Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 7

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 7ATVINNULÍF Sólrún Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri snyrtivöruheildsölunnar Terma, sem er með umboð fyrir L’ORÉAL LUXE snyrti- vörumerkið hér á landi, segir að frekar sjald- gæft sé að nýjar vörur sem L’ORÉAL LUXE þrói frá grunni komi á markaðinn. Því ríki nú töluverð spenna fyrir House 99, nýju David Beckham-snyrtivörulínunni sem er á leiðinni í búðir hér á landi, og í 18 öðrum löndum. „Dav- id kom hingað í veiðiferð á dögunum eins og frægt er orðið, en sama dag fór House 99 lín- an hans í fyrstu búðina hér á landi. Það var al- gjör tilviljun. Við höfðum ekki fengið útstill- ingarefni í hendur, og því hafði markaðssetningin dregist. En svo kom hann óvænt og þá tók ég það sem áminningu um að við yrðum að drífa þetta af stað,“ segir Sólrún í samtali við ViðskiptaMoggann, en hún fór sjálf til Lundúna á dögunum til að vera við- stödd þegar merkinu var ýtt úr vör í sérstöku útgáfupartíi. Þar hitti hún Beckham sjálfan. „Við ákváðum skyndilega að drífa okkur út og það var athyglisverð upplifun að vera þarna. Partíið var mun stærra en við héldum og alls- konar frægt fólk mætti. Beckham virtist skemmta sér mjög vel sjálfur þó að hann væri með fjóra lífverði við hlið sér allan tímann,“ segir Sólrún. Þriggja ára ferli Sólrún segir að ferlið á bakvið markaðs- setningu nýrrar vöru eins og House 99 sé langt, eða um þrjú ár. „Fyrir um einu og hálfu ári fengum við síðan fyrstu prufur frá rannsókn- arstofunni. Við höfum leyft ýmsum að prófa og koma með ábendingar, og allir hafa verið mjög ánægðir. Við lögðum síðan inn pöntun fyrir um ári og nú er þetta að rúlla af stað.“ Spurð að því hvernig staðan sé almennt á markaðnum í lúxusmerkjum fyrir herra, segir Sólrún að mikil bylgja hafi verið í geiranum fyrir 10-15 árum. „Þá komu mörg þessi lúxus snyrtivörufyrirtæki með herralínur. Margar hafa hinsvegar dottið út síðan þá en aðrar hald- ið velli. Í raun hefur framboðið ekki verið mikið undanfarin ár. Nú er hinsvegar aftur upp- sveifla í þessum herravörum og vöruúrvalið að aukast.“ Terma hefur verið í snyrtivörubrasanum síðan árið 1983 og býður upp á vörumerki eins og Lancôme, Giorgio Armani, Helena Rub- instein, Diesel, Yves Saint Laurent, Cacharel, Biotherm, Viktor & Rolf og Ralph Lauren. Sól- rún segir að Terma hafi lengi verið at- kvæðamikið í herravörum, og Biotherm Homme lúxusherravörurnar séu leiðandi hér á landi. En hvernig kemur það til að David Beckham fer að vinna með L’ORÉAL LUXE að House 99? „Biotherm, sem er í eigu L’ORÉAL LUXE, samdi fyrir um þremur árum við David Beck- ham um að verða andlit Biotherm Homme. Þar með fór hann að vinna náið með rannsókn- arteyminu og velja réttu hráefnin og slíkt. Hann hefur mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vill hafa hlutina, og niðurstaðan var að þróa andlitskrem, skeggvörur og hár- vörur, alls 13 tegundir.“ Vörumerkið House 99, snýst alfarið um Beckham, að sögn Sólrúnar. Þar er vísað til ársins 1999 sem var sérstakt í lífi hans. Þá eign- aðist hann fyrsta barnið sitt Brooklyn, hann kvæntist Victoriu konu sinni, og síðast en ekki síst vann hann þrefalt í fótboltanum, þ.e. Meist- aradeild Evrópu, ensku bikarkeppnina og ensku deildarkeppnina. Spurð um herratískuna almennt, hvort metrómaðurinn og hipsterinn séu enn við lýði, segist Sólrún telja að karlmenn hafi breyst. Þeir séu ófeimnir að vera þeir sjálfir. „Áður fyrr voru karlmenn að stelast í kremið hjá kon- unum, en nú held ég að þær séu voða fegnar að fá að eiga allt kremið sitt í friði. Þeir geta núna fengið sitt eigið krem og finnst eðlilegt að nota það.“ House 99 blandar rakarastofumenningu við nýsköpun í hári, húð, skeggi og húðflúri. Sólrún Sævarsdóttir, Rakel Ósk Hreinsdóttir og Guðný Indíana Guðmundsdóttir með David Beckham. Uppsveifla í lúxus-herravörum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tilviljun réð því að David Beckham var staddur hér á landi á sama tíma og snyrtivöruheildsalan Terma setti fyrstu House 99 – Beckham- vörurnar á markað hér á landi. Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.