Morgunblaðið - 07.08.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Morgunblaðið/RAX
Streymi Óvíst er að Eldvatnsbrú
standi af sér hlaupið í annað sinn.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Hlaupið í Skaftá fer nú minnkandi
en vatnsmagnið hefur verið ívið
meira en áætlað var. Að sögn Huldu
Rósar Helgadóttur, náttúruvársér-
fræðings Veðurstofunnar, náði
hlaupið hámarki í Eldvatni við Ása
á sunnudagsmorgun og hefur
minnkað hægt síðan. „Það tekur
langan tíma fyrir allt vatnið að
koma alla leið niður því upptökin
eru langt frá byggð og vegum,“ seg-
ir Hulda Rós. Þá hófst einnig hlaup
í vestari katli Skaftárjökuls nokkuð
óvænt og er áætlað að hann hafi
tæmt sig í gær. „Vatn í hlaupinu á
uppruna sinn úr bæði eystri og
vestari Skaftárkatli og teygir það
svolítið á hlaupinu. Oft hlaupa katl-
arnir í kjölfar hvor annars en það er
óvanalegt að þeir fari á sama tíma,“
segir Hulda. Rennsli hlaupsins var
720 rúmmetrar á sekúndu í gær og
mældist mest í 1.500 rúmmetrum á
sekúndu við Sveinstind aðfaranótt
laugardags.
Eftir að rennsli náði hámarki í
Eldvatni flæddi yfir þjóðveginn
vestan við Kirkjubæjarklaustur.
Ákvað Vegagerðin í kjölfarið að
loka veginum um Eldhraun á um
500 metra kafla og hafa hann lok-
aðan tímabundið. Umferð var þá
beint um Meðallandsveg og var þar
mikil umferð í gær að sögn Ágústs
Freys Bjartmarssonar, yfirverk-
stjóra Vegagerðarinnar í Vík.
Í kjölfarið hóf Vegagerðin að-
gerðir í tilraun til að hleypa vatninu
frá og voru vélar og nokkrir starfs-
menn í verkinu bróðurpart dags.
Þrátt fyrir vatnselginn rofnaði veg-
urinn ekki og átti Ágúst ekki von á
því að rof yrði á þessum stað. „Veg-
öxlin er farin á kafla en það er hægt
að laga það með auðveldum hætti.
Eins er klæðningin óskemmd, um
leið og þetta lagast keyra menn á
klæðningunni eins og ekkert hafi
ískorist. Svo framarlega sem
rennslið minnkar.“
Í stóra Skaftárhlaupinu 2015
laskaðist Eldvatnsbrú við Ytri-Ása í
Skaftafellssýslu með umtalsverðum
hætti. Sem stendur er hún eina brú-
in sem gæti legið undir skemmdum
vegna hlaupsins. Nokkurra metra
millilag í jarðvegi undir brúnni
hreinsaðist svo til í síðasta hlaupi
sem olli því að brúin seig og var á
barmi hruns. Ágúst Freyr segir
Vegagerðina fylgjast náið með
brúnni. „Við erum að vona að hún
komi tiltölulega ósködduð út úr
þessu en ég þori ekki að segja til
um það. Við bíðum og sjáum hvort
vatnið sjatni eða ekki.“
Víða má finna brennisteinslykt
sem leggur frá Skaftársvæðinu.
Lögreglan greindi frá því á sunnu-
dag að henni hefðu borist tilkynn-
ingar þess efnis hvaðanæva, m.a. úr
Húnaþingi, Svartár- og Langadal
og víða af Suðurlandi. Í stóra jök-
ulhlaupinu árið 2015 var tilkynnt
um lykt í Noregi sem hafði borist
yfir hafið. Að sögn Huldu er viðbúið
að lyktin geti borist víða. Hún segir
jafnframt erfitt að segja til um
hvort fnykurinn geti borist til ann-
arra landa í þessu tilviki en getur
þó ekki útilokað það.
Rennsli Skaftárhlaups meira en áætlað var
Búist við því að mannvirki Vegagerðarinnar hlaupið standi af sér Tveir katlar Skaftárjökuls hlupu
samtímis Þjóðvegurinn lokaður tímabundið í gær Brennisteinslykt hefur fundist víða um land
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregl-
unni í Vestmannaeyjum þar sem grun-
ur er um kynferðisbrot eftir aðfaranótt
mánudagsins. Auk þess leitaði kona að-
stoðar lögreglu vegna kynferðisbrots
sem hún varð fyrir árið 2017 á höfuð-
borgarsvæðinu. Konan hyggst leggja
fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík.
Alls komu upp 35 fíkniefnamál á
Þjóðhátíð í ár sem eru færri mál en á
síðustu árum að sögn lögreglu. Grunur
er um sölu í tveimur þessara mála.
Einn þjóðhátíðargestur gisti í fanga-
geymslu aðfaranótt mánudags vegna
ölvunar og óspekta í Herjólfsdal.
Fjórar líkamsárásir voru tilkynntar á
sunnudeginum og um nóttina. Alvar-
legasta árásin var tilkynnt lögreglu um
kvöldmatarleytið á sunnudag. Sú til-
kynning barst samhliða því að maður
var fluttur með sjúkraflugi á Landspít-
ala vegna innvortis blæðinga. Fórnar-
lambið vildi ekki segja til árásarmanns-
ins en eftirgrennslan lögreglu leiddi til
þess að hann fannst og var hann færð-
ur til skýrslutöku þar sem hann viður-
kenndi sök. Í öðru máli veittist maður
að kærustu sinni með höggum og
spörkum. Hans var leitað en fannst
ekki. Hinar líkamsárásirnar voru
minniháttar og eru til rannsóknar.
Sextán umferðarlagabrot voru kærð
í Eyjum um helgina. Sex ökumenn
voru kærðir fyrir ölvun við akstur og
akstur undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna. Einn þeirra var ölvaður á hesti í
Vestmannaeyjabæ. Önnur mál voru
vegna aksturs án bílbelta, ökumaður
að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar,
ökutækjum lagt ólöglega og fleiri far-
þegar fluttir en ökutæki er skráð fyrir.
Í fréttatilkynningu lögreglunnar
kemur fram að á samráðsfundi með
viðbragðsaðilum á Þjóðhátíð 2018 hafi
verið talið að gestir hafi verið 14 til 15
þúsund talsins. Að sögn lögreglu var
það samdóma álit viðbragðsaðila að
þrátt fyrir nokkurt rok á síðasta degi
hátíðarhaldanna hafi gengið vel að að-
stoða gesti og almennt hafi skipulag
gengið vel.
Tvö kynferðisbrot til rann-
sóknar í Vestmannaeyjum
Alls 35 fíkniefnamál á Þjóðhátíð Einn ölvaður á hesti
Ferðaveður er ekki með besta móti
þessa dagana en Veðurstofan gaf út
gular viðvaranir vegna veðurs í
gær og í dag. Í gær var verulega
vindasamt á Snæfellsnesi og mæld-
ist vindur 10-15 metrar á sekúndu
víða á Vesturlandi auk þess að hvið-
ur mældust 25 metrar sumstaðar
undir fjöllum.
Þá er búist við stormi austan-
lands í dag, með mikilli rigningu á
Austfjörðum og allt að Langanesi.
Er áætlað að vindur verði allt upp
undir 20 metrar á sekúndu. Einnig
er búist við stormi undir Vatnajökli
og austur af Öræfum þar sem verð-
ur mjög vindasamt, að sögn Birtu
Lífar Kristinsdóttur, veðurfræð-
ings á Veðurstofunni. Hún telur
ólíklegt að veðrið hafi áhrif á fram-
gang Skaftárhlaupsins þótt það
hjálpi vafalaust ekki til í umferð-
inni á svæðinu. ninag@mbl.is
Stormur austan-
lands í dag
Morgunblaðið/Eggert
Vætutíð Búist er við mikilli rign-
ingu og roki austanlands í dag.
Efnt var til messu í Saurbæjar-
kirkju á Rauðasandi um versl-
unarmannahelgina. Einungis tvær
messur eru haldnar á ári í kirkj-
unni, á jólunum og föstudaginn
langa. Kristján Arason var skip-
aður sóknarprestur í Patreksfjarð-
arprestakalli í júní en þetta er í
fyrsta skipti sem hann messar í
kirkjunni. „Það var engin messa
föstudaginn langa þetta árið. Þar
sem ég var nýtekinn við langaði
mig að messa á þessum stað því
það er svo fallegt þarna. Oft er
erfitt að komast á Rauðasand á
veturna og þess vegna ákváðum
við að láta á það reyna að halda
sumarmessu um verslunarmanna-
helgina.“ Enginn organisti var í
messunni og var hún því með öðru
sniði en vanalega og sungu allir
messugestir með sínu nefi. Messan
var mjög vel sótt og komu gestir
frá tjaldsvæðinu í nágrenninu, frá
kaffihúsinu og víðar að. „Það var
15 stiga hiti og glampandi sól.
Flestallir fóru svo út á sandinn eft-
ir messu. Ég held að þetta verði
endurtekið,“ segir hann. Kristján
segist kunna vel við sig í nýju
embætti og segir að vel hafi verið
tekið á móti honum og fjölskyldu
hans á Patreksfirði.
Tilraun gefur tilefni til þess að endurtaka leikinn í Saurbæjarkirkju að ári
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Sumar-
messa á
Rauðasandi