Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 31
huggun,“ segir Patty um verk sín.
Þau hafa tekið þátt í nokkrum
samsýningum í Chicago auk þess
sem Baldur hefur áður haldið einka-
sýningu í Gallery Port, tvær einka-
sýningar í Chicago og sú þriðja er
væntanleg í nóvember. Á árunum áð-
ur vann Patty sem hönnuður í San
Fransiskó, en þar kynntust þau
hjónin þegar Baldur stundaði nám í
myndskreytingum og teikningu í
Academy of Art, listaháskólanum
þar í borg á árunum 2008 til 2011.
„Eftir námið fluttumst við til Chi-
cago til að vera nær fjölskyldu Patty,
en reynum alltaf að vera á Íslandi á
sumrin. Borgin er mjög barnvæn
með mikið af görðum og opnum
svæðum fyrir börn, en samt mjög
vanmetin því fólk einblínir gjarnan á
hana sem mikla glæpaborg,“ segir
Baldur og lætur almennt vel af lífinu
vestra. Þau hjónin eru samstiga í því
að skiptast á að gæta bús og barna
og vinna hvort að sínum verkum í
sameiginlegri vinnustofu sinni
„Drottinn blessi heimilið“
Þegar Baldur er spurður nánar út
í innblástur og áhrifavalda, segist
hann alltaf hafa verið svolítið skotinn
í íslensku expressjónistunum. „Ég
ólst upp með sjálfsmynd eftir Alfreð
Flóka fyrir ofan rúmið mitt og átti
það til að stara á hana klukkutímum
saman,“ upplýsir hann. Og spurður
um hvort listrænir hæfileikar séu í
ættinni nefnir hann afa sinn Stein-
grím heitinn Guðmundsson, sem
málaði til dæmis myndina „Drottinn
blessi heimilið“ og til voru eftirprent-
anir af á mörgum heimilum í gamla
daga.
Undanfarið hefur Baldur fengist
töluvert við myndskreytingar fyrir
tímarit, til dæmis California Sunday
Magazine, sem að hans sögn var val-
ið tímarit ársins í Bandaríkjunum.
Nýlega teiknaði hann tvær forsíður
Chicago Reader og ekki alls fyrir
löngu var hann fenginn sem gesta-
listamaður fyrir sýndarveruleika-
forritið „The Brush“ sem hannað er
af Google. Mest þótti honum þó
hlaupa á snærið hjá sér þegar hann
fékk beiðni frá The New York Times
um að myndskreyta grein um net-
notkun barna og unglinga. „Þeir sáu
teikningar mínar í California Sunday
Magazine og höfðu samband,“ segir
Baldur, sem vonast til að fá fleiri
beiðnir úr sömu átt. „Að fá að teikna
í The New York Times er „drauma-
gigg“ teiknarans,“ bætir hann við.
Sýningin Skemmtilegs stendur til
9. ágúst.
Furðuleg fígúra Olíumálverk eftir Baldur, Vorkvöld í Reykjavík.
„Draumagigg“ „Að fá að teikna í The New York Times er draumagigg
teiknarans,“ segir Baldur, sem myndskreytti grein í blaðinu nýlega.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Nú finnur þú það
sem þú leitar að á
FINNA.is
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Guitar Islancio fagnar 20 ára starfs-
afmæli í ár. Í tilefni þess verður dag-
skrá víða um land út árið og hefst
hún með tónleikum í Listasafni Sig-
urjóns kvöld kl. 20.30.
„Við förum um landið í haust og
síðan verðum við með afmælistón-
leika í haust og þá leika ýmsir gestir
með okkur,“ segir Jón Rafnsson
kontrabassaleikari, sem skipar tríó-
ið ásamt gítaleikurunum Birni Thor-
oddsen og Gunnari Þórðarsyni, sem
eru einmitt að slá lokatóninn í æf-
ingu fyrir kvöldið þegar blaðamaður
hefur samband.
Urðu strax vinsælir
„Við stofnuðum bandið haustið
1998. Gunnar og Björn höfðu þá leik-
ið heilmikið saman á ýmsum vett-
vangi. Björn fékk þá hugmynd sem
hann viðraði við Gunnar, að stofna
svona tríó sem myndi leika gítar-
útsetningar á íslenskum þjóðlögum.
Ég var nýfluttur frá Akureyri þar
sem ég hafði starfað í átta ár sem
tónlistarmaður, og var svo heppinn
að þeir buðu mér að vera með. Við
urðum strax vinsælir og gáfum út
plötu ári seinna, sem endaði í gull-
sölu sem er einstakt fyrir svona
instrúmental djassplötu,“ segir Jón,
og bætir við að þeir hafi alltaf haldið
sig við íslensku þjóðlögin.
„Við erum einmitt að dusta rykið
af þeim núna á æfingunni til þess að
hafa þetta allt pottþétt. Það hefur
samt ýmislegt annað slæðst inn á
prógrammið á þessum 20 árum, alls-
konar lög, bæði djassstandardar og
popplög. Það er t.d skemmtileg út-
setning af laginu hans Stevie Won-
der, „Sir Duke“, sem datt inn fljót-
lega á ferlinum og hefur fylgt okkur
síðan. Sömuleiðis lagið „Nuages“
eftir Django Reinhardt sem verður
einmitt á dagskránni í kvöld, en hans
hljómur kom fljótlega í tríóið. Stund-
um bresta Gunnar og Björn í söng ef
þeim finnst orðið of mikið instrú-
mental. Þannig að tríóið er alltaf að
taka pínu breytingum í hljómi en við
höldum okkur alltaf við þjóðlögin og
þær útsetningar.“
Fólk lygnir aftur augum
„Við fórum fljótlega að spila út um
allan heim. Við höfum leikið í Kína
og í tvígang farið til Japan og gefið
út plötu þar. Einnig á tónlistarhá-
tíðum um öll Bandaríkin, Kanada og
Evrópu. Við gáfum út eina plötu í
Kanada. Þá tókum við uppáhalds-
lögin okkar af fyrstu þremur plöt-
unum og lékum þau inn aftur með
vestur-íslenska trompetleikaranum
Richard Gillis.“
Jón segir að það sem áheyrendur í
útlöndum fíli mest við tónlistina
þeirra sé þessi sérstaki hljómur og
svo lögin sjálf. „Þessi þjóðlög eru
ofsalega falleg, og lög eins og „Vísur
Vatnsenda-Rósu“, „Guð gaf mér
eyra“, „Krummi svaf í klettagjá“,
„Sofðu unga ástin mín“ eru alltaf
vinsæl. Stundum sér maður að fólk
lygnir aftur augunum og er að hlusta
á eitthvað sem það hefur aldrei
heyrt áður.“
Útgáfa á afmælisárinu
Tónleikarnir í kvöld eru þeir einu í
Reykjavík sem bara tríóið verður að
spila, og alla vega helmingur lag-
anna verða þau þjóðlög sem hafa
verið vinsælust með þeim og mest
spiluð. „Svo vorum við einmitt að
dusta rykið af lagi sem við höfum
ekki spilað í 10-15 ár, „Ólafur Lilju-
rós“, það verður mjög gaman að
spila það aftur.“
Hann segir október líkast til þann
mánuð sem tríóið mun bregða undir
sig betri fætinum og fara út á land
að spila.
„Af tilefni afmælisársins ætlum
við líka að gefa út bók í haust með
útsetningum okkur við 24 íslensk
þjóðlög. Svo er aldrei að vita nema
það detti inn ein plata fyrir jólin.
Jafnvel LP plata, þær eru orðnar
svo vinsælar aftur,“ segir Jón Rafns-
son kontrabassaleikari sem vill sjá
sem flesta á tónleikunum í kvöld.
Höldum okkur alltaf við þjóðlögin
20 ára starfsafmæli Guitar Islancio
Tónleikar í kvöld og víða um land
Ljósmynd/Ari Svavarsson
Þríeykið Jón, Björn og Gunnar hafa spilað saman í 20 ár í Guitar Islancio.