Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Undanfarin ár hefur ferðaþjón-
ustufyrirtækinu Atlantik m.a. tek-
ist að verða leiðandi í þjónustu
við skemmtiferðaskipin sem
sækja Ísland heim. Starfsemin
hefur stækkað hratt og vinna
núna rösklega 30 manns hjá
þessu rótgróna fjölskyldufyrir-
tæki.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Óstöðugt efnahagslíf á Íslandi
með umtalsverðri styrkingu krón-
unnar og óvissu um gengisþróun
á gjaldmiðli sem veldur miklum
sveiflum í rekstrinum og erfitt er
að mæta með skynsamlegum
hætti. Á sama tíma hefur orðið
mikil breyting á launakostnaði,
þar sem allt of mikill munur er
orðinn á því sem fyrirtæki þurfa
að greiða og því sem fólk fær síð-
an í eigin vasa. Vöxtur í ferða-
þjónustu hefur borið með sér ný
vandamál sem þarf að leysa, en
stjórnvöld og aðilar tengdir þeim
hafa aukið á óvissuna, ýmist með
aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Í dag er það fyrst og fremst
með því að sækja fundi og ráð-
stefnur erlendis og taka virkan
þátt í víðtæku samstarfi annarra
fyrirtækja sem starfa á sambæri-
legum grunni víða um heim.
Einnig geri ég mér far um að
taka þátt í daglegum störfum inn-
an fyrirtækisins, enda erum við
hjá Atlantik öll „indjánar með
eina fjöður“ þar sem margar
hendur vinna létt verk. Þannig
held ég fingrunum á púlsinum og
viðheld beinni tengingu við er-
lenda viðskiptavini og innlenda
birgja.
Hvað myndirðu læra ef þú
fengir að bæta við þig nýrri
gráðu?
Ætli ég myndi ekki vilja bæta
tungumálakunnáttu mína. Ég
nota enskuna umtalsvert á hverj-
um degi, en dáist að þeim sem
geta talað 5-6 mismunandi tungu-
mál og myndi gjarnan vilja bæta
við mig fleiri tungumálum, t.a.m.
ítölsku eða spænsku.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Ef við horfum fyrst á gallana,
þá er það gjaldmiðillinn okkar
sem er efstur á blaði og óstöðugt
rekstarumhverfi útflutningsfyrir-
tækja í ferðaþjónustu. Umræðan
um gjaldtöku og skattlagningu í
ferðaþjónustu hefur því miður
haft neikvæð áhrif á erlendum
mörkuðum. Opinber fyrirtæki og
stofnanir ganga oft fremst í flokki
þegar kemur að óvæntum ákvörð-
unum sem tengjast gjaldtöku eða
skattlagningu með litlum eða eng-
um fyrirvara. Ferðaþjónusta get-
ur verið lík landbúnaði þar sem
langa meðgöngu þarf til að byggja
upp og rækta viðskiptasambönd
og markaði til framtíðar. Það get-
ur tekið langan tíma að byggja
upp traust en enginn er síðan
betri en síðasta verkefnið sem var
unnið. Launakostnaður hefur
hækkað umfram greiðslugetu
fyrirtækja og útflutningstekjur í
erlendri mynt hafa lækkað ár frá
ári með styrkingu krónunnar og
aukinni innlendri samkeppni. Það
er hinsvegar spennandi að starfa í
gróskumiklu viðskiptaumhverfi.
Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á
undanförnum árum er auðvitað
fagnaðarefni, en því miður hefur
ekki tekist að bæta afkomu
margra fyrirtækja í greininni með
auknum umsvifum.
SVIPMYND Gunnar Rafn Birgisson, forstjóri Atlantik
Stjórnvöld hafa
aukið óvissuna
Morgunblaðið/Hari
FARARTÆKIÐ
Vafalítið hefur flesta lesendur
dreymt um það sem börn að eiga
þotubúning (e. jet pack) og geta
svifið um loftin blá eins og Rocke-
teer í samnefndri Disney-mynd,
eða líkt og Sean Connery gerði í
Bond-myndinni Thunderball.
Núna er loksins hægt að kaupa
svona græju úti í búð og nota
þotuhreyfla til að svífa á milli
staða. Það er fyrirtækið Gravity
Industries sem smíðaði þotubún-
inginn og er hann til sölu hjá Sel-
fridges í London á tæplega hálfa
milljón dala.
Tækið virkar þannig að notand-
inn festir tvo litla þotuhreyfla á
hvorn framhandlegginn fyrir sig
og notar handleggina til að stýra
því í hvaða átt strókurinn blæs.
Samtals eru þotuhreyflarnir rúm-
lega þúsund hestöfl og ætti mann-
eskja í meðalþyngd að geta flogið
á tæplega 50 km hraða. Ef mark-
miðið er að komast hratt á milli
staða gæti því verið betra að fjár-
festa í þyrlu eða kröftugu mót-
orhjóli.
Eldsneytistankurinn er festur á
bak notandans og fylgir ekki sög-
unni hversu lengi er hægt að
fljúga á fullum tanki. Má gera ráð
fyrir að til að stýra tækinu þurfi
kröftuga handleggsvöðva og gott
jafnvægi.
Þeir sem vilja fá að prufukeyra
græjuna áður en þeir rétta af-
greiðslumanni Selfridges kredit-
kortið sitt eiga þess kost, eins og
allir aðrir gestir bresku stór-
verslunarinnar, að fá að upplifa
tækið í sýndarveruleika. ai@mbl.is
Fyrir þá sem þurfa
bókstaflega að þjóta
Hámarkshraðinn er tæpir 50 km/klst og stefnunni stjórnað með höndunum.
Tækið kostar hálfa milljón dala.
NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1981; viðskipta-
fræðingur, cand.oecon. frá Háskóla Íslands 1985; MBA frá
University of Minnesota, sérhæfing í markaðsfræðum og þjón-
ustustjórnun 1987.
STÖRF: Eimskip, forstöðumaður Markaðsdeildar 1987-1990;
Útflutningsráð Íslands, markaðsstjóri þjónustufyrirtækja og skrif-
stofustjóri 1990 – 1993; Samvinnuferðir-Landsýn, deildarstjóri
innanlandsdeildar, 1993 – 1999; Atlantik ehf., fjölskyldufyrirtæki,
forstjóri og eigandi frá 1999.
ÁHUGAMÁL: Útivist af ýmsu tagi, göngur, hjólreiðar og önnur úti-
vera, hestamennska, ferðalög hér heima og erlendis og upplifun
mismunandi menningarheima.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Þrír synir: Hjalti Rafn (31), Gunnar Steinn
(22) og Birgir Rafn (17). Starfa allir í fjölskyldufyrirtækinu, alfarið
eða með skóla.
HIN HLIÐIN
„Allt of mikill munur er orðinn á því
sem fyrirtæki þurfa að greiða og því
sem fólk fær síðan í eigin vasa,“
segir Gunnar um launakostnaðinn.