Morgunblaðið - 07.08.2018, Qupperneq 32
ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 219. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Hef aldrei verið eins hrædd á ...
2. Hreinsiefnið sem sagt er ...
3. Tvöfalt tvíburabrúðkaup
4. Hlaut innvortis blæðingar eftir ...
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hinir árlegu Reykjavik Pride-tónleikar
hljómsveitarinnar Evu á barnum Kiki
verða haldnir í kvöld kl. 21.
Um tónleikana segir á Facebook að
„sjomlurnar“ í Evu séu heldur betur
spenntar því á dögunum hafi fæðst
glænýtt lag sem verði formlega frum-
flutt á tónleikunum. Auk þess mæti
leynigestur og sá verði ekki af verri
endanum. Húsið verður opnað kl. 20 og
varað er við því að enginn posi verði á
staðnum og því þurfi að greiða að-
gangseyrinn, sem er 2.000 krónur, með
reiðufé.
Hljómsveitin Eva
treður upp á Kiki
Þrjú ung skáld semja
fyrir Borgarleikhúsið
Á miðvikudag Norðvestlæg átt 3-10 m/s og skýjað með köflum,
en 8-13 norðaustan til og rigning. Hiti 4 til 7 stig norðanlands, en 7
til 16 stig um landið sunnanvert.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG N 8-15, en 15-23 um A-vert landið, hvassast
SA-til. Rigning fyrir norðan og á A-landi, en bjart SV-til. Lægir aust-
an til um kvöld. Hiti 5-10 stig nyrðra en 10-17 stig sunnan heiða.
VEÐUR
Svíinn Erik Hamrén verður
samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins kynntur
sem nýr þjálfari karlalands-
liðs Íslands í knattspyrnu á
morgun. Hamrén var síðast
yfirmaður knattspyrnumála
hjá félagi í Suður-Afríku
sem tilkynnti í gær að hann
hefði verið leystur undan
samningi til að geta tekið
við íslenska landsliðinu.
Næsti leikur Íslands er eftir
einn mánuð. » 1
Hamrén tekur
við á morgun
Aníta Hinriksdóttir hleypur af stað
um níuleytið í dag í 800 metra hlaupi
á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum.
Aníta þarf að ná einu af þremur efstu
sætunum í sínum riðli til að komast
áfram í undanúrslit. Guðni Valur
Guðnason hefur
keppni um svipað
leyti í kringlu-
kasti og þarf að
kasta yfir 64
metra til að kom-
ast í úrslit. »1
Aníta og Guðni Valur
á EM í Berlín í dag
„Við ætlum okkur upp úr þessum
riðli. Markmiðið er að ná í góð úrslit í
fyrstu tveimur leikjunum sem gefur
okkur hreinan úrslitaleik gegn Ajax,“
segir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari
Íslandsmeistara Þórs/KA, en liðið er
mætt til Belfast á Norður-Írlandi til
að leika í riðlakeppni meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu. Liðið leikur
þrjá leiki á næstu sex dögum. »2
„Við ætlum okkur
upp úr þessum riðli“
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Borgarleikhúsið leitaði í vetur eftir
hugmyndum sex ungra höfunda að 30
mínútna leikritum og urðu þrjú verk
fyrir valinu, verk Hildar Selmu Sig-
bertsdóttur, Matthíasar Tryggva Har-
aldssonar og Þórdísar Helgadóttur.
Verkin verða þróuð áfram í samvinnu
við dramatúrga Borgarleikhússins og
leikstjóra verkefnisins, Kristínu Jó-
hannesdóttur.
Leikritin þrjú eru Sumó eftir Hildi
Selmu, Stóri Björn og kona 2 eftir
Matthías Tryggva og
Þensla eftir Þórdísi og
verða þau öll sýnd
sama kvöld á Litla sviði
leikhússins á sýningu
sem ber yfirskriftina
Núna. Sýningin
verður frum-
sýnd 11. janúar,
á afmælisdegi
Leikfélags
Reykjavíkur.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslendingadagshátíðin á Gimli í Mani-
toba í Kanada fer fram um verslunar-
mannahelgina ár hvert og er hátíð með
öllu, líka íslensku rúgbrauði, flatkök-
um og pönnukökum. Þökk sé Jóni
Grétari Axelssyni, stöðvarstjóra eld-
varna hjá skógrækt fylkisins, en hann
styrkir Íslendingadagsnefnd með því
að baka góðmetið og gefa það nefnd-
inni.
„Mér hafa alltaf þótt pönnukökur
góðar og þegar ég var 12 ára pjakkur á
Selfossi byrjaði ég að baka þær ofan í
mig,“ segir Grétar. „Maður varð að
bjarga sér og ég kunni vel til verka í
eldhúsinu eftir að hafa í mörg ár fylgst
með afa í vinnunni en hann var kokk-
ur, meðal annars í Tryggvaskála á Sel-
fossi og á Hvolsvelli.“
30 ár í Kanada
Grétar, sem vann hjá Landsvirkjun
við Búrfellsvirkjun í 15 ár, og Tammy,
sem er frá Gimli og af íslenskum ætt-
um, kynntust á Íslandi, gengu í hjóna-
band 1987 og fluttu til vesturstrandar
Kanada í júlí árið eftir eða fyrir um 30
árum. Skammt norðan við Vancouver
starfræktu þau kaffihús og bakarí um
tíma, en Gimli togaði í Tammy og þau
fluttu þangað 1995. Þar hefur Grétar
unnið hjá skógræktinni síðan en
Tammy var lengi framkvæmdastjóri
Safns íslenskrar menningararfleifðar,
The New Iceland Heritage Museum á
Gimli, bæjarstjóri eitt kjörtímabil og
stýrir nú skrifstofu Jeff Warton, ráð-
herra sveitarstjórnarmála, á Gimli.
Hún er auk þess móttökustjóri sér-
stakra gesta á Íslendingadagshátíðinni
ásamt Tim Arnason.
Mjög þurrt hefur verið í Manitoba
undanfarna mánuði og þar með góðar
aðstæður fyrir skógarelda. „Það var
töluvert um skógarelda í vor, frá því
um 20. apríl til um 20. júní, síðan hægði
á þeim en svo byrjuðu þeir aftur seinni
hlutann í júlí,“ segir Grétar, sem tekur
sér ætíð frí þegar hátíðin er á Gimli.
„Ég hef alltaf bakað mikið, fyrst og
fremst fyrir heimilið, en líka fyrir sér-
staka viðburði hér á Gimli,“ segir Grét-
ar. Í því sambandi rifjar hann upp að
hann hafi í mörg ár bakað íslenskt góð-
gæti fyrir jólamarkað á Gimli og
undanfarin þrjú sumur hafi hann verið
með bás á markaðnum á Gimli alla
laugardaga. „Þá byrja ég að baka
pönnukökurnar um klukkan fjögur til
fimm að morgni laugardags og mæti
með þær volgar á markaðinn.“
Baksturinn hefur aukist jafnt og
þétt undanfarin ár og Grétar bakaði
meðal annars fyrir kvikmyndahátíðina
á Gimli á dögunum. Hjónin byggðu
nýtt hús fyrir um þremur árum og
lagði Grétar sérstaka áherslu á eldhús-
ið. „Við keyptum stóra eldavél og ég
baka pönnukökur á fimm íslenskum
pönnum í einu og svo er ísskápurinn af
stærri gerðinni svo ég hafi nægt rými
fyrir bakkelsið.“
Íslenskar pönnukökur á Gimli
Ljósmyndir/Fiona Axelsson
Bakari Grétar Axelsson bakar fimm pönnukökur í einu og telur það ekki eftir sér að vakna eldsnemma til bakstursins.
Jón Grétar bakar
fyrir Íslendingadags-
nefnd
Sala Grétar við sölutjaldið góða á Gimli þar sem pönnukökurnar fást.