Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 30
Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefnd­ ar Sameinuðu þjóðanna um lofts­ lagsmál og jafnframt virtustu radd­ arinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinn­ ar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykil­ orðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugar­ farsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu. Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hring­ rásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrir­ myndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að sam­ ræma aðgerðir með breiðu sam­ starfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásar­ hagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circ­ ular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss. Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra til­ raunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þann­ ig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kos­ onen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsókn­ um, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016­ 2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráð­ stefnuna árið 2017 (e. World Circ­ ular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur­stofnunina, Fram­ kvæmdastjórn Evrópusambands­ ins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frum­ kvöðlar komu saman á ráðstefn­ unni, frá 92 löndum. Næsta ráð­ stefna verður haldin í Japan 22.­24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslu­ greinum, svo fátt eitt sé nefnt. Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30­40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykil­ atriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skamm­ tímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjár­ lögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreyting­ ar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breyt­ ingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur. Hringrásarhagkerfið og nýsköpun Hrund Gunnsteinsdóttir þróunar- fræðingur og stjórnar formaður Tækniþróunar- sjóðs Finnar tóku stöðu- mat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Pétur Ívarsson hefur starfað sem verslunar­stjóri Boss búðarinnar í Kringlunni í 19 ár. Hann segir að sölumennskan í herrafatageiranum snú­ ist um að mynda einstakt viðskipta­ samband sem nær jafnvel frá einni kynslóð til annarrar. Hver eru þín helstu áhugamál? Hlaup er aðaláhugamál mitt. Ég reyni að hlaupa að minnsta kosti tvö maraþon á hverju ári. Þetta árið hef ég tekið þrjú; Boston, Reykjavík og núna síðast Chicago þar sem ég náði öðru sinni að fara undir þrjá tíma. Svo hef ég náð að tengja þetta áhugamál mitt við vinnuna. Ég hef til að mynda verið með þrjár fjáröfl­ unaruppákomur í Reykjavíkurmara­ þoni þar sem ég einn eða fleiri hafa hlaupið heilt maraþon uppáklædd í jakkaföt eða kjóla til styrktar mál­ efnum tengdum börnum. Ég hef með góðri hjálp náð að safna tæpum fimm milljónum í þessi þrjú skipti. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna alltaf klukkan 7, geri hafragraut og egg fyrir Pop [Pétur Orra Pétursson] og geri hann kláran í skólann. Una byrjar fyrr en ég þann­ ig að ég reyni að henda í eins og eina vél þegar grauturinn er til, fæ mér nokkra espresso og geri sjálfan mig kláran. Ég reyni yfirleitt að klára hlaupaæfingar fyrir vinnu. Þá er hádegið laust fyrir ræktina eða aðra tilfallandi hluti. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Síðasti fyrirlestur sem ég fór á var á expóinu fyrir Boston­maraþonið þar sem ég hlustaði á einhvern elítu­ hlaupara. Hann fór yfir hlaupa­ leiðina í þessu elsta árlega mara­ þonhlaupi heims sem hefur verið hlaupið í 122 skipti. Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Ég og yngsti sonurinn erum heims­ styrjaldarnördar og skiptumst á að lesa upphátt hvor fyrir annan. Nú erum við að lesa saman um orustuna um Bretland en þar áður lásum við um innrásina í Normandí. Fyrir ári fórum við til Normandí og skoðuð­ um stríðsminjar frá D­degi. Síðan þá hefur það bara verið allur pakkinn. Lestur bóka um stríðið og gerð flug­ vélamódela frá seinna stríði. Hvað er það skemmtilegasta við starfið þitt? Starfið er mjög skemmtilegt og satt best að segja hefur mér alltaf þótt og þykir enn 20 árum seinna skemmti­ legt. Það er svo margt sem hægt er að telja upp eins og innkaup, þegar maður pantar fatnaðinn fyrir næsta season. Það að geta talað nánast allan daginn hentar mér vel. Ég er ekki þekktur fyrir að vera hljóðlátur. Það sem stendur þó upp úr eftir öll þessi ár er að sjá sömu viðskipta­ vinina aftur og aftur. Það gleður mig alltaf jafn mikið þegar ungir menn, komnir með fyrstu alvöru vinnuna sína og orðnir að fullgildum skatt­ greiðendum, koma og kaupa sín föt sjálfir. Þessa sömu stráka sá ég fyrst með foreldrum sínum þegar þeir voru börn. Seinna fengu þeir stúd­ entsfötin og síðan fötin þegar þeir útskrifuðust úr æðra námi. Málið er að „það getur hver sem er selt hverjum sem er hvað sem er einu sinni“ en það er ekki sölumennska. Að mínu mati snýst þetta um að selja fólki aftur og aftur. Þetta er einstakt samband sem þú myndar milli þín og viðskiptavinarins og í samvinnu finnum við lausn og allir græða. Þetta er það skemmtilegasta við vinnuna. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu og rekstrarumhverfinu? Helstu áskoranirnar í verslun í dag felast í því að viðhalda því að það sé einstök upplifun að koma í verslunina og fá að snerta vöruna og fá um hana allar þær upplýsingar sem þú sækist eftir. Boss búðin er hluti af fyrirtækinu Fötum og skóm og í öllum verslunum Fata og skóa eru starfsmenn með áralanga starfs­ reynslu og reynslu af innkaupum. Starfsmannavelta er mjög lítil og hafa eigendur gefið okkur starfsmönnum mjög frjálsar hendur við stjórnun hverrar deildar. Þetta er lykillinn að ánægju starfsmanna. Ég tel að ánægð­ ur starfsmaður sé lykillinn að góðum árangri og það að öllum finnist þeir vera hluti af sama liði. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Ég tel að þær breytingar sem hafa orðið á verslun hjá mörgum komi minna við okkur en marga aðra í sama geira því eins og ég sagði þá vill fólk enn snerta og upplifa það að koma inn í fallegar verslanir. Samt sem áður höfum við verið mjög duglegir við að kynna okkar vörur á samfélagsmiðlum og í okkar bransa skiptir það máli. Ég er þó á þeirri skoðun að þú verðir að vera sannur á þeim vettvangi, sýna hvað þú stendur fyrir og bjóða á eins heiðarlegan hátt og mögulegt er. En á samfélagsmiðl­ um þarf maður að vera mjög virkur að svara öllum fyrirspurnum sem koma á öllum tímum sólarhrings. Tæknin er síðan algjör bylting þegar kemur að því að selja fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Það hringir og spyr um vöru og kviss bang fær sendar myndir af henni á næstu sekúndu. Ég held að í framtíðinni eigi fólk eftir að forvinna meira og koma betur upplýst þegar það verslar. Allir í öllum geirum upplifa það að fólk er búið að gúgla sig upp áður en það mætir í búð, til læknis og svo fram­ vegis. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Satt best að segja þá sé ég mig ekki vinna við annað eftir tíu ár enda hef ég mjög gaman af þessu og er frekar góður í þessu. Ég gæti þó séð mig sem einhvern sem þjálfaði upp starfsmenn og þrusaði yfir hópi fólks um reynslu mína af sölumennsku og liðsuppbyggingu. Ég gæti jafnvel séð mig vinna við það sem áhugamálið en ekki sem aðalstarf. Að geta talað allan daginn hentar vel Helstu drættir Starfsferill: Eftir grunnskóla var ég í alls konar „door-to-door“ sölu- mennsku, ferðaðist um landið og seldi bækur, myndbandsupptökuvélar og fleira. Ég hef oft komið og gist í flestum þorpum og bæjum landsins. Á meðan ég var í MH vann ég í Herradeild PÓ 1987 til 1990. Vann svo í Öndvegi húsgagnaverslun til 1999 en þá byrjaði ég að vinna sem versl- unarstjóri í Hugo Boss og hef ég verið þar síðan. Fjölskylduhagir: Giftur Guðrúnu Unu Valsdóttur, sérfræðingi í Lands- bankanum. Við eigum þrjá syni; Viktor Orra (21) sem er í Shanghai Uni- versity, Kristófer Orra (20) sem er í fjármálaverkfræði í HR og Pétur Orra (12) sem er í Valhúsaskóla. Pétur segir að helsta áskorunin sé að viðhalda þeirri einstöku upplifun að koma í fallega verslunina. Fólk komi í verslanir fyrir upplifunina. FréTTTablaðið/Eyþór Svipmynd Pétur Ívarsson 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðurinn 1 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 8 -6 5 E 4 2 1 1 8 -6 4 A 8 2 1 1 8 -6 3 6 C 2 1 1 8 -6 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.