Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI
VERÐ FRÁ 3 475 -. .
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Ný
vefvers
lun
brynja.i
s
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Hipphopphátíð Menning-arnætur í Reykjavíkverður haldin í þriðjaskiptið á laugardaginn á
Ingólfstorgi og mætti þar með segja
að hún sé orðin fastur liður. Hún hef-
ur frá upphafi verið afar vel sótt og
það sem kemur e.t.v. mest á óvart er
að hún var hugarfóstur manns sem
fæddist árið 2001.
„Þegar ég fékk hugmyndina í
byrjun hringdi ég strax í vini mína úr
Hagaskóla sem hafa staðið að þessu
með mér og okkur tókst að fá leyfi
fyrir viðburðinum. Menn voru voða
hissa þegar við mættum á fund hjá
borginni, bjuggust eflaust við að hitta
einhverja fullorðna, en svo komum
bara við drengirnir,“ segir Snorri
Ástráðsson, MH-ingur og sjálflærður
plötusnúður, en Morgunblaðið tók
hann tali þar sem hann var staddur
erlendis.
Samhentir vinir úr skóla
Með honum í ár standa saman að
hipphopphátíðinni þeir Jason Daði
Guðjónsson, Róbert Vilhjálmur Ás-
geirsson, Egill Orri Árnason og Úlfur
Stígsson, fæddir árið 2000. Viðburð-
inn héldu þeir fyrst árið 2016 á Hverf-
isgötu við Vatnsstíg og sló hann held-
ur betur í gegn, en þar mættu um
fjögur þúsund manns. Í fyrra sóttu
þeir aftur um og fengu að vera á Ing-
ólfstorgi og tókst hátíðin með slíkum
ágætum að um sex þúsund manns
mættu þegar mest var, að sögn
Snorra, sem þakkar það m.a. mætti
samfélagsmiðla. Aldurshópurinn sem
mæti í stórum stíl sé frá tólf til um
það bil 26 ára, en fólk á öllum aldri
hafi mætt.
Hipphopphátíðin verður aftur á
Ingólfstorgi í ár. „Dagskráin er stút-
full af bestu röppurum landsins og við
búumst jafnvel við enn fleiri gestum
en síðast,“ segir Snorri, en rapp-
ararnir JóiPé & Króli, Sura, Yung
Nigo Drippin’, Huginn, ClubDub, Jo-
ey Christ, Sturla Atlas, Birnir og
Flóni munu troða upp ásamt gestum
úr Dansi Brynju Péturs, sem byrja,
en dagskrá hátíðarinnar er frá kl. 18
til 22. „Við reynum að bóka fjöl-
breyttan hóp úr senunni til að það sé
eitthvað fyrir alla gestina,“ segir
Snorri um dagskrána.
Spurður hvort hann þekki lista-
mennina segir Snorri: „Ég hef verið
plötusnúður fyrir u.þ.b. helminginn af
þeim, en svo hef ég unnið með útgáfu-
fyrirtæki að útgáfu og dreifingu á
tónlistinni þeirra, en bróðir minn, Eg-
ill Ástráðsson, er umboðsmaður
þeirra, hann er framkvæmdastjóri
hjá Retro Stefson og Loga Pedro,“
segir Snorri, sem segir reynsluna af
þessu stússi bestu kennslu í „brans-
anum“ sem völ er á.
Um helstu áskoranir við að
halda viðburðinn segir Snorri:
„Það er auðvitað fjármögnunin.
Það er ekki hægt að gera mikið ef
maður er ekki með peninga til að
borga fyrir það og við viljum reyna að
borga fólki fyrir vinnuna sína. Við
reynum að safna eins miklu og við
getum; bóka fundi, hafa samband við
fyrirtæki og fá styrktaraðila. Svo er
að tala við tónlistarmennina, en þar
eru hæg heimatökin.“ Snorri segir að
þrátt fyrir að ýmislegt geti komið upp
á sé þetta mjög skemmtilegt og þeir
félagarnir sjái sig ekki fyrir sér vera
að gera neitt annað á Menningarnótt.
Hipphopp í uppsveiflu í dag
„Hipphopp hefur verið á mikilli
uppleið undanfarin ár. Ísland er svo
lítið, það þekkjast allir og hipphopp-
menningin hérna er svolítið frábrugð-
in þeirri sem þekkist úti í heimi þegar
kemur að rappi. En það eru svo sem
allir að reyna að gera sitt,“ segir
Snorri, aðspurður um senuna hér-
lendis.
Um hvort hipphopp sé vinsælt á
Íslandi segir Snorri: „Ef maður skoð-
ar Ísland á helstu streymisveitum
heims þá er nánast bara hipphopp
þar. Maður sér það hjá ungu fólki,
sem er aðalmarkhópur tónlistar-
manna í dag, að þar er hipphopp vin-
sælast.“
En hipphopp, eða rapp, sem tón-
listar- og tískustefna er ekki nýtt af
nálinni heldur rekur uppruna sinn til
loka áttunda áratugarins í New York.
„Hipphopp hefur verið að þróast
undanfarin ár og áratugi, það tekur á
sig nýjar myndir með tímanum, hlut-
irnir breytast,“ segir Snorri, sem seg-
ir að tískan og dansinn fylgi með og
taki einnig á sig ný form. „Stefnan
hefur risið hratt núna; fyrir þremur
eða fjórum árum var þetta ekki
neittneitt og eftir þrjú til fjögur ár
gæti það aftur verið orðið þannig.
Maður veit aldrei hvernig þetta
sveiflast.“
Hipphopphátíðin orðin fastur liður
Stórhuga ungir vinir halda nú í þriðja sinn hipp-
hopphátíð á Menningarnótt, en uppátækið sló ræki-
lega í gegn frá byrjun og er sótt af þúsundum gesta, þar
sem úrval rappara Íslands ber menninguna á borð.
Morgunblaðið/Eggert
Menningarfrumkvöðlar Egill Orri, Úlfur, Jason Daði og Róbert Vilhjálmur, en Snorri er staddur í útlöndum.
Ljósmynd/Aðsend
Varð að veruleika Hugmynd Snorra Ástráðssonar um hipphopphátíð á
Menningarnótt hefur verið vel tekið af gestum og samstarfsaðilum.
Vantar þig pípara?
FINNA.is