Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Sjaldgæft að þær finnist á lífi 2. Íslendingur týndur á Spáni 3. Fundu lík 13 ára stúlku 4. „Þetta er bara ónýt vertíð“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmennirnir Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson koma fram í sumar- tónleikaröð Norræna hússins annað kvöld kl. 21. Ólöf og Skúli hafa verið samstarfsmenn til fjölda ára, samið tónlist saman og komið fram á fjöl- mörgum tónleikum. Morgunblaðið/Eggert Ólöf og Skúli á sumartónleikum  Söngkonan Stína Ágústs- dóttir kemur fram á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30 með hljómsveit sem skipuð er Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar, Sigmari Þór Matthíassyni á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Fluttir verða „væmnir standardar“ úr amerísku söngbókinni í bland við hressandi dægurlög, eins og segir í tilkynningu. Væmin lög og hress- andi á djasskvöldi  Listasafn Íslands stendur fyrir listagöngu í dag kl. 14, frá safninu að heimili og vinnustofu listmálarans Ásgríms Jónssonar (1876-1958), en hann var einn fyrsti listmálari þjóð- arinnar. Á leiðinni munu göngumenn virða fyrir sér hús sem endurspegla mis- munandi stílbrigði í byggingarlist á 20. öld, þar sem fjöl- margir listamenn áttu heimili og vinnustofur. Að- göngumiði á safnið gildir í gönguna. Frá safni að safni Á miðvikudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og rigning með köfl- um um norðanvert landið en stöku skúrir síðdegis sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 5-13 m/s, hvassast syðst, skúrir syðra og vestra, en skýjað með köflum norðan- og austantil. Hæg- viðri og úrkomulítið seint í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, svalast eystra. VEÐUR Aðeins eitt stig skilur að þrjú efstu liðin í Pepsi-deild karla eftir að 14. umferðinni lauk í gærkvöld. Valsmenn urðu að sætta sig við jafn- tefli gegn næstneðsta lið- inu, Fylki, en eru með 29 stig á toppnum. Stjarnan og Breiðablik eru með 28 stig. Keflvíkingar töpuðu enn, nú gegn Breiðabliki, og jöfnuðu 33 ára gamalt met í lítilli stigasöfnun í deildinni. »1-3 Eitt stig skilur að þrjú efstu liðin Fyrir kvennalið Þórs/KA verður töluverður kostnaður af því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fót- bolta en íslensku karlaliðin fá um- talsverðar tekjur af því að vera með í Evrópumótunum. Nói Björns- son, formaður meistara- flokksráðs Þórs/KA, segir að takist liðinu að komast áfram í riðlakeppn- inni og í sjálfa útsláttar- keppnina aukist kostnaður- inn veru- lega. »1 Dýrt fyrir kvennalið að fara í Evrópukeppni „Ég var með ákveðna fókuspunkta fyrir mótið og það hefur gengið fínt hjá mér. Þetta er eins og undanfarin ár. Ég hef verið að gera mitt besta fyrir Stjörnuna. Ég hef ekki verið með nein föst markmið fyrir mig sjálfa,“ segir Lára Kristín Pedersen, sem lék sérstaklega vel í 11. umferð Pepsi- deildar kvenna og er næstefst í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins. »4 Hef gert mitt besta fyrir Stjörnuna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Eyjamenn hafa margir fyrir löngu hafið undir- búning fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem fer fram í 144. skipti um verslunarmannahelgina. Magnús Bragason hótelrekandi segir Þjóðhátíð skipta sig gríðarlega miklu máli, en hann er nú að fara á hátíðina í sitt 52. skipti. „Það er núna í þessum töluðu orðum verið að smyrja flatkökurnar. Svo er líka verið að gera pítsusnúða. Það er verið að fylla koffortið af mat,“ segir Magnús, en hann mun, eins og margir aðrir Eyjamenn, taka á móti fjölda fólks í hvíta tjaldi fjölskyldu sinnar um næstu helgi. „Styrkur Þjóðhátíðarinnar er hvað hún byggir á miklum hefðum. Hefðirnar geta bæði verið hvítu tjöldin og dagskráin en svo er líka hver fjölskylda með sína hefð,“ segir Magnús og bendir á að hefð- irnar séu rótgrónar í sinni fjölskyldu. „Ég er svo heppinn að stórfjölskyldan tekur öll mikinn þátt í Þjóðhátíð. Þetta er fyrir okkur eins og gott ættarmót. Við mætum alltaf prúðbúin í dalinn á föstudegi. Svo eftir setningarathöfnina förum við í kaffi til mömmu uppi í tjaldi,“ segir Magnús, en þar eru kræsingarnar ekki af verri endanum; rjómatertur, flatkökur og lagtertur. Nýr dúkur, koffort og skápar „Ég er alinn upp við það að taka mikinn þátt í Þjóðhátíð. Foreldrar mínir voru í því að sjá um Þjóðhátíðina og svo var ég í því að verka lunda þegar það mátti. Ég reykti lunda sem var borð- aður í hvítu tjöldunum,“ segir Magnús. Hann segir allan undirbúning í kringum hvítu tjöldin skipa stóran sess í hátíðarhöldunum, en Magnús fjárfesti meðal annars í nýjum tjalddúki fyrir hátíðina í ár. „Við erfum bæði koffort og skápa og því er haldið við en svo er líka alltaf eitthvað nýtt keypt inn, eins og bekkir og annað slíkt,“ segir Magnús, en aðbúnaður í hvítu tjöldum heimamanna er yfir- leitt allur sá glæsilegasti. Umsóknir um lóðir fyrir hvít tjöld fór í fyrsta skipti fram á netinu í ár, en Magnús segir stað- setninguna skipta nokkru máli.„Við vorum svo heppin að fá fyrsta valmöguleika og erum á Þórs- götu, þar sem við viljum vera. Menn eru á því að besta fólkið sé alltaf á Þórsgötu,“ bætir Magnús kíminn við. „Alla daga mætum við um kaffileyti í dalinn og hittum ættingja og vini yfir daginn. Svo setjumst við tímanlega í brekkuna. Nú keppist maður við að komast upp í brekku fyrir dagskrá svo maður fái gott sæti. Svo situr maður þar fram yfir mið- nætti og fer svo niður í tjald aftur og hittir þar vinina svona áður en maður fer heim.“ Barnabörnin í brekkunni Eins og áður segir hefur Magnús haldið versl- unarmannahelgina hátíðlega í Herjólfsdal í yfir fimmtíu skipti en spurður hvort hann hafi tekið eftir miklum breytingum á þeim tíma kveður hann já við. „Í minni minningu var Þjóðhátíð alltaf fjöl- skylduhátíð. En svo byggist þetta á því á hvaða aldri þú ert sjálfur, og eftir hverju maður sækist. Nú er maður búinn að vera lengi fullorðinn og mér finnst Þjóðhátíð núna vera að þróast í rétta átt. Hún er að verða meiri fjölskylduhátíð aftur. Mér finnst fleira eldra fólk vera að koma með börnum sínum en láta þau ekki vera eftirlitslaus eins og var á tímabili,“ segir Magnús og bætir við: „Núna finnst mér gaman að sitja uppi í brekku með barnabarni og borða popp meðan við fylgj- umst með frábærum skemmtiatriðum. Mér hefði ekki fundist það gaman þegar ég var nítján ára,“ segir hann. Yfir 50 sinnum á Þjóðhátíð  Eyjafólk undirbýr sig fyrir komandi hátíð Ljósmynd/Magnús Bragason Kökukaffi F.h. Helgi, Magnús, Bragi, Sigríður og Sigurður eftir setningarathöfnina í fyrra. Úr eldhúsinu Skinkuhorn, flatkökur og pítsu- snúðar eru meðal þess sem er á boðstólum í ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.