Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
✝ Helgi Hró-bjartsson fædd-
ist í Reykjavík 26.
ágúst 1937. Hann
andaðist í Awasa í
Eþíópíu 6. júlí 2018.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg Þor-
steinsdóttir, Lang-
holti í Flóa, fædd
15. september 1909,
dáin 11. júlí 2004,
og Hróbjartur
Árnason burstagerðarmeistari,
fæddur 12. júní 1897, dáinn 11.
febrúar 1953. Helgi var þriðja
barn þeirra hjóna af sex. Þau eru
þessi í aldursröð: Margrét, Helga
Steinunn, Helgi, Árni (d.), Frið-
rik og Jón Dalbú.
Helgi giftist Unni W. Nass
1965, fædd 14. júlí 1939, dáin
1991. Þau skildu.
Foreldrar hennar
voru Thora og Knut
Nass og bjuggu í
Larvik í Suður-
Noregi þar sem
Unnur fæddist og
ólst upp ásamt syst-
ur sinni. Helgi og
Unnur eignuðust
þrjú börn, Hjalta,
fæddan 13. júlí 1966,
Hönnu Maríu, fædda
26. september 1967, og Ingi-
björgu Margréti, fædda 11. nóv-
ember 1974. Afabörn Helga eru
fimm talsins og búa öll í Noregi.
Helgi starfaði sem kennari,
prestur og kristniboði.
Útför hans mun fara fram frá
Laugarneskirkju í dag, 7. ágúst
2018, klukkan 15.
Þú mikli Guð ert með oss á jörðu,
miskunn þín nær en geisli á kinn.
Eins og við finnum andvara morguns
eins skynjar hjartað kærleik þinn.
Þannig orti Sigurbjörn Einars-
son biskup. Kristin trú er um nær-
veru Guðs og ást á öllum mönnum.
Helgi bróðir minn vissi snemma
hvert ævistarf hans yrði og allt
sem hann lærði og vann við sem
ungur maður var undirbúningur
undir kristniðboðsstarfið. Hann
fór til Eþíópíu ásamt eiginkonu og
tveimur börnum árið 1967, þriðja
barnið fæddist í Eþíópíu. Ævistarf
Helga var fyrst og síðast kristni-
boð. Hann starfaði í Eþíópíu,
Senegal, Noregi og á Íslandi, en
óháð því hvar hann hafði búsetu
hélt hann alltaf sambandi við
kirkjuna í Waddera í Eþíópíu og
fylgdi eftir því starfi sem þar var.
Þann 26. júní sl. kom hann í
tveggja sólarhringa heimsókn til
Íslands en hélt svo rakleitt út til
Eþíópíu að halda sitt árlega nám-
skeið í Waddera fyrir leiðtoga
kirkjunnar á sínu starfssvæði eins
og hann hafði gert í júlílok und-
anfarna áratugi. Nú í sumar voru
liðin fimmtíu ár frá því Helgi kom
fyrst til Eþíópíu. Af því tilefni
höfðu heimamenn undirbúið hátíð
í þakkargjörð og gleði honum og
starfinu til heiðurs sem skyldi
verða að námskeiði loknu. Kvöldið
áður en námskeiðið skyldi byrja
varð Helgi bráðkvaddur á heimili
vinar síns. Helgi hafði einkaflug-
mannspróf og flaug á milli staða í
þessu stóra landi og komst þannig
til þeirra sem bjuggu á afskekkt-
um svæðum Eþíópíu, í fjöllum og
skógum. Hann fékk heimamenn
til þess að hjálpa sér við að byggja
flugvelli og halda þeim við. Eitt
sinn kom Helgi í byggðarlag þar
sem hann hafði aldrei áður verið.
Fólkið þar var í miklum vanda
vegna þurrka, hann spurði nær-
stadda hvort hann mætti biðja til
síns guðs fyrir öllu því sem það
hafði tjáð honum. Síðan hélt hann
ferð sinni áfram. En stuttu eftir að
hann fór byrjaði að rigna! Það vissi
hann ekki fyrr en löngu síðar er
hann kom aftur á sama stað. Fólk-
ið kom þá til hans og bað hann að
segja sér meira frá Guði sem heyr-
ir bænir. Helgi hefur oft verið í
Eþíópíu á þurrkatímum og lagt
hönd að verki ásamt fleirum. Hann
hefur gengið til verka sem heima-
maður og flutt þurfandi og nauð-
stöddum mat og vatn, mörgum til
lífs. Helgi hefur einnig hlúð að
menntun og menningu, bæði fyrir
börn og fullorðna. Hann vann að
heilsugæslu með því að kalla til
heilbrigðisstarfsfólk og skapa því
skilyrði. Þá var hann iðulega ráð-
gefandi vegna ýmissa úrlausnar-
efna í daglegu lífi fólks en síðast en
ekki síst hefur hann sagt fólki frá
Jesú Kristi og boða trú. Helgi var
einstakur maður, gæddur ótal
hæfileikum m.a. á sviði tónlistar,
myndlistar, tækni og samskipta.
Honum var gefið óvenjulegt þrek
til líkama og sálar sem hann nýtti í
þágu þeirra málefna sem honum
voru á hjarta lögð.
Í dag er hans sárt saknað í þeim
byggðarlögum Eþíópíu sem lengst
og best nutu krafta hans, en tugir
þúsunda núlifandi Eþíópa eiga
betra líf vegna þjónustu Helga
bróður míns. Fyrir það er ég bæði
þakklát og stolt. Ég samhryggist
börnum hans, barnabörnum og
öðrum ástvinum. Hann var mér
dýrmætur bróðir.
Helga St. Hróbjartsdóttir.
Minn kæri bróðir er látinn. Ég
fékk þessa frétt í símtali hinn 6.
júlí á föstudagskvöldi frá vini
Helga í Eþíópíu, aðeins viku eftir
að Helgi kom í stutta heimsókn til
Íslands. Þetta kom svo flatt upp á
mann því Helgi var í fullu fjöri og
kenndi sér einskins meins, þegar
hann heimsótti mig aðeins sjö dög-
um áður.
Við Helgi áttum margar góðar
stundir saman og ræddum oft um
trú mál, Biblíuna og Ísarael þang-
að sem við fórum í ferð saman. Það
var gaman og fræðandi að fara
með Helga í þessa ferð, því hann
gat frætt mig vel um þá staði sem
við heimsóttum vegna þekkingar
hans á Ritningunum.
Fjórum sinnum fór ég til Afríku
í heimsókn til Helga. Þessar ferðir
eru mér ógleymanlegar í alla
staði. Þarna kynntist ég starfi
Helga í hnotskurn.
Ég var með honum í ferðum
hans um héraðið þar sem Helgi
ræddi við ráðamenn í hinum ýmsu
þorpum um stöðu mála, hjálpar-
þörf og fleira.
Einnig var ég með honum á
mörgum samkomum þar sem
mikill fjöldi manna var ávallt
mættur.
Starf Helga í Afríku var alveg
einstakt, hann vann jafnframt að
margskonar hjálparstarfi og boð-
un kristinnar trúar.
Fyrir nokkrum árum geisuðu
miklir þurrkar á svæðum þar sem
Helgi starfaði. Þá var Helga falið
af Hjálparstofnun norsku kirkj-
unnar að flytja drykkjarvatn í
stórum stíl til þessara þurrka-
svæða. Þessi aðgerð tókst svo vel
að eftir var tekið.
Aðeins tveim vikum eftir lát
Helga hefði hann átt 50 ára starfs-
feril í Eþíópíu. Það var verið að
undirbúa mikla hátíð vegna þessa
mikla áfanga honum til heiðurs.
Helgi naut mikillar virðingar og
hylli meðal allra á sínu starfs-
svæði, einnig má nefna það hér að
Helgi var sennilega eini kristni-
boðinn sem hlotið hefur þann heið-
ur að vera boðinn í einkaviðtal til
forseta Eþíópíu í konungshöllina.
Margt fleira gæti ég sagt um
Helga, en eitt er víst, hans verður
lengi minnst fyrir sín miklu og
óeigingjörnu störf í Eþíópíu.
Blessuð sé minning þín, kæri
bróðir.
Friðrik.
Fráfall Helga bróður míns kom
mörgum mjög á óvart, því hann
hafði verið svo heilbrigður og
hress alla tíð. En þegar hann nú er
allur, þá koma minningarnar upp í
hugann um þennan einstaka og
hæfileikaríka bróður og vin.
Hér verða aðeins fáeinar minn-
ingar dregnar fram, en hann er 10
árum eldri en ég svo hann var
sannarlega stóri bróðir í mínum
huga. Helgi var fjölmenntaður, en
hann var kennari, guðfræðingur
og hafði einkaflugmannsréttindi.
Hann var kennarinn minn í
handavinnu og teikningu við
Lindargötuskólann í Reykjavík og
sinnti því af mikilli gleði og frá-
bærum hæfileikum sem bjuggu
með honum og leið mér alltaf vel í
þessum tímum þótt tengsl okkar
væru svona náin.
Fyrir nákvæmlega 50 árum fór
Helgi fyrst til Eþíópíu sem kristni-
boði.
Ég var svo heppinn að fá einu
sinni tækifæri til að heimsækja
Helga í Eþíópíu ásamt bróður
mínum Friðriki og mági mínum
Karli Sævari. Við sáum hluta af
starfssvæðinu, sem Helgi hafði
starfað á og komið að stofnun
kristinna safnaða víða um héraðið,
þar sem einnig var öflugt hjálpar-
starfi og skólastarfi.
Hluti af starfssvæði Helga var á
afskekktum stöðum, sem ferðast
þurfti til fótgangandi eða með flug-
vél. Helgi flaug með okkur á einn
þessara staða, þar sem hann sjálf-
ur ásamt heimafólki hafði búið til
flugvöll. Þegar við lentum hópaðist
fólkið að, því það vissi hver var á
ferð. Hvar sem við komum þá kom
mjög vel í ljós hve Helgi var vel lið-
inn og elskaður af heimafólki.
Eitt kvöld á þessum stað er mér
sérstaklega minnisstætt, en þá
hafði verið boðað til kvöldsam-
komu.
Til að komast í kirkjuna, sem
byggð hafði verið af innfæddum,
varð að ganga nokkuð langt upp
brattan dal. Á áfangastað var okk-
ur mætt með mikilli virðingu og
kærleika, því okkur var boðinn
fótaþvottur, upplifun sem maður
getur aldrei gleymt og minnti
óneitanlega á þekktan atburð sem
Nýja testamentið segir frá, þegar
Jesús þvoði fætur lærisveinanna
og hvatti þá til að gjöra hið sama til
að auðsýna náunganum kærleika
og elsku. Þessir fulltrúar kirkj-
unnar höfðu sannarlega tekið orð
Jesú til sín.
Menn höfðu ekki áhyggjur af
birtunni þarna inni, eitt kertaljós
var látið duga sem tendrað var
með glóð frá einu af húsunum í ná-
grenninu, sem tók sinn tíma. En
fólk var líka fyrst og fremst komið
til að hlusta og syngja saman.
Um nóttina fengum við að gista
í kirkjunni á mjúku gólfinu.
Þessi ferð og allt sem við sáum
og fengum að upplifa dró fram það
fjölbreytta starf sem Helgi fékk
náð til að byggja upp og styðja öll
þessi ár. Hann var sannarlega öfl-
ugt verkfæri í hendi Guðs.
Ég vil með þessum línum fá að
þakka allt sem ég fékk að upplifa
með bróður mínum fyrr og síðar
og ekki síst samverustundirnar
sem ég og fjölskylda mín fengum
að njóta með honum hin síðustu ár
og nú síðast í vor áður en hann fór í
sína síðustu ferð á kristniboðs-
akurinn.
Mest þakka ég Guði sem gaf
okkur Helga, megi hann hvíla í
ljósinu eilífa. Megi blessun Guðs
fylgja börnunum hans og fjöl-
skyldum þeirra alla tíð.
Jón Dalbú og fjölskylda.
„Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég
útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að
fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir svo
að faðirinn veiti yður sérhvað það sem
þér biðjið hann um í mínu nafni.“
(Jóh. 15.16)
Þessi orð koma í huga okkar
þegar Helga vinar okkar Hró-
bjartssonar kristniboða er minnst
með nokkrum orðum. Helgi var
alinn upp á kristnu heimili þar
sem kristniboðshugsjónin logaði
skært og snemma drakk hann í sig
hina heilnæmu kenningu og
kristniboðshugsjónina. Ungur að
árum gerði Helgi köllun sína og
útvalningu vissa og gekk Kristi á
hönd sem erindreki hans. Það er
einmitt í ár sem Helgi átti hálfrar
aldar kristniboðsafmæli sem
kristniboði í Eþíópíu.
Starfsvettvangur hans var
lengstum í Wadera og fékk Helgi
þar að vera stórt verkfæri í hönd-
um meistara síns. Er þar nú lif-
andi og öflugur söfnuður.
Það var ekki bara í Eþíópíu sem
Helgi fékk að vera til mikillar
blessunar, heldur einnig hér á
landi, í Senegal, Noregi og Fær-
eyjum.
Helgi var gæddur sérstakri
náðargáfu að boða Guðsorð til
vakningar og blessunar, auk þess
hafði hann gáfu til að spila á harm-
óníku og píanó og syngja svo
undurvel með blessunaráhrifum á
tilheyrendur.
Hann hefur nú fullnað skeiðið
og öðlast þann sigursveig réttlæt-
isins sem honum var geymdur á
himnum.
Megi blessun Guðs hvíla áfram-
haldandi um ókomna tíð yfir því
verki sem Helgi Hróbjartsson
kristniboði fékk að ganga inn í og
inna af hendi.
Friður og gæska Guðs veri yfir
og allt um kring um hans nánustu
og vinina mörgu nær og fjær.
Við viljum þakka allt gott fyrr
og síðar.
Bjarni Árnason og Jón
Oddgeir Guðmundsson.
Helgi
Hróbjartsson
Fleiri minningargreinar
um Helga Hróbjartsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Systir mín og frænka okkar,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1b,
áður Digranesvegi 60,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. júlí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að
hennar ósk.
Þökkum auðsýnda samúð og þökkum þeim sérstaklega sem
önnuðust hana í veikindum hennar.
Ólafur Guðmundsson
og systkinabörn
Elskuleg amma, tengdamóðir og
langamma,
BJARNHEIÐUR ÁSTGEIRSDÓTTIR,
Ártúni 10, Selfossi,
lést mánudaginn 30. júlí.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
fimmtudaginn 9. ágúst klukkan 11.
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Erlendur Ástgeirsson Elísabet Sveinsdóttir
Sigurrós Jóhannesdóttir Sigmar Ólafsson
Kristín Andersdóttir Kristbjörn Ólafsson
og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTDÍS JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR,
Ytra-Hrauni, Landbroti,
Kirkjubæjarklaustri,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 28. júlí,
verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu, miðvikudaginn
8. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Björgunarsveitina Kyndil á
Kirkjubæjarklaustri.
Arnar Eysteinn Sigurðsson
Sigurður Arnarsson Guðrún Þorsteinsdóttir
Guðrún Arnarsdóttir
Þorkell Arnarsson Sigríður Sveinsdóttir
Guðni Arnarsson Aðalbjörg Runólfsdóttir
Steinunn Ósk Arnarsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR GUÐJÓNSSON,
fyrrv. bóndi, Hvammi í Vatnsdal
er látinn.
Útför auglýst síðar.
Ingibjörg Rósa
Hallgrímsdóttir
Gísli Ragnar Gíslason
Þuríður Kr. Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson
Margrét Hallgrímsdóttir Gunnar Þór Jónsson
Hafsteinn Gunnarsson Ásta Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSGEIR LONG,
kvikmyndagerðarmaður, vélstjóri,
rennismiður og þúsundþjalasmiður,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
3. ágúst. Útförin verður auglýst síðar.
Valdimar Long
Björg Long Karl Þorvaldsson
Ásdís Björg Jóhannesdóttir Hrönn Bergþórsdóttir Smári
Ásgeir I. Jóhannesson Long Rebeca Cedron
Rögnvaldur Á. Ragnarsson
Long
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR JÓN SVEINSSON,
Hátúni 17,
Vík í Mýrdal,
lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni föstudaginn
3. ágúst. Útförin fer fram frá Víkurkirkju,
föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Víkurkirkju, reikn. 0317-13-1406, kt:
700269-0869.
Áslaug Halla Vilhjálmsdóttir
Sveinn Þórðarson Inger Schiöth
Sólveig Þórðardóttir Árni Eiríksson
Kristján Þórðarson Sigrún Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn