Morgunblaðið - 07.08.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A nna Silvía Þorvarðar- dóttir nam hárgreiðslu, naglagerð og snyrti- fræði en þegar til lengdar lét fann hún sig þó í engu af þessu. Áhuginn lá annars staðar, þó að hún vissi ekki nákvæmlega hvar. „Ég var at- vinnulaus um tíma og fór á nám- skeið hjá Vinnumálastofunun þar sem okkur voru kynntir ýmsir möguleikar á vinnumarkaði. Meðal annars var okkur sagt að meira- prófsnámskeið í ökuskóla væri styrkhæft. Þá var eins og öll ljós kviknuðu. Ég dreif mig auðvitað á námskeið og var fljótlega komin í draumastarfið,“ segir Anna Silvía, sem er flutningabílstjóri hjá Eim- skip. Hún er önnur tveggja kvenna í fjölmennum hópi bílstjóra fyrir- tækisins og segist ekki gefa körl- unum neitt eftir. Stýrið til vinstri og vagninn fer til hægri Bílstjórinn bakkaði Scania- bílnum lipurlega að lúgudyrum á stóru vöruhúsi og fipaðist hvergi. Ökumaðurinn var greinilega þræl- vanur. „Það er auðvitað gjörólíkt að keyra Yaris eða stóran trukk. En þetta lærist með tímanum og smám saman kemur tilfinning fyrir því hvernig hlutirnir virka; svo að ef þú snýrð stýrinu til vinstri fer dráttarvagninn til hægri. Aðalmálið er að gefa sér tíma og hafa þolin- mæði,“ segir Anna Silvía. Hún lauk meiraprófinu árið 2013 og kom til starfa hjá Eimskip árið eftir. Fyrsta kastið var Anna Silvía meðal annars í ýmsum ferðum út á land en hún fann fljótt að innan- bæjarakstur og dagvinnan hentaði sér best. Var þá sett á Scania R480, tólf gíra trukk á átta hjólum og með 480 hestafla vél. Dráttar- vagn er aftan í bílnum og á honum 40 feta gámar, sem notaðir eru til flutninga til og frá afgreiðslustöð Eimskips í Sundhöfn og stóru verslunar- og framleiðslufyrir- tækjunum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Stærri bílar og meiri áhugi „Ég er allan daginn á rúnt- inum. Í morgun var ég í Grafar- vogi, fór svo austur í Þorlákshöfn og núna er ég á Grjóthálsi. Fjöl- breytnin er mikil og starfinu fylgja samskipti við marga,“ segir Anna Silvía, sem telur að flutningabíla- akstur sé starf sem hafi átt fyrir sér að liggja. „Ég hef alltaf haft áhuga á bíl- um og þeim mun meiri eftir því sem stærri eru. Svavar Þór Guð- jónsson, fósturfaðir minn, hefur lengi keyrt flutningabíl og verið í ferðum milli Reykjavíkur og Nes- kaupstaðar, þar sem ég er uppalin. Sem stelpu fannst mér talsvert til þess koma að hann væri flutn- ingabílstjóri og þótti spennandi að heyra hann segja sögur úr starfinu. Það munaði líka mjög um hvatn- ingu og stuðning hans og annarra þegar ég ákvað að fara í meira- prófið og seinna sækja um vinnu. Svavar sagði mér að konur hefðu alveg jafn mikið í þetta starf að gera og karlarnir. Mikilvægt væri að vera jafn handsterk og karl- arnir, þegar þyrfti að loka þungum hliðarhurðum á bílunum eða færa til varning.“ Hlakka til sérhvers dags í starfi Þrátt fyrir að konur í flutn- ingaakstri séu fáar segist Anna Silvía aldrei hafa fundið fyrir for- dómum í sinn garð. Raunar þvert á móti. „Krakkar eru yfirleitt opnir fyrir breytingum og skilja kannski ekki hugmyndir þeirra eldri um jafnrétti kynjanna. Nökkva Þór syni mínum finnst mikið sport að fara með mér á rúntinn og segir með stolti öllum sem heyra vilja að mamma sín sé trukkabílstjóri. Strákarnir hjá Eimskip sem ég vinn með eru afar hjálplegir og hvetjandi. Þegar ég var ólétt að stelpunni minni, sem núna er að verða tveggja ára, leiðbeindu þeir mér með rétt handtök og vinnu- brögð, þannig að ég gat unnið þar til ég var alveg komin á steypirinn. Eftir fæðingarorlof í eitt ár byrjaði ég svo aftur að vinna og fannst frá- bært. Ég hlakka til hvers einasta dags í þessu starfi,“ segir Anna Silvía Þorvarðardóttir flutningabíl- stjóri að síðustu. Snyrtifræðingur keyrir trukk Tólf gíra Scania á átta hjólum með 480 hestafla vél er ofurbíll. Anna Silvía Þorvarðardóttir er í draumastarfinu sem bíl- stjóri hjá Eimskip þar sem henni gefst kostur á að fara víða um og hitta marga. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílstjórinn Það er auðvitað gjörólíkt að keyra Yaris eða stóran trukk. En þetta lærist, segir Anna Silvía í viðtalinu. Scania Sterkbyggður bíll og á vagninum er 40 feta gámur sem í eru fluttar vörur til og frá flutningamiðstöð og stærstu fyrirtækjunum í borginni. Laugardagskvöldið 11. ágúst kl. 23 verður árleg flugeldasýning á Jökuls- árlóni á Breiðamerkursandi. Sýningin er nú í 18. sinn og hefur gestum fjölg- að eftir því sem árin hafa liðið. Undirbúningur fyrir sýninguna hefst fyrr um daginn þegar menn á gúmmíbáti fara um lónið og raða 150 friðarkertum á ísjaka. Áður en sýn- ingin hefst er kveikt á kertunum og flugeldum er skotið upp á nokkrum stöðum á lóninu. Sýningin varir í um það bil 20 mínútur. Upplýstir ísjak- arnir eru baðaðir í litum og birtu frá stórkostlegri flugeldasýningu í magnaðri umgjörð náttúrunnar sem skapar einstaka upplifun. Björgunar- félag Hornafjarðar hefur veg og vanda af sýningunni í samstarfi við Ríki Vatnajökuls. Í ár er Ice Lagoon helsti bakhjarl þessa viðburðar. Aðgangseyrir sýningarinnar er 1.500 kr. á mann og hægt er að greiða við innganginn. Aðgangseyrir rennur óskiptur til Björgunarfélags- ins, sem kemur sér vel við þau fjöl- mörgu verkefni sem félagið tekur að sér. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri. Sætaferðir verða bæði frá Höfn og Kirkjubæjarklaustri. Árlegur viðburður í ríki Vatnajökuls Mikið sjónarspil í vændum á flugeldasýningu við Jökulsárlón Jökulsárlón Upplýstir ísjakarnir verða baðaðir í litum og birtu flugelda Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.