Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 16

Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Facebook,stærstisamfélags- miðill veraldar, hefur viðurkennt að það getur verið tímasóun að vafra mikið um miðilinn. Snemma árs ræddi stofnandi og stjórnandi Facebook þetta með því að segja að fyrirtækið vildi að tímanum sem fólk verði á miðlinum væri vel varið. Efast má um að það hafi tek- ist, en til marks um þær áhyggjur sem Facebook hefur af tímasóuninni má nefna að nýlega hóf fyrirtækið að bjóða notendum upp á að fylgjast með því hve miklum tíma þeir eyða þar og fá tilkynningar þegar þeir eru komnir yfir þann tíma sem þeir ætla fyrir miðilinn. Þó að Facebook sé stærsti samfélagsmiðillinn er hann vitaskuld ekki sá eini og er full ástæða til að hafa sömu áhyggjur af vafri á öðrum slík- um miðlum. Tíminn er fljótur að hverfa þegar fólk flækist þar um og víst er að eftir á telja notendur tímanum ekki alltaf hafa verið vel varið. Á það hefur líka verið bent að á slíkum miðlum er hætt við að fólk fái ekki allar þær upp- lýsingar sem það þarf eða yfir- leitt upplýsingar sem talist geta nálægt því að gefa rétta mynd af heiminum. Miðlarnir eru til dæmis yfirfullir af kynningarefni sem greitt er fyrir án þess að notendur séu varaðir við að sá sem, svo dæmi séu nefnd, mælir með tiltekinni hársápu eða heim- ilistæki, að ekki sé talað um áfengistegund, fái greitt fyrir þau meðmæli. Misnotkun þessara miðla í þjóðmálaumræðunni hefur verið nokkuð til umræðu, eink- um í tengslum við kosningar í Bandaríkjunum. Margt af því er án efa ofmælt og hluti af pólitískum leik, en sumt sem þar hefur komið fram sýnir þó hvernig hægt er að misnota þessa miðla og dreifa röngum fullyrðingum sem geta farið víða og notendur eiga erfitt með að verjast og varast. Þegar rætt er um hættuna á að fólk verði illa upplýst, þröngsýnt og jafnvel fordóma- fullt af því að fá stóran hluta af upplýsingum sínum af sam- félagsmiðlum í stað hefðbund- inna fjölmiðla er yfirleitt verið að vísa til fullorðinna. Þeir eru þó ekki einir í hættu á að verða fyrir óæskilegum áhrifum af völdum samfélagsmiðla, börn og ungmenni eru það einnig. The Telegraph sagði frá því um helgina að Susan Green- field, sem er með rannsóknar- stöðu við Oxford- háskóla og hefur meðal annars rannsakað Park- inson- og Alzheim- ersjúkdómana, hefði miklar áhyggjur af áhrif- um samfélagsmiðla og tölvu- leikja á ungt fólk. Hún óttast að þessir miðlar og leikir valdi því að fólk verði með tilfinn- ingalegan þroska þriggja ára, þurfi sífellt á einhverju áreiti að halda til að þurfa ekki að hugsa sjálft. „Ég spái því,“ segir Greenfield, „að fólk verði eins og þriggja ára: tilfinn- ingaríkt, áhættusamt, með lít- inn félagsþroska, veika sjálfs- mynd og litla einbeitingu.“ Greenfield skrifaði bók um þetta fyrir fjórum árum þar sem fram kom að með aukinni notkun samfélagsmiðla væri hætt við að börn yrðu sjálfs- elskari, með minna sjálfs- öryggi og meira þunglyndi en ef þau væru meira í beinum samskiptum við annað fólk. Hún segir nú að rannsóknir sem gerðar hafi verið síðan hafi því miður staðfest þetta álit hennar. Tækniþróun síðustu ára hef- ur verið ógnarhröð. Þetta má meðal annars sjá af verðmæti stóru tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum, Apple, Ama- zon, Alphabet (Google), Micro- soft og Facebook, sem raða sér í efstu sæti listans yfir stærstu fyrirtækin í S&P 500- hlutabréfavísitölunni. Og í lið- inni viku gerðist það að verð- mæti Apple fór yfir 1.000 milljarða dala, 107.000 millj- arða króna, sem er hærra verðmat en markaðurinn hef- ur sett á nokkurt annað fyrir- tæki á bandaríska mark- aðnum. Þetta getur verið áhyggju- efni og heimurinn hefur séð bólur springa, meðal annars tæknibólu. Ekki er útilokað að það endurtaki sig ef væntingar ganga ekki eftir. Mun meiri ástæða er þó til að hafa áhyggjur af áhrifum þessarar nýju tækni á þróun samfélagsins og jafnvel mannsins sjálfs, ef marka má orð Susan Greenfield. Þetta þýðir vitaskuld ekki að hafna eigi hinni nýju tækni, því að hún hefur fjölmarga góða kosti. Það þarf hins vegar að læra að nota þessa tækni rétt. Sá mikli hraði sem verið hefur á tækniþróuninni hefur gert fólki erfitt fyrir að átta sig á tækninni og læra að nota hana en misnota ekki. Nauðsynlegt er að umræður um galla, jafnt sem kosti, hinnar nýju tækni eigi sér stað til að fólk geti brugðist við og komið í veg fyrir að verstu spárnar rætist. Tækniþróun liðinna ára hefur verið hröð og óvíst er að unga fólkið komist óskaddað frá henni} Nýjar hættur E ins og flestum mun kunnugt lækkuðu afurðastöðvar verð til sauðfjárbænda um allt að 29% síðasta haust. Sú lækkun kom í kjölfar 10% lækkunar árið áður. Hræddur er ég um að það færi um almenna launþega ef þeir yrðu fyrir viðlíka kauplækk- unum fyrirvaralaust og án viðvörunar. Um- ræddar lækkanir til sauðfjárbænda voru sagð- ar nauðsynlegar vegna erfiðrar birgðastöðu auk versnandi afkomu afurðastöðvanna. Maður hefði haldið að í kjölfar lækkananna og vegna birgðastöðunnar hefði verið gripið til sérstakra ráðstafana í markaðsmálum. Sú er ekki raunin. Menn hafa að vísu sótt til Kína og víðar og er það góðra gjalda vert. En á besta markaðnum fyrir sauðfjárafurðir, innanlands- markaðnum bólar ekki á neinu. Engar verð- lækkanir, engin söluátök, engar uppskriftasamkeppnir. Fáar nýjungar í skurði og framsetningu nema þær sem Costco innleiddi. Ekki hafa menn heldur ráðist í söluátök í stóreldhúsum og mötuneytum. Á matseðlum þeirra mötu- neyta sem ég þekki gerst til, mötuneytum stjórnarráðs og Alþingis, er lambakjöt t.d. mjög fáséð. Ekki þekki ég hvernig háttar til í skólaeldhúsum en þarna gætu leynst tækifæri. Ekki hefur verðlækkunin til bænda skilað sér á disk okkar neytenda. Spurningin er: Hvað varð um þessa fórn bænda? Lenti hún hjá afurðastöðvum? Eða hjá kaup- mönnum? Svar óskast. Nú þegar kjarasamningar standa fyrir dyrum koma ýmsir forkólfar vinnuveitenda fram og minnast á nauðsyn hækkana á framleiðslu- vörum sínum jafnvel áður en niðurstöður kjara- samninga liggja fyrir. Þannig kom nýlega fram forstjóri einnar stærstu afurðastöðvar í land- búnaði og boðaði verðhækkanir. Gott væri ef hann sæi sér fært að svara spurningum mínum hér að framan. Gott væri einnig ef hann upp- lýsti um þróun í birgðum sauðfjárafurða eftir þessa skörpu verðlækkun til bænda. Nú er nýkomin skýrsla um sauðfjárfram- leiðslu. Ekki er sá sem hér ritar búinn að gaum- gæfa hana en af því sem ratað hefur í fréttir má ráða að nú vilji stjórnvöld ráðast í skarpan niðurskurð í sauðfjárbúskap. Engar fréttir hafa borist af átaki í markaðsmálum. Kannski er ekkert um þau í skýrslunni. Ekki virðist þar að finna neitt sem leitt gæti til meiri þróunar af- urða. Meiri framleiðslu lífrænna afurða, sterk- ari upprunamerkingum, upplýsingum um lyfjagjöf. Allt eru þetta þættir sem orðið gætu til aukinnar sölu jafnt innanlands sem utan. Ég held að ráð væri að menn gaum- gæfðu vel áhrif skarps niðurskurðar í sauðfjárframleiðslu á einstaka bændur, atvinnu í einstökum héruðum, byggða- festu og fleiri slíka þætt áður en ráðist er í víðtækan niður- skurð og áður en stjórnvöld stimpla bændastéttina sem einhvers konar vandamál sem leysa þurfi með niðurskurði. Þorsteinn Sæmundsson Pistill Eru fórnir sauðfjárbænda til einskis? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. thorsteinns@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Samkvæmt lögum um líf-eyrissjóði geta hjón eðasambýlisfólk skipt sín ámilli lífeyrisréttindum eða eftirlaunum úr lífeyrissjóðum. Mestar líkur eru á að úrræðið geti nýst hjónum þar sem lífeyris- réttindi eru mjög ójöfn, t.a.m. þar sem annað hjóna hefur verið heima- vinnandi og hitt á vinnumarkaði. Algengt er að fólk hugi ekki að slíku fyrr en við skilnað en skipting lífeyrisréttinda er þó alls ekki hugs- að sem skilnaðarúrræði. Þetta og fleira segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, í sam- tali við Morgunblaðið. Fleiri mættu íhuga málið „Það er talsvert um það en það mætti vera miklu algengara að fólk hugaði að þessu,“ segir Þórey spurð hvort algengt sé að hjón nýti sér úr- ræði um skiptingu ellilífeyris- réttinda. Eins og áður segir má telja úr- ræðið skynsamlegt þegar lífeyris- réttindi eru ójöfn og er þá hvoru hjóna tryggður ásættanlegur lífeyrir þegar annar aðilinn fellur frá. Gagnáhættan er hins vegar sú að ef tekjulægri makinn deyr á undan hinum þá hefur sá sem eftir lifir framselt helming réttinda sinna sem þá falla niður við andlát makans. Einungis er unnt að skipta lífeyrisréttindum með samningi milli hjóna, og þarf hann að vera gagn- kvæmur og jafn. Bæði hjón þurfa því að skipta réttindum sínum þannig að þau veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Samningar geta ekki tekið til makalífeyris eða örorkulífeyrisrétt- inda og er hægt að framselja allt að helming ellilífeyrisréttinda til maka síns. Sniðugt að kynna sér stöðuna Í fræðslugrein frá Almenna líf- eyrissjóðnum um skiptingu lífeyris- réttinda segir m.a. að algengast sé í nútímaþjóðfélagi að báðir aðilar hjónabands séu útivinnandi og safni upp sjálfstæðum lífeyrisréttindum. Jafnframt er bent á að ákvæði um skiptingu lífeyrisréttinda hafi verið mikil réttarbót þegar það kom inn í lífeyrislögin árið 1997, sérstaklega þar sem annar aðili var heimavinn- andi. Þórey mælir þó með því að fólk hafi stöðu sína á hreinu og vegi og meti möguleika. „Ég mæli eindregið með því að fólk íhugi þetta og skoði stöðu sína. Þetta hentar ekkert öllum en í mörgum tilfellum er mjög gott að fólk hugi að þessu,“ segir Þórey. Hún hefur bent á að margir telji úrræðið vera skapað fyrir fólk sem stendur í skilnaði en svo sé ekki. „Ég hef rekið mig á að margir telja skiptingu lífeyrisréttinda vera skilnaðarúrræði en þannig er laga- ákvæðið alls ekki hugsað heldur sem jafnréttis- eða sanngirnismál.“ Í áðurnefndri fræðslugrein frá Almenna lífeyrissjóðnum má finna fleiri heilræði en að skipting réttinda geti verið skynsamleg þegar mikill munur er á lífeyrisréttindum. Sem dæmi er nefnt að taka skuli tillit til makalíf- eyrisréttinda við ákvörð- un um skiptingu lífeyr- isréttinda. Makalífeyrisréttindi, sem skulu greidd til maka látins sjóðfélaga, eru almennt ein- göngu tímabund- in en áður fyrr var algengt að þau væru ævi- löng. Ættum við að skipta lífeyrisréttindunum? Lög um lífeyrissjóði gera ráð fyrir þremur möguleikum um hvernig má skipta lífeyris- greiðslum milli hjóna og sam- býlisfólks: Í fyrsta lagi má skipta lífeyr- isgreiðslum þannig að greiðslur sjóðfélaga renna að hálfu til maka eða fyrrverandi maka. Í öðru lagi má skipta lífeyrisréttindum sem áunnin hafa verið á hjúskapar- eða sambúðartíma. Það er þó skil- yrði að það sé ákveðið fyrir 65 ára aldur og sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífs- líkum. Í þriðja lagi má skipta ið- gjaldsgreiðslum til að jafna ávinnslu framtíðar- réttinda og skapast við það sjálfstæð réttindi sjóðfélaga annars vegar og maka hins vegar. Hvernig má ég skipta? LÖGIN GERA RÁÐ FYRIR ÞREMUR MÖGULEIKUM Þórey S. Þórðardóttir Ljósmynd/Landssamtök lífeyrissjóða Staðan Þórey mælir eindregið með því að sem flestir íhugi að skipta líf- eyrisréttindunum með maka sínum. Ekki sé þó víst að það henti öllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.