Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 1
RÆKTAR FRÓÐLEIKSÞORSTANNALLT Á SAMA STAÐ ósmokkurinn verndar fallega skó fyrir vonskuveðri 5 Sprotinn LiveLine vill greiða fólki leið að eigin heilsufarsgögnum og um leið létta læknum störfin. 15 VIÐSKIPTA 4 Sk Unnið í samvinnu við Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir mörg áhugaverð verkefni á borðum stofnunarinnar um þessar mundir. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Afkoman með besta móti Afkoma orkufyrirtækja á Íslandi var með besta móti á síðasta ári, en samanlagður hagnaður félag- anna nam 39,2 milljörðum sam- anborið við 25,8 milljarða árið 2016 og heildarhækkunin því 51,7%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningarskýrslu Kristjáns B. Ólafssonar rekstrar- hagfræðings, Orkugeirinn á Íslandi 2017. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru Landsvirkjun, HS Orka, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Reykjavíkur, Norðurorka, Lands- net og HS Veitur, en öll skiluðu þau hagnaði. Hækkun var þó mest hjá framleiðslufyrirtækjum sem fjárfest hafa í virkjunum og selt raforku til stóriðju. Þau fyrirtæki sem hafa að stærstum hluta verið í hefðbundnum veiturekstri skiluðu jafnari afkomu. Fyrirtækin náð fyrri styrk „Stóru orkufyrirtækin sem hafa fjárfest í virkjunum og selt til stór- iðju hafa verið svo háð breytingum á gengi og álverði. Álverðið styrkt- ist á síðasta ári og gengið hefur verið tiltölulega stöðugt. Litlu fyrirtækin eru með tiltölulega jafna afkomu milli ára,“ segir Kristján. Í skýrslunni er orkugeirinn kruf- inn til mergjar, m.a. með tilliti til nýtingarhlutfalls virkjana á Íslandi, raforkuspár, orkuverðs og raforku- öryggis. Að mati Kristjáns stendur hin góða afkoma upp úr þegar litið er yfir helstu atriði í skýrslunni. Hlutfall eigin fjár hjá félögunum hækkaði um 2,4% milli ára og var 48,3%. Hæst var hlutfallið hjá HS Orku, 73,3%, en lægst hjá Lands- neti, 39,6%. Arðsemi eigin fjár jókst úr 2,8% í 8,1% og í skýrslunni segir að arð- semin sé sú mesta sem verið hafi undanfarin ár. Arðsemi eigin fjár var mest hjá HS Orku, 13,7%, og minnst hjá Orkubúi Vestfjarða, 3%. Rekstrartekjur jukust um 7,8 millj- arða milli ára, úr 136,8 milljörðum í 144,6 milljarða. Rekstrarkostnaður hækkaði um 6,7% og EBITDA um 5%. Afskriftir lækkuðu um 5,6% og fjármagnsliðir um 81,7%. „Orkufyrirtækin hafa náð þeim fjárhagslega styrk sem þau höfðu fyrir hrun. Eiginfjárhlutfall þeirra hefur hækkað markvisst, þau hafa lækkað skuldir og styrkt sína stöðu. Það er búið að byggja upp orkukerfið hér á Íslandi í meg- inatriðum, hitaveituna og allar þessar virkjanir. Nú fara menn að koma inn í tímabil þar sem þeir geta borgað eigendum sínum meiri arð,“ segir Kristján. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Síðasta ár gekk vel hjá orkufyrirtækjum á Íslandi að því er fram kemur í nýrri skýrslu Kristjáns B. Ólafs- sonar. Morgunblaðið/Golli Vegna batnandi afkomu munu orkufyrirtækin geta greitt eigendum sínum út meiri arð að mati Kristjáns B. Ólafssonar rekstrarhagfræðings. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 5.1.‘18 5.1.‘18 4.7.‘18 4.7.‘18 1.655,67 1.712,65 130 125 120 115 110 124,8 124,65 Icelandair hefur fengið afhentar þrjár af sextán Boeing 737 MAX-flugvélum sem félagið hefur pantað. Vélarnar eru 40% hljóðlátari og 28% eyðslugrennri en eldri vélar flugfélagsins. Jens Þórðarson, segir að félagið leiti þeirra tækifæri sem eru hagkvæmust hverju sinni en að þetta sé einnig skref til þess að gera sífellt betur í umhverfismálum og minnka þannig kolefnisfótspor félagins. Flestar vélar Icelandair eru af gerðinni Boeing 757, en samkvæmt Jens hafa þær vélar verið bakbeinið í leið- arkerfi félagsins lengi. Max vélarnar eru hugsaðar til þess að fljúga samhliða þeim vélum, en kostir Max-vélarinnar eru öðruvísi en 757-flugvélanna. Max er töluvert eyðslu- minni, en dregur ekki jafn langt og 757-vélin, eins og til dæmis á vesturströnd Bandaríkjanna. Vilja minnka kolefnisfótsporið Morgunblaðið/Denni Jens segir að nýju vélarnar séu 40% hjóðlátari og 28% eyðslugrennri. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs Icelandair, segir nýjustu Boeing 737 MAX 8-flugvélarnar þeirra hafa farið fram úr væntingum flugfélagsins. 8 Umfang tollastríðs Trumps gæti rokið yfir 1.000 milljarða dala markið og haft áhrif um alla heimsbyggð- ina. Tollastríð gæti haft veruleg áhrif 10 Það er víðar en á Íslandi sem risar á smásölumarkaði leita allra leiða til að auka hag- kvæmni í rekstri nú um stundir. LEX: Smásöluris- ar þétta raðirnar 11 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.