Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 9

Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er meðal annars: 16” álfelgur, leiðsögukerfi með Íslandskorti, þokuljós, miðstöð með loftkælingu, brekkuhemlun (eingöngu í 4x4), hraðastillir með hraðatakmörkun, fjarlægðarskynjarar að aftan, neyðarhemlunarhjálp, start/stopp búnaður, skyggðar rúður að aftan, hiti í framsætum. Aukalega í Prestige útgáfu: 17” álfelgur, Multiview 360° myndavélakerfi, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, lykillaust aðgengi, leðuráklæði á sætum. E N N E M M / S ÍA / N M 8 7 8 0 8 Nýr Dacia Duster Gerðu virkilega góð kaup! Sjálfskiptur, framhjóladrifinn Verð frá: 3.650.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 7 8 0 8 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Katrín Björk Guðjónsdóttir, 25 ára kona sem er í bataferli eftir þrjú heilaáföll sem hún fékk fyrir þrem- ur árum, segir að sá samhugur og velvilji sem hún fann þegar safnað var fyrir styrktarsjóð hennar í Reykjavíkurmaraþoninu nokkrum mánuðum eftir að hún fékk alvar- legasta áfallið hafi veitt henni styrk til að takast á við framhaldið. Þeg- ar hlaupið fór fram var hún nýlega komin úr öndunarvél og eftir hlaupið gat hún hreyft vinstri höndina. „Það má því segja að hlaupararnir hafi hlaupið í mig kraft því í framhaldinu fóru krafta- verkin að gerast,“ skrifar Katrín í samtali við Morgunblaðið. Hún ætl- ar sjálf að taka þátt í Reykjavík- urmaraþoninu þegar hún verður komin með getu til þess að halda jafnvægi og ganga eða hlaupa. Skrifar jákvæðar hugsanir Liður í bataferli Katrínar eru skrif hennar á bloggsíðuna katr- inbjorkgudjons.com. Þar skrifar hún á jákvæðan hátt um það hvernig lífið er hjá 25 ára konu í bataferli eftir þrjú heilaáföll. „Það eru þrjú ár núna, 14. júní, síðan ég fékk stærsta áfallið. Það skildi mig eftir sem 22 ára gamla stelpu sem lifði af stóra heilablæðingu og heilaskurðaðgerð en það þarf meira til að slökkva alla þá drauma, þrár og væntingar sem fylgja bæði mér og aldrinum en þegar ég vaknaði þá hafði ég engan vöðvakraft,“ skrifar Katrín í nýjustu færslunni. Fyrstu vikurnar var hún í önd- unarvél sem dældi ofan í hana lofti. „Á þessum þremur árum hafa svo endalaust margir sigrar unnist þótt ég nái ekki ennþá að mynda skilj- anleg orð og hafi ekkert jafnvægi og geti því hvorki talað né gengið. Þrátt fyrir að ég nái hvorki að tala né ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum þá get ég setið við tölvuna og skrifað hjálparlaust niður allar jákvæðar hugsanir, óskir og vænt- ingar mínar. Ég skrifa á þann hátt að veikindi mín eru ekki eitthvert aðalatriði hjá mér. Ég skrifa bara sem stelpa í blóma lífsins, ég vil með þessum skrifum mínum vera innblástur og sýna fólki að þrátt fyrir að maður sé með hömlur þá geti allir komist þangað sem þeir ætla sér. Ég er 25 ára gömul stelpa sem talar með því að stafa á stafaspjaldi og ég hef svo lítið jafnvægi að ég nota hjóla- stól. Þrátt fyrir það dreymir mig stórt og ég stefni hátt.“ Lífið hékk á bláþræði Katrín Björk var 21 árs þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og hún var það lítil að henni fannst varla ástæða til að foreldrar henn- ar gerðu sér ferð frá Flateyri suð- ur til Reykjavíkur. Höggið kom tíu dögum síðar þegar hún fékk blóð- tappa og missti við það allan kraft hægra megin í líkamanum. „Ég lifði næstu sjö mánuði í kvíðamóðu, dansandi taugaveiklaðan og ótta- fullan dans við lífið. Þá fékk ég aðra heilablæðingu og hún var svo stór að það þótti undur að ég vakn- aði eftir aðgerðina, þótt það væri reyndar rúmum sólarhring of seint. Þá gat ég hreyft annað augað en ég gat þó hreyft annað augað. Vik- urnar í kjölfarið voru erfiðar, líf mitt hékk á bláþræði,“ skrifar Katrín. Veitti mér styrk Hún víkur að ótrúlegum stuðn- ingi, samhug og velvilja sem hún fékk í gegnum hlaupara og áheit fólks í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram tíu vikum eftir að hún fékk áfallið. „Ég fann allan kraftinn og þetta veitti mér endalausan styrk til að takast á við framhaldið. Í kjölfarið fóru kraftaverkin að gerast. Ég er svo innilega þakklát öllum sem hlupu fyrir Styrktarsjóð Katrínar Bjarkar og öllum sem hétu á hlauparana, það var gífur- legur fjöldi fólks, sem skilaði sjóðn- um í fyrsta sæti yfir félög sem styrktu einstaklinga. En þetta er ekki keppni heldur er það hugurinn sem gildir. Árangurinn var ótrúleg- ur og eftir Reykjavíkurmaraþonið fóru vöðvarnir mínir að vakna og ég er sannfærð um að krafturinn sem þið veittuð mér hafi haft mikið að segja í því. Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafi gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þeg- ar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig. Ég er svo innilega þakk- lát!“ skrifar Katrín á bloggsíðu sína. Hlaupararnir hlupu í mig kraft  Katrín Björk Guðjónsdóttir, sem lamaðist við þrjú heilaáföll fyrir þremur árum, segir að bataferlið hafi byrjað í Reykjavíkurmaraþoninu 2015  Kraftaverkin fóru að gerast í framhaldinu Af stað Katrín Björk Guðjónsdóttir segist hafa fengið mikinn kraft í veik- indum sínum þegar hún fann samhug og velvilja í söfnun áheita í Reykja- víkurmaraþoninu árið 2015. Vöðvarnir hafi farið að vakna í kjölfarið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.