Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 6

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018SJÁVARÚTVEGUR Sumarið 2013 hugkvæmdist starfs- manni Síldarvinnslunnar á Nes- kaupstað að gefa 14 ára nemendum í bænum tilbreytingu frá vinnuskól- anum með fjögurra daga fræðslu um sjávarútveg og sjósókn. „Þessi starfsmaður var á sínu lokaári í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og fljótlega hafði samstarf á milli HA, Síld- arvinnslunnar og fleiri fyrirtækja myndast í kring- um þetta verk- efni,“ segir Gunnar Þór Halldórsson verkefnastjóri sjávarútvegs- miðstöðvarinnar hjá Háskólanum á Akureyri og skólastjóri Sjáv- arútvegsskólans. „Verkefnið spurðist út í nærliggj- andi byggðum og fleiri langaði að taka þátt. Sumarið 2014 bættust Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður við en verkefninu var gefið nafnið Sjáv- arútvegsskóli Fjarðabyggðar og út- skrifaði 50 nemendur það ár. Áfram hélt skólinn að vaxa og fékk ári síð- ar nafnið Sjávarútvegsskóli Austur- lands eftir að byrjað var að bjóða upp á kennslu á Seyðisfirði. Þegar hér var komið sögu var umfangið orðið of stórt fyrir Síldarvinnsluna sem leitaði þá til Háskólans á Ak- ureyri sem tók við umsjóninni og sumarið 2016 bættust Vopnafjörður og Höfn í Hornafirði við skólann,“ útskýrir Gunnar. „Áfram stækkaði skólinn, og höfum við núna bæði Sjávarútvegsskóla Austurlands og Sjávarútvegsskóla Norðurlands starfandi með kennslu á Dalvík, Akureyri og Húsavík.“ Svo þau snúi heim eftir nám Hugmyndin að baki Sjáv- arútvegsskólanum er að gefa ung- mennunum innsýn í hvernig sjávar- útvegurinn starfar. „Síldarvinnslan hleypti verkefninu af stokkunum sem leið til að fá krakkana aftur heim þegar þau eru búin í námi og opna augu þeirra fyrir áhugaverð- um atvinnutækifærum tengdum sjávarútvegi. Núna eru fyrstu nem- endur Sjávarútvegsskólans að ljúka menntaskóla og jafnvel byrjuð í há- skóla og verður gaman að sjá hvort þau hafa meiri áhuga en árgang- arnir á undan á að mennta sig til starfa í sjávarútvegi.“ Samstarfsfyrirtæki Sjávarútvegs- skólans eru, auk Síldarvinnslunnar, Samherji, HB Grandi, Loðnuvinnsl- an, Eskja, Gullberg, Kælismiðjan Frost, Fóðurverksmiðjan Laxá og GPG Húsavík. „Kennslan á Höfn með Skinney-Þinganesi datt út eftir sumarið 2016 vegna þess einfald- lega að það voru engir krakkar á þessum aldri í vinnuskólanum því ferðaþjónustan á svæðinu þurfti á kröftum þeirra að halda,“ segir Gunnar en auk styrkja frá sam- starfsaðilum hefur verkefnið fengið fjárframlög frá Fjarðabyggð- arhöfnum, Seyðisfjarðarhöfn, Vopnafjarðarhöfn, Slippnum, Raf- tákn, Rafeyri, Dalvíkurbyggð, og sjávarútvegsráðherra. Framlögin til verkefnisins eru m.a. notuð til að greiða laun skólastjóra og fjögurra starfsmanna, sem allir eru nem- endur við auðlindadeild HA, til að greiða fyrir rútur sem ferja börnin á milli staða, kaupa peysur fyrir nemendur með merkjum samstarfs- aðila og halda pítsuveislu við út- skrift. Grannskoða fisk og vinnslur Unglingarnir eru í sjávarútvegs- skólanum frá þriðjudegi til föstu- dags á hverjum stað og halda laun- um sínum frá vinnuskólanum. „Í samstarfi við sérfræðinga við sjáv- arútvegsfræðideild HA var búið til námsefni sem fjallar um ýmsar hlið- ar sjávarútvegs en auk fyrirlestra eru nemendurnir látnir leysa verk- efni á borð við að gera skynmat á nýveiddum, vikugömlum og tveggja vikna gömlum fiski. Síðan fara þau í heimsókn til fyrirtækja á svæðinu s.s. í netagerðir og fiskvinnslur, sjá hvernig allt lítur út og hvernig tæk- in virka.“ Kannski kemur það lesendum á óvart að heyra að ungmenni í litlum sjávarþorpum á Norður- og Austur- landi skuli ekki þekkja sjávarútveg- inn út og inn en Gunnar segir ung- lingana ósköp svipaða úti á landi og á suðvesturhorninu og að flestir nemendur Sjávarútvegsskólans hafi haft lítil sem engin kynni af sjáv- arútvegsfyrirtækjunum í sinni heimabyggð. „Mjög fá þeirra hafa fengið tækifæri til að fræðast um sjávarútveg og sjávarafurðir og helsta undatekningin þau sem eru svo heppin að eiga foreldra sem starfa í greininni. En jafnvel þá er ekki sjálfgefið að ungmennin hafi t.d. fengið að skoða fiskvinnslur enda aðgangur takmarkaður til að tryggja fæðuöryggi og gæði.“ Að sögn Gunnars hafa nemend- urnir verið mjög ánægðir með fræðsluna og kemur mörgum þeirra á óvart að sjá hvers konar vinnu- staðir nútímasjávarútvegsfyrirtæki eru orðin. „Þau hafa ákveðnar fyr- irframgefnar hugmyndir sem oftar en ekki reynast eiga fátt skylt við raunveruleikann. Þau verða undr- andi þegar það sem mætir þeim er hátækniumhverfi þar sem sjálfkeyr- andi lyftarar og róbótar eru að störfum, allt er hreint og fínt og varla nokkur lykt af fiski.“ Uppgötva nýja möguleika Í sumar munu um 70 ungmenni sækja Sjávarútvegsskólann á Aust- urlandi og allt að 120 ungmenni á Norðurlandi. Skólinn er valkvæður hluti af vinnuskólanum og segir Gunnar að í hópnum megi bæði finna ungt fólk sem hefur brennandi áhuga á sjávarútvegi og aðra sem eru aðallega fegnir að fá tilbreyt- ingu frá því að slá tún og hreinsa beð. „Við gætum þess að hafa fram- setninguna skemmtilega til að halda áhuganum gangandi hjá krökk- unum.“ Sjálfur er Gunnar þess fullviss að starf Sjávarútvegsskólans muni beina mörgum nemendanna á nýja braut í lífinu. „Ég þekki þetta af eigin raun en eftir menntaskóla fékk ég vinnu hjá verksmiðju HB Granda á Vopnafirði og uppgötvaði þar spennandi atvinnugrein. Fyrr en varði var ég kominn með bull- andi áhuga á sjávarútvegi og lá beinast við að fara í nám í sjáv- arútvegsfræðum,“ segir hann. „Með því að fá að skoða þessa vinnustaði er unga fólkið vonandi að sjá hvers eðlis störfin þar eru, að tæknin vinni erfiðustu verkin en störf í boði sem bjóða upp á góð laun um leið og þau kalla á rétta menntun og hæfni.“ Vonir standa til að stækka starfs- svæði Sjávarútvegsskólans enn frekar, og þá í vesturátt. „Gerð var tilraun á Ísafirði í fyrra þar sem notast var við námsefni frá okkur. Reynslan hefur samt sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að hefja kennslu á nýjum stað og stækkunin háð því að hafa góða samstarfsaðila sem geta staðið undir kostn- aðinum.“ Fræða unga fólkið um sjáv- arútveginn í heimabyggð Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í dag starfar Sjávarútvegs- skólinn bæði á Norðurlandi og Austurlandi. Nærri tvö hundruð ungmenni munu taka þátt í sumar og læra m.a. að meta ástand fisks í bland við heimsóknir í full- komnar fiskvinnslustöðvar. Nemendur á Húsavík rýna í þorsk og reyna að geta sér til um hve langur tími hefur liðið frá því hann var veiddur. Gunnar Þór Halldórsson Í fiskvinnslu á Eskifirði. Smá uppátækjasemi lífgar upp á skóladaginn. Atvinna Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Við seljum umhverfisvænan pappír af öllum gerðum, þar á meðal ljósritunarpappír. Bjóðum sérskurð í þær stærðir sem henta. Þér er velkomið að líta við og finna þinn rétta pappír. PAPPÍR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.