Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
»Tónlistarhátíðin
Innipúkinn var hald-
in um helgina í Kvos-
inni, nánar tiltekið tón-
leikastöðunum
Gauknum og Húrra. Þó
að hátíðin sé helguð
innipúkum skemmti fólk
sér líka utandyra, á úti-
svæði þar sem boðið var
upp á myndlistar- og
fatamarkaði og tónlist
að sjálfsögðu líka leikin.
Meðal þeirra sem tróðu
upp á fyrsta degi voru
hljómsveitin Ateria og
tónlistarmaðurinn
Mugison. Hátíðin stóð
yfir í þrjá daga, þ.e.
föstudag, laugardag og
sunnudag, og var haldin
í Kvosinni í fimmta sinn.
Innipúkar skemmtu sér vel, bæði inni og úti, á Innipúkanum
Ljúfir tónar Hljómsveitin Ateria var meðal þeirra sem komu fram á Húrra og Gauknum í Kvosinni.
Litadýrð Þar sem
Tryggvagata og
Naustin mætast
safnast innipúkar
saman.
Gleði Kátína réði ríkjum í góðviðrinu í miðborg Reykjavíkur.
Þorsti Margur vætti
kverkarnar á hátíðinni.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kvartett bassaleikarans Sigmars
Þórs Matthíassonar kemur fram á
djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30. Auk Sigmars skipa kvartettinn
Sölvi Kolbeinsson á altósaxófón,
Rögnvaldur Borgþórsson á gítar og
Matthías Hemstock á trommur. Þeir
munu flytja lög úr ýmsum áttum,
uppáhaldsstandarda sína og fleira
gott. Aðgangur er ókeypis. Kex hos-
tel er að Skúlagötu 28. Á Kexi Sigmar Þór Matthíasson.
Kvartett Sigmars
á djasskvöldi
Kona sem sakað hefur leikarann
Geoffrey Rush um kynferðislega
áreitni þegar hún lék með honum í
uppfærslu á Lé konungi árið 2015
í Sydney í Ástralíu mun bera vitni
gegn honum fyrir dómi. Rush
höfðaði mál gegn dagblaðinu Daily
Telegraph í kjölfar umfjallana
þess um ásakanir konunnar. Dag-
blaðið hefur nú fengið konuna í lið
með sér í málsvörn sinni.
Rush krefst skaðabóta frá dag-
blaðinu vegna fjölda greina sem
birtust um málið í nóvember og
desember í fyrra. Hann segir þær
rógburð og draga upp mynd af
honum sem öfugugga og brota-
manni.
Konan hefur ekki tjáð sig opin-
berlega eftir að dagblaðið birti
fréttir sínar um málið en nú verð-
ur breyting þar á, að því er frá er
greint í dagblaðinu Guardian.
Ber vitni
gegn Rush
Ásakaður Geoffrey Rush.
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is
ICQC 2018-20