Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
Styrmir Gunnarsson skrifar:
Fyrir áratug undirbjó þáver-andi forysta Sjálfstæðis-
flokksins aðgerðir til þess að
breyta afstöðu
flokksins til aðildar
að Evrópusamband-
inu. Þau áform
komu ekki alveg í
ljós fyrr en snemma
árs 2009 en fóru út
um þúfur vegna
mikillar andstöðu í
grasrót flokksins.“
Styrmir bendir svo á að nú erannað mál á ferðinni af sama
toga, sem er að koma til ESB „yf-
irráðum yfir einni af helztu auð-
lindum Íslendinga, orku fallvatn-
anna.
Nú hafa engar vísbendingarkomið fram um, að núver-
andi forystu Sjálfstæðisflokksins
detti í hug að samþykkja þennan
pakka, nema ein grein eftir vara-
formann flokksins í Morgun-
blaðinu. Hún veldur áhyggjum um
að þetta sé ekki allt á hreinu og er
að því leyti í ætt við grein, sem
birtist eftir tvo, þá unga, þing-
menn flokksins, í Fréttablaðinu í
desember 2008.
Rúmum mánuði seinna var þá-verandi forystu Sjálfstæðis-
flokksins orðið ljóst að hún mundi
ekki komast upp með að breyta
stefnu flokksins og taka upp
stuðning við aðild að Evrópusam-
bandinu. Fyrir utan þessa einu
blaðagrein hefur ekkert komið
fram, sem bendir til þess að áþekk
áform og þá fóru út um þúfur séu í
farvatninu nú.
En það er skynsamlegt fyrir nú-verandi forystu Sjálfstæðis-
flokksins að átta sig á að hreyfing
sjálfstæðissinna innan Sjálfstæðis-
flokksins er sterk.“
Styrmir
Gunnarsson
Að gefnu tilefni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 14 skýjað
Akureyri 14 rigning
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Stokkhólmur 16 súld
Helsinki 19 skýjað
Lúxemborg 21 skýjað
Brussel 21 léttskýjað
Dublin 19 skýjað
Glasgow 17 rigning
London 23 heiðskírt
París 24 heiðskírt
Amsterdam 19 skýjað
Hamborg 22 léttskýjað
Berlín 23 skýjað
Vín 24 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 28 heiðskírt
Mallorca 29 skýjað
Róm 24 léttskýjað
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 16 skýjað
Montreal 25 skúrir
New York 22 þoka
Chicago 27 þoka
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:20 21:46
ÍSAFJÖRÐUR 5:11 22:05
SIGLUFJÖRÐUR 4:53 21:48
DJÚPIVOGUR 4:46 21:19
Ármúla 24 - s. 585 2800
Stjórnandi báts
sem lagðist að
bryggju í Vest-
mannaeyjum á
mánudagskvöld
var undir áhrif-
um fíkniefna.
Örlítið af
fíkniefnum
fannst um borð í
bátnum. Þetta
staðfesti lögreglan í Vest-
mannaeyjum, sem framkvæmdi ít-
arlega leit í bátnum.
„Það vöknuðu grunsemdir um
að stjórnandi bátsins væri undir
áhrifum vímuefna og nú hefur sá
grunur verið staðfestur,“ segir Jó-
hannes Ólafsson, yfirlögreglu-
þjónn í Vestmannaeyjum.
Að sögn Jóhannesar kom bát-
urinn til Vestmannaeyja frá Fær-
eyjum í fyrrakvöld en upphaflega
kom hann frá Noregi.
Um borð í bátnum voru tveir
menn en stjórnandinn var einn
undir áhrifum vímuefna að sögn
Jóhannesar.
ge@mbl.is
Vestmannaeyja-
höfn
Örlítið af fíkniefn-
um fannst um borð
Skipstjóri
undir
áhrifum
Níu fyrrverandi starfsmenn Hvals
hf. hafa stefnt fyrirtækinu fyrir hér-
aðsdóm. Verkalýðsfélag Akraness
fer með sjö þeirra mála. „Þetta eru
mál sem eru með nákvæmlega sama
hætti og málið sem vannst fyrir
Hæstarétti. Þau eru byggð á sama
grunni; orðalagi í ráðningarsamn-
ingum og vikulegum frídegi sem
Hæstiréttur er búinn að staðfesta.
Ég geri fastlega ráð fyrir því að við
munum vinna þessi mál líka,“ sagði
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, í samtali
við mbl.is í gær.
Hval hf. var gert að greiða fyrr-
verandi starfsmanni sínum rúmar
500 þúsund krónur vegna brota á
kjarasamningum, í kjölfar dóms
Hæstaréttar frá 14. júní. Starfsmað-
urinn höfðaði málið vegna launa sem
voru ekki í samræmi við kjarasamn-
ing Samtaka atvinnulífsins og
Starfsgreinasambandsins, sem
Verkalýðsfélag Akraness á aðild að,
en maðurinn starfaði í hvalstöðinni
sumarið 2015.
„Við fórum með þetta eina mál á
sínum tíma sem prófmál og núna er-
um við að reyna að fara með þessi
sjö mál sem munu þá endurspegla
allan fjöldann. Hjá okkur eru þetta
tæplega 100 manns. Fordæmisgildi
þessa dóms getur numið allt að 250
til 300 milljónum króna,“ sagði Vil-
hjálmur við mbl.is. axel@mbl.is
Fyrrverandi starfsmenn stefna Hval hf.
Verkalýðsfélag Akraness fer með sjö málanna Félagið gerir ráð fyrir sigri
Morgunblaðið/Golli
Mál Formaður VLFA er bjartsýnn.