Morgunblaðið - 07.08.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Alþjóðaskólinn á
Íslandi mun hefja
undirbúning að
byggingu nýs
skólahúsnæðis í
Garðabæ fái skól-
inn úthlutað lóð á
Þórsmerkursvæð-
inu svokallaða.
Áætlað er að
byggja í fyrstu
1.000-1.200 fer-
metra skóla-
húsnæði en gert er ráð fyrir mögu-
legri stækkun um allt að 1.000
fermetra og mun skólinn fjármagna
bygginguna sjálfur.
Stöðugur vöxtur
„Við komum þarna inn í Garðabæ
2006 með alveg glænýja hugmynd í
höndunum – að búa til alþjóðlegan
grunnskóla á Íslandi. Síðan hefur skól-
inn verið í stöðugum vexti,“ segir
Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri Al-
þjóðaskólans á Íslandi.
Frá árinu 2006 hefur skólinn leigt
rými í Sjálandsskóla í Garðabæ og seg-
ir Hanna Alþjóðaskólann hafa átt góða
tíma þar.
„Við erum búin að byggja upp al-
þjóðlegan grunnskóla á Íslandi og
hann er núna kominn með tvöfalda al-
þjóðlega vottun. Núna er bara kominn
tími til að hann fari í sitt eigið hús-
næði.“
„Lóðin er bara hinum megin við göt-
una þannig að það er hægt að halda
þessum góðu tengslum við Sjálands-
skóla en vera samt í sérrými,“ segir
Hanna.
Fimm nemendur í fyrstu
Alþjóðaskólinn á Íslandi var
stofnaður 2004 og var í fyrstu með
aðstöðu í Víkurskóla í Reykjavík.
Fyrsta starfsárið voru nemendur
fimm en eru í dag um hundrað tals-
ins.
Á vef skólans kemur fram að í
framtíðarsýn skólans sé gert ráð
fyrir að nemendur verði á milli 120
og 140 og segir Hanna að það sé
kominn biðlisti í skólann.
Í tilfelli 40% nemenda er annað
foreldrið íslenskt en um fimmtungur
nemenda á foreldra sem báðir eru ís-
lenskir. Þá eru um 18% nemenda
innflytjendur og um 22% eiga for-
eldra sem búa tímabundið á Íslandi.
„Við þurfum meira rými,“ segir
hún og bendir á að öll undirbúnings-
vinna sé gerð með góðu samtali við
stjórnendur Garðabæjar.
„Það eru nýir og spennandi tímar
framundan,“ segir Hanna.
Alþjóðaskólinn stefnir
á nýtt skólahúsnæði
Alþjóðaskólinn áætlar byggingu á nýju húsnæði 12 ár í
Sjálandsskóla Fyrsti áfangi 1.000-1.200 fermetrar að stærð
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Forvitni Nemendur munu að líkindum ekki þurfa að ganga nema yfir göt-
una í nýja skólann. Alþjóðaskólinn hefur í 12 ár verið í Sjálandsskóla.
Hanna
Hilmarsdóttir
Umferð frá Landeyjahöfn gekk vel í
gær. Ölvunarakstur var í minna lagi
en oft áður, að sögn Sveins Kristjáns
Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á
Suðurlandi. Fimm ökumenn voru
stöðvaðir á mánudagsmorgun. „Að
vísu hafa nokkrir farið af stað án
þess að hafa fengið að blása og voru
undir áhrifum. En almennt var góð-
ur bragur á fólki,“ segir Sveinn.
Aðfaranótt mánudags var anna-
söm hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu og var nokkuð um ölvunar-
akstur. Níu ökumenn voru stöðvaðir
vegna gruns um ölvunar- eða fíkni-
efnaakstur. Þá voru tveir tvítugir
ofurölvi menn handteknir í Banka-
stræti. Voru þeir látnir sofa úr sér í
fangageymslu.
Um helgina var erilsamt hjá
Landhelgisgæslunni líkt og venja er,
að sögn upplýsingafulltrúa. Maður
var fluttur með sjúkraflugi á Land-
spítalann í Fossvogi í gær. Land-
helgisgæslunni barst tilkynning um
sjúklinginn austan úr sveitum um
hálfþrjú í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Landhelgisgæslunni var
ekki um slys að ræða heldur bráð
veikindi.
Umferð gekk vel
frá Landeyjahöfn
Fimm ökumenn stöðvaðir á Suðurlandsvegi
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Bræðurnir Sigurður H. Magnússon
og Guðmundur Magnússon hafa háð
baráttu gegn skógarkerfli um tölu-
vert skeið. Sigurður er plöntuvist-
fræðingur og vann um árabil hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands. Frá
2011 hafa þeir bræður reynt að
halda aftur af landnámi skógarker-
filsins í sveit
sinni. „Við leggj-
um okkar af
mörkum til að
koma í veg fyrir
að kerfillinn taki
yfir í okkar
heimasveit,“ seg-
ir Sigurður en
þeir bræður eru
báðir búsettir í
Hrunamanna-
hreppi. Hann
segir að útbreiðsla kerfilsins sé það
mikil að þörf sé á aðgerðum. „Ef
menn vilja á annað borð koma í veg
fyrir að hann breiðist út þá þýðir
ekki að sitja heima með hendur í
vösum.“
Nauðsynlegt að stinga upp
Mótvægisaðgerðir bræðranna
gegn kerflinum felast helst í því að
ganga meðfram vegum í sveitinni og
slíta hann eða stinga upp, auk þess
að slá þar sem mest er af honum. Að
sögn Sigurðar hefur þeim bræðrum
gengið ágætlega að koma í veg fyrir
dreifingu í sveitinni en aðalatriðið er
að koma í veg fyrir að hann sái sér.
„Þó maður slái kerfilinn er maður
ekki endilega að ná að drepa plönt-
una heldur þarf að stinga hana upp.
Þetta er sniðug planta, hún fjölgar
sér bæði með fræjum og einnig með
svokölluðum rótarskotum. Eftir að
kerfillinn blómstrar drepst hann og
þá taka þessi kerfilsbörn eða rót-
arskot við og þar verða til tvær nýj-
ar plöntur.“ Að sögn Sigurðar er
best að stinga plöntuna upp þegar
hún er í blóma og taka þá rótarskot-
in einnig upp.
Mikilvægt að hreinsa við veg-
ina
Að sögn Sigurðar nær kerfillinn
helst að nema land utan með vegum
og berst milli staða með umferð.
„Þetta er því erfið barátta en kerfill-
inn berst stöðugt inn á svæðið,
sennilega mest með snjóruðnings-
tækjum.“ Sigurður telur af þeim
sökum að Vegagerðin ætti að fara í
aukið átak gegn kerflinum. „Vega-
gerðin ætti náttúrlega að geta séð
um þetta en hún hefur t.d. verið að
slá vegkanta. Það eina er að hún
slær yfirleitt síðsumars þegar skóg-
arkerfillinn er búinn að sá sér. Þá er
í raun verið að dreifa þessum
plöntum í stórum stíl,“ segir Sig-
urður og bætir við að með því að slá
fyrr næðist mun betri árangur.
Dreifing kerfils mjög lúmsk
Kerfillinn og lúpínan eru oft
nefnd í sömu andrá enda báðar teg-
undir flokkaðar sem ágengar
plöntur. Sigurður segir skógarker-
fillinn hafa dreifst gífurlega mikið í
kjölfar dreifingar lúpínunnar en
hann vex víða þar sem lúpínan hefur
þegar numið land. „Þegar hann hef-
ur sáð sér er ekki auðvelt að losna
við hann. Ég er ekki að segja að það
sé heimsendir að skógarkerfill
breiðist um landið, en það mun
örugglega gera mönnum erfitt fyrir
í ræktun. Hann er einráður og ryður
öðrum tegundum í burtu, auk þess
að vera hávaxinn,“ segir Sigurður
og nefnir sem dæmi að í Hrísey hef-
ur hann vaðið uppi á kostnað ann-
arra plantna.
Breyttar aðstæður í vistkerfum
Þá sé dreifing skógarkerfilsins
mjög lúmsk, með þeim afleiðingum
að erfitt er að átta sig á umfangi
dreifingarinnar. „Þetta á í raun við
allar plöntutegundir og dýr líka, að í
fyrstu ber lítið á þessum tegundum
og svo verður sprenging. Kerfillinn
mun allt í einu breiðast út um allt.“
Sigurður segir breyttar áherslur í
náttúrulífi Íslands gera kerflinum
auðveldara fyrir að fjölga sér á land-
inu. „Kerfillinn þolir ekki vel sauð-
fjárbeit og nú er sauðfé að fækka
svo hann nær að dreifast betur við
vegina. Eins er með áreyrarnar, þar
sem lúpínan hefur t.d. verið að nema
land og lítið er af sauðfé, þar á skóg-
arkerfillinn örugglega eftir að
aukast mikið.“ Skógarkerfillinn hef-
ur sótt í sig veðrið víða í Evrópu þar
sem hann vex náttúrulegur en þar
hefur að sögn Sigurðar aukist mjög
útbreiðsla hans á undanförnum ára-
tugum. Má rekja það m.a. til þess að
notkun á áburði hefur aukist en
skógarkerfillinn þarf mikla næringu
til að lifa af.
Sigurður hvetur aðra til að fylgja
í sín fótspor. „Ef menn bíða of lengi
þá náttúrlega verður of seint að
gera eitthvað þegar hann verður
kominn út um allt.“
Sprenging í útbreiðslu skógarkerfils
Nauðsynlegt er að stöðva dreifingu skógarkerfils, segir plöntuvistfræðingur
Mjög erfitt að losna við hann Landnám lúpínu greiðir veginn fyrir kerfilinn
Ágengar tegundir
Innflutningur
Fundur
greining
Víðtæk vitneskja
Útrýming
einföld
Útrýming
möguleg
Útrýming
erfið
Tími
St
of
ns
tæ
rð
Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útrýming útilokuð –
staðbundin stjórn möguleg – dýrt
Sigurður H.
Magnússon
Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði í
þriðja sæti á heimsleikunum í cross-
fit, sem lauk í Madison í Wisconsin í
Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Björg-
vin Karl Guðmundsson og Annie
Mist Þórisdóttir lentu í fimmta sæti í
sínum flokkum. Keppni leikanna
lauk á „aeneas“-æfingalotu þar sem
keppendur þurftu að nota tréhólka
til að klifra upp holóttan vegg. Að
því loknu þurftu þeir að ljúka 40
hnébeygjum og axlapressum ásamt
því að bera lyftingagrind tíu metra
með þremur stoppum þar sem
grindin er þyngd.
Efst í heildarstigagjöf í kvenna-
flokki var Tia-Clair Toomey með
1.154 stig. Laura Horvath í öðru
sæti með 1.090 stig og Katrín Tanja
með 1.020 stig. Annie Mist lauk
keppni með 866 stig.
Efstur í heildarstigagjöf í karla-
flokki var Mathew Fraser með 1.162
stig, Patrick Vellner var í öðru sæti
með 944 stig. Björgvin Karl lauk
keppni á leikunum með 834 stig.
aronthordur@mbl.is
Ljósmynd/CrossFit Inc.
Endaði í
þriðja sæti
Góður árangur
íslenskra keppenda
Katrín Tanja Hún endaði í þriðja
sæti á crossfit-leikunum.