Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 34
Markaðurinn instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 17. október 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Stjórnar- maðurinn 13.10.2018 Kaupmáttar-aukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmda- stjóri Norð- lenska Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf. Til saman- burðar hagnaðist félagið um rúmar 25 milljónir króna árið 2016. Eignir félagsins námu tæplega 4,3 millj- örðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært eigið fé þess tæpir 3,9 millj- arðar króna. Langtímaskuldir K2B fjárfestinga voru rúmlega 411 milljónir króna í lok ársins og skammtímaskuldir um 31 milljón. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hluthafa í tryggingafélaginu VÍS, Kviku banka og Kortaþjónustunni. Svan- hildur Nanna situr í stjórn VÍS en eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, er hins vegar varaformaður stjórnar Kviku. Eins og kunnugt er tók héraðs- saksóknari til skoðunar í sumar kaup hjónanna, ásamt öðrum fjárfestum, á hlutum í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. – kij Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. Verðmæti PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræði- ráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til að borgaryfirvöld ætli sér að taka alvarlega þann áfellisdóm sem felst í Braggamálinu. Enginn kjör- inn fulltrúi hefur lyft upp hendi og sagst bera ábyrgð á málinu. Borgar- stjórinn sjálfur hefur horfið sjónum. Fulltrúi samstarfsflokksins var svo sendur í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að það væri í raun frá því áður en hún kom til starfa. Fulltrúar annars samstarfsflokks brugðu sér í vettvangsrannsókn og stilltu sér ábúðarfullir upp fyrir myndavélar blaðaljósmyndara með blaktandi strandstráin í forgrunni. Uppi eru hins vegar vísbendingar um að ekki dugi að þykjast ábúðarfullur einungis nú þegar Braggamálið er í hámæli. Flest virðist nefnilega benda til þess að sú fjármálastjórn sem stunduð var í því máli sé regla fremur en undantekning. Fulltrúi Pírata ætti samkvæmt því að fara í sams konar vettvangsferð í Mathöllina á Hlemmi, Perluna og til Félagsbústaða. Dæmin eru miklu fleiri. Kannski væri raunar fljótlegra að finna framkvæmd á vegum borgarinnar sem hefur verið lokið á áætlun og fara þangað í vett- vangsferð. Mögulega eru slík dæmi ekki til enda er haft fyrir satt að fram- kvæmdir á vegum borgarinnar fari að jafnaði 60 til 90% fram úr áætlunum. Sú fjármálaóstjórn sem birtist í reglu- legum framúrkeyrslum við fram- kvæmdir á vegum borgarinnar birtist einnig í tekjuöflun, skuldastöðu og rekstrarafkomu borgarinnar. Borgin hefur aldrei nokkru sinni haft meiri tekjur, enda góðæri ríkt í landinu undanfarin ár. Samt er útsvar í hæstu lögleyfðu hæðum, þjónustugjöld sömuleiðis og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orku- veitunni. Væntanlega til að setja enn frekari fjármuni á bálið. Þrátt fyrir þetta er tap af reglubundnum rekstri borgarinnar. Skuldastaða borgarinn- ar er svo umfjöllunarefni út af fyrir sig, en borgarstjóra tókst að auka skuldir um 45% á síðasta kjörtímabili samhliða fordæmalausri tekjuaukn- ingu. Braggamálið svokallaða er því ekki annað en birtingarmynd af fjár- málaóstjórn sem viðgengist hefur til fjölda ára, og á að skoðast í því ljósi. Því er athyglisvert að sjá forstjóra Félagsbústaða axla ábyrgð vegna framúrkeyrslu hjá sínu fyrirtæki. Sá munur er þó á að Félagsbústaðir veita raunverulega grunnþjónustu. Slíkt er ekki hægt að segja um Braggann, Mathöllina eða Perluna. Þar er um hrein gæluverkefni að ræða. Borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt og meirihlutinn umgengst skattfé af fádæma vanvirðingu og kæru- leysi. Málið er alvarlegra en svo að boðlegt sé að bíða í 30 mánuði eftir niðurstöðu innri endurskoðunar borgarinnar. Meirihlutanum á ekki að leyfast að svæfa málið. Svæfing ekki í boði 1 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 8 -4 D 3 4 2 1 1 8 -4 B F 8 2 1 1 8 -4 A B C 2 1 1 8 -4 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.