Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér fannst það standa upp úr að það er sáttahugur í fólki. Vilji til að ná saman. Mér finnst stjórnvöld tala þannig til bænda,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði og for- maður Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. Félagið hélt fund í fyrrakvöld til að kynna tillögur samráðshóps um endurskoðun bú- vörusamninga og hvernig þær nýtist til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Haraldur Benediktsson, annar af tveimur formönnum samráðshóps- ins, kynnti tillögur hans. Á fundinn komu einnig Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingis- maður og forseti Alþingis, sem skip- uð hefur verið formaður samninga- nefndar ríkisins við endurskoðun samningsins. Kristján er að fara í fundaferð um landið til að kynna málefnið og heyra sjónarmið bænda og verða Haraldur og Unnur Brá með í för. Boðað hefur verið til bændafunda í Búðardal og Víðihlíð í Húnavatns- sýslu í dag. Jákvæðni gagnvart breytingum „Mér fannst á pólitíkusunum að það ætti að vanda til verka við end- urskoðunina. Horfa til samstöðu og aðgerða til langs tíma. Það þýðir ekki að hjakka í fari bráðalausna heldur verður að leysa bráðavand- ann með því að leysa málin heild- stætt,“ segir Erlendur. Hann segir að hugmyndir um breytingar á stuðningi ríkisins við sauðfjárbændur þar sem lögð verði áhersla á búsetugrunn þarfnist nán- ari útfærslu til þess að hægt sé að taka afstöðu þeirra. Á fundinum voru rúmlega 60 manns og segir Er- lendur að um þriðjungur þeirra hafi tekið til máls. Taldi hann að enginn hefði sett sig beinlínis á móti breyt- ingunni og einhverjir lýst yfir stuðn- ingi. Erlendur taldi að sauðfjárbændur gerðu sér grein fyrir því að menn fengju ekki afurðaverðshækkun í haust. Hins vegar yrði að byrja að fækka fé strax í haust svo hægt yrði að ná uppsveiflu afurðaverðs á ný. Ef það tækist ekki væri hætt við að lítið gerðist á næstu tveimur árum. Erlendur segir einnig að ekki megi tala atvinnugreinina niður með því að tala eingöngu um fækkun fjár. Nýta verði þau tækifæri til útflutn- ings sem bjóðist og nefnir hann að tollasamningur stjórnvalda við Evr- ópusambandið sé tvíhliða og hann bjóði upp á tækifæri til útflutnings, ekki aðeins innflutnings. Vilji til að ná saman  Fjölmenni á fundi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu með landbúnaðarráðherra  Þarf að ráðast strax í breytingar Ljósmynd/Kristján Þór Júlíusson Bændafundur Fjölmenni var á fundi sauðfjárbænda á Laugalandi í Holtum. Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu er fremst fyrir miðju. „Markmið mitt með þessum fundum er að eiga viðræður við sauðfjárbændur um stöðu sauðfjárræktarinnar. Heyra hvernig þeir meta stöðuna og hvaða leiðir þeir sjá til þess að takast á við þau verkefni sem blasa við,“ segir Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra. Haraldur Benedikts- son mun jafnframt kynna tillögur samstarfshóps um end- urskoðun búvörusamninga. „Mér fannst fundarmenn taka af velvilja allri viðleitni til að brjótast út úr núverandi stöðu. En verkefnið er ærið að vöxtum og engin ein borðliggjandi tillaga hefur komið fram. Hún er heldur ekki auðfundin,“ segir ráðherra. Spurður hvort hægt verði að grípa til aðgerða strax í haust segir Kristján að í gildi sé búvörusamningur og hann gildi þar til samkomulag hafi náðst um breytingar. Hugsanlegar breytingar kunni að kalla á lagabreytingar og það taki sinn tíma. „Staðan í sauðfjárræktinni er þannig að við eigum ekki að horfa til lausna sem bráðabirgðaúrræða heldur leita lausna sem duga til lengri tíma. Það er í mínum huga stóra verkefnið,“ segir Kristján. Leita lausna til lengri tíma KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Kristján Þór Júlíusson Menningarnótt verður haldin í 23. skipti næstkomandi laugardag, 18. ágúst, sem er afmælisdagur Reykja- víkurborgar. Hátíðin verður sett á hinu nýja Hafnartorgi og þar gefst gestum kostur á að kynna sér svæð- ið í kringum torgið og skoða sýningu af því, en því verður lokað aftur og ekki opnað fyrr en framkvæmdum þar lýkur. Að setningu lokinni rekur hver menningarviðburðurinn annan víða um borg. Meðal atriða má nefna Toppinn, sem er í umsjón listræna umbreytisins. Það er nýtt embætti Menningarnætur og því gegnir að þessu sinni Jóhann Kristófer Stef- ánsson leikari sem mun breyta efstu hæð bílastæðahússins við Hverfis- götu 20 í bar. Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveit Reykja- víkur munu útkljá áratugalangan ríg í einvígi við Tjörnina, Færeyingar verða sérlegir gestir hátíðarinnar og í miðborginni verður boðið upp á þrenna stórtónleika: tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hipphopp- tónleika á Ingólfstorgi. Því til við- bótar verða yfir hundrað tónlistar- viðburðir um alla borg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár líkt og hann hefur gert síðustu tíu ár. „Þetta var í tíunda skipti síðast og við ákváðum að taka pásu núna og sjá hvað er í boði á Menningar- nótt,“ sagði borgarstjóri kíminn í samtali við mbl.is og sagði fjölskyldu sína spennta fyrir að prófa eitthvað nýtt í ár. Frítt verður inn á öll söfn í mið- borginni, dagskrá verður í Hörpu frá kl. 13 til 18 og flugeldasýning verður að vanda við Austurbakka kl. 23. solrun@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Menningarnótt Myndin var tekin í fyrra, þá var mikil stemning og búist er við því að hún verði ekki síðri í ár. Menningarnótt er nú haldin í 23. skipti. Fjölbreytt menn- ing um alla borg  Engar borgarstjóravöfflur í ár Viðbúnaður lögreglu og öryggisgæsla á Menningarnótt verður með svip- uðum hætti nú og í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Fram kom í fréttum á síðasta ári að unnið hefði verið samkvæmt aðgerðaplani, sem tók m.a. mið af atburðum sem nýlega höfðu átt sér stað í Barselóna þar sem bíl var ekið inn í mannfjölda á göngugöt- unni Römblunni. Unnið verður eftir sama aðgerðaplani í ár. „Þetta er allt með sama hætti og í fyrra,“ sagði Ágúst Svansson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Hann vildi þó ekki meina að meiri viðbúnaður hefði verið í fyrra en árin þar á und- an, heldur hefði umfjöllun um viðbúnaðinn verið meiri en áður. Götum verður m.a. lokað með bílum til að tryggja að viðbragðsaðilar komist inn á hátíðasvæðið, ef þarf. Ágúst, sem nú mun standa vaktina á Menningarnótt í 21. sinn, vildi ekki gefa upp hversu margir lögregluþjónar verða á vakt á Menningarnótt, en sagði að nóg yrði af þeim. Þá vildi hann lítið gefa upp um útbúnað lögreglu eða hvort lögreglumenn yrðu vopnaðir. Svipuð öryggisgæsla og áður Á VAKTINNI Á MENNINGARNÓTT Í 21. SKIPTI Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.