ég drykki meira. Kaupmaður á Húsavík atyrti konu sína svo Skarða-Gísli heyrði. Þá kvað hann: Ég hef hlýtt á yðar tal ei með sinni gljúpu; oft hef ég gráan vitað val vega að hvítri rjúpu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ævi manns er ekkert grín „ÉG GAT EKKERT ANNAÐ GERT. HANN RÁFAÐI Í SÍFELLU FRÁ SKRIFBORÐINU SÍNU.“ „HANN ER FÍNN NÆSTA KLUKKUTÍMANN. FÖRUM Í HÁDEGISMAT.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar vor er í lofti allt árið um kring. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVÍLÍKUR SÆTILÍUS! HEY! ERTU HRIFNARI AF HONUM EN MÉR? MEINARÐU AKKÚRAT NÚNA? HRÓLFUR! ÞÚ ERT ALGJÖRLEGA SAUÐDRUKKINN!! AÐ SÖGN! VEL MÆLT, LÖGMAÐUR! Þó sumarið hafi ekki verið upp ámarga fiska sunnanmegin á land- inu hefur Víkverji reynt að njóta þess eftir fremsta megni. Sumarfríið var nýtt í ferðalög til hlýrri landshluta og þeim fáu sólardögum sem gefist hafa í höfuðstaðnum hefur verið tekið fagnandi. Eitt af þeim verkum sem þægilegt er að sinna á frídögum, meðfram hefðbundinni afslöppun, er tiltekt í geymslum og skúrum. x x x Batnandi mönnum er best að lifa ogeitt af því sem Víkverji hefur sett sér markmið um er að minnka akstur og ganga meira. Víkverji vill vita- skuld ekki láta sitt eftir liggja í að vernda umhverfið og menga minna. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að skila af sér dósum og flöskum til endurvinnslu nema hafa til þess bíl. x x x Víkverji man þá tíð þegar dósa- ogflöskuvélar voru við matvöru- verslanir og fólk gat nýtt ferðina í búðina til að skila af sér. Þannig er málum enn háttað í löndunum í kring- um okkur og almenn sátt ríkir um það fyrirkomulag. Það er enda ekki mikil lógík í því að þurfa að ræsa bíl með tilheyrandi mengun til þess að skila af sér flöskum til endurvinnslu. Að menga til að koma í veg fyrir mengun. Það geta vart verið óyfir- stíganlegar hindranir í vegi fyrir því að settar séu upp móttökuvélar við matvöruverslanir á ný. Óskandi væri að þetta væri skoðað. x x x Annars réðst Víkverji í það þurfa-verk á dögunum að losa sig við myndlykil frá Vodafone. Sjónvarps- neysla heimilisins fer nú aðallega fram í gegnum Netflix og aðrar streymisveitur og því var þetta næsta skref inn í framtíðina. Síðustu mánuði hafði Víkverji borgað fasta upphæð fyrir leigu á myndlykli sem lítið var notaður. Og í þau fáu skipti sem það henti fraus hann reglulega. Lífið brosir því við Víkverja og það myndi eflaust verða fullkomið ef Ríkis- útvarpið setti fréttatíma sína reglu- lega inn í appið. Það er nú lágmarks- þjónusta og jafnvel lögbundin skylda þessa fyrirtækis í almannaeigu. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyð- arinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum. (Nahúm 1.7) Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.