Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 6
Samfélag Samskiptasíðu starfs- manna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síð- unni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnar- efni. Tilefni gagnrýninnar var tölvu- póstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trún- aðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfs- maður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna. Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélags- ins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórn- endur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síð- unni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þór- hallsdóttir, formaður Starfsmanna- félags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu. adalheidur@frettabladid.is Starfsmannasíðu lokað eftir gagnrýni á rektor Tölvupóstur sem rektor sendi starfsmönnum Háskólans á Akureyri eftir frétta- flutning um skólann fékk misjöfn viðbrögð. Starfsmaður gagnrýndi rektor á Facebook-síðu starfsmannafélags háskólans. Síðunni var lokað degi síðar. Úr færslu starfsmannsins á síðu starfsmannafélagsins „Þar sem rektor dregur konur sérstaklega inn í umræðuna vil ég nota tækifærið og vara þær konur við sem reyna að reka erindi sín á skrifstofu rektors. Rektor vísar í metoo hreyfinguna, sem snýr fyrst og fremst að kynferðislegri áreitni og misnotkun, en einnig misbeitingu valds – karla í garð kvenna. Hann virðist ekki sjá bjálkann í eigin auga, því hann hefur sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem leita til hans með sín mál. Ég hef fengið að reyna þetta oftar en einu sinni á eigin skinni, en rektor hefur m.a. á okkar fundum beðið mig að vera ekki harkaleg, neitað að ræða við mig um rétt- indi mín nema ég klagi fyrst aðra karlmenn, og sett ofan í við mig. Þessar aðfinnslur eru skólabókar- dæmi um karlkyns yfirmann sem á erfitt með að þola konur sem stíga fast niður fæti þegar þær reka réttindamál sín. Niðurstaða þessara funda hefur hins vegar verið sú að ég hef ekki fengið neina úrlausn minna mála hjá skólanum.“ Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Miklar skemmdir Maður gengur fram hjá bifreið við bakka árinnar Aude í franska bænum Trebes. Bifreiðin fór greinilega illa út úr þeim miklu flóðum sem gengu yfir suðvesturhluta landsins á mánudag og kostuðu að minnsta kosti ellefu lífið. Úrkoman sem féll á svæðinu á fáeinum klukkutímum samsvaraði því sem eðlilega hefði fallið á þremur mánuðum og jókst vatnsmagn í ám svo mikið að slíkt hefur ekki sést í hundrað ár. NordicpHotos/AFp Notaðu N1 punktana Alltaf til staðar ... til að kaupa eldsneyti, gómsætan bita og ka bolla eða til að lækka verðið á nýju dekkjunum enn meira. Þú færð afslátt og punkta með N1 kortinu N1 punktarnir eru inneign sem safnast hratt upp þegar þú verslar á N1 og gildir einn punktur sem ein króna í öllum viðskiptum við N1 um allt land. Ef þú ert ekki ennþá með N1 kort þá sækirðu einfaldlega um eitt í hvelli á N1.is. E N N E M M / S ÍA / N M 7 5 6 5 4 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 m I Ð V I k U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 1 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 8 -5 C 0 4 2 1 1 8 -5 A C 8 2 1 1 8 -5 9 8 C 2 1 1 8 -5 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.