Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 32
Skotsilfur Smásölurisinn Sears óskar eftir greiðslustöðvun Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Smásölukeðjan Sears, sem var um skeið ein sú vinsælasta í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, óskaði á mánudag eftir greiðslustöðvun fyrir dómi í New York. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í byrjun vikunnar. Stjórnendur Sears munu loka 142 af 860 verslunum sínum fyrir áramót. Nordicphotos/Getty Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fort­nite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa fram­ leiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað millj­ arða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðal­ tali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort for­ eldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í við­ bætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tíma­ þjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skil­ að þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur. Féþúfan Fortnite? Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „… plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum­ varpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúm­ lega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrir­ tæki, sem er 0,376% af skuldum fjár­ málafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjöl­ miðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn rask­ andi áhrif á viðskipti og fjármála­ þjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli. hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í ein­ faldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því banka­ skatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxta­ stig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts. dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi drag­ bítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægi­ lega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórn­ völd ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjár­ mögnunarumhverfið í heild. Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn sam­ keppnisstöðu íslenskra fjármála­ fyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisað­ ilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúða­ láninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafn­ aði lægri íbúðalánavexti en bank­ arnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheimin­ um og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönk­ unum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella. rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir banka­ skatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskatt­ inn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikn­ inga til að komast að þeirri óum­ flýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi millj­ arða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildar­ myndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleið­ ingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra lands­ manna og hann ber að afnema. Versti skatturinn Konráð s. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Engin hagræðing Það vakti nokkra at- hygli um helgina þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertók fyrir það í kvöldfréttum RÚV að til stæði að fækka starfsmönnum við sameiningu Fjár- málaeftirlitsins og Seðlabankans. Flestir myndu telja að sameiningin fæli í sér umtalsverð tækifæri til hagræðingar enda eru hér á ferð tvær stórar stofnanir með saman- lagt tæplega 300 starfsmenn. Um- mæli ráðherrans stinga einnig í stúf við sjónarmið Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins en sendinefnd sjóðsins hefur margsinnis bent á að einn kosturinn við sameiningu stofnan- anna sé sú hagræðing í rekstri sem sameiningin gæti haft í för með sér. Réttur vettvangur? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Há- skóla Íslands, flutti athyglisvert erindi á fundi sem Heima- vellir stóðu fyrir í síðustu viku. Þar benti dósentinn á að ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis væri ansi lítil hér á landi ef tillit væri tekið til hárra ríkisvaxta. Arður af slíkri útleigu væri talsvert lægri en í nágrannaríkjum okkar. Þannig sýndi hann fram á að leigusala stæði ekki einu sinni undir fórnarkostnaði fjár- magns. Útreikningar Ásgeirs koma fæstum á óvart. Hins vegar er það nokkuð kómískt að á fundi á vegum fyrirtækis sé óbeint sagt að ekki séu efnahagslegar forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins. Sloppinn Eftir fjögurra ára málaferli hafa nú báðir Tchenguiz- bræðurnir fallið frá málsóknum sínum á hendur endurskoðunarfyrir- tækinu Grant Thornton og Jóhannesi Rúnari Jóhannes- syni, fyrrverandi formanni slita- stjórnar Kaupþings. Sá yngri, Robert, féll frá sinni málsókn í byrjun vikunnar, einu ári eftir að bróðir hans Vincent gerði slikt hið sama. Jóhannesi Rúnari var að vonum létt en hann sagðist „ánægður að hafa verið hreinsaður af öllum ásök- unum“. Með sátt Roberts og Kaup- þings er bundinn endi á langvarandi deilur bræðranna við félagið en þær hafa kostað deilendur óheyrilegar fjárhæðir á síðustu árum. 1 7 . o K t ó b e R 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R10 markaðurinn 1 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 8 -6 0 F 4 2 1 1 8 -5 F B 8 2 1 1 8 -5 E 7 C 2 1 1 8 -5 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.