Morgunblaðið - 07.08.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.
595 1000
FLUGSÆTI
Frá kr.
14.950
Ath
.a
ðv
er
ð
et
rir
va
ra
VALDAR BROTTFARIR Í ÁGÚST & SEPTEMBER
ÖNNUR LEIÐ MEÐ TÖSKU OG FLUGVALLARSKÖTTUM
ALICANTE
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Neytendastofa leggur til við dóms-
málaráðuneytið í umsögn sinni um
drög að lögum um aðgerðir gegn
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka, að skráningarskylda
nái ekki einungis til þeirra sem
selja eðalmála og -steina heldur
einnig þeirra sem kaupa slíkar
vörur. Í núverandi drögum er ein-
ungis gert ráð fyrir að þeir sem
selja eðalmálma þurfi að vera
skráningarskyldir en Neytenda-
stofa leggur til að kaupendur og
þeir sem hafa milligöngu um slík
viðskipti verði einnig skráningar-
skyldir.
Að sögn Neytendastofu hafa við-
skipti með eðalmálma með milli-
göngu annarra aðila aukist á
undanförnum árum. „Til að mynda
hafa komið hingað til lands erlendir
aðilar í innkaupaferðir gagngert til
að kaupa eðalmálma og eðalsteina
af íslenskum neytendum og auglýst
í fjölmiðlum komu sína og tímabil
heimsóknarinnar. Vandséð er að
ákvæðið nái til slíkrar starfsemi,“
segir í umsögn Neytendastofu sem
er eini aðilinn sem skilað hefur um-
sögn um drögin en umsagnarfrest-
ur rennur út á miðvikudaginn.
Frumvarpið er samið af starfs-
hópi sem dómsmálaráðherra skip-
aði til innleiðingar á fjórðu pen-
ingaþvættistilskipun Evrópu-
sambandsins. Fjórða peninga-
þvættistilskipunin tók gildi í
Evrópusambandinu 27. júlí 2017 og
verður tekin upp í EES-samning-
inn í október 2018. „Meginefni lag-
anna snýr að skyldu tilkynninga-
skyldra aðila til að framkvæma
áreiðanleikakönnun, haga innra
skipulagi með þeim hætti að þeim
sé kleift að greina grunsamlegar
færslur,“ segir á vef dómsmála-
ráðuneytisins.
Telja bíla falla utan laganna
Neytendastofa dregur einnig
gagnályktun af frumvarpsdrögun-
um þess efnis að aðilar sem hafa
milligöngu um sölu á notuðum og
nýjum bifreiðum séu undanskildir
banni við nafnlausum viðskiptum
vegna þess að þeir eru ekki á tæm-
andi lista frumvarpsdraganna.
„Við lásum það þannig. Það er
vísað þarna í stafliði í ákvæðinu um
nafnleynd og þá er þessu sleppt og
þá heitir það nú í lögfræði gagn-
ályktun. Þá mætti ætla að það væri
þá heimilt. Hvort það er hugsunin
þekki ég ekki. Við erum bara að
benda á það,“ segir Tryggvi Ax-
elsson, forstjóri Neytendastofu.
„Þetta snýst væntanlega um að þú
vitir hver kaupir. Bílar eru allavega
skráningarskyldir í sjálfu sér, kaup
og afsal, en það leysir þetta ekki al-
farið en það getur vel verið að þeir
sem sömdu þetta hafi hugsað að
þetta væri þannig en við viljum
allavega að það sé hugsað við frum-
varpsgerðina hvernig við viljum
hafa ramman um öll þessi við-
skipti,“ segir Tryggvi.
Vilja að kaupendur gulls séu skráðir
Neytendastofa eini umsagnaraðilinn um drög að lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka Seljendur gulls skráningarskyldir en ekki kaupendur Stofnunin vill að lögin taki til kaupenda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gull Neytendastofa segir að viðskipti
með gull hafi aukist síðustu ár.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra var heiðursgestur á tveimur
hátíðum í Vesturheimi um helgina og
í báðum tilvikum var fjölskyldan í
fyrirrúmi.
Um fimmtíu þúsund manns sóttu
Íslendingadagshátíðina á Gimli í
Manitoba í Kanada. Þar voru ís-
lenskar konur í aðalhlutverkum.
Katrín flutti minni Kanada, Heather
Alda Ireland, fyrrverandi kjörræðis-
maður í Vancouver, flutti minni Ís-
lands og Wanda Anderson var fjall-
kona, en Heather og Wanda eru af
íslenskum ættum.
Boðið var upp á viðamikla dagskrá
á Gimli og víða komu Vestur-Íslend-
ingar við sögu. Katrín hafði í nógu að
snúast, skoðaði meðal annars sér-
stakt víkingaþorp, nýjan íslenskan
víkingagarð umhverfis styttuna af
íslenska víkingnum, sem Ásgeir Ás-
geirsson, þáverandi forseti Íslands,
afhjúpaði 1967, og listasýningu. Í Ár-
borg afhjúpaði hún upplýsingaskilti
um Sigtrygg Jónasson, sem kallaður
hefur verið faðir Nýja Íslands.
„Þetta gekk allt mjög vel og við erum
sérstaklega ánægð með að hafa feng-
ið Katrínu til okkar,“ sagði Grant
Stefanson, formaður Íslendinga-
dagsnefndar.
Ný hlið forsætisráðherra
Curtis Olafson, formaður Íslend-
ingafélagsins í Mountain, tók í sama
streng. „Þetta verður bara betra og
betra,“ sagði hann eftir ræðu for-
sætisráðherra, en Katrín fékk ekki
aðeins innsýn í heim íbúa af íslensk-
um ættum heldur fékk hún einnig
sýnikennslu í vinnu kúreka og lærði
nokkrar aðferðir þeirra við að fanga
gripina. Auk þess var farið með hana
um slóðir Káins og Stephans G.
Stephanssonar.
Fjölskyldan
í fyrirrúmi
Katrín Jakobsdóttir heiðursgestur
Morgunblaðið/Steinþór
Leiðtogar Grant Stefánsson og
Katrín Jakobsdóttir við minningar-
steininn á Víðinesi við Winnipeg-vatn
um komu Íslendinga til Nýja Íslands.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta var virkilega gaman og
skemmtileg upplifun,“ segir Ásgeir
Sigurvinsson, fyrrverandi atvinnu-
maður í knattspyrnu, um leik gam-
alla stjörnuleikmanna Stuttgart sem
fram fór í fyrradag. Helstu goðsagnir
félagsins frá gamalli tíð léku þar hver
gegn annarri áður en afmælisleik-
urinn sjálfur, núverandi leikmenn
Stuttgart gegn sigurvegurum Evr-
ópudeildarinnar Atletico Madrid, fór
fram.
Uppselt var á leikinn og segir Ás-
geir að góð stemning hafi verið á vell-
inum. Þá hafi ekki skemmt fyrir að
hans lið vann leikinn. „Þetta gekk
mjög vel og það má í raun segja að
maður hafi fengið gamla „fílinginn“
aftur enda voru um 60.000 manns á
vellinum. Þetta voru allt gamlir leik-
menn Stuttgart sem voru að mætast
þarna. Annars vegar þýskir lands-
liðsmenn og hins vegar útlendingar
sem höfðu gert garðinn frægan með
liðinu, þar á meðal ég. Það var nátt-
úrlega ekki slæmt að takast að sigra
síðan 3-2,“ segir Ásgeir og bætir við
að fjölmargir góðir knattspyrnu-
menn hafi tekið þátt í leiknum. Ber
þar hæst leikmenn eins og Carlos
Dunga og Jürgen Klinsmann. „Það
voru nokkrir mjög góðir leikmenn
þarna. Þetta voru leikmenn sem hafa
unnið heimsmeistaratitla og aðra
titla á sínum ferli. Þarna var leik-
maður eins og Carlos Dunga sem
hefur bæði verið fyrirliði og þjálfari
Brasilíu,“ segir Ásgeir.
Að leik loknum var haldin afmælis-
veisla á vellinum en að sögn Ásgeirs
var hún öll hin glæsilegasta. Þá hafi
verið afar ánægjulegt að endurnýja
kynni við samherja frá gamalli tíð.
Starfar sem sendiherra
Stuttgart
Á ferli sínum með Stuttgart tókst
Ásgeiri að verða Þýskalandsmeistari
ásamt því að vera kosinn knatt-
spyrnumaður ársins í Þýskalandi ár-
ið 1984. Ásgeir er í miklum metum
hjá Stuttgart, en hann hefur undan-
farið ár starfað sem sendiherra fé-
lagsins.
Spurður um í hverju starfið felist
segir hann það vera margbreytilegt.
„Ég mun halda áfram að starfa sem
sendiherra fyrir félagið næsta árið
hið minnsta. Í því felst að maður er
fenginn til að koma á leiki og hitta
fyrirtæki sem eru með fólk á leikn-
um, en ég fer á svona 5-6 leiki á ári.
Þess utan erum við að skoða leik-
menn hér og þar. Ef ég get komið Ís-
lendingi að þá er það frábært enda
hefur það sýnt sig að það er ekki
verra að vera með Íslending ef vinna
á þýska titilinn,“ segir Ásgeir en auk
hans hefur Eyjólfur Sverrisson orðið
Þýskalandsmeistari með liðinu, það
gerði hann árið 1992.
Ljósmynd/Pressefoto Baumann
Ásgeir Úr leiknum í gær þar sem gamlar kempur Stuttgart spiluðu gegn hver annarri á afmælishátíð félagsins.
Tók þátt í stjörnuleik
á afmælishátíð Stuttgart
Um 60.000 manns fylgdust með Ásgeiri og félögum
Gríðarlegur hiti var á vellinum í
Stuttgart í gær þegar leikur
gömlu kempanna fór fram. Að
sögn Ásgeirs var hitinn í kring-
um 35 gráður og gerði það leik-
mönnum erfitt um vik. Hann
segir þó eigið form hafa komið
sér á óvart. „Það var alveg sjóð-
andi hiti þarna eða í kringum 35
gráður. Mér leið hins vegar al-
veg ágætlega. Miðað við 63 ára
gamlan mann sem ekki hefur
spilað fótbolta í 10 ár þá gekk
þetta bara nokkuð vel,“ segir
Ásgeir og bætir við að leikurinn
hafi þó verið fremur rólegur.
Spilað hafi verið í alls fjörutíu
mínútur eða tuttugu mínútur í
hvorum hálfleik. „Það er erfitt
að segja að þetta hafi verið
hörkuleikur. Þetta var auðvitað
bara leikur gamalla leikmanna
frá fyrri tíð. Þetta var hins vegar
partur af hátíðinni í kringum af-
mælið og það var virkilega gam-
an að fá að taka þátt í því,“
segir Ásgeir.
Leikformið
kom á óvart
MIKILL HITI Á VELLINUM