Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 8
iðnaðarmaður sem þyrfti að komast inn.“
Ragnar ýtir á annan valmöguleika og sýnir
blaðamanni myndavélaupptöku úr stofunni
heima hjá sér. „Ég get skoðað myndavélar úr
stofunni og séð ef það kemur einhver hreyfing
sem setur kerfið í gang. Þá get ég skoðað hvort
það sé vegna opins glugga eða hvort einhver
raunveruleg hætta sé á ferðum. Þetta er auðvit-
að algjör bylting, en þetta er dýrt að innleiða og í
þessu felst mikil fjárfesting. Við innleiddum
þetta í október á síðasta ári og höfum selt alveg
óhemjumikið af þessu síðan þá og þannig marg-
faldað sölu öryggiskerfa til heimila. Viðtökur
markaðarins hafa farið langt fram úr okkar
björtustu vonum.“
Aðspurður hvort Öryggismiðstöðin sé í ein-
hverri þróunarvinnu eða hvort vörurnar sem
fyrirtækið býður upp á séu tilkomnar vegna
samstarfssamninga við erlend félög, segir Ragn-
ar að Öryggismiðstöðin sjálf sé ekki í neinni hug-
búnaðarþróun.
„Í staðinn leitum við vandlega að samstarfs-
aðilum erlendis. Eins og í tilviki snjallöryggisins
vorum við búin að leita í þrjú til fjögur ár að rétta
samstarfsaðilanum. Við reyndum prufur frá
mörgum risum á markaðnum en fundum aldrei
lausn sem uppfyllti okkar kröfur fullkomlega.
Síðan fundum við þessa aðila, en lausnin þeirra
varð fyrst tilbúin á síðasta ári. Þetta er ísraelskt
fyrirtæki sem heitir Essence og er byggt upp af
manni sem er með tvær, ef ekki þrjár doktors-
gráður. Þegar hann var um fimmtugt ákvað
hann að ríða á vaðið og stofna sitt eigið fyrirtæki.
Það hafði alltaf verið draumur hans en hann
hafði aldrei þorað að láta vaða. Núna er þetta
orðið risafyrirtæki. Á fáeinum árum hefur þessi
samstarfsaðili okkar orðið stærstur í öryggis-
kerfum til heimila í Evrópu. Þetta er risastórt og
magnað fyrirtæki.“
Stjórnendur og eigendur Öryggismiðstöðv-
arinnar eyddu mikilli orku og fjármunum í þetta
verkefni á síðasta ári, segir Ragnar, en lausnin
sem fyrirtækið var með áður var orðin gamal-
dags og kominn tími til að endurnýja. „Við viss-
um að okkar lausn var orðin gömul, en við
ákváðum samt sem áður að gefa engan afslátt af
okkar kröfum. Við vorum næstum því búin að
taka inn lausn sem við vorum ekki alveg nógu
sátt með. Við ákváðum hins vegar, sem betur fer,
að ekki gefa neinn afslátt. Við biðum því bara
róleg eftir því að finna lausnina sem myndi leiða
okkur inn í framtíðina eins og við sáum hana fyr-
ir okkur.“
Frá 20 til 110 starfsmanna á einu ári
Í fyrra hóf Öryggismiðstöðin að veita þjónustu
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Eftir langan og
ítarlegan undirbúning fyrirtækisins fór það að
sinna mjög sérhæfðum verkefnum í flugstöðinni
undir nafni AVIÖR. Það er nú sérstakt svið inn-
an fyrirtækisins sem sérhæfir sig í sértækri
þjónustu við flugrekstraraðila og flugvelli.
„Við erum núna með 110 starfsmenn á flug-
vellinum, þrátt fyrir að hafa aðeins farið af stað
um mitt síðasta ár. Við erum þar að vinna fyrir
Icelandair, Wow air, Delta, American Airlines og
Air Canada í alls kyns sérhæfðum verkefnum,
meðal annars í sérhæfðri öryggisgæslu á flug-
vellinum. Við vorum búin að vinna að þessu verk-
efni í mörg ár. Við byrjuðum á því að vera með í
kringum 20 til 30 manns en þetta hefur vaxið æv-
intýralega og er, eins og ég sagði, 110 manns í
dag. Með þessu verkefni hefur Öryggismiðstöðin
búið sér til gríðarlega mikla þekkingu í þessum
Að loknu verkfræðinámi í Boston réð Ragnar
Þór Jónsson sig til starfa hjá Eimskip og vann
sig upp í starf framkvæmdastjóra. „Ég var þar
til ársins 2006 þegar ég mér bauðst það tækifæri
að færa mig yfir til Öryggismiðstöðvarinnar, sem
var mjög sérstakt og krefjandi verkefni. Í lok árs
2006 var fyrirtækið í miklum erfiðleikum, það
gekk illa fjárhagslega og var einnig búið að missa
margt af góðu fólki. Hins vegar var eig-
endahópur fyrirtækisins mjög sterkur á þessum
tíma, en í honum voru Exista, Saxhóll og Bygg.“
Ragnar segir þetta hafa verið verkefni sem
hann hafi alltaf dreymt um. „Að reka sitt fyrir-
tæki, búa til kúltúrinn og taka fyrirtæki sem átti
í erfiðleikum og byggja það upp. Það kom fljót-
lega í ljós að það var einstaklega góður kjarni af
fólki innanborðs. Þegar ég tók við var fyrirtækið
að velta í kringum 800 milljónum króna en í ár
munum við velta um 5 milljörðum. Þetta er mjög
heilsteyptur rekstur með litlar sem engar skuld-
ir. Þegar mér bauðst þetta starf, þá var það tæki-
færi sem ég gat ekki hafnað.“
Stjórnendateymi Öryggismiðstöðvarinnar
hefur starfað lengi saman, en Ragnar segir að
margt af því fólki sem er þar í dag hafa verið
starfandi innan fyrirtækisins þegar að hann tók
við stjórnartaumunum. „Það er búið að vera
gríðarlega gaman að ná að breyta fyrirtækinu á
þennan hátt sem við höfum gert. Einnig er frá-
bært að horfa á samstarfsfélaga blómstra, en
mannauðurinn hjá fyrirtækinu er magnaður.“
Rétt viðhorf mikilvægt í erfiðleikum
Þegar Ragnar er spurður hvort hann sé maður
sem leiti eftir áskorunum og líði best þegar að
álagið er mikið, segir hann að sem gamall
íþróttamaður finnist honum langskemmtilegast
að þurfa að hafa fyrir hlutunum. „Við erum of-
boðslega metnaðarfull hérna og höfum gaman að
því að vaxa og dafna. Áskoranir fyrirtækisins eru
eitthvað sem við tökum alvarlega, en höfum
gaman af,“ segir hann.
„Haustið 2008 fórum við, eins og margir aðrir,
í gegnum erfiðleika. Það var alls ekki auðvelt
tímabil. Fólk þurfti bara að taka ákvörðun um
hvort að það ætlaði að vorkenna sér eða takast á
við þetta. Við vorum með skuldir í félaginu sem
nánast þrefölduðust við hrunið. Við tókumst hins
vegar á við þetta og fyrir lok október voru að-
gerðir komnar í gang sem við stilltum upp, svo
hægt væri að halda áfram og finna leiðir fyrir
áframhaldandi vöxt. Þetta var mikilvæg og stór
ákvörðun hjá starfsfólki fyrirtækisins. Fólk
ákveður hvernig það ætlar að takast á við verk-
efnin og að gera það á jákvæðan hátt er mjög
mikilvægt. Rétt viðhorf fleytir manni mjög
langt.“
Fjárfestingar að skila sér
Á síðasta ári var mikið fjárfest í vexti Öryggis-
miðstöðvarinnar. Mikið var lagt í það að vera
með snjöllustu lausnina á markaðnum.
„Við fjárfestum verulega í því að taka félagið
áfram á síðasta ári. Við vörðum háum fjárhæðum
í vöxtinn, sem meðal annars fór í snjallöryggi
sem við höfum boðið upp á frá því í október á síð-
asta ári.“
Ragnar tekur upp símann og sýnir blaða-
manni. „Þetta er algjör snilld,“ segir hann og
opnar appið þar sem við blasa ýmsir valmögu-
leikar. „Ég get gert allt í símanum. Ég get sett
öryggiskerfið í gang heima og séð stöðuna á
kerfinu. Ég get einnig opnað útidyrnar ef krakk-
arnir skyldu vera læstir úti eða ef það kæmi
„aviation security“-geira. Við köllum þetta svið
AVIÖR, en Öryggismiðstöðin var fremur óþjált
fyrir okkar erlendu viðskiptavini,“ segir Ragnar
og brosir.
„Með þessu verkefni gátum við nýtt okkur
þekkingu og sérhæfingu sem var til hér og byggt
ofan á hana. Við erum orðin það virt í þessum
bransa, að það hefur verið fjallað um okkur í fag-
tímaritum erlendis sem dæmi um hvernig einka-
aðili eigi að vaxa í þessum geira og gera það vel.
Einnig eru lykilstjórnendur AVIÖR að halda
erindi á ráðstefnum erlendis, sem er ánægjulegt.
Við erum mjög stolt af þessu verkefni.“
Frá bókasöfnum til ölvunaraksturs
Þegar að talið berst að vexti og hvernig
öryggisfyrirtæki geti vaxið í framtíðinni, segir
Ragnar að Öryggismiðstöðin sé ekki einungis
hefðbundið öryggisfyrirtæki, heldur bjóði það
upp á ýmsa þjónustu sem hinn almenni við-
skiptavinur hafi ekki hugmynd um.
„Það er tvennt sem gerir okkur öðruvísi en
flest önnur fyrirtæki. Það er annars vegar öflugt
tæknisvið, en það telur um 75 starfsmenn, og
hins vegar erum við með stjórnstöð sem er alltaf
á vaktinni og bíla sem keyra um borgina á öllum
tímum sólarhringsins.“
Ragnar segir það vera lykilatriði að nýta þessa
styrkleika til þess að veita ýmiskonar þjónustu
sem ekki er skilgreind sem öryggisþjónusta.
„Það er langt síðan við hættum að skilgreina
okkur sem hefðbundið öryggisfyrirtæki og hætt-
um að vinna innan þeirrar þröngu skilgrein-
ingar,“ segir hann.
„Þú ert til dæmis með ökuskírteini geri ég ráð
fyrir,“ spyr Ragnar og bendir í átt að blaða-
manni. „Það er prentað af okkur í samstarfi við
ungverska aðila. Við erum með samning við
ríkislögreglustjóra um ökuskírteini. Ef maður er
tekinn, grunaður um ölvunarakstur eða undir
áhrifum eiturlyfja í Reykjavík, Keflavík eða á
Selfossi, þá er það hjúkrunarfræðingur frá okk-
ur sem kemur og tekur blóðprufu. Þá eru sjálf-
virku bókasafnsvélarnar á bókasöfnum
höfuðborgarsvæðisins frá okkur. Við erum núna
að vinna með Vegagerðinni að uppsetningu
meðalhraðamyndavéla. Það er mjög flókið og
stórt verkefni sem hefur verið innleitt í mörgum
öðrum löndum við góðan orðstír,“ segir Ragnar.
„Það er fullt af lausnum sem við höfum verið
að vinna að. Við erum að veita þjónustu sem er
ekki endilega sýnileg öllum. Þannig hefur fyrir-
tækið til dæmis skapað sér sterkan og sívaxandi
sess í velferðartækni á síðustu árum. Hjartað í
fyrirtækinu er og verður alltaf stjórnstöðin og
öryggismarkaðurinn, en við höfum styrkleika og
við erum óhrædd við að nýta þá og gera það til
fullnustu. Það eru ótal leiðir fyrir okkur til þess
að vaxa og dafna. Með þennan fókus á styrkleika
okkar þá höfum við náð að vaxa hraðar en flest
fyrirtæki landsins. Við höfum vaxið miklu hraðar
en okkar helstu samkeppnisaðilar til dæmis.“
Tveggja turna tal
Þegar samkeppnisaðilar berast í tal og hvort
það sé í raun samkeppni á öryggismarkaði eða
hvort að þetta sé einungis tvíkeppni milli Örygg-
ismiðstöðvarinnar og Securitas, segir Ragnar að
það sé fullt af minni aðilum, en þessi tvö fyr-
irtæki eru áberandi stærst á markaðnum.
„Það er fullt af minni aðilum sem eru að bjóða
upp á einhverjar lausnir. Það eru aðilar sem
Ekki einungis hefðbund
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Öryggismiðstöðin hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Forstjóri fyrir-
tækisins, Ragnar Þór Jónsson, segir að veltan verði í kringum 5 milljarða í
ár, en hún var 800 milljónir árið 2006 þegar hann tók við. Eins hefur bar-
áttan um krúnuna „stærsta öryggisfyrirtæki landsins“ harðnað til muna á
síðustu árum en Öryggismiðstöðin er nú komin í 40% markaðshlutdeild á
móti 60% hlutdeild helsta keppinautarins, að sögn Ragnars.
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018VIÐTAL