Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
✝ Ólafur Krist-berg Guð-
mundsson fæddist
29. maí 1930 í
Hafnarfirði. Hann
andaðist á líknar-
deild Landspítalans
27. júlí 2018.
Foreldrar Ólafs
voru Guðmundur
Guðmundsson,
verkamaður í
Hafnarfirði, f. 1900
á Þverlæk í Holtum í Rang-
árvallarsýslu, d. 1991, og Guð-
rún Sigurbergsdóttir, húsmóðir
og verkakona í Hafnarfirði, f.
1906 í Skíðholtskoti, Hraun-
hreppi á Mýrum, d. 1991.
Albróðir Ólafs er Hörður
Guðmundsson húsgagnasmiður
í Hafnarfirði, f. 1929, og hálf-
systir samfeðra Elín Ása Guð-
mundsdóttir, f. 1926, d. 2016.
Fósturbróðir er Bragi Þor-
bergsson, f. 1935.
Árið 1956 kvæntist Ólafur
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sigurlaugu Jónínu Jónsdóttur
(Gógó), f. 25. ágúst 1935 á Vé-
steinsholti í Haukadal í Dýra-
firði, húsmóður, fv. ökukennara
og bjó þar í 35 ár, þar ólust upp
börn Óla og Gógóar. Síðasta
heimili hans var á Sólvangsvegi
3.
Eftir gagnfræðapróf frá
Flensborgarskóla nam hann raf-
virkjun, varð meistari í því fagi
1954 og starfaði við það í nokk-
ur ár. Hóf starfsferil sinn hjá
Lögreglunni í Hafnarfirði 1958,
var skipaður varðstjóri 1965 og
aðstoðaryfirlögregluþjónn
1974. Einnig var hann ökukenn-
ari frá 1963 og kenndi við
meiraprófin hjá Bifreiðaeftirliti
ríkisins árum saman.
Hann starfaði í stjórn Öku-
kennarafélagsins, var lengi
gjaldkeri Landssambands lög-
reglumanna og í yfirkjörstjórn
BSRB. Í Umferðarráði í þrjú ár.
Ólafur var formaður Bridge-
félags Hafnarfjarðar 1954-1955
og sveit hans varð tíu sinnum
Hafnarfjarðarmeistarar. Árið
1971 gekk hann til liðs við Odd-
fellow-regluna og var í stúku
Bjarna riddara í Hafnarfirði þar
sem hann gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum. Sem gamall skáti
stóð hann ásamt öðrum að stofn-
un St. Georgsgildisins í Hafnar-
firði, var mjög virkur í skála-
starfi þeirra við Hvaleyrarvatn
og var gerður að heiðursfélaga
árið 2004.
Útför Ólafs fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag,
7. ágúst 2018, klukkan 13.
og starfsmanni á
St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Þeirra
börn eru: 1) Guð-
mundur Rúnar
Ólafsson, tann-
læknir, f. 1956,
kvæntur Lindu
Björk Magnús-
dóttur, þeirra synir
Gylfi Freyr, Hjalti
Þór, Birgir Snær
og Andri Fannar. 2)
Elínborg Jóna Ólafsdóttir verk-
fræðingur, f. 1957, gift Guð-
mundi Kr. Tómassyni, þeirra
börn Berglind Eik, Tómas Björn
og Ólafur Örn. 3) Kristín Ólafs-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f.
1962, gift Vali E. Valssyni,
þeirra börn Kjartan Ágúst og
Sigrún María. 4) Sigrún Ólafs-
dóttir, f. 1973, dáin sama ár. 5)
Ólafur Erling Ólafsson skógar-
verkfræðingur, f. 1974, kvæntur
Helmu Ýr Helgadóttur, þeirra
synir Helgi Kristberg og Guð-
mundur Logi. Barnabarnabörn
Ólafs og Sigurlaugar eru 12.
Ólafur bjó alla tíð í Hafnar-
firði, fæddist og ólst upp á Sel-
vogsgötunni, byggði Öldutún 8
Elsku pabbi okkar. Þú hefur
kvatt okkur að sinni eftir langa
og yndislega samferð. Við þökk-
um þína traustu hönd sem leiddi
okkur gegnum lífið með enda-
lausri umhyggju og velferð okk-
ar alltaf í huga. Mikið munum
við sakna þín en minningarnar
lifa.
Horfin strönd, heimalönd,
hljóðnar áralag.
Vinabönd, hönd í hönd
hefja nýjan dag.
Ólgar blóð, æskuglóð
alheims tekur völd.
Ástarljóð, ung og rjóð,
inn í nýja öld.
Yndishljóm, lágan óm,
eilíft syngjum lag.
Friðarblóm, óskin fróm
finnur nýjan dag.
(HH)
Þín,
Rúnar, Elínborg, Kristín
og Ólafur Erling.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Elsku tengdapabbi, takk fyrir
allt. Ég bið góðan guð að
styrkja elsku Gógó.
Þín tengdadóttir,
Linda Björk.
Fyrstu minningarnar sem ég
á um afa Óla eru frá Öldu-
túninu, þegar hann gekk með
mig á tánum í strætóleik og
söng vísur. Síðar bættust við
ferðir í fjárhúsið, skátaskálann
og kartöflugarðinn. Einnig á ég
hlýjar minningar úr eldhúsinu
hjá afa og ömmu, að borða ís-
lensk bláber sem afi hafði tínt,
afabollur sem hann bakaði sjálf-
ur og pönnukökurnar hennar
ömmu. Afi með kaffi í glasinu
sínu að segja sögur og ævintýri
frá sínum yngri árum.
Hann var heimakær og leidd-
ist ekki að horfa á góðan hand-
bolta- eða fótboltaleik, sinna
myntsafninu og leysa kross-
gátur. Afi var ekki maður mik-
illa breytinga og var meðal ann-
ars með eindæmum tryggur
Skoda-eigandi. Ég hef heldur
aldrei kynnst neinum jafn
stundvísum og afa Óla.
Örlátari og gjafmildari mann-
eskju er erfitt að finna. Meira
að segja krummi mátti ekki
verða útundan. Matarafgöngum
var ekki hent á heimilinu, held-
ur var þeim safnað saman og
gaukað að krumma. Ég fékk
reglulegar sendingar af glænýj-
um afafiski, sem mér þótti ekki
síst vænt um eftir flutninga til
Svíþjóðar. Oftar en ekki laum-
aðist með lakkríspoki úr
lakkrísverksmiðjunni í Hafnar-
firði.
Afi Óli hefur kennt mér ótal-
margt, þar með talið kenndu
hann og amma mér að keyra bíl.
Fyrir utan að vera frábær fyr-
irmynd um mikilvægi stundvísi,
heiðarleika og örlætis var hann
ötull við að fræða okkur afkom-
endur um eitt og annað, kenna
nöfn á staðarháttum, stjörnu-
merkjum, sem og minna þekkt
orð úr krossgátum. Ég hef
ávallt litið upp til hans hversu
vel lesinn hann var og met mik-
ils allar góðar bókagjafir sem ég
hef fengið í gegnum tíðina frá
afa og ömmu. Sumar nýjar, aðr-
ar gamlar en allar góðar.
Ég er þakklát fyrir hvað við
fengum mörg ár og margar góð-
ar stundir með afa Óla. Mér
þótti sérstaklega vænt um að
hafa fengið að vera með honum
núna í júlí. Hann hefur alltaf
verið duglegur að fylgjast með
því sem var um að vera í lífi af-
komenda sinna, ég veit að hann
fylgist áfram með og verður
með okkur í anda. Ég trúi því
að þér líði vel núna, elsku afi
Óli, kominn til ömmu Rúnu, afa
Gumma, Sigrúnar litlu og elsku
Birgis. Þú munt ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Berglind Eik.
Elsku afi.
Nú höfum við kvatt þig í síð-
asta sinn í þessu lífi. Söknuður
okkar er mikill en við eigum
margar góðar minningar sem
lifa með okkur um ókomna tíð.
Allar heimsóknir þínar til okkar
í Noregi. Bæði þegar þið amma
komuð og líka heimsóknir ykkar
Rúnars.
Umhyggja þín fyrir okkur
öllum var takmarkalaus. Þegar
við fluttum heim frá Noregi vor-
ið 2017 stóðu dyrnar hjá ykkur
ömmu opnar upp á gátt. Þrátt
fyrir veikindi og háan aldur vor-
uð þið amma boðin og búin að
aðstoða okkur á alla lund svo að
heimflutningarnir gengju sem
best.
Afi, svo manstu að ef þú þarft
að vita hvað klukkan er geturðu
alltaf kíkt á klukkuna góðu hjá
ömmu.
Elsku afi, við strákarnir
þökkum þér fyrir allt og lofum
að passa upp á ömmu.
Þínir afastrákar
Helgi Kristberg
og Guðmundur Logi.
Er Óli, kærasti stóru systur,
kom í fyrsta sinn vestur í
Haukadal var spenna í lofti.
Skyldi hann ætla sér að taka
hana frá okkur? Nei, Óli tók
aldrei neitt frá neinum. Hann
gaf, vissi að inneign hið efra
felst í gjöfum. Hann átti nægta-
brunn mannkosta sem hann jós
úr allt sitt líf. – Teinréttur með
ljóst liðað hárið eins og geisla-
baug um höfuðið gekk hann
sporléttur að mönnum og vann
hjörtun í einu vetfangi. Þannig
kom hann og þannig fór hann
þótt sporin hans þyngdust með
árunum.
Það var auðvelt að láta sér
þykja vænt um Óla og mér var
hann sem annar faðir. Ómót-
uðum unglingi var handleiðsla
þeirra Gógóar, en ég kom fyrst
til vetrardvalar hjá þeim þrett-
án ára gömul, mér dýrmæt í
margháttuðum skilningi. Hún
markaði mér lífsbraut, gaf mér
tækifæri sem ég er óendanlega
þakklát fyrir. Samtölin í eldhús-
inu á Öldutúni 8, ekki síst í
kvöldkaffinu, eru ógleymanleg.
Vinir mínir minnast oft þessara
stunda. Þarna voru lífsins gátur
ræddar og sumar leystar. Óli
var fæddur leiðtogi, fólk dróst
að honum. Hann náði vel til
þess, hafði frá mörgu að segja á
skilmerkilegan og oft glettinn
hátt. Ævinlega var veisla, Gógó
sá til þess og lagði gott til mál-
anna. Þá var bakkelsi ekki orðið
eins óhollt og nú og „kex og
bleytt“, kaffi með mjólk, sykri
og matarkexi, bráðhollt, jafnvel
ungum börnum.
Óli var dugnaðarforkur, gekk
að starfi af heilindum. Var ár-
risull, léttsvæfur og afar stund-
vís. Maður skyldi klár kortéri
fyrir ef svo bar undir. Hann var
líka velvirkur maður og hand-
fljótur. Hafði yndi af að fara í
berjamó og tíndi manna hraðast
bláber, oftast ætluð Gógó. Óli
var mikill fjölskyldumaður og
hafði þar sem annars staðar
áhrif til heilla.
Í blóma lífsins þurfti Óli í
hjartaaðgerð til London. Vel
tókst til og var hann þakklátur
fyrir öll „bónusárin“. Þá voru
uppi kenningar um breytt mat-
aræði hjartasjúklinga sem voru
honum lítt að skapi. Hann hélt
sínu striki. Nú vita allir að fitan
er holl.
Einmitt þannig var Óli, lítt
sveigjanlegur í grundvallarskoð-
unum en framúrskarandi vand-
aður maður til orðs og æðis.
Hann var mér fyrirmynd um
svo margt. Mér er líka ógleym-
anlegt traust hans og uppörvun
þegar ég, unglingurinn, þarfn-
aðist hvatningar og hlýju. Hann
kallaði mig stundum fóstur-
dótturina. Sá titill var mér
aðalsnafnbót.
Síðustu árin stríddi Óli við al-
varleg veikindi, hélt þó húm-
ornum og reisn til hinstu stund-
ar. Alls staðar elskaður og
virtur. Nú er þessi góði maður
allur. Skarð hans er vandfyllt en
frá þeim hjónum er kominn fríð-
ur hópur sem flytur minningu
hans áfram.
Líf Óla var á margan hátt
fagurt ævintýri og ég veit að
hans hafa beðið margir opnir
faðmar. Hann vissi að hverju
dró, var ferðbúinn, þakkaði fyrir
sig, þótt okkur bæri að þakka
honum; kvaddi sáttur. Hans lík-
ar skilja þó aldrei við okkur.
Þeir lifa áfram á meðal okkar í
þeim góðu gildum sem þeir
stóðu fyrir.
Gógó og Óli, einstök hjón,
einstakar manneskjur, fyrir-
myndir í stórfjölskyldunni.
Við Haukur, börnin okkar og
fjölskyldur sendum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Jónsdóttir.
Kynni okkar Óla hófust þegar
við vorum mjög ungir að árum
fyrir tæpum 90 árum síðan þar
sem foreldrar okkar voru ná-
grannar og varð strax mikill
samgangur á milli okkar sem
hélst meira og minna alla tíð.
Þegar við síðan uxum úr grasi
æxlaðist þannig til að við urðum
áfram næstu nágrannar og
bestu vinir þar sem við byggð-
um okkur hús í kringum 1960
hlið við hlið á Öldutúninu í
Hafnarfirði. Óli reyndist mér
ákaflega vel við þá vinnu þar
sem ég var mikið á sjó á þessum
tíma og Óli tók að sér verk-
stjórn á minni húsbyggingu á
meðan. Fæ ég honum seint full-
þakkað fyrir það. Vorum við ná-
grannar þar í kringum 40 ár og
mikill samgangur þar á milli
fjölskyldna. Óli og Gógo hafa
reynst allri minni fjölskyldu
mjög vel í gegnum tíðina í alls-
konar málum og var alltaf hægt
að treysta á velvild þeirra í okk-
ar garð, alveg sama um hvað
mál snerust. Var það ómetan-
legt að eiga þau að á þeim tíma.
Óli var einstaklega traustur og
úrræðagóður og gerði ekki upp
á milli manna og var alltaf hægt
að treysta á góðvild hans. Á
tímabili störfuðu tveir synir
mínir í lögreglunni með Óla og
veit ég að hann reyndist þeim
ákaflega vel þar og þótti þeim
gott að starfa með honum. Vil
ég að lokum þakka Óla fyrir að
hafa verið samferðalangur minn
í gegnum lífið og um leið sendi
ég Gógo og fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðjón Frímannsson.
Fallinn er nú frá mikið prúð-
menni og kær vinur, Ólafur K.
Guðmundsson. Leiðir okkar
lágu saman sem samstarfsfélag-
ar í lögreglunni í Hafnarfirði
um þrjátíu ára skeið. Ólafur var
sérstakt prúðmenni. Hann var
ætíð nærgætinn í mannlegum
samskiptum, sem var góður
kostur í lögreglustarfinu,
heiðarlegur, traustur og úr-
ræðagóður. Hann var jákvæður
að upplagi, í honum leyndist þó
smá stríðnispúki við sérstakar
aðstæður og átti hann ekki erf-
itt með að koma af stað
skemmtilegum og léttum um-
ræðum. Ég vil með þessum fáu
orðum, kæri vinur, þakka þér
samfylgdina og vináttuna og þá
sérstaklega þær samverustund-
ir sem við áttum saman síðustu
mánuði við dánarbeð þinn.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Einhvers staðar bak við
rangt og rétt munum við hittast,
kæri vinur.
Ég ber þér um leið kveðju frá
Sálarrannsóknarfélaginu í
Hafnarfirði.
Arnbjörn Leifsson.
Kveðja frá Ökukennara-
félagi Íslands
Góður félagi okkar, Ólafur K.
Guðmundsson, er fallinn frá eft-
ir erfið og ströng veikindi.
Ólafur eða Óli Guðmunds eins
og hann var oftast kallaður,
réðst til starfa hjá lögreglunni í
Hafnarfirði og eins og títt var
með orkumikla menn hér fyrr á
tíð kom hann sér fljótlega upp
aukastarfi. Hjá Ólafi lá það
nokkuð beint við að afla sér
réttinda til ökukennslu og það
gerði hann árið 1963. Fljótlega
eftir það gekk Óli til liðs við
Ökukennarafélag Íslands sem á
þeim árum lét nokkuð að sér
kveða varðandi umferðar-
öryggismál og stefnumótun um-
ferðar til framtíðar. Á næstu ár-
um fór í hönd undirbúningur að
gildistöku hægri umferðar á Ís-
landi en á þeim vettvangi var
Óli mjög virkur og þar nýttist
hin mikla þekking hans á sviði
umferðarmála vel. Ólafur kom
með virkum hætti að stofnun
ökuskóla félagsins árið 1967
ásamt fleiri nýjungum á sviði
ökukennslu. Þá er ótalið að
hann gegndi formennsku í Öku-
kennarafélagi Íslands árin 1972
og 1973 og fórst það farsællega
úr hendi.
Ólafur var áhugasamur um
að kynna starfsfélögum sínum
nýjungar á sviði umferðarör-
yggismála og ökunáms. Leitaði
hann þá fyrst og fremst erlend-
is, gjarnan til nágrannaland-
anna, til að sækja slíkan fróðleik
og treysta jafnframt sambandið
við starfsbræður þar. Ólafur
þótti traustur og vandaður öku-
kennari og var sérstaklega til
þess tekið hve natinn hann var
við þá nemendur sem af ein-
hverjum ástæðum áttu erfitt
uppdráttar í náminu. Fyrir störf
sín öll í þágu félagsins og fram-
lags til bættrar umferðar, var
Ólafur sæmdur æðstu viður-
kenningu Ökukennarafélags Ís-
lands, gullmerki félagsins.
Ólafur K. Guðmundsson var
alla tíð góður og traustur fé-
lagsmaður og áhugasamur um
þróun mála í greininni þó svo
þau hjón væru hætt að sinna
ökukennslu en Sigurlaug kona
hans starfaði einnig við öku-
kennslu um langt árabil. Við
sendum henni, sem og fjöl-
skyldu þeirra allri, innilegar
samúðarkveðjur.
Hafðu kæra þökk fyrir sam-
fylgdina, Ólafur.
Fyrir hönd Ökukennarafélags
Íslands,
Arnaldur Árnason og
Guðbrandur Bogason.
Ólafur K.
Guðmundsson
Elskulegur faðir okkar,
ERLINGUR HALLSSON,
sem lést föstudaginn 27. júlí, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 8. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar, Guðrún, Tryggvi og Erlingur Erlingsbörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
MARÍA STEINUNN HELGA
JÓHANNESDÓTTIR
frá Dynjanda,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði þriðjudaginn 31. júlí.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 10. ágúst
klukkan 13.
Sigurvin Guðbjartsson
Þórey Kristín Guðbjartsdóttir
Reynir Snæfeld Stefánsson
Guðbjartur Guðbjartsson
Sigurður Bjarki Guðbjartsson
tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR JÓN JÓNSSON
bóndi á Teygingalæk,
sem lést laugardaginn 28. júlí, verður
jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu,
föstudaginn 10. ágúst, klukkan 14.
Sveinbjörg G. Ingimundardóttir
Valgeir Ingi Ólafsson Kristín Anný Jónsdóttir
Margrét Ólafsdóttir Ingi Kristinn Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn