Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 9
bjóða upp á myndavélakerfi og aðrir sem bjóða
upp á eitthvað annað. En það eru bara tveir
aðilar á Íslandi sem reka stjórnstöð allan sólar-
hringinn. Það er enginn með jafn viðamikið
búðarborð og við, en keppinautar okkar geta
komið úr öllum áttum og verið margir. Í velferð-
artækni eru margir og það sama á við öryggis-
málin. Þú gætir þess vegna keypt myndavéla-
kerfi frá Kína. Samkeppnin er víða en auðvitað er
Securitas okkar helsti keppinautur.“
Ragnar segir að á Íslandi þrífist tvíkeppni og
hana sé að finna víða, á mörgum mörkuðum.
„Þetta er víða hérlendis, svo sem í flugbrans-
anum, flutningabransanum og víðar. Við eyðum
ekki miklum tíma í að velta samkeppnisaðilanum
fyrir okkur. Við einbeitum okkur að því að vera
með framúrskarandi lausnir og veita góða þjón-
ustu, og leggjum okkur fram við að standa okkur
vel. Við viljum alltaf eiga frábært viðskipta-
samband við okkar viðskiptavini. Þetta er það
sem við erum að einbeita okkur að. Ég er þeirrar
skoðunar að það eina rétta í stöðunni sé að ein-
beita sér að sjálfum sér og standa sig vel.“
Þegar Ragnar er spurður út í það hvort öfl-
ugur keppinautur sé ekki nauðsynlegur, segir
hann að það sé algjörlega rétt. „Að sjálfsögðu,
maður þarf þá alltaf að leita leiða til að gera betur
og hvernig við tryggjum að viðskiptavinir okkar
séu ánægðari. Það þarf stöðugt að vinna í því að
veita frábæra þjónustu,“ segir hann.
„Eitt af okkar gildum er „forysta“ og það þarf
sjálfstraust til þess að vera með slíkt gildi. Við
leggjum mjög mikið upp úr þessu, nánast allar
nýjungar sem kynntar hafa verið á öryggis-
markaðnum hafa komið frá okkur í Öryggis-
miðstöðinni á síðustu sex til átta árum. Við erum
með ráðstefnur þar sem við kynnum lausnir okk-
ar fyrir viðskiptavinum. Við ætlum að vera betri
og það er okkar leið til þess að aðgreina okkur á
markaðnum. Maður þarf að vera með sjálfstraust
og sýna það,“ segir hann.
„Árið 2007 var markaðshlutdeild okkar 29% á
móti 71% hjá Securitas,“ heldur Ragnar áfram.
„Núna erum við komin upp í kringum 40% hlut-
deild á móti 60% hjá Securitas. Við höfum vaxið
mjög hratt á síðustu árum og þetta sýnir það.“
Aðspurður hvort það sé markmið að verða
stærsta öryggisfyrirtæki landsins, segir Ragnar
að svo sé ekki. „Það er ekkert markmið í sjálfu
sér að fara framúr Securitas í markaðshlutdeild.
Markmiðið er alltaf að vera framúrskarandi góð.
Það er það eina sem skiptir okkur máli. Við vilj-
um vera betri, með vinnuumhverfi sem fólki líður
vel í og eiga ánægða viðskiptavini. Þá verður það
alltaf góð niðurstaða að lokum.“
Einstaklingsmarkaðurinn vaxandi
Fyrirtækjamarkaður er núna í kringum 85%
af tekjum Öryggismiðstöðvarinnar að sögn
Ragnars. Þegar hann er spurður út í það hvort
fyrirtækið ætli að einbeita sér að því að stækka á
einstaklingsmarkaðnum segir hann að nýju
lausnirnar sem komu með snjallörygginu hafi ýtt
undir vöxt á þeim vettvangi.
„Með snjallörygginu höfum við stækkað
hressilega á einstaklingsmarkaðnum. Sá mark-
aður á sér sérstaka sögu, hann er mikilvægur
vegna þess að þarna er mikið og jafnt sjóð-
streymi. Þessi markaður byrjaði að vaxa þegar
fyrirtæki buðust til þess að fjármagna búnaðinn
fyrir viðskiptavini sína. Það var mánaðargjald en
enginn stofnkostnaður. Fjárhagur Öryggis-
miðstöðvarinnar á þessum tíma var þannig að
þeir gátu ekki verið virkir þátttakendur í því.
Securitas náði þannig algjörri yfirburðastöðu
innan heimila og hefur haldið því þangað til núna
þegar við innleiddum snjallöryggið. Við erum
ekki með neinn stofnkostnað á meðan Securitas
er með háan stofnkostnað. Við horfum á það sem
góða fjárfestingu í markaðsvild að bjóða þetta án
stofnkostnaðar.“
Áfall í kjölfar innbrots
Þegar nýir starfsmenn koma inn í fyrirtæki
eins og Öryggismiðstöðina er bakgrunnur þeirra
skoðaður eins langt aftur og hægt er. Spurður
um starfsmannamál segir Ragnar: „Við, eins og
aðrir stórir vinnustaðir, getum lent í ýmsu. Að
vera með gott og vandað fólk er okkur mjög mik-
ilvægt. Við erum ekkert nema orðsporið okkar.“
Þegar talið berst að „gagnaversmálinu“ svo-
kallaða, þar sem öryggisvörður fyrirtækisins var
bendlaður við innbrot í gagnaver á Suðurnesjum,
segir Ragnar það vera dapurlegt og leiðinlegt
mál. „Þetta mál er eins sorglegt og það verður.
Við vorum með framúrskarandi starfsmann,
strák sem hefur lagt líf sitt að veði til þess að
bjarga fólki úr ýmsum aðstæðum. Virkilega öfl-
ugur og góður starfsmaður. Einhvern veginn tek-
ur hann mjög slæma ákvörðun sem í rauninni
kemur bara niður á honum og fyrirtækinu. Þetta
var mannlegur harmleikur, það er hreinlega ekki
hægt að koma í veg fyrir svona. Það er hægt að
takmarka og minnka líkurnar, en þetta getur allt-
af gerst.“
„Það er afar slæmt fyrir fyrirtæki, þegar eitt-
hvað svona kemur upp á,“ heldur Ragnar áfram.
„Þetta er ekki einungis slæmt út á við heldur líka
að horfa á vinnufélaga sem getur tekið svona
slæma ákvörðun. Það var sárt að horfa upp á það.
Orðsporið er okkur allt í þessum bransa. Við-
skiptavinir okkar og samstarfsaðilar hafa sem
betur fer sýnt þessu mikinn skilning,“ segir
Ragnar.
„Það er risastórt atriði í rekstri félags að hafa
mannskap sem stendur sig vel. Það er eitt af því
sem mér finnst sérstakt við okkar fyrirtæki, að í
öllum þessum vexti líkar fólki alltaf vel við að
vinna hér. Við höfum þar af leiðandi átt auðvelt
með að vaxa. Flest sem hefja störf hjá okkur hafa
verið ráðin því þau þekkja einhvern sem mælir
með þeim innan fyrirtækisins. Þannig búa menn
til fyrirtækjakúltúr sem virkar, fólk tekur þetta
ekki of alvarlega en það eru samt gerðar miklar
kröfur til fólks. Í heild höfum við fengið fram-
úrskarandi fólk í vinnu. Rannsóknir sýna einnig
að ef starfsmaður bendir á einhvern og fær hann
til að sækja um vinnu í sínu fyrirtæki myndast
meira traust á milli fyrirtækisins og starfsmanns-
ins, en einnig aukið traust til nýja starfsmanns-
ins,“ segir Ragnar Þór Jónsson að lokum.
Morgunblaðið/Hari
„Það er búið að vera gríð-
arlega gaman að ná að
breyta fyrirtækinu á þenn-
an hátt sem við höfum
gert,“ segir Ragnar Þór
Jónsson, forstjóri Örygg-
ismiðstöðvarinnar.
dið öryggisfyrirtæki
”
Við erum að veita þjónustu
sem er ekki endilega sýni-
leg öllum. Þannig hefur
fyrirtækið til dæmis skap-
að sér sterkan og sívax-
andi sess í velferðartækni
á síðustu árum.“
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 9VIÐTAL
„Við erum með lítið dótturfélag á Akureyri, Öryggismiðstöð Norðurlands, með 15
starfsmenn,“ segir Ragnar. Spurður hvort vöxturinn sé mikill á Norðurlandi, segir
Ragnar að hann hafi ekki verið eins mikill og hann hefði viljað. „Mér finnst uppbygg-
ingin fyrir norðan mun hægari en hér á höfuðborgarsvæðinu. Það kemur svolítið á
óvart því að ferðamannastraumurinn þarna í gegn er mikill. Verið er að byggja hótel á
Akureyri en mér finnst ferðaþjónustan hafa minni áhrif en hún ætti að gera. Það er
uppbygging í Mývatnssveit og á Siglufirði, en í höfuðborg norðursins finnst mér eitt-
hvað vanta. Því fátt er skemmtilegra en að vera ferðamaður á Akureyri, hvort sem það
er að vetri eða sumri. Það er ótrúlega gaman að vera þarna, en ég hefði viljað sjá meiri
uppbyggingu.“
Ragnar segir að svæði sem er í miklum vexti séu Suðurnesin. „Fyrir fjórum til fimm
árum var 15% atvinnuleysi þarna og enginn vildi leigja á Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu
í Keflavík. Nú er hins vegar svo gott sem ekkert atvinnuleysi og það komast ekki fleiri
að á Ásbrúarsvæðinu, það er allt komið í leigu. Það þarf á næstunni að flytja inn á
annað þúsund manns til að sinna störfum á svæðinu. Uppbyggingin er komin alveg á
fullt. Það kæmi mér alls ekki á óvart ef það risu eitt til tvö hótel á ári á þessu svæði,“
segir Ragnar.
„Á næsta ári hefst líka fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar, sem mér líst mjög
vel á. Það er í kringum 30.000 fermetra stækkun í þessum áfanga. Þó svo að það sé
stórt, þá tel ég að á næstu árum verði þessi stækkun minnihluti uppbyggingar á
Keflavíkursvæðinu. Það þarf nauðsynlega að byggja hús í Keflavík. Uppbyggingin þar
undanfarið er engri lík,“ segir Ragnar.
Hægari uppbygging á Akureyri en hraðari á Suðurnesjum
Öryggismiðstöðin var sett í sölu um mitt síðasta ár og sá Arctica Finance um það ferli. Í
ágúst sama ár var hætt við ferlið og allt sett aftur í sama far. Þegar að Ragnar var spurður
um það af hverju ekkert varð af sölunni, segir hann að ýmislegt sem fyrirtækið hafði unnið
að lengi hafi loksins orðið að veruleika og að hluthöfum hafi þótt erfitt að skilja við það á
þeim tímapunkti. En helstu eigendur Öryggismiðstöðvarinnar eru Hjörleifur Þór Jakobs-
son, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso, og Guðmundur Ásgeirsson,
oft kenndur við Nesskip. Lykilstjórnendur félagsins eiga síðan í kringum 40% hlut í félag-
inu.
Ragnar segir að það hafi komið tilboð á sínum tíma en að í ljósi þess sem þá var í gangi
hjá fyrirtækinu hafi verið ákveðið að stöðva ferlið. Þegar hann er spurður hvort það sé ein-
hver vilji innan hluthafahópsins að selja, svarar hann því til að ekkert ferli sé í gangi. „Ef
einhverjir mjög áhugaverðir aðilar vilja borga vel fyrir hlut í fyrirtækinu, þá verður það
kannski skoðað. Hluthafahópurinn er hins vegar mjög samstilltur og alveg til í að vera
áfram í fyrirtækinu í mörg ár til viðbótar. Ég er með frábæra meðeigendur sem gott er að
vinna með, þetta er farsælt samstarf. Félagið er í stöðugum vexti og allar tölur í rekstr-
inum eru mjög jákvæðar. Við lítum bjartsýn til komandi verkefna.“
Salan sem ekki varð