Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 17

Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018 Í viðeigandi klæðnaði Hvalaskoðun hefur orðið æ vinsælli hin síðari misseri, ekki síst meðal erlendra ferðamanna. Þessir ágætu gestir voru vel búnir þegar haldið var úr höfn í Reykjavík. Ómar Í gúrkutíð hérlendra fjölmiðla hefur undan- farið eðlilega verið mikið rætt um óvenjulegt veð- urfar, en ýmsir stór- viðburðir á alþjóðasviði hafa ekki náð inn á fréttastofur. Undir það falla ný „þjóðríkislög“ sem Ísraelsþing sam- þykkti 19. júlí. Með þeim er landið skilgreint sem ríki gyðinga og hebreska verður eina opinbera tungumálið. Arabíska, sem áður var jafnstæð, er sett skör lægra. Að mati þýskra fjölmiðla eins og Süd- deutsche Zeitung (19. júlí) er þetta hnefahögg í garð ísraelskra þegna af öðrum uppruna, en þeir eru nú röskur fimmtungur af íbúum landsins. „Mis- munun er nú leyfileg og ekki þarf leng- ur að virða réttindi minnihluta. Þessi lög eru jafnframt svik við sjálfstæðis- yfirlýsinguna um stofnun Ísraelsríkis fyrir 70 árum,“ segir blaðið undir fyrir- sögninni Diskriminierung per Gesetz. New York Times segir samdægurs að þessi nýja grundvallarlöggjöf, sem jafngildi stjórnarskrárbreytingu, veiti gyðingum einum réttinn til sjálfs- ákvörðunar. Deilur hafa staðið árum saman um drög að þessari lagasetn- ingu en hún var að lokum samþykkt með 62 atkvæðum gegn 55. Netan- yahu, forsætisráðherra í hægrisinn- uðustu ríkisstjórn í 70 ára sögu Ísraels, lýsir lögunum sem þeim afdrifaríkustu í sögu síonista til þessa. Nú binda and- stæðingar þessara fáheyrðu laga helst vonir við að hæstiréttur landsins dæmi þau ómerk, en aðrir telja á því litlar líkur eins og dómstóllinn nú er skip- aður. Fróðleg bók um Mið-Austurlönd Fyrr á þessu ári kom út bókin Mið- Austurlönd eftir Magnús Þorkel Bern- harðsson (Mál og menning 2018). Ég hafði nýlokið við að lesa hana þegar ofangreind tíðindi bárust frá „landinu helga“. Tilkoma hennar er viðburður, þar eð hún bætir úr brýnni þörf sem upplýsandi rit fyrir almenning um sögu heimshluta sem um langt skeið hefur verið eitt mesta átakasvæði á jörðinni og með flókna og fyrir flest okkar framandi sögu eftir að bernsk- um frásögnum biblíunnar sleppir. Magnús, sem starfar í Bandaríkj- unum, var íslenskum útvarpshlust- endum áður að góðu kunnur, en hér miðlar hann úr brunni þekkingar sinnar sem sagnfræðiprófessor og sérfræðingur um þenn- an heimshluta. Álita- málin í sögu þessa svæð- is á síðasta mannsaldri eru mörg og umdeild, m.a. vegna síendurtek- innar íhlutunar Vestur- landa. Þróun mála í Pal- estínu, einkum frá upphafi 20. aldar til nú- tíma, er aðeins hluti þessa verks. Átakasaga Ísraela og Palestínumanna er hér rak- in undir kaflafyrirsögninni „Hin full- komna deila“. Ísraelsríki varð til á upphafsárum Sameinuðu þjóðanna með umdeildri meirihlutasamþykkt þar sem sigurvegarar stríðsins en einnig smáríki eins og Ísland komu við sögu. Sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraels- ríkis 1948 fylgdi fyrsta stríðið við arab- íska nágranna og brottrekstur um 700 þúsund araba úr eigin landi. Um það segir Magnús Þorkell í bók sinni: „Sýnt hefur verið fram á það með óve- fengjanlegum hætti að hersveitir síon- ista og Ísrael beittu hernaðarlegu valdi til að reka meirihluta flóttamanna frá heimilum sínum“ (s. 196). Tveimur áratugum seinna, 1967, háði síðan Ísr- aelsher sigursælt árásarstríð sem lauk með hernámi Ísraels á stórum land- svæðum, sem enn er staðreynd, þ.e. á Vesturbakkanum, Gasa, Sínaiskaga og í Golanhæðum. Þvert ofan í vopna- hlésskilmála og alþjóðasamþykktir hafa Ísraelsmenn síðan markvisst fært út byggðir gyðinga á hin herteknu svæði, skref fyrir skref allt fram á þennan dag. Breytt afstaða hérlendis til Ísraels og Palestínumanna Viðhorf íslenskra stjórnvalda til Ísr- aels einkenndust um áratugi líkt og margra annarra fyrst og fremst af samúð við gyðinga vegna ofsókna, en mörkuðust einnig af sögulegu og trúarlegu ívafi. Tilkoma Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) sem mál- svara palestínsku þjóðarinnar breytti smám saman einhliða mynd af Ísraels- ríki, ekki síst eftir Sex daga stríðið 1967 og víðtækt hernám Ísraels á land- svæðum nágrannaríkja sem fordæmt var af yfirgnæfandi meirihluta á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Alþingi samþykkti vorið 1989 þingmanna- tillögu um deilur Ísraels og Palestínu- manna (mál A102 á 111. þingi). Með henni fordæmdi þingið yfirgang Ísraelsmanna og lýsti stuðningi við al- þjóðlega friðarráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orðrétt sagði þar: „Alþingi leggur áherslu á að við- urkenna sjálfsákvörðunarrétt palest- ínsku þjóðarinnar og tilverurétt Ísr- aelsríkis. Einnig ber að virða rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í sam- ræmi við margítrekaðar ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Alþingi telur að Ísland eigi að hafa vinsamleg sam- skipti við Frelsissamtök Palestínu.“ – Það var í góðu samræmi við þennan vilja þingsins að Steingrímur Her- mannsson fór sem forsætisráðherra Íslands til fundar við formann PLO, Jassir Arafat, í Túnis vorið 1990. Tveggja ríkja lausnin fjarlægist óðum Óslóarsamkomulagið frá árinu 1993 vakti miklar vonir um viðsnúning í þessari hrikalegu deilu. Það var und- irritað í Hvíta húsinu af báðum aðilum, Ísrael og PLO, sem með því viður- kenndu hvor annan og að stefnt skyldi að gagnkvæmri lausn með stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu við hlið Ísr- ael innan landamæra þess síðarnefnda frá því fyrir stríðið 1967. Brátt sló hins vegar í bakseglin, m.a. vegna land- náms gyðinga á hernumdu svæðunum, þar sem nú búa um 500 þúsund manns í fullkomnum órétti. Síðustu aðgerðir stjórnar Netanyahu að lýsa Jerúsalem höfuðstað Ísraels og nú með því að lög- festa að Ísraels-Arabar skuli verða annars flokks fólk í eigin landi, eru hnefahögg sem ekki verða misskilin. Magnús Þorkell Bernharðsson er sem vænta má ekki bjartsýnn á að úr ræt- ist. Hann segir: „Óslóarsamkomulagið er nú óvirkt og bitlaust og ekki virðist í vændum pólitískur metnaður hjá Ísr- aelum til að gefa nokkuð eftir. ... Sögu- legar frásagnir beggja aðila byggjast á hræðslu og óöryggi. Báðir aðilar óttast útrýmingu. Og að einhverju leyti ótt- ast báðir aðilar frið.“ Lagasetningin nýja um gyðingaríkið, sem nefnd var hér í upphafi, bætir enn gráu ofan á svart. Eftir Hjörleif Guttormsson »Með „þjóðríkislög- unum“ er Ísrael skil- greint sem ríki gyðinga og hebreska verður eina opinbera tungumálið. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Ísrael brýtur alþjóðasam- þykktir og lögfestir nú að landið sé gyðingaríki Það er oft eins og margir menn skilji alls ekki eðli og tilgang sakamála, sem rekin eru fyrir dómi. Saka- mál fjalla ekki um uppgjör milli brota- þola og sakbornings. Þau eru höfðuð af handhöfum ríkisvalds (ákæruvalds) gegn þeim sem er grunaður um að hafa framið refsivert brot. Viðfangs- efnið er sakborningurinn og við- leitni samfélagsins til að draga þá menn til ábyrgðar, sem brotið hafa af sér með refsiverðum hætti. Í refsimálinu verður hlutur ætl- aðs brotaþola ekki réttur. Hafi verið brotið á honum verður því ekki breytt. Hann á þess samt kost að koma bótakröfu vegna tjóns síns að í sakamálinu. Örlög þeirrar kröfu geta ekki ráðið niðurstöðu um sök sakborningsins. Þess utan getur brotaþoli höfðað einkamál gegn þeim sem hann telur hafa brotið á sér og valdið sér skaða. Það er lykilatriði við meðferð sakamála að meta skuli vafa um sekt sakbornings honum í hag. Um þetta eru ákvæði í stjórnar- skránni (2. mgr. 70. gr), Mannrétt- indasáttmála Evrópu (2. mgr. 6. gr.) og lögum um meðferð saka- mála (108. og 109. gr.). Þessar reglur mega teljast ekk- ert minna en grunnreglur hins frjálsa samfélags, því þær hindra ríkjandi stjórnvöld í því að beita borgara valdi án nægilegs tilefnis. Þær vernda líka persónuleg rétt- indi manna að því leyti að þær eiga að hindra að menn séu dæmdir til refsingar fyrir afbrot sem þeir ekki hafa framið. Við vitum vel að reglan kann að leiða til þess að maður sem brotið hefur af sér kann að sleppa ef ekki TEKST að sanna á hann brotið. Það eru útgjöld sem við verð- um að sætta okkur við vegna þess að við vilj- um hindra að saklausir séu dæmdir auk þess sem við viljum ekki að ríkisvaldið hafi heimild til að koma fram refs- ingum borgara af geð- þótta sínum. Ef þessar meginreglur yrðu numdar úr lögum myndi taka við ástand sem helst mætti líkja við ástand í alræðis- ríkjum, þar sem ógnarstjórn hefur ráð einstaklinganna í hendi sér. Sagan greinir mörg dæmi um slíkt ástand. Samúð með brotaþola Þegar sakamál koma til með- ferðar fyrir dómi hafa flestir menn samúð með ætluðum brotaþola af- brots. Það er eðlilegt. Framan- greindar meginreglur gilda samt. Í viðkvæmum málaflokkum eins og til dæmis flokki kynferðisbrota eru einatt uppi háværar kröfur um að hinum ákærða manni verði refsað. Slík sjónarmið birtast oftast frá fólki sem veit ekkert um sönnunar- færsluna sem fram hefur farið fyrir dómi. Fyrir nokkrum dögum mátti líta hávaðasama umfjöllum um dóm sem kveðinn hafði verið upp í Hér- aðsdómi Reykjaness. Enginn hafði samt lesið dóminn, því hann hafði ekki verið birtur opinberlega. Þar hafði dómari komist að þeirri niður- stöðu að sök hefði ekki sannast á ákærða í máli þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Var maðurinn því sýkn- aður af ákærunni. Landsmenn ættu að fagna því að í landinu skuli starfa dómarar sem hafa þrek og þor til að dæma eftir lögum, þó að þeir viti fyrir fram að dómur muni ekki afla þeim vin- sælda í fjölmiðlum og meðal þeirra fjölmörgu sem hæst láta í samfélag- inu. Ég tek því ofan fyrir dómar- anum sem kvað upp nefndan dóm. Ekki vegna þess að ég viti hvort sakborningur var sekur um glæp- inn heldur vegna þess að dómarinn beitti þýðingarmikilli meginreglu réttarríkisins af bestu samvisku og hirti ekki um „dóminn“ sem hann hlaut að vita að yfir honum yrði kveðinn af fávísum almannarómi. Grunnregla hins frjálsa samfélags Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Landsmenn ættu að fagna því að í land- inu skuli starfa dómarar sem hafa þrek og þor til að dæma eftir lögum, þó að þeir viti fyrir fram að dómur muni ekki afla þeim vinsælda í fjöl- miðlum og meðal þeirra fjölmörgu sem hæst láta í samfélaginu. Höfundur er lögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.