Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Þriðja syrpa hinna gríðarvinsælu
sjónvarpsþátta Netflix, Stranger
Things, verður ekki sýnd fyrr en
næsta sumar en aðdáendur héldu
að hún yrði sýnd í byrjun vetrar.
Þeir þurfa því að bíða mun lengur
en þeir áttu von á.
Cindy Holland, aðstoðarforstjóri
deildar nýs efnis á Netflix, var
spurð að því fyrir fáeinum dögum,
á fundi bandarískra samtaka gagn-
rýnenda sjónvarpsefnis, hvenær
sýna ætti næstu þáttaröð og svaraði
hún þessu til, að ákveðið hefði verið
að bíða fram á næsta sumar. Ástæð-
an væri sú að menn vildu vanda vel
til verka, nánar tiltekið höfundar
þáttanna, Duffer-bræður og leik-
stjóri þeirra, Shawn Levy. Þeir
vildu að næsta syrpa yrði betri en
sú síðasta og þyrftu því að gefa sér
góðan tíma. Holland fullvissar
aðdáendur um að syrpan verði bið-
arinnar virði.
Biðin lengist eftir Stranger Things 3
Vinsælir Þættirnir Stranger Things hafa
notið mikilla vinsælda á Netflix.
Leikarinn Mark Hamill segir það
ljúfsára tilfinningu að leika í
Stjörnustríði bæði með og án leik-
konunnar Carrie Fisher en hún lést
árið 2016 eftir að tökum lauk á síð-
ustu kvikmynd sagnabálksins, Star
Wars: The Last Jedi. Hamill hefur
farið með hlutverk hetjunnar Loga
geimgengils í bálkinum og segir
hann það huggun harmi gegn að
Fisher verði í næstu kvikmynd en
tilkynnt hefur verið að tökur með
Fisher úr síðustu mynd verði not-
aðar í henni, tökur sem voru ekki
nýttar.
Tilkynnt var í síðustu viku að
leikarar hefðu verið valdir í næstu
mynd sem verður níundi kafli sög-
unnar og að Fisher myndi birtast
enn á ný sem Lilja prinsessa. Af
öðrum gömlum Stjörnustríðs-
stjörnum sem verða í næstu mynd
má nefna Billy Dee Williams og
Anthony Daniels og af nýjum leik-
urum má nefna Keri Russell og
Richard E. Grant. Leikarar úr síð-
ustu tveimur myndum munu snúa
aftur, m.a. Daisy Ridley, John Boy-
ega, Oscar Isaac og Adam Driver.
Ljúfsárt að Fisher verði í Stjörnustríði
AFP
Prinsessa Fisher á frumsýningu Star
Wars: The Force Awakens, árið 2015.
Aðsókn að nýjustu framhaldsmynd
Mission: Imossible-kvikmyndarað-
arinnar, Fallout, fór fram úr björt-
ustu vonum aðstandenda hennar og
stjórnenda Paramount-kvikmynda-
versins síðustu daga. Kvikmyndin
hefur fengið glimrandi dóma og um
helgina seldust miðar á hana í
Bandaríkjunum fyrir 61,5 milljónir
dala – um sex og hálfan milljarð
króna, og í öðrum löndum fyrir um
92 milljónir dala – 9,6 milljarða.
Kostnaður við framleiðslu og
kynningu kvikmyndarinnar alþjóð-
lega nam alls um 320 milljónum
dala.
Kvikmyndaröðin Mission: Im-
possible byggist á rúmlega hálfrar
aldar gamalli sjónvarpsþáttaröð.
Gagnrýnendur segja vinsældir
kvikmyndanna byggjast á frammi-
stöðu aðalhetjunnar frá upphafi,
sem Tom Cruise leikur. Cruise, sem
er orðinn 56 ára gamall, leikur
sjálfur í öllum áhættuatriðum.
„Þetta er þroskuð kvikmyndaröð
en þeim hefur auðnast að halda
henni furðulega ferskri,“ segir for-
stjóri Paramount ánægður við The
New York Times um frammistöðu
Cruise og Christopher McQuarrie
sem leikstýrir og skrifar handritið.
Nýja Mission: Impossible gengur vel
Svalur Hinn 56 ára Tom Cruise leikur aðalhlutverkið og líka í áhættuatriðum.
Ástralska leikkonan Naomi Watts,
austurríski leikarinn Christoph
Waltz og nýsjálenski leikstjórinn
Taika Waititi hafa bæst í dómnefnd
kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum
sem hefst 29. ágúst næstkomandi.
Mexíkóski leikstjórinn Guillermo
del Toro verður formaður nefndar-
innar en hann hlaut aðalverðlaun
hátíðarinnar í fyrra, Gullna ljónið,
fyrir kvikmyndina The Shape of
Water. Aðrir sem sæti eiga í dóm-
nefnd eru tævanski leikstjórinn
Sylvia Chang, danska leikkonan
Trine Dyrholm, franska leikkonan
Nicole Garcia, ítalski leikstjórinn
Paolo Genovese og pólski leikstjór-
inn Malgorzata Szumowska.
Watts, Waltz og Waititi í dómnefnd
AFP
Sjóuð Naomi Watts er vön því að ganga
rauða dregilinn á kvikmyndahátíðum.
Mýrin 12
Rannsóknarlögreglumað-
urinn Erlendur er kallaður á
vettvang glæps í kjallaraíbúð
í Norðurmýrinni. Við fyrstu
sýn virðist sem um sé að
ræða tilhæfulausa árás á
roskinn ógæfumann, en ekki
er allt sem sýnist
Metacritic 75/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 22.00
101 Reykjavík
Metacritic 68/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 18.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 22.00
Hearts Beat Loud
Bíó Paradís 18.00
You Were Never
Really Here 16
Myndin fjallar um fyrrverandi
sérsveitar- og FBI-mann,
Joe. Hann fær það verkefni
að hafa uppi á ungri stúlku
sem seld hefur verið mansali
á vændishús í New York.
Metacritic 84/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 22.30
The Florida
Project 12
Metacritic 92/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 17.45
BPM (120 Beats Per
Minute) 12
Bíó Paradís 20.00
Mamma Mia!
Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 66/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 15.00, 17.00,
19.50, 22.15
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.00, 19.30, 21.55
Sambíóin Keflavík 17.30,
20.00, 22.30
Smárabíó 16.30, 17.00,
19.10, 19.40, 22.10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30, 21.50
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30, 22.40
Sambíóin Egilshöll 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.40
Sambíóin Keflavík 22.30
The Equalizer 2 16
Myndin fjallar um fyrrver-
andi lögreglumann sem er
nú leigumorðingi.
Laugarásbíó 17.15, 19.45,
22.15
Smárabíó 17.10, 19.30,
21.50, 22.20
Háskólabíó 20.40
Borgarbíó Akureyri 21.30
Hotel Artemis 16
Myndin gerist í framtíðinni
þegar óeirðir geisa í Los An-
gelis. Nunna rekur leynilega
slysavarðsstofu fyrir glæpa-
menn.
Háskólabíó 18.20, 21.20
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Smárabíó 14.50, 19.50
Háskólabíó 18.10
Tag 12
Lítill hópur fyrrum bekkjar-
félaga skipuleggur flókinn,
árlegan „klukk“ leik, sem
krefst þess að þátttakendur
þurfa sumir að ferðast um
landið þvert og endilangt.
Metacritic 56/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.30, 20.00, 22.20
Ocean’s 8
Debbie Ocean safnar saman
liði til að fremja rán á Met
Gala-samkomunni í New
York.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 61/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Kringlunni 19.40,
22.00
Adrift 12
Morgunblaðið bbbmn
Laugarásbíó 19.50, 22.00
Sicario: Day of the
Soldado 16
Morgunblaðið bbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,4/10
Smárabíó 22.10
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 16.50,
19.40, 22.30
Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf
að annast Jack-Jack á með-
an Helen, Teygjustelpa, fer
og bjargar heiminum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,9/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.00
Sambíóin Akureyri 17.30
Sambíóin Keflavík 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart
með því að skipuleggja fjöl-
skylduferð á lúxus skrímsla
skemmtiferðaskipi, þannig
að hann geti fengið hvíld frá
eigin hótelrekstri.
Metacritic 59/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 15.30, 17.40
Sambíóin Egilshöll 17.40
Smárabíó 15.00, 15.20,
17.20, 17.40
Háskólabíó 17.50
Borgarbíó Akureyri 17.30
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum. Prinsinn upplifir þær
breytingar að verða talinn
ómótstæðilegur af flestum
eftir að álfadís hellir á hann
töfradufti í miklu magni.
Smárabíó 14.50
Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja
mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að
vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd-
armál úr fortíðinni.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 70/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 22.00
Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 22.00
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Ant-Man and the Wasp 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og
lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist
skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir
móður jörð og hálendi Ís-
lands þar til munaðarlaus
stúlka frá Úkraínu stígur
inn í líf hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 21.10
Bíó Paradís 20.00
Skyscraper 12
Myndin fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkis-
lögreglunnar í gíslatöku-
málum sem nú vinnur við
öryggisgæslu.
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Egilshöll
20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 20.10, 22.30
Borgarbíó Akureyri
19.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio