Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 1

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 1
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. KREFST LANGRARMEÐGÖNGU Nú er loksins hægt að kaupa þotubúning úti í búð. 4 Unnið í samvinnu við Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er al- mennt ódýr í samanburði við erlenda markaði að mati Capacent. 14 VIÐSKIPTA Gunnar Rafn Birgisson, forstjóri Atlantik, segir ferðaþjónustu þurfa langa meðgöngu til að byggja upp og rækta viðskiptasambönd. TÆKIFÆRI ÁMARKAÐNUM 4 Libra selt til Hollands Hollenska fjártæknifyrirtækið Five Degrees, sem sérhæfir sig í hugbún- aðarlausnum fyrir banka og fjármála- fyrirtæki, hefur fest kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Libra, sem upphaflega var stofnað árið 1996 og er leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað. Five Degrees var stofnað af tækni- stjóranum Birni Hólmþórssyni, for- stjóranum Martijn Hohman og rekstrarstjóranum Marianne Tijssen. Björn segir í samtali við Viðskipta- Moggann að íslenskir viðskiptavinir Libra muni njóta góðs af samruna fyrirtækjanna, meðal annars með möguleika á aukinni sjálfvirkni í bankaþjónustu. Þar séu Hollendingar komnir mun lengra en Íslendingar. „Þar sem hægt hefur verið að milli- færa beint á milli reikninga á Íslandi í 15 ár teljum við okkur vera með besta bankakerfi í heimi, en það er svo margt annað sem hægt er að gera vel. Það er hægt að sjálfvirknivæða bank- ana mun meira og ná fram miklum sparnaði. Bara það að hægt sé að breyta heimilisfangi á bankareikningi á netinu, opna fyrirtækjareikning heima í stofu, eða veita maka sínum aðgang að reikningi, sem er allt sem bankar í Hollandi geta gert í gegnum okkar kerfi, getur aukið skilvirkni mikið,“ segir Björn. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig íslenski markaðurinn mun taka á móti okk- ur.“ Starfsmenn Five Degrees eru um 150 talsins, þar af eru 30 á íslenskri starfsstöð félagsins. Á fimmta tug manna starfa hjá Libra. Fram að kaupunum á Libra hafði Five Degrees enga viðskiptavini á Íslandi. „Ég og Martijn Hohman fengum hugmyndina að fyrirtækinu árið 2009. Við unnum báðir við Icesave- reikninga Landsbankans, og Hoh- man vildi taka þá hugmynd lengra og stofna netbanka. Það reyndist þó flóknara að fá bankaleyfi en við héld- um, en aftur á móti sýndu margir mikinn áhuga á lausninni sem við smíðuðum. Þar með urðum við hug- búnaðarfyrirtæki. Við erum vel þekkt í Hollandi, þó að fáir þekki okkur á Íslandi.“ Viðskiptavinir Five Degrees eru fjórtán bankar í sex löndum, þar á meðal stærsti banki Kanada. Björn segir að tvöfalda eigi þann fjölda á næstu árum. „Við höfum aldrei verið með lánakerfi líkt og Libra er með. Það er gríðarleg eftirspurn eftir slíku kerfi í Evrópu og við erum búin að fá fullt af fyrirspurnum.“ Á síðasta ári var velta Five Degrees 12 milljónir evra, eða um 1,5 milljarðar íslenskra króna. Um 25% af félaginu eru í eigu Björns og fjög- urra annarra lykilstjórnenda. Aðrir fjárfestar eru 5-Square Committed Capital, Velocity Capital og Karmijn Kapitaal. Björn sér fyrir sér að sam- runa fyrirtækjanna undir heiti Five Degrees muni ljúka snemma á næsta ári. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kaupendur Libra, sem er leiðandi í smíði lánakerfa fyrir íslensk fjármálafyrir- tæki, segja mikla spurn eft- ir slíkum kerfum í Evrópu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þess er vænst að íslenskir viðskiptavinir Libra munu njóta góðs af samrun- anum, meðal annars með möguleika á aukinni sjálfvirkni í bankaþjónustu. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 26.1.‘18 26.1.‘18 25.7.‘18 25.7.‘18 1.757,34 1.661,37 130 125 120 115 110 124,65 122,45 Öryggismiðstöðin hóf að veita þjón- ustu í flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári eftir ítarlegan undirbún- ing og hefur hún vaxið hratt. AVIÖR, sem er sérstakt svið innan fyrirtækisins, annast sértæka þjón- ustu við flugrekstraraðila og flug- velli, svo sem sérhæfða öryggis- gæslu. Viðskiptavinir eru Icelandair, Wow air, Delta, American Airlines og Air Canada. „Við byrjuðum á því að vera með í kringum 20 til 30 manns en þetta hefur vaxið ævintýralega og er 110 manns í dag, þrátt fyrir að hafa farið af stað um mitt síðasta ár,“ segir Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. „Með þessu verkefni gátum við nýtt okkur þekkingu og sérhæfingu sem var til hér og byggt ofan á hana.“ Ragnar gerir ráð fyrir að velta Öryggismiðstöðvarinnar verði um 5 milljarðar á þessu ári og segir hann hlutdeild fyrirtækisins vera komna upp í um 40% á innlendum markaði. Komin með 110 manna öryggislið Morgunblaðið/Hari Ragnar Þór Jónsson segir vöxt félagins í Leifsstöð ævintýralegan. AVIÖR, þjónusta Öryggis- miðstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli, hefur marg- faldast á einu ári. 8 Kappi Kínverja á að ná forystu á sviði gervigreindar líkja sumir við uppgjör milli frjáls- lynds lýðræðis og stafræns einræðis. Gervigreindir Kínverjar 10 Fátt er amerískara en mótor- hjól frá Harley-Davidson, en í tollastríði Bandaríkjanna og ESB er það ekki til hagsbóta. Harley milli steins og sleggju 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.