Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 16
GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW Tveir sjóðir GAMMA fjárfestu fyrir 2 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins. Samkvæmt yfirliti frá Pareto keyptu íslenskir aðilar um 37 prósent af útgáfunni. Gagnaherbergi opnað í London og unnið að því að fá inn fjárfesta sem hluthafa. markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Greinendur ráðgjafarfyrir-tækisins Capacent telja að „ekkert annað en kraftaverk“ þurfi til þess að afkoma Sýnar í ár verði í samræmi við áætlanir stjórn- enda þess. Þeir hafa lækkað verðmat sitt á fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu um 10,5 prósent og meta nú gengi hlutabréfa félagsins á 68,3 krónur á hlut. Stjórnendur Sýnar gera ráð fyrir að EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 4 til 4,4 milljarðar króna í ár. Til samanburðar var EBITDA Sýnar 1.436 milljónir króna á fyrri hluta ársins en 1.518 milljón- ir króna sé leiðrétt fyrir einskiptis- kostnaði sem féll einkum til vegna kaupa félagsins á helstu eignum 365 miðla. Í verðmati Capacent, sem Mark- aðurinn hefur undir höndum, segjast sérfræðingar ráðgjafar- fyrirtækisins ekki ætla að bíða eftir kraftaverki, heldur hafi þeir lækkað rekstrarspá sína fyrir félagið. Gera þeir ráð fyrir að EBITDA Sýnar verði 3.372 milljónir króna í ár eða um 3,6 milljarðar króna sé litið fram hjá einskiptiskostnaði. Þeir benda þó á að einskiptis- kostnaður vegna kaupanna hafi farið stigminnkandi með hverjum ársfjórðungi og útlit sé fyrir að hann verði brátt óverulegur. Stjórnendur Sýnar hafa sagst reikna með að samlegð af kaupum félagsins á eignum 365 miðla verði um 1,0 til 1,1 milljarður króna og að henni verði náð á næsta ári. Capacent spáir því hins vegar að markmiðið náist ekki fyrr en árið 2020. Þá gerir ráðgjafarfyrirtækið ráð fyrir að takmarki Sýnar um 5 milljarða króna EBITDA verði náð árið 2021 í stað 2020. – kij Þarf kraftaverk til að spá Sýnar rætist 6,1% er gengislækkun hlutabréfa í Sýn síðustu þrjá mánuði. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Breski vogunarsjóðurinn Att-estor Capital seldi um 0,3 prósenta eignarhlut í Arion banka í síðasta mánuði og fór í lok mánaðarins með 8,58 prósenta hlut í bankanum. Sjóðurinn hefur selt hátt í 0,9 prósent af hlutafé bankans eftir að bankinn var skráður á hluta- bréfamarkað í júní. Attestor Cap ital hefur haldið áfram að minnka hlut sinn það sem af er þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Sjóðir á vegum bandaríska eigna- stýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management juku lítillega við hlut sinn í Arion banka í september og áttu í lok mánaðarins samanlagt 1,78 prósenta hlut, samkvæmt lista yfir stærstu hluthafa bankans. Til samanburðar nam samanlagður hlutur sjóðanna 1,64 prósentum í lok ágúst og um 1,2 prósentum í kjölfar skráningar bankans. Attestor Capital hefur unnið markvisst að því að minnka hlut sinn í bankanum á undanförnum mánuðum en vogunarsjóðurinn hefur selt hátt í 3,9 prósent af hlutafé bankans frá því í vor. Hlutabréfaverð Arion banka nam 81,2 krónum á hlut við lokun mark- aða í gær og var um 8,3 prósentum hærra en í útboði bankans þegar Kaupþing og Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða króna. – kij Attestor selur og Eaton Vance kaupir í Arion Attestor hefur selt hátt í 4 prósenta hlut frá því í vor. FréttAblAðið/Eyþór GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR 8% er hækkun á verði hlutabréfa í arion banka frá því í útboði bankans í júní síðastliðnum. Tveir f járfestingar-s j ó ð i r í st ý r i n g u G A M M A C a p i t a l Management voru á meðal þeirra sem tóku þátt í skuldabréfa- útboði WOW air sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Sjóðirnir GAMMA: Credit Fund og GAMMA: Total Return Fund fjárfestu þann- ig fyrir samanlagt tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 270 millj- óna króna, í útboðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg-upp- lýsingaveitunni sem Markaðurinn hefur undir höndum. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýs- ingar um aðra þátttakendur í útboð- inu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði yfirumsjón með, en WOW air tryggði sér fjár- mögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna. Samkvæmt yfirliti frá Pareto, sem Markaðurinn hefur undir höndum, voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, eða sem nemur 22 milljónum evra. Banda- rískir fjárfestar keyptu hins vegar um fjórðunginn, fjárfestar frá Norður löndunum voru með saman- lagt um 19 prósent af útgáfunni á meðan afgangurinn – um 19 pró- sent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tóku engir einkafjár- festar þátt í skuldabréfaútboðinu. Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu á meðan GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýr- ingu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur. Sé litið til stærstu eigna GAMMA: Credit Fund í lok september þá kemst fjárfestingin í skuldabréfaútgáfu WOW air ekki á lista yfir tíu stærstu eignir sjóðsins. Gagnaherbergi opnað Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur að undan- förnu, ásamt alþjóðlegum fjárfest- ingarbanka, unnið að undirbúningi þess að fá erlenda fjárfesta inn sem nýja hluthafa að félaginu í lokuðu útboði (e. private placement) og í tengslum við þau áform var opnað sérstakt gagnaherbergi í London í liðnum mánuði, samkvæmt heim- ildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem eru Skúla einnig innan handar í þeirri vinnu eru Fossar verðbréfa- markaðir og þá er ráðgert að sér- fræðingar frá bandaríska fjárfest- ingarbankanum Citi muni bætist í þann hóp. Fossar, sem hafa undan- farin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, voru á meðal ráðgjafa WOW air í nýafstöðnu skuldabréfaútboði. Þá hefur Skúli sagt að hann stefni að skráningu hlutabréfa félagsins á markað innan 12 til 18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis. Hefur WOW air ráðið Arion banka og Arct ica Finance til að hefja undir- búning að skráningunni. Í viðtali sem birtist við Skúla í Financial Times í síðasta mánuði sagðist hann áforma að sækja sér 200 til 300 milljónir Bandaríkjadala með því að selja allt að helming hlutafjár í félag- inu í slíku hlutafjárútboði. Gæti þýtt 3 prósenta samdrátt Rekstrarumhverfi WOW air, eins og margra annarra evrópskra flug- félgaga, hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðs- verð á Brent-hráolíu hækkað um 14 prósent frá því að skuldabréfa útboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst. Á móti kemur að snörp gengisveik- ing krónunnar á síðustu mánuðum, ekki hvað síst gagnvart Bandaríkja- dal, hefur komið WOW air vel enda eru tekjur þess að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri á meðan launakostnaðurinn er nánast ein- ungis í íslenskum krónum. Á meðal helstu niðurstaðna sviðs- myndargreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, og Markað- urinn greindi frá í síðustu viku, var að gjaldþrot félagsins gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krón- unnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Í grunnsviðsmynd greiningar- innar var einnig gert ráð fyrir því að mögulegt fall WOW air gæti leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verð- bólga hækkaði um þrjú prósentu- stig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bætt- ust á atvinnuleysisskrá. Til saman- burðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágúst- mánaðar. hordur@frettabladid.is Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, en veiking krónunnar hefur komið félag- inu vel á sama tíma og olíuverð hefur hækkað mikið. FréttAblAðið/AntOn 14% nemur hækkun olíuverðs frá því að útboð WOW air hófst um miðjan ágúst. 1 7 . o K t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 1 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 8 -5 2 2 4 2 1 1 8 -5 0 E 8 2 1 1 8 -4 F A C 2 1 1 8 -4 E 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.