Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  190. tölublað  106. árgangur  VERK Á MÖRKUM MYNDLISTAR OG TÓNLISTAR NORRÆNT OG JAPANSKT Í EINA SÆNG HIPPHOPPHÁTÍÐIN ER ORÐIN FASTUR LIÐUR MANGA-HÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 33 MENNINGARNÓTT 12LILJA MARÍA 30 Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir Byggingargeirinn á mikinn þátt í fjölgun starfa það sem af er árinu.  Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræð- ingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur líklegt að talan verði nærri 2.000 nýjum störfum. Það er mikil breyting frá fyrri spá um allt að 3.000 störf. Þá spáir stofnunin 3.250 nýjum störfum árin 2019 og 2020. Gangi það eftir munu um 31.500 ný störf hafa orðið til árin 2012-2020. Til samanburðar urðu til 22.600 störf árin 2005-2008. „Þetta er orðið langt tímabil með mikilli fjölgun starfa og trúlega mesta samfellda fjölgun starfa á vinnumarkaði síð- ustu áratugina,“ segir Karl. » 6 Vinnumálastofnun spáir nú færri nýjum störfum í ár WOW air » Rekstrartap var um 4,8 milljarðar íslenskra króna frá júlí 2017 til júní 2018. » Eigið fé félagsins nam rúm- lega einum og hálfum milljarði króna í lok júní. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Rekstrartap (EBIT) flugfélagsins WOW air nam um 45 milljónum bandaríkjadala, jafngildi 4,8 millj- arða íslenskra króna, á tólf mánaða tímabili frá júlí 2017 til júní 2018, að því er fram kemur í fjárfestakynn- ingu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Rekstrarspá fyrir árið 2018 í heild sinni gerir ráð fyrir rekstr- artapi upp á 28 milljónir dala, sem nemur um 3 milljörðum íslenskra króna. Eigið fé WOW air í lok júní var 14 milljónir dala, um 1,5 milljarðar króna. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vildi ekki tjá sig um efni kynningarinnar en hann leit- ar nú fjárfesta til að fjármagna fé- lagið. Er ráðgert að ljúka fjármögn- unarferlinu undir lok mánaðarins. Samkvæmt kynningunni er stefnt að útgáfu skuldabréfa fyrir 500-1000 milljónir sænskra króna, jafngildi 6- 12 milljarða íslenskra króna, sem ætlað er til að endurfjármagna skuldir og brúa fjárþörf fram að frumútboði félagsins, sem stefnt er að innan 18 mánaða. WOW leitar aukins fjármagns  Rekstrartap flugfélagsins WOW air nemur um 4,8 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum  Félagið leitar fjármagns fram að frumútboði innan 18 mánaða MRekstrartap WOW air.. » .16 Jákvæð Katrín Björk lítur bjartsýn fram á veginn þrátt fyrir erfiðleika. „Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig,“ skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir á bloggsíðu sína. Hún lamaðist í heilaáföllum fyrir rúmum þremur árum en þakkar stuðningi sem hún fékk í Reykjavíkurmaraþoninu í kjölfarið að bataferlið hófst. Katrín er 25 ára gömul og þótt hún geti ekki talað eða gengið hjálparlaust getur hún skrifað á bloggsíðu sína án hjálpar. Þar segir hún frá bataferli sínu og leggur áherslu á að miðla jákvæðum hugs- unum. Í nýjustu færslunni fjallar hún meðal annars um Reykjavíkur- maraþonið og áhrif stuðnings hlauparanna og fólksins sem hét á hana. „Það má því segja að hlaup- ararnir hafi hlaupið í mig kraft því í framhaldinu fóru kraftaverkin að gerast,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. »9 Kraftaverk eftir maraþon  Stuðningurinn hafði góð áhrif á Katrínu Björk „Ég berst á fáki fráum fram um veg,“ segir í kvæðinu góða en ekki er ljóst hvort hópur reið- manna hefur raulað eða verið ofarlega í huga ljóð Hannesar Hafsteins, Sprettur, er hópurinn tölti í gegnum Heiðmörk í gær. Ótal reiðstígar liggja um hið mikla og vinsæla útivistarsvæði í Heiðmörk og því tilvalið að skella sér í hestaferð með góðu fólki til þess að njóta skaplegs veðurs og þeirrar fjölbreyttu náttúru sem er á svæðinu. Ferðamannahópur á fráum fákum á ferð um Heiðmörk Morgunblaðið/Eggert Á stærsta og einu vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins finna allir eitthvað við sitt hæfi  Einstæð móðir sem Morg- unblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheim- ili í Reykjavík í vetur. Vegna manneklu er ekki hægt að bjóða öllum börnum í fyrsta til fjórða bekk fulla vistun. Skrifstofustjóri frístundamála hjá Reykjavíkurborg er bjartsýnn á að fleiri ráði sig bráðlega til starfa. »2 Mannekla á frí- stundaheimilum Kátir Krakkar að leik í veðurblíðu. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á af- greiðslu Skipulagsstofnunar á til- lögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Elliði bendir á í samtali við Morgunblaðið í dag að þær fram- kvæmdir sem Hveradalir ehf. vilji ráðast í á Hveradalasvæðinu, þ.e. gerð baðlóns og bygging hótels, séu gríðarlega umfangsmiklar og muni hafa umtalsverð áhrif á ferðaþjón- ustu m.a. í Ölfusi. „Ég gæti trúað að það lægi nærri að bara fyrsti áfangi væri fjárfesting upp á vel á þriðja milljarð króna og heildarframkvæmdin hátt í sex millj- arðar króna,“ sagði Elliði. Hann segir mikilvægi þess að fara eftir leikreglum og virða mikilvægi umsagnar- og eftirlitsaðila ríkisins ljóst en á sama hátt verði eftirlits- kerfið að vera meðvitað um vald sitt og mikilvægi og koma með öllum leiðum í veg fyrir að það valdi skaða, seinki eða hindri góð verk. » 4 Gagnrýnir Skipulags- stofnun fyrir tafir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.