Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
✝ Pálína JónaÁrnadóttir
fæddist 24. apríl
1924. Hún lést 3.
ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Stefán
Jónsson, f. 4.3.
1889, d. 19.5. 1956,
bóndi á Ásmund-
arstöðum og Hösk-
uldarnesi og síðar
póst- og símstöðv-
Árni Árnason, f. 23.1. 1920, d.
8.4. 2011, Þorbjörg Árnadóttir,
f. 3.3. 1922, d. 25.1. 2005, og
Þórarinn Árnason, f. 6.3. 1929,
d. 13.7. 1997.
Pálína var fædd á Raufarhöfn
og var næstyngst sex systkina.
Hún fór í húsmæðraskóla Suð-
urlands á Laugavatni veturinn
1944-1945. Seinna fór hún í
Fóstruskólann og útskrifaðist
hún árið 1953. Hún starfaði
mestan sinn starfsaldur í leik-
skólum í Reykjavík og var for-
stöðukona meðal annars í Aust-
urborg, Álftaborg og
Garðaborg.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 15. ágúst 2018,
klukkan 13.
arstjóri á Raufar-
höfn, og Þórhildur
Guðnadóttir, f. 9.4.
1893, d. 24.11.
1975, húsmóðir og
hannyrðakona. Pál-
ína átti fimm systk-
ini en þau voru Jón
Þórhildarson Árna-
son, f. 22.10. 1915,
d. 3.4. 1981, Guðna
Árnason, f. 2.11.
1917, d. 1.6. 1981,
Nú er hún elsku Nabba mín
farin. Búin að kveðja okkur eft-
ir langt en farsælt líf 94 ára
gömul. Margar tilfinningar
vakna, bæði sorg og söknuður
en einnig þakklæti yfir því að
hafa notið návistar við hana í
svona mörg ár. Frá því að ég
fæddist hefur Nabba alltaf ver-
ið allt um kring í mínu lífi.
Mamma og hún unnu saman
sem fóstrur í mörg ár, voru
góðar vinkonur og brölluðu
mikið saman á árum áður.
Nabba var ógift og barnlaus en
ég held að hún hafi upplifað
mömmu sem fósturdóttur sína
og mig þá sem ömmustelpuna
sína, enda vorum við nöfnur.
Eftir að ég eignaðist mína eigin
fjölskyldu hefur hún verið í
hlutverki ömmu og langömmu í
mínu fjölskyldulífi. Hún var
sjálfstæð, örlát og mikil barna-
kona, enda vann hún á leik-
skólum meirihluta starfsævinn-
ar. Hún hafði yndi af
leikhúsferðum og að hlusta á
tónlist, ekki síst klassíska enda
átti hún mikið og merkilegt
plötusafn. Þó sagðist hún ekki
hafa nokkurt vit á tónlist og
vera alveg laglaus. Ég hef ekki
verið mikið meira en fjögurra
ára þegar ég fór á fyrstu sin-
fóníutónleikana með henni og
samkvæmt Nöbbu stóð ég mig
vel, svaf sæl yfir tónlistinni, reis
svo upp og klappaði á milli.
Nabba hafði mjög ákveðnar
skoðanir á mörgum málefnum
og hélt ávallt sínu striki þótt
aðrir væru eitthvað að malda í
móinn, en aldrei lastaði hún
neinn. Allir höfðu eitthvað til
síns ágætis. Nabba var mikil
hannyrðakona, prjónaði, heklaði
og saumaði út. Hún var einnig
mikill lestrarhestur og átti
margar bækur og fannst gaman
að gefa bókagjafir. Hún var
einnig ótrúlegur dótasafnari og
hafði gaman af því að dreifa
dótinu allt í kringum sig. Var
alltaf að reyna að koma röð og
reglu á hlutina svo hún þyrfti
ekki alltaf að vera að leita að
einhverju sem hana vantaði og
sem hún vissi að var til en fann
samt ekki. Samverustundir okk-
ar urðu alltaf fleiri með árunum
og voru yngstu synir mínir litlir
gullmolar í hennar augum.
Kynni mín af Nöbbu gáfu mér
gott veganesti inn í framtíðina
og er ég mjög þakklát fyrir það.
Hvíl í friði, elsku Nabba mín, og
ég veit að þú munt vaka yfir
mér og mínum. Minningarnar
munu lifa með okkur.
Pálína Árnadóttir
og fjölskylda.
Pálína Jóna
Árnadóttir
✝ Sigríður Þor-björg Bjarney
Ólafsdóttir frá Krók
í Selárdal í Arn-
arfirði fæddist 22.
september 1922.
Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 7. ágúst
2018.
Foreldrar hennar
voru Ólafur Oddur
Ólafsson, f. 5. nóv-
ember 1890, d. 24. júlí 1970, og
Guðrún Þuríður Þorbergsdóttir,
f. 9. desember 1901, d. 10. júlí
1972. Systkini Þorbjargar eru
Ragnar, f. 21. ágúst 1927, El-
ísabet Auður, f. 27. júlí 1930, og
Ragnheiður Katrín, f. 5. sept-
ember 1939, d. 15. maí 2018.
Hinn 6. september 1953 giftist
Þorbjörg Sigurði Ingibergi
dór Karl Hermannsson, f. 6. des-
ember 1958. Maki Guðrúnar var
Sigurður Hafþór Sigurðsson, f. 9.
maí 1955, d. 15. desember 1998.
Börn þeirra: a) Eva Björg, f. 27.
maí 1978, maki Rafn Franklín
Arnarson, f. 7. mars 1978, börn
þeirra: Hafþór Örn, f. 2003, Hilm-
ir Rafn, f. 2005, Heimir Karl, f.
2010, og Ísey Ólöf, f. 2017. b)
Þröstur Þór, f. 3. ágúst 1988, í
sambúð með Berglindi Ósk Krist-
jánsdóttur, f. 1. desember 1989,
c) sonur Halldórs: Guðmundur
Ágúst, f. 1996. 3) Magnfríður Sig-
ríður, f. 23. ágúst 1959, maki
Ólafur Ólafsson, f. 5. maí 1957.
Börn Magnfríðar með fyrri eigin-
manni sínum, Þorleifi Jónassyni,
eru: a) Jónas Ingi, f. 5. nóvember
1981, maki Kristin Björfelt, f. 30.
ágúst 1980, börn þeirra: Sindri
Sigurd, f. 2007, og Silja Rós, f.
2011. b) Jóhann Þórir, f. 17. júní
1985, maki Anna Sigríður Islind,
f. 21. september 1985. Börn
þeirra: Ninja Tíbrá, f. 2006,
Skuggi Nóel, f. 2009, og Myrra
Kókó, f. 2010. c) Birgitta Bjarney
Guðmunda, f. 13. mars 1990,
sambýlismaður Edvin Lennarts-
son, f. 23. apríl 1990. Börn þeirra:
Viðar Leví Lennart, f. 2013, og
Vilda Amalía Magnfríður, f.
2016, d) sonur Ólafs: Ólafur, f. 18.
ágúst 1991, í sambúð með Drífu
Huld Guðjónsdóttur, f. 11. mars
1993. 4) Þórir, f. 23. ágúst 1959,
d. 23. júlí 1982. 5) Sigurður Krist-
inn, f. 3. janúar 1962. 6) Guðni
Birgir, f. 3. janúar 1962, sam-
býliskona hans er Hjördís Bech
Ásgeirsdóttir, f. 9. júní 1960.
Börn þeirra: a) Edith Soffía Sig-
ríður, f. 30. september 1992, sam-
býlismaður Baldur Már Guð-
mundsson, f. 1991, börn þeirra:
Mikael Helgi, f. 2017, og Drau-
mey Lilja, f. 2018, barn Edithar:
Jasmine Ösp, f. 2013, faðir
George W. Tuers. b) Rakel Ösp, f.
21. ágúst 1994, sambýlismaður
Adam Bouazzati, f. 1988, sonur
Ismael Aron, f. 2015 c) Benjamín
Aron, f. 8. ágúst 1997. Börn Hjör-
dísar: Páll, f. 1979, og Stella Sif, f.
1986.
Útför Þorbjargar fer fram í
Grafarvogskirkju í dag, 15. ágúst
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Bergssyni, f. 17.
september 1926, d.
14. nóvember 2007.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðbjörg
Bjarnadóttir, f. 11.
september 1883, d.
10. janúar 1964, og
Bergur Bjarnason,
f. 20. janúar 1899, d.
26. júní 1979. Systk-
ini Sigurðar voru
Þóra, f. 1923, d.
2014, og Snorri, f. 1925, d. 1988.
Börn Þorbjargar og Sigurðar:
1) Bjarni Guðbergur, f. 12. maí
1953, barnsmóðir hans er Arna
Hulda Jensdóttir, f. 24. mars
1959. Sonur Bergur Arnór, f. 21.
apríl 1983, börn Huldu: Hrafn-
hildur, f. 1975, og Róbert, f. 1977.
2) Guðrún Ólöf, f. 24. júlí 1956,
sambýlismaður hennar er Hall-
Elsku mamma, nú hefur þú lok-
ið þinni vegferð hér á jörð. Þú hef-
ur lifað langa ævi og ert ábyggi-
lega hvíldinni fegin. Mamma var
fædd á Neðribæ í Selárdal í Arn-
arfirði, en þegar hún var átta ára
fluttist fjölskyldan að Krók í sama
dal. Hún var elst fjögurra systkina
og byrjaði snemma að vinna. Fljót-
lega fékk hún það starf að reka
kýrnar og var það löng leið, gat
farið upp í tvær klukkustundir að
sækja þær á kvöldin. Upp úr tví-
tugsaldrinum fór hún suður til
Reykjavíkur til þess að vinna, en
kom í mörg ár heim á sumrin til að
hjálpa til við heyskap. Mamma og
pabbi kynntust í Reykjavík og
hófu búskap þar en fluttu síðan
vestur á Þingeyri, en þaðan var
pabbi, og bjuggu þau þar í um sjö
ár. Börnin komu til sögunnar og
urðum við alls sex, þar af tvennir
tvíburar á rúmum tveimur árum.
Því var ærið nóg að gera á stóru
heimili og ekki síst þau ár sem
pabbi var á sjó og mamma stóð
vaktina með okkur börnin. Oft var
þröngt í búi en mamma var nýtin
og saumaði á okkur föt, bakaði,
sultaði, bæði ber og rabarbara,
tók slátur og bjó til góðan
mömmumat. Mamma var heima-
vinnandi þar til yngstu synirnir
voru orðnir vel stálpaðir, þá fór
hún að vinna hálfan daginn.
Mamma og pabbi byggðu sér sum-
arbústað við Þingvallavatn og
dvöldu þar oft, sérstaklega eftir að
þau hættu að vinna. Alltaf var heitt
á könnunni og nýbakaðar kleinur
þegar komið var við í bústaðnum.
Eftir að pabbi lést árið 2007 lögð-
ust bústaðaferðir mömmu að
mestu niður, bjó hún þá ein, þar til
árið 2015 er hún flutti í þjónustu-
íbúð í Seljahlíð. Í fyrra fagnaði hún
95 ára afmæli sínu með okkur
systkinum, öðrum ættingjum og
vinum og eigum við góðar minn-
ingar frá þeim degi. Nokkrum
dögum fyrir andlátið talaði hún um
að nú værir hún að fara heim, heim
í dalinn sinn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku mamma, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Hvíl þú í friði.
Þínar dætur,
Guðrún og Magnfríður.
Kveðjustundin er runnin upp.
Síðustu misseri hafa verið ömmu
erfið, heilsunni farið ört hrakandi
og ánægjan af lífinu takmörkuð.
Það sem gaf lífi hennar gildi voru
heimsóknirnar sem hún fékk.
Henni þótti gaman þegar ég kom
með krakkana og þá sérstaklega
hana litlu Íseyju. Heyrnin var orð-
in svo léleg að erfitt var að halda
uppi samræðum og þá var gaman
að fylgjast með litlunni brasa við
kremtúpur og skyrdósir á gólfinu.
Eins lifnaði amma við þegar hún
fór að segja frá lífinu í Selárdal og
hve gaman var að leika álfadrottn-
inguna og önnur smáhlutverk á
samkomum, eða fylgjast með fólk-
inu dansa svo fallega á böllunum í
dalnum. Alveg fram á síðasta ár
var amma með eindæmum minn-
ug. Ég hef alla tíð furðað mig á því
hvernig hún hefur getað rakið dag-
setningar og ártöl eins og hún læsi
þau af bók eða munað nöfn allra
þeirra lækna sem hún gekk með
börnin til þegar þau voru lítil. Sög-
urnar sem hún hefur sagt mér frá í
smáatriðum af ævi sinni og lífsbar-
áttu hafa verið magnaðar og birst
lifandi fyrir sjónum mér. Stundum
hefur hvarflað að mér að skrifa
bók um hana því hún var svo frá-
bær sögumaður. En það verður
víst ekki af því. Ævi ömmu var
sjaldnast dans á rósum og eftir að
þau afi eignuðust fjölskyldu var
baráttan oft hörð. Á tímabili var
hún heima með fjögur bleyjubörn
þar sem hún mátti sjóða bleyjurn-
ar í potti í kjallaranum. Og þar af
eitt fatlað og mikið veikt barn.
Aldrei veit ég til þess að hún hafi
kvartað yfir neinu en oft var hún
þó að vorkenna mér þegar ég var
ein heima með mín börn. Þá
minntist ég þess sem þessi kona
mátti þola og þakkaði fyrir hvað ég
hefði það gott. Á unglingsárunum
bjó ég um tíma hjá ömmu og afa í
Hólabergi. Minnisstæðust er mér
amma í eldhúsinu að stússa í að
elda mat. Steiktur fiskur hjá henni
var sá allra besti í veröldinni en þó
ekki betri en fiskibollurnar. En
aldrei mun ég aftur bragða þvílík-
ar bollur. Amma og afi bökuðu líka
oft og iðulega kleinur. Bestu minn-
ingarnar eru þó þær þegar ég var
komin upp í rúm á kvöldin og var
að fara að sofa, þá opnaðist hljóð-
lega hurðin hjá mér og amma stóð
í gættinni. Oftast var hún nú ekk-
ert sérlega skrafhreifin en á þrösk-
uldinum hjá mér gat hún talað.
Stundum hugsaði ég með mér
hvort hún yrði ekkert þreytt í bak-
inu á að standa svona lengi, og
stundum var ég hreinlega of þreytt
til að hlusta. En þetta tengdi okkur
stöllur og við vorum frá þessari tíð
mjög góðar vinkonur. Í einni af síð-
ustu heimsóknum mínum til ömmu
töluðum við um Kötu frænku.
Hvort hún væri nú ekki alheilbrigð
og glöð í sumarlandinu. Við vorum
sammála um að það hlyti hún að
vera. En síðan lítur amma á mig og
segir „en hvað heldurðu með roll-
urnar, Eva, ætli hún hafi fengið að
taka þær með sér yfir?“„Ja, jú
...ætli það ekki“, sagði ég og kímdi
við henni. En þessar samræður
sögðu mér að hún væri sjálf farin
að velta fyrir sér þessu með lífið í
sumarlandinu. Og ég er ekki í
minnsta vafa um að þangað er hún
komin, ung og falleg í gulum kjól í
örmum hans afa. Ástarkveðja til
þín, amma mín, frá mér.
Eva Björg Sigurðardóttir.
Þorbjörg
Ólafsdóttir
✝ RagnheiðurMagðalena Jó-
hannsdóttir fæddist
á Ósi, Kálfham-
arsvík í Austur--
Húnavatnssýslu, 17.
júlí 1927. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 4. ágúst
2018.
Foreldrar hennar
voru Jóhann Jós-
efsson, bóndi á Ósi,
f. 21.1. 1892, d. 29.4.
1980, og Rebekka Guðmunds-
dóttir, húsmóðir, f. 21.8. 1895, d.
29.9. 1959. Þau eignuðust níu
börn, tveir drengir dóu ungir og
óskírðir en þau sem komust upp
voru: Friðgeir Ingibjörn, f. 27.6.
1920, Kristinn Ágúst, f. 13.6. 1922,
Sigurjón Edvard, f. 22.7. 1923, Jós-
ef Ófeigur, f. 29.12.
1924, Valdimar Rós-
inkrans, f. 1.7. 1929,
og Hólmfríður Mar-
grét, f. 5.5. 1933.
Ragnheiður var síð-
ust af þeim systk-
inum til að kveðja
þennan heim. Ragn-
heiður giftist Kristni
Magnúsi Guðbjörns-
syni, f. 2.8. 1927, d.
23.5. 2005. Börn
þeirra eru: Jóhann,
dætur hans eru Kristi Jo og
Nancy Lyn. Ester, gift Andrési
Guðbirni Jónssyni, börn þeirra
eru Íris Hrönn og Andri Þór.
Barnabarnabörn eru sex.
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 15.
ágúst 2018, klukkan 13.
Með fátæklegum orðum langar
okkur Guðbjörgu að minnast
Rögnu frænku eins og hún var allt-
af kölluð. Ragna frænka er síðust
systkinanna frá Ósi í Nesjum á
Skaga til að kveðja þessa jarðvist.
Hægt væri að skrifa heila bók um
hana ef því væri að skipta því hún
var stórbrotinn persónuleiki. Það
sem einkenndi Rögnu var hversu
heilsteypt og hrein og bein hún var
og sagði sína skoðun umbúðalaust
á kjarnyrtu máli og þótti sumum
stundum nóg um. Hún ólst upp við
fátækt og erfið kjör sem mörkuðu
líf hennar. Mínar fyrstu minningar
um hana eru þegar hún kom norð-
ur í sínar árlegu sumarheimsóknir
til afa á Ósi með Kidda manninum
sínum og börnunum Jóhanni og
Ester. Í fersku minni er dillandi
hláturinn í Rögnu þegar pabbi og
hún voru stundum að rifja upp
gamlar minningar, en þeim kom
alltaf sérlega vel saman og gátu al-
veg gleymt sér. Kiddi maður
Rögnu átti alltaf góðar myndavélar
og tók mikið af myndum. Ekki alls
fyrir löngu fékk ég að fara í gegn-
um myndaalbúmin þeirra og fékk
að skanna áhugaverðar myndir
sem þau áttu. Eftir að Kiddi maður
Rögnu féll frá hélt hún áfram að
koma norður eins oft og hún gat og
fórum við Guðbjörg oftast með
henni að Ósi, þar sem hugur hennar
leitaði alltaf til æskustöðvanna. Til
gamans má segja sögu af Rögnu er
við komum í eitt skipti að hliðinu að
afleggjaranum niður að Ósi og
Saurum, læstu með keðju og heng-
ilás, þá varð hún afar ósátt og þau
eru ekki prenthæf orðin sem hún
notaði um þennan verknað sem hún
taldi kolólöglegan. Næst þegar hún
kom norður bað hún mig sérstak-
lega að koma með sér út í Nes og
lána sér járnsög því það skyldi eng-
inn stoppa sig í að fara á æskuslóð-
irnar og hróðug var kerla þegar bú-
ið vara að saga keðjuna í sundur og
fylgdu vel valin orð með. Þegar við
komum að Ósi lifnaði yfir Rögnu er
hún fór að rifja upp gamlar minn-
ingar. Sagði hún okkur margar sög-
ur af uppvexti sínum meðan hún
dvaldi þarna á Ósi. Lýsti hún allri
húsaskipan eins og verið hafði en
bæjarhúsin voru löngu hrunin áður.
Einu sinni hringdi ég í Rögnu og
fékk hana til að fara í ákveðið bíla-
umboð fyrir mig því þeir höfðu
margoft svikið mig með pöntun á
varahlutum í bíl sem ég átti. Ragna
brá skjótt við og fór í umboðið og
bað bara um viðtal við sjálfan for-
stjórann og talaði vel yfir hausa-
mótunum á honum. Varahlutirnir
komu með fyrstu ferð því forstjór-
ann langaði ekki í aðra heimsókn
frá henni. Svona var Ragna, alltaf
boðin og búin að hjálpa sínu fólki.
Ragna hafði alltaf gaman af er
við komum í heimsókn til hennar
með okkar fólk. Hún var mjög
frændrækin. Hún tók líka á móti
frændfólki okkar úr Vesturheimi
og skipulagði heimsóknir til ætt-
ingja hér á landi og fór sjálf tvisvar í
heimsóknir vestur. Við þökkum
þessari mikilhæfu og ákveðnu konu
samfylgdina og allar skemmtilegu
heimsóknirnar og símtölin.
Við vottum Jóhanni, Ester og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Finnur og Guðbjörg.
Ragnheiður
Magðalena
Jóhannsdóttir
Elskuleg frænka okkar,
GUÐNÝ BALDVINSDÓTTIR
frá Grenjum,
andaðist á dvalarheimilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi laugardaginn 11. ágúst.
Systkinabörn hinnar látnu