Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 16

Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R LÍTILL TÍMI FYRIR RÆKTINA? Við höfum lausnina! Kynntu þér haustafsláttinn á jsb.is 15. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 108.43 108.95 108.69 Sterlingspund 138.55 139.23 138.89 Kanadadalur 82.78 83.26 83.02 Dönsk króna 16.585 16.683 16.634 Norsk króna 12.969 13.045 13.007 Sænsk króna 11.917 11.987 11.952 Svissn. franki 109.42 110.04 109.73 Japanskt jen 0.9769 0.9827 0.9798 SDR 150.48 151.38 150.93 Evra 123.65 124.35 124.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.8558 Hrávöruverð Gull 1204.4 ($/únsa) Ál 2038.5 ($/tonn) LME Hráolía 73.0 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Greiningardeildir spá því að vísitala neysluverðs hækki um 0,3-0,4% í ágúst og að verð- bólga breytist lítið. Hagstofa íslands birtir neysluvísitölu næst hinn 30. ágúst. Arion banki gerir ráð fyrir 0,3% hækkun og að ársverðbólga haldist því áfram 2,7%. Íslandsbanki spáir hins vegar 0,4% hækkun og 2,8% árs- verðbólgu. Arion banki segir að áhrifaliðir á verð- bólguna í ágúst séu áhugafólki um verð- bólgu vel kunnar. Til hækkunar megi helst nefna sumarútsölur sem ganga til baka, en aðrir liðir sem hækka séu fast- eignaverð, ýmsar innfluttar vörur, mat- væli, hótel og veitingastaðir. Á móti vegi að flugfargjöld lækki umtalsvert eins og þau geri venjulega í ágúst. Spá lítilli breytingu á verðbólgu í ágúst Verð Sumarútsölur ganga nú til baka. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2017 til júní 2018 nemur rekstrartap flug- félagsins WOW air um 45 milljónum bandaríkjadala, jafngildi um 4,8 milljarða króna, fyrir fjármagns- gjöld og skatta (EBIT). Kemur þetta fram í fjárfestakynningu fyrir skuldabréfaútgáfu sem leidd verður af norska fjárfestingarbankanum Pareto Securities og Morgunblaðið hefur undir höndum. Áður hefur komið fram að rekstrartap WOW air á árinu 2017 nam 13,5 milljónum bandaríkjadala fyrir skatta og fjár- magnsgjöld. Samkvæmt kynningunni er stefnt að útgáfu skuldabréfa fyrir 500-1000 milljónir sænskra króna, jafngildi 6- 12 milljarða íslenskra króna, sem tryggð verða meðal annars með öllu hlutafé félagsins og dótturfélaga. Skuldabréfin yrðu til þriggja ára og er ætlað að endurfjármagna skuldir og brúa fjárþörf fram að frumútboði félagsins, sem stefnt er að innan 18 mánaða. Spá umskiptum í afkomu 2019 Áætlanir fyrir árið 2018 sem sett- ar eru fram í kynningunni gera ráð fyrir því að tap verði á rekstrinum fyrir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta (EBITDA) sem nemur sex milljónum dala á þessu ári. Til sam- anburðar var EBITDA jákvæð um fjórar milljónir á árinu 2017. Þá er gert ráð fyrir að EBIT verði nei- kvæð sem nemur 28 milljónum dala á þessu ári, eða sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna. WOW air áætlar um 16% vöxt í tekjum af flugmiðum á þessu ári og um 22% aukningu á næsta ári. Samkvæmt spá félagsins í kynn- ingunni er gert ráð fyrir að EBITDA á árinu 2019 verði hag- stæð um 64 milljónir dala og EBIT um 42 milljónir dala. Eigið fé 1,5 milljarðar króna Að því er fram kemur í skulda- bréfakynningunni nam eigið fé WOW air í lok júní á þessu ári 14 milljónum bandaríkjadala, jafn- gildi um 1,5 milljarða íslenskra króna. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hefur Skúli Mogensen styrkt eigið fé félagsins um tvo milljarða króna með því að færa eignarhlut sinn í Cargo Ex- press inn í WOW air auk þess sem hann breytti kröfum sínum á hendur félaginu í eigið fé. Hluta- fjáraukningin var gerð á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt upplýs- ingum frá félaginu. Þá kemur fram að félagið hefur fengið sex milljóna dala víkjandi hluthafalán á fyrri árshelmingi. Þess má geta að eigið fé WOW air í lok síðasta árs nam 40 milljónum dala, rúmum 4,3 milljörðum króna. Þarf einnig aukið hlutafé Fram kemur að skuldabréfa- útgáfan leggur ýmsar kvaðir á út- gefandann og er meðal annars sett það skilyrði að eigið fé WOW air sé að lágmarki 25 milljónir dala og vaxi um fimm milljónir dala á ári yfir lánstímann. Það er því ljóst að félagið þarf jafnframt að sækja aukið hlutafé áður en til skuldabréfaútgáfunnar kemur. Úr efnahagsreikningi félagsins um mitt árið má sjá að fyrirfram- greiddar tekjur flugfélagsins vaxa umtalsvert frá áramótum. Þá námu þær 73 milljónum dala en voru komnar í 149 milljónir dala í lok júní, jafngildi um 16 milljarða króna. Þetta endurspeglar miklar árstíðasveiflur í fyrirframgreidd- um tekjum flugfélaga þar sem flestar flugferðir eiga sér stað um og eftir mitt árið. Rekstrartap WOW air 4,8 milljarðar á 12 mánuðum Flug Lággjaldaflugfélagið WOW air stefnir að útgáfu skuldabréfa fyrir jafngildi 6-12 milljarða íslenskra króna.  Eigið fé 1,5 milljarðar króna  Skuldabréf eiga að brúa fjárþörf fram að frumútboði Afli íslenskra skipa árið 2017 var tæplega 1.177 þúsund tonn, 109 þús- und tonnum meira en árið 2016. Afla- verðmæti fyrstu sölu var um 110 milljarðar króna og dróst saman um 17,3% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Tæplega 426 þúsund tonn af botn- fiski veiddust á árinu 2017 sem er 30 þúsund tonnum minna en árið 2016. Nam aflaverðmæti botnfisksafla rúmum 76 milljörðum króna í fyrra og dróst saman um 17,7% frá fyrra ári. Samdráttur í þorskveiðum var 5,4% í magni og 16,0% í aflaverðmæti á milli ára. Alls veiddust 250 þúsund tonn af þorski á síðara ári og nam verðmæti hans 49 milljörðum króna. Mest magn veiddist af uppsjávar- tegundum eins og jafnan. Um 718 þúsund tonn veiddust árið 2017 sem er aukning um 143 þúsund tonn mið- að við árið 2016. Mest munar þar um ríflega 89 þúsund tonna aukningu í loðnuafla og 42 þúsund tonna aukn- ingu á kolmunna. Árið 2017 nam verðmæti uppsjávarfisks 23,8 millj- örðum króna og dróst það saman um 14,6% frá árinu 2016 er aflaverðmæt- ið nam 28 milljörðum króna. Tæplega 22 þúsund tonn af flat- fiski veiddust árið 2017 sem er 8,4% samdráttur frá því í fyrra en verð- mæti flatfiskafurða nam tæpum 7,5 milljörðum króna og dróst það sam- an um 17,3% miðað við árið í fyrra. Af skel- og krabbadýrum veiddust 10,6 þúsund tonn sem er 15,5% sam- dráttur frá árinu 2016. Verðmæti skel- og krabbadýraafurða dróst einnig saman og nam rúmum 2,4 milljörðum króna samanborið við tæpa 3,5 milljarða árið 2016. peturhreins@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Útgerð Samdráttur var í þorsk- veiðum 2017 frá árinu á undan. Verðmæti afla dróst saman 2017  Afli íslenskra skipa jókst þó um 109 þúsund tonn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.