Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 25

Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft virkilega á einveru að halda svo að þú getir fullkomnað ætlunarverk þitt. Hlut- irnir eru að breytast og það kemur sér vel að þú hefur mikla aðlögunarhæfni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert að velta fyrir þér stórum spurn- ingum um lífið og tilveruna í dag. Um leið og þú gerir það getur þú breytt öllu til hins betra. Leggðu þitt af mörkum með því að sýna skiln- ing og umburðarlyndi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu góðar gætur á peningunum þínum næstu tvær vikurnar og fylgstu með því sem þú eyðir í gjafir og þess háttar. Sú fjárfest- ing mun fljótt skila arði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikn- inginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Það þarf lítið til að rugla þig í ríminu þessa dagana. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú er fullur orku þessa dagana en að sama skapi hugsanlega dálítið tilfinningasamari en þú átt að þér að vera. Mundu að einbeita þér einungis að því sem þú hefur áhuga á. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvænt tækifæri berst þér og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Treystu á að það sé regla og réttlæti í alheiminum. Taktu þér tíma til að einbeita þér og safna orku. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Skjóttu þessu ekki á frest því annars sérðu eftir því, allir þurfa tíma fyrir sjálfa sig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allt er á hreyfingu í kringum þig og þú átt fullt í fangi með að fóta þig í straumnum. Nú er rétti tíminn til þess að gera langtímaáætl- anir fyrir heimilið og vinnuna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu tímann á næstunni til þess að vera í félagsskap vina og kunningja. Fólk vill vera með þér af því að þú ert mannlegur. Njóttu dagsins með því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að leysa fjárhagslega flækju sem upp hefur komið. Vertu vel undirbúinn og hafðu öll þín mál á hreinu. Þér finnst eins og verk þín þjóni öðrum meira en þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum þá nærðu ekki tökum á neinu. Láttu fólk ekki fara í taugarnar á þér heldur sýndu því skilning. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leggðu þig fram um að sýna sjónar- miðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa. Notaðu kraftana til að láta hlutina ganga greiðlega fyrir sig. Sigrún Haraldsdóttir orti þessafallegu kvöldstemningu á fimmtudag: Hjá kjarrinu stend ég í kvöldblænum mjúka kyrr meðal hárra stráa sumardvöl gestanna senn fer að ljúka saxast á ljós og gljáa vikna er horfi á vængina strjúka vatnsflötinn rökkurbláa. Ólafur Stefánsson yrkir á Leir: Hann lifði til hárrar L-i Þótt lífið oft færði’onum skelli. „Ég C þig í haust “ söng hann við raust við Sigrúnu sætu á Felli. Helgi R. Einarsson skrifar mér og segir, að „þeir sem kynnst hafa starfi með kórum vita að oft fljúga sakleysislegar athugasemdir milli radda, sérstaklega milli tenóra og bassa.“ Seinþroska tenórinn: Tenórsins tæri hljómur töfrar sem helgidómur, en mér skilst það á konum að hausinn á honum sé h.u.b. alveg tómur. Bráðþroska bassinn: Þekkið þið Bjössa frá Bala bassasöngvara’ á Scala? Hann fór í mútur sá magnaði kútur meðan hann lærði að tala. Páll Imsland heilsar leirliði á sumardegi, sem engin ástæða er til að kvarta undan: Kornungur kom hann í heiminn, kjökurbarn skrýtinn og feiminn, en fór þaðan fyrst í funheita vist karlægur kýttur og gleyminn. Hinn 1. ágúst skrifaði Pétur Stef- ánsson í Leirinn: Út í kvöldið arka feginn, eftir mikið líkams streð, gólf var skúrað, garður sleginn, grindverk málað, hreinsuð beð. Ólafur Stefánsson gat ekki setið á sér: Blár í framan blæs hann Pétur, bjástra vissi þennan gikk. Gömul kona gerir betur, gólfin þvær í einum rykk. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kvöldstemmning og karlmannsraddir „ÞETTA ER AÐ GERAST OF HRATT. VIÐ HÖFUM BARA ÞEKKST Í TVÆR VIKUR OG SAMBANDIÐ ER ÞEGAR ORÐIÐ GAMALT OG FÚLT.“ „ÉG VERÐ AÐ RJÚKA, SNÚLLAN MÍN. ÉG ER MEÐ SJÚKLING.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að afkvæmast saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KETTIR ERU BETRI EN HUNDAR OG ÞURRARI ÆÐI! HÚRRA! VEI! TIL HAMINGJU! VIÐ UNNUM BARDAGANN! OG ENGINN FÓR YFIR Í HANDANHEIMA! SEM ÞÝÐIR AÐ VIÐ FÖRUM ALLIR Í HANDANPARTÍIÐ! Ef marka má myndir í fréttatímumog umfjöllun fjölmiðla hafa flestir landsmenn verið á faraldsfæti um helgina. Það var dansað og drukkið í Eyjum, á Akureyri, fyrir vestan og fyrir austan. Og svo var grillað, svamlað í sundlaugum og reynt að sleikja þá sólargeisla sem fyrir fund- ust. Víkverji tók upplýsta ákvörðun um að halda sig víðsfjarri þjóðveg- unum þessa ferðahelgina sem aðrar – enda fátt leiðinlegra en að ferðast þegar allir aðrir eru að ferðast. x x x Nei, Víkverji naut lífsins í höfuð-borginni og helgin var góð. Svo góð að stærstu afrek helgarinnar voru að renna í gegnum tvo nýlega reyfara meðfram því að borða góðan mat og bjarga rauðvíni frá því að skemmast. Spennusögurnar sem Vík- verji spændi sig í gegnum voru þær nýjustu frá tveimur af meisturum formsins; Lee Child og Jo Nesbø. Báðir eru þeir í góðu formi að þessu sinni, sér í lagi sá norski. x x x Meðfram því að liggja í skrudd-unum kláraði Víkverji loks lang- þráð málningarverkefni á heimilinu. Það hefði ekki verið gerlegt nema fyrir aðstoð hlaðvarps í eyrunum. Að þessu sinni hlustaði Víkverji á þætti Veru Illugadóttur, Í ljósi sögunnar, sem höfðu safnast upp. Þættir um spillingu innan FIFA, morðið á Ro- bert Kennedy og þegar eitrað var fyr- ir Alexander Litvinenko voru afar vel heppnaðir og héldu Víkverja að verk- inu. Ekki veitti nú af. x x x En nú er nóg komið af lestri oggáfumannaefni. Fram undan er nýtt tímabil í enska boltanum og Vík- verji er kominn með fiðring í tærnar. Sigursælasta lið Englands virðist mæta laskað til leiks en erkifjend- urnir í næstu borg hafa styrkt sig til muna. Wenger gamli er horfinn á braut og enn einn stjórinn mættur til starfa hjá Chelsea. Aron Einar kom- inn aftur upp og tilbúinn að kljást við Jóhann Berg og Gylfa. Veislan hefst á föstudagskvöld og heldur áfram alla helgina. Svei mér þá ef Víkverji hætt- ir ekki bara að bölva sumrinu sem aldrei kom. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúkasarguðspjall 1.68) Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.