Morgunblaðið - 15.08.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Mangó jógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Þeir voru að veiða nálægt landi
innarlega á firðinum og ég hef feng-
ið símtöl út af þessu frá sjómönnum
og öðrum bæjarbúum sem fannst
bátarnir vera komnir fullnálægt,“
segir Stefán Vagn Stefánsson, for-
maður byggðaráðs Skagafjarðar,
um dragnótaveiðar tveggja báta við
Sauðárkrók í gærmorgun.
Hann segir að þessar veiðar hafi
áhrif á lífríkið í firðinum og menn
hafi áhyggjur af uppeldisstöðvum
fiskins. Þá verði lítið eftir handa
þeim smábátum sem hafi verið að
veiða á þessu svæði.
Ekkert hlustað á okkur
Stefán rifjar upp að undir lok síð-
asta árs hafi banni á dragnótaveið-
um á innanverðum Skagafirði verið
aflétt. Byggðaráð og sveitarstjórn
hafi mótmælt breytingunni harðlega
og ráðherra og ráðuneyti verið
skrifað bréf. Þar hafi meðal annars
verið óskað eftir að ákvörðuninni
yrði breytt á ný og áfram yrði mið-
að við línu miklu utar í firðinum, frá
Fagranesi í Kolkuós. „Því miður var
ekkert hlustað á okkur,“ segir Stef-
án Vagn.
„Við vorum á aukafundi í byggða-
ráði í morgun og fylgdumst með
bátunum, sem voru nálægt landi og
reyndar nálægt hafnarsvæðinu.
Formlega fjölluðum við ekki um
veiðarnar á þessum fundi en ég tel
alveg klárt að við munum senda er-
indi til ráðuneytisins aftur og ítreka
beiðni okkar um að komið verði til
viðræðna við okkur. Það hlýtur að
vera hægt að finna einhverja leið og
færa línuna utar.“
Óánægja með veiðar
í dragnót nálægt landi
Vilja færa línuna utar í Skagafirði Var breytt í fyrra
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vinnumálastofnun (VMST) áætlar að
2.000 til 2.500 störf verði til í ár. Spáin
hefur því verið endurmetin til lækk-
unar. Til samanburðar áætlaði stofn-
unin í byrjun árs að 2.500 til 3.000 ný
störf yrðu til á þessu ári.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
VMST, segir tölur fyrstu sjö mánaða
ársins benda til að færri störf hafi
orðið til í ferðaþjónustu en spáð var.
Samkvæmt nýrri júlískýrslu VMST
var 2,2% atvinnuleysi í júlí en 1,8%
atvinnuleysi í júlí í fyrrasumar.
„Heildarfjölgun starfa virðist ætla
að vera heldur minni en við áætluð-
um í ársbyrjun. Hún gæti orðið nærri
2.000 störfum. Það er vöxtur í hag-
kerfinu en hann er hins vegar hægari
en síðustu ár. Ferðaþjónusta er í
toppi og þar er farið að draga úr um-
svifum og ráðningum.“
Gangi spáin eftir verða um 196.000
störf á vinnumarkaði að jafnaði á
árinu 2018 en 194.000 í fyrra.
Fjölgun hjá hinu opinbera
Hann segir að hins vegar hafi
störfum í byggingariðnaði haldið
áfram að fjölga. Þá hafi störfum
fjölgað töluvert hjá hinu opinbera.
Þ.e. störfum í heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu annars vegar og
fræðslustarfsemi og opinberri stjórn-
sýslu hins vegar. Þess sé að vænta að
starfsfólki í heilbrigðisgeiranum
muni fjölga frekar. Kallað sé eftir
meiri þjónustu. Þá sé eldri Íslending-
um að fjölga, sem aftur kallar á meiri
heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Karl segir hægari vöxt ferðaþjón-
ustu eiga þátt í minnkandi eftirspurn
eftir erlendu vinnuafli.
Jafnvel minnkandi eftirspurn
„Það virðist sem eftirspurnin eftir
starfsfólki í gegnum starfsmanna-
leigur hafi náð jafnvægi og sé jafnvel
byrjuð að minnka,“ segir Karl og
bætir við að vinnumarkaður sé að
komast í jafnvægi. Tímabil umfram-
eftirspurnar eftir vinnuafli sé liðið.
„Mörg fyrirtæki halda að sér
höndum og reyna að nýta betur
starfsfólkið,“ segir Karl.
VMST áætlar að 1.750 ný störf
verði til á næsta ári og 1.500 árið
2020, en fyrri spá gerði ráð fyrir
2.000 nýjum störfum árið 2019 og
1.900 störfum árið 2020. Þarna mun-
ar um 650 störfum.
Spáir nú minni fjölgun starfa í ár
Sérfræðingur Vinnumálastofnunar áætlar að nærri 2.000 störf verði til í ár Lækkun frá fyrri spá
Stofnunin spáði í ársbyrjun að allt að 3.000 ný störf yrðu til í ár Ferðaþjónustan þarf færra fólk
8
6
4
2
0
-2
-4
-6
-8
-10
’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18* ’19* ’20*
.000
-600
5.100
8.200 7.700
1.600
-11.100
-600
0
1.900
5.600
2.800
6.000
6.900
3.100 2.000
1.750 1.500
22.600 Fjölgun starfa 2005 til 2008 31.550 Fjölgun starfa 2012 til 2020
Breyting á fjölda starfandi milli ára
2004 til 2020* samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunar
*Spá fyrir 2018 miðað við fyrstu sjö mánuði ársins
Meiri óvissa er um spá fyrir 2019-2020
Heimild: Vinnumálastofnun
Lísbet Sigurðardóttir
lisbet@mbl.is
„Maður passar sig bara að vera ekki
á svæðinu og annað er svo sem ekki
hægt að gera, held ég. Þetta er bara
náttúran,“ segir Finnbogi Leifsson,
bóndi í Hítardal, um sprunguna hef-
ur myndast við skriðusárið í Fagra-
skógarfjalli í Hítardal.
Sprungan uppgötvaðist um síð-
ustu helgi þegar starfsmenn Land-
helgisgæslunnar voru við æfingar í
dalnum. Sprungan er skammt frá
brotsári framhlaupsins sem féll 7.
júlí síðastliðinn. Skriðan fór yfir
Hítará og stíflaði hana með þeim af-
leiðingum að lón myndaðist fyrir of-
an skriðutunguna. Spildan sem
skriðan afmarkar mun að öllum lík-
indum falla ofan á framhlaupsurðina
sem myndaðist þegar skriðan féll en
spildan er á bilinu 50-150 þúsund
rúmmetrar að sögn Veðurstofunnar.
„Óvissan er alltaf óþægileg, í
hverju sem er náttúrulega. Og þetta
er sérstaklega vont fyrir þá bændur
sem nota þetta beitiland hér fyrir
vestan. Þeir hafa jafnan rekið féð
beint niður úr fjallinu en geta það
væntanlega ekki núna,“ segir Finn-
bogi og bendir á að þeir taki einfald-
lega ekki þá áhættu að reka féð nið-
ur í grennd við skriðusárið ef
spildan skyldi hrynja. Þurfi þeir því
að fara aðra leið en áður við smölun
í haust.
Þegar blaðamaður og ljósmyndari
nálguðust skriðusárið við lónið sem
skriðan myndaði, leið ekki á löngu
þar til drunur tóku að heyrast og
allmikill reykur steig upp úr fjallinu.
Náttúruöflin eru áþreifanleg í
Hítardal og setur skriðusárið mark
sitt á dalinn. Algengt er að hreyf-
ingar eða hrun eigi sér stað í sárum
þar sem framhlaup hafa orðið en
Veðurstofan hefur varað við ferðum
fólks í næsta nágrenni við skriðuna.
Óvissan mjög óþægileg fyrir íbúana
Sprungan við skriðusárið í Fagraskógarfjalli í Hítardal kallar á varkárni Sérstaklega óþægilegt
fyrir bændur sem eiga beitiland í grennd Drunur heyrðust frá fjallinu þegar blaðamenn voru þar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skriða Útlit er fyrir að önnur skriða falli úr Fagraskógarfjalli í Hítardal innan tíðar. Sprunga hefur myndast í fjallinu. Hættuástand er því á staðnum.