Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 2

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 2
Kennitölur úr rekstri fl ugfélaganna 2017 Tölurnar eru í milljónum dala (USD) Wow Air* Icelandair Group** Tekjur 486 1.420 EBITDA 4 170 EBITDA hlutfall 0,8% 12,0% EBIT -14 50 EBIT hlutfall -2,8% 3,5% Hagnaður / Tap eftir skatta -22 38 Eiginfjárhlutfall 10,9% 41,8% *Byggt á fréttatilkynningu frá félaginu. **Ársreikningur félagsins. Nýverið sendi flugfélagið WOW air frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að tekjur félagsins hefðu aukist um 58% á nýliðnu ári, saman- borið við árið 2016. Í tilkynningunni segir Skúli Mogensen, eigandi félags- ins og forstjóri, að rekstrarniðurstaða ársins hafi hins vegar valdið von- brigðum en félagið tapaði 22 millj- ónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, miðað við núverandi gengi dollars gagnvart íslensku krónunni (105 kr.). „[…] afkoman fyrir árið 2017 var vonbrigði þar sem þessi mikli vöxtur og fjárfesting reyndist dýrari en við ætluðum okkur. Ytri aðstæður hafa reynst félaginu krefjandi svo sem hækkandi olíuverð, styrking krón- unnar, dýrt rekstrarumhverfi á Ís- landi og mikil samkeppni á lykil- mörkuðum félagsins,“ sagði Skúli í fyrrnefndri tilkynningu. Á síðasta ári skilaði Icelandair Group hins vegar 38 milljóna dollara hagnaði, jafnvirði tæplega 4 milljarða króna. Því reynd- ist mismunurinn á hagnaði félaganna tveggja ríflega 6,5 milljarðar á árinu 2017. ViðskiptaMogginn hefur tekið sam- an helstu kennitölur úr rekstri WOW air og Icelandair Group á síðasta ári. Þar sem ársreikningur fyrrnefnda félagsins hefur ekki verið birtur opin- berlega er hins vegar ekki mögulegt að gera fullburða samanburð á félög- unum, einkum þeim þáttum sem lúta að efnahagsreikningi þeirra. Í þess- um samanburði kemur fram að tekjur Icelandair Group námu 1.420 millj- ónum dollara í fyrra, jafnvirði 149 milljarða króna.Tekjur WOW yfir sama tímabil námu 486 milljónum dollara, jafnvirði 51 milljarðs króna. Í þeim samanburði verður að taka tillit til þess að rekstur Icelandair Group er mun fjölþættari en WOW air og felur m.a. í sér rekstur fjölda hótela um land allt, flutningastarfsemi, inn- anlandsflug og margt fleira. Gríðarlegur vöxtur hjá WOW Á síðasta ári flutti Icelandair 4 milljónir farþega og fjölgaði þeim um 10% milli ára. WOW air flutti yfir sama tímabil 2,8 milljónir farþega og fjölgaði þeim um 69% frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða félaganna tveggja fyrir fjármagnskostnað og skatta (EBIT) var einnig með ólíku sniði á síðasta ári. Þannig reyndist hann neikvæður sem nam 14 millj- ónum dollara hjá WOW air, jafnvirði tæplega 1,5 milljarða króna. Rekstrarhagnaðurinn reyndist 50 milljónir dollara hjá Icelandair, jafn- virði ríflega 5,2 milljarða króna. EBIT-hlutfallið var neikvætt sem nam 2,8% hjá WOW air en jákvætt um 3,5% hjá Icelandair. EBITDA, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta, nam 4 milljónum dollara hjá WOW air, jafnvirði 420 milljóna króna. EBITDA hjá Icelandair reyndist ríflega 170 milljónir dollara, jafnvirði 17,8 milljarða króna. Það skilaði Icelandair EBITDA-hlutfalli upp á 12% en samsvarandi hlutfall hjá WOW air nam 0,8%. Samkvæmt fréttatilkynningu WOW air frá því um miðjan júlí kem- ur fram að eignfjárhlutfall félagsins hafi numið 10,9% um síðustu áramót. Eiginfjárhlutfall Icelandair stóð í 41,8% á sama tíma. Stórar áskoranir áfram Í fyrrnefndri tilkynningu benti Skúli á að WOW air hefði vaxið gríð- arlega hin síðustu ár og að miklar fjárfestingar væru til þess gerðar að tryggja framtíðarhorfur félagsins. Félagið hefur ekki birt opinberlega rekstrarniðurstöðu sína fyrir fyrri hluta þessa árs. Það hefur Icelandair hins vegar gert og vitna þær tölur um mjög erfitt rekstrarumhverfi. Þannig hefur félagið fært niður EBITDA-spá sína fyrir árið 2018 sem nemur 30% og hefur það haft verulega neikvæð áhrif á gengi félagsins í Kauphöllinni. Afkoma flugfélag- anna afar misjöfn Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórnendur flugfélaganna íslensku standa frammi fyrir miklum áskorunum með hækkandi olíuverði og harðnandi samkeppni. Afkoma félaganna í fyrra reyndist mjög misjöfn. 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) GRND -1,31% 33,8 ORIGO +10,00% 22 S&P 500 NASDAQ +0,64% 7.870,376 +0,84% 2.825,39 -0,27% 7.658,26 FTSE 100 NIKKEI 225 26.1.‘18 26.1.‘1825.7.‘18 25.7.‘18 1.900 802.500 2.256,85 2.077,85 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 74,24-0,37% 22.614,25 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 60 70,52 KVIKMYNDAGERÐ Velta í framleiðsluhluta íslenska kvik- myndageirans fyrstu fjóra mánuði árs- ins 2018 var 4,1 milljarður króna og jókst um 6,6% miðað við sama tíma ár- ið 2017, en það ár varð verulegur sam- dráttur frá 2016. Á síðasta ári dróst heildarveltan í framleiðslu saman um 43%, úr um 20 milljörðum árið 2016 í 11,4 milljarða ár- ið 2017. Árið 2016 var óvenjulegt vegna risastórra erlendra verkefna það ár, að sögn Hilmars Sigurðssonar forstjóra Sagafilm og stjórnarmanns í Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Hilmar segir það jákvætt að veltan sé að aukast á ný. „Stór erlend verk- efni hafa ekki skilað sér í sama mæli síðustu misseri og verið hefur. Meg- inástæðan er óhagstætt gengi krón- unnar, og hækkun á innlendum kostn- aði, sem kemur niður á samkeppnis- hæfni okkar. Þegar við erum 50% dýrari en nágrannalöndin, þá er ekki skrýtið að erlendir framleiðendur leiti annað.“ Sé horft tíu ár aftur í tímann sést að velta í geiranum er mjög sveiflukennd. „Það sýnir á móti hve bransinn er teygjanlegur. Grundvöllurinn fyrir til- vist hans er að menn geta stækkað og minnkað hratt eftir þörfum. Það er þó ljóst að bransinn er miklu stærri en margir halda.“ Hilmar segir að engin stór erlend verkefni séu í sjónmáli sem stendur en oft sé stuttur fyrirvari á að slík verk- efni komi til landsins. „Árið 2016 var Fast and Furious 8 tekin hér upp, og veltan bara af þeirri mynd var fimm milljarðar króna.“ Hilmar segir að nú í ár og í fyrra hafi innlend framleiðsla verið talsverð, en segir að hlutfallslega fáist sífellt minna fé hér á landi í slíka framleiðslu. „Inn- lenda framleiðslan þarf að sækja sífellt meira fé til útlanda, allt að helming af framleiðslukostnaði, sem út af fyrir sig er stórmerkilegt. En maður spyr sig hvenær kemur að þeim tímapunkti að við gefumst upp, og förum að framleiða efni erlendis, á útlensku.“ Veltan í kvikmyndageir- anum er að aukast á ný Vin Diesel og félagar hans í F&F 8 voru hér á landi við tökur árið 2016. IÐNAÐUR Hagnaður Marels á öðrum ársfjórð- ungi nam 29,5 milljónum evra, jafn- gildi um 3,6 milljarða króna á núver- andi gengi. Það er 59% aukning miðað við sama árshluta í fyrra þegar hagnaður var 18,6 milljónir evra. Tekjur námu 296,7 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, sem samsvarar tæpum 36,5 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru tekjur fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi í fyrra 244 milljónir evra. Tekjuvöxtur Marels er því tæplega 22% milli tíma- bila. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir í afkomutilkynningu til Kaup- hallar að Marel haldi góðum takti frá síðasta uppgjöri og að fyrirtækið sé að skila mettekjum og stöðugri rekstrarframlegð á fjórðungnum. Pantanir á öðrum ársfjórðungi námu 291,1 milljón evra, sem er um 18,4 milljónum evra meira en á sama tímabili í fyrra. Pantanabók félagsins stóð í 523,2 milljónum evra við lok fjórðungsins, en um síðustu áramót nam hún 472,3 milljónum evra. EBIT, hagnaður fyrir fjármagns- liði og skatta, nam 43,2 milljónum evra, sem var 14,6% af tekjum félagsins á fjórðungnum. Til sam- anburðar var EBIT félagsins á öðr- um ársfjórðungi í fyrra 35,9 milljónir evra. Marel hefur hagnast um samtals 57,8 milljónir evra á fyrstu sex mán- uðum ársins, eða um 7,1 milljarð ís- lenskra króna á núverandi gengi. Á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra var hagnaður Marels 40 milljónir evra. Í afkomutilkynningunni kemur fram að Marel hafi náð samkomulagi um kaup á MAJA, sem er þýskur framleiðandi á búnaði fyrir matvæla- vinnslu. Innan fyrirtækisins starfa 200 starfsmenn og árlegar tekjur þess eru um 30 milljónir evra. Áætlað er að kaupin gangi í gegn síðar á árinu. Marel með 30 milljóna evra hagnað Morgunblaðið/RAX Árni Oddur segir Marel skila met- tekjum á öðrum ársfjórðungi. arsætin tvö. Guðmundur Krist- jánsson, forstjóri HB Granda, sagði sig úr stjórn fyrirtækisins á dög- unum. Áður hafði varaformaður stjórnarinnar, Rannveig Rist, sagt sig úr stjórninni vegna óánægju með hvernig staðð var að brottvikningu fyrrverandi forstjóra félagsins, Vil- hjálms Vilhjálmssonar. Fyrir eru í stjórn HB Granda þau Anna G. Sverrisdóttir, Eggert Bene- dikt Guðmundsson og Magnús Gústafsson, sem er stjórnar- formaður. tobj@mbl.is ÚTGERÐ Tveir nýir stjórnarmenn, þær Krist- rún Heimisdóttir og Danielle Pamela Neben, taka sæti í stjórn útgerðarfyrirtækisins HB Granda á stjórnarfundi á morgun. Í tilkynn- ingu félagsins til Kauphallar kemur fram að þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og sam- setning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll, sé sjálfkjörið í stjórn- Tvær nýjar taka sæti í stjórn HB Granda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.