Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 7 . o K t ó b e r 2 0 1 8 Hrekkjavaka Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á MATUR FYRIR TVO Í HVERJUM MATARPAKKA EINFALT, ÞÆGILEGT OG FLJÓTLEGT NÝTT Í NETTÓ! Fréttablaðið í dag Fréttir Ekki er með nokkru móti hægt að sjá hvort öll þau lyf sem koma til eyðingar hjá apótekum fari raunverulega í eyðingu. 4 sKoðun Guðmundur Edgarsson fjallar um ómarktæka könnun. 11 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leiddi í gær, ásamt bandaríska aðmírálnum James G. Foggo, minningarathöfn um þau sem létu lífið vegna átaka á Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld. Athöfnin fór fram um borð í varðskipinu Þór á ytri höfninni í Reykjavík og markaði upphaf varnaræfingar NATO, Trident Juncture 2018, á Íslandi. Fréttablaðið/Sigtryggur ari plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 ViðsKipti Nái kröfur Starfsgreina- sambands Íslands (SGS) fram að ganga í komandi kjaraviðræðum vetrarins gæti launakostnaður fyrirtækja meira en tvöfaldast og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent, samkvæmt útreikn- ingum sem byggðir eru á kröfugerð samninganefndar sambandsins sem kynnt var síðasta miðvikudag. Þannig myndu kröfur SGS um krónutöluhækkanir og styttri vinnu viku án launaskerðingar meðal annars leiða til þess að heildar mánaðarlaun hópferða- bílstjóra innan Eflingar færu úr að meðaltali 545 þúsund krónum í rúmar 1.080 þúsund krónur á þrem- ur árum og hækkuðu þannig um 98 prósent. Launahækkun ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gæti jafnframt numið allt að 150 pró- sentum ef fallist verður á kröfurnar. „Boðaðar hækkanir leggjast ekki vel í okkur. Það verður að segjast. Ef launahækkanir verða óeðlilega miklar munum við áfram þurfa að halda að okkur höndum, skera niður framboð enn meira og fækka fólki,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, og bendir á að verði veturinn átaka- mikill á vinnumarkaði geti það haft alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna. „Ef það verða skærur á vinnumarkaði í byrjun næsta árs, til dæmis í febrú- ar, mars og apríl þegar bókunar- tímabil ferðamanna stendur sem hæst, gæti það haft þau áhrif að það yrði algjört hrun í ferðaþjónustunni næsta sumar,“ segir Björn. Aðspurður segist Halldór Benja- mín,  framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vara við óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaga. „Efnahags- lífið kólnar hratt um þessar mundir. Laun og kaupgeta almennings hefur hækkað mjög mikið síðustu þrjú ár. Það er kraftaverk ef það tekst að við- halda núverandi lífskjörum.“ Hann nefnir að krónan hafi veikst undanfarið og muni ekki styrkjast í bráð. Verðbólga fari vaxandi vegna hærra innflutningsverðs og þá standi fyrirtæki í miklum hagræð- ingaraðgerðum í glímunni við háan launakostnað. – hae, kij / sjá Markaðinn Laun gætu hækkað um 150 prósent Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent verði fallist á kröfur SGS. Heildarmánaðarlaun hópferðabílstjóra myndu hækka í tæpa 1,1 milljón að meðaltali. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir skærur á vinnumarkaði geta valdið hruni í ferðaþjónustu. 55% er hækkun raungengis á mælikvarða launa frá 2015. Fleiri myndir af minningarathöfninni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS Menning Ragnar Axelsson segir samband manns og jökuls nánast eins og ástar- samband. 18 lÍFið Facebook fílaði ekki Magna í rafmagnsstólnum. 24 saMFélag Samskiptasíðu starfs- manna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna. Var til þess vísað að síðan hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmanna- félagsins til að efla starfsanda en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir. – aá / sjá síðu 6 Lokuðu síðu starfsmanna HA Eyjólfur guðmundsson, rektor Háskólans á akureyri. Frjálsar Íþróttir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 16 ára ÍR-ingur, vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í gær- kvöldi. Hún bætti einnig Í s l a n d s - met sitt í grein- i n n i þegar hún kom í mark á 23,47 sek- úndum. Guðbjörg hefur átt frábært ár og slegið Íslandsmetið í 200 metra hlaupi í þrígang. Það hafði staðið óhreyft í 21 ár. – iþs / sjá síðu 12 Guðbjörg Jóna vann gull á ÓL 1 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 8 -2 F 9 4 2 1 1 8 -2 E 5 8 2 1 1 8 -2 D 1 C 2 1 1 8 -2 B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.