Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018SJÓNARHÓLL KRISTINN MAGNÚSSON Það fer ekki framhjá neinum að við lifum á tímum þarsem umhverfi fyrirtækja tekur stórum breytingum,sérstaklega hjá þeim sem starfa á neytendamark- aði. Neytendahegðun breytist með tækniframförum en einnig með nýrri kynslóð sem hefur aðrar áherslur en þær sem á undan komu. Fyrirtæki, mörg hver stór og rótgróin, heltast úr lestinni bæði hérna heima og á alþjóðavísu. En hvað geta fyrirtæki gert til að lifa af? Það er ekki nóg að stofna Facebook-síðu og birta yfirlit yfir afgreiðslutíma og tilboð tvisvar í viku. Lausnin er held- ur ekki svo einföld að best sé að ráða rándýran markaðs- fræðing með þrjátíu ára reynslu, bjóða fríar pylsur í vel völdum útibúum á laugardögum eða borga auglýsingastofu nokkrar milljónir fyrir hæfilega fyndið myndband í miklum gæðum. Fyrirtæki þurfa að þróast í heild sinni í takt við markaðinn. Þúsaldarkynslóðin saman- stendur ekki lengur bara af unglingum. Þessi kynslóð er komin út á vinnumarkaðinn, kaupir íbúðir, eignast börn, kaupir í matinn, tekur bensín, velur sér sparnað, ferðast til út- landa og kaupir tryggingar. Hvernig nærðu til hennar? Þú einfaldlega ræður hana í vinnu. Staðan á atvinnumarkaðnum er athyglisverð, hann saman- stendur í dag af fjórum kynslóðum; uppgangskynslóðinni (baby boomers), x-kynslóðinni, þúsaldarkynslóðinni (millennials) og z-kynslóðinni sem vinnur með skóla. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð eigum við hafsjó af hæfileikaríku og efnilegu ungu fólki sem er viljugt að láta til sín taka. En fjöldamörg íslensk fyrirtæki nýta sér ekki þessa auðlind. Jafnvel þó að markaðurinn búi yfir mjög augljósum dæm- um um hversu vel sú aðferð virkar, samanber til dæmis Nova og WOW air. Vestanhafs eru Burberry, Sephora og Nike lýsandi dæmi um fyrirtæki sem sanka að sér ungu fólki með gríðarlega góðum árangri. Hér á landi er fram- bærilegt ungt fólk sem fær ekki tækifæri og á ekki frænda eða föður á réttum stað á atvinnumarkaðnum, er fast í gjaldkerastörfum og þjónustuverum eða er horfið á vit betri launa eða fleiri háskólagráða og sólargeisla. Fyrirtæki verða að þora að þróast, vera óhrædd við breytingar og raunverulega hlusta á nýja kynslóð. Hún hef- ur litla þolinmæði fyrir leiðinlegum hlutum, setur félagslegt réttlæti ofarlega, er verðmeðvituð en hefur upplifun í fyrsta sæti. Hún fer til Balí frekar en Kanaríeyja og er komin með nóg af HÚH auglýsingum. Þúsaldarkynslóðin verslar við fyrirtæki sem skilja hana. Það sem gekk fyrir tíu eða tutt- ugu árum, virkar að öllum líkindum ekki enn í dag. Það virð- ist sem ýmis fyrirtæki séu annað hvort löt eða hrædd við að breyta út af van- anum, mögulega því sú hugsun er til staðar að breytingar gætu rýrt virði vörumerkisins. En raunveruleikinn er sá að forn frægð mun á einhverjum tímapunkti fjara út og þá gæti verið of seint í rassinn gripið. Til þess að vaxa og dafna í núverandi markaðs- umhverfi er nauðsynlegt að gera ný- sköpun hátt undir höfði, hlusta á nýjar hugmyndir, fjárfesta í framtíðinni og leyfa ferskum vindum að blása fyrir- tækjum byr í seglin með kraftmiklu ungu fólki. Þetta á nefnilega ekki bara við um nýsköpunarfyrirtæki. Og þetta á ekki bara við um flugfélög og fata- búðir. Tryggingafélög, matvöruversl- anir, lífeyrissjóðir, veitingastaðir, byggingavöruverslanir og bankar. Í rauninni öll fyrirtæki sem vilja viðskiptavini. Það er mikill styrkur sem felst í því að vera reyndur stjórnandi sem tilbúinn er að viðurkenna sínar takmarkanir á einhverjum sviðum, þora að taka mark á fólki sem er yngra og sér hlutina í nýju ljósi. Stjórnandi sem viðurkennir að hann veit ekki allt, og áttar sig á að þrjátíu ára reynsla er ekki alltaf betri en fimm ára reynsla. Ef fyrirtæki festast í fortíðinni, draga lappirnar og halda að helgarsprengja eða pylsuveisla bjargi málunum munu þau lenda í kröggum með að afla nýrra viðskiptavina. Og þeim gömlu fjölgar ekki. MARKAÐSMÁL Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir viðskiptafræðingur Ókeypis pylsur og upplifunarkynslóðin ” Fyrirtæki verða að þora að þróast, vera óhrædd við breytingar og raun- verulega hlusta á nýja kynslóð. Hún hefur litla þolinmæði fyrir leið- inlegum hlutum, setur félagslegt réttlæti of- arlega, er verðmeðvituð en hefur upplifun í fyrsta sæti. FORRITIÐ Að halda úti góðri vefsíðu er hæg- ara sagt en gert. Það er ekki nóg að síðan líti vel út og komi réttum upplýsingum til skila skýrt og greinilega, heldur þarf vefsíðan að virka vel, vera laus við galla, og frágangurinn að vera þannig að falli að tækni helstu leitarvéla. Hjá SiteGuru (www.siteguru.co) má gera nk. heilsufarsskoðun á hvaða vefsíðu sem er. Forrit Site- Guru rýnir í kóðann með sjálf- virkum hætti, leitar uppi hlekki sem ekki virka, skoðar hvort myndir séu rétt merktar og hvort gengið hefur verið frá öðrum mikilvægum smáatriðum eins og að gefa síðum góða yfirskrift og lýsingu, eða einfaldlega að tryggja að vefsíðan hlaðist nægilega hratt. Með því að hnýta alla lausu end- ana á að vera hægt að gera góða vefsíðu enn betri, birtast ofar í leitarniðurstöðum, minnka hætt- una á árásum tölvuþrjóta og ná betur til þeirra sem sækja síðuna heim. Prófa má þjónustuna einu sinni ókeypis en eftir það þarf að kaupa áskrift sem kostar 9, 29 eða 149 evrur eftir því hversu margar og stórar vefsíður þarf að vakta. Lætur SiteGuru vita í gegnum tölvupóst um leið og forritið finn- ur eitthvað sem er í ólagi. ai@mbl.is Til að vita hvort vef- síðan er að skila sínu Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.