Morgunblaðið - 15.08.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
✝ Guðbjörg JónaGuðmundsdótt-
ir fæddist í Naust-
vík, Árneshreppi í
Strandasýslu 5. des-
ember 1935. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 31. júlí
2018.
Foreldrar hennar
voru Steinunn Guð-
mundsdóttir, f. 29.9.
1896, d. 19.2. 1986, og Guð-
mundur Árnason, f. 29.5. 1889, d.
2.4. 1972. Steinunn og Guð-
mundur voru bændur í Naustvík
frá 1916 til 1967.
Jóna var áttunda í röð níu
systkina. Þau eru: Anna Margrét,
f. 29.7. 1917, d. 2.3. 2010; Þórarna
Kristjana, f. 8.10. 1919, d. 3.8.
1920; Ingibjörg Kristjana, f. 22.7.
1921, d. 14.11. 2010; Sveinn, f.
14.4. 1923, d. 4.11. 1991; Guðfinna
Magney, f. 3.5. 1926, d. 1.1. 2003;
Áslaug Halla, f. 22.10. 1929;
Kjartan Ólafs, f. 16.4. 1932, og
Þóra Kristín, f. 15.12. 1938.
Dóttir Guðbjargar Jónu og
Magnúsar Þórðarsonar, f. 6.9.
1932, d. 12.10. 1992, er Guðrún, f.
11.2. 1956. Eiginmaður hennar er
Jóhann Rúnar Hilmarsson, f. 27.3.
1953. Dætur þeirra eru: Jóhanna,
f. 20.2. 1981, og Steinunn, f. 14.1.
3.3. 1967. Eiginmaður hennar er
Ragnar Þór Hauksson, f. 25.12.
1960. Börn þeirra eru: Sveinn
Stefán, f. 17.1. 1993; Hildur Jóna,
f. 23.3. 1994; Halldóra, f. 22.12.
2000; og Brynjar Skúli, f. 4.6.
2006. 4) Guðmundur Steinar, f.
17.10. 1973. Eiginkona hans er
Ragna Kristinsdóttir, f. 17.6.
1970. Sonur þeirra er Steinar
Snær, f. 2.3. 2006. Sonur Rögnu
er Hlynur Kristinn Rúnarsson, f.
23.1.1989. Fósturbörn Guð-
mundar Steinars og Rögnu eru:
Svanhildur Sigríður Mar, f. 20.2.
1995; Guðný Bernhard, f. 17.11.
1995; Klara Lind Óskarsdóttir, f.
20.2. 2002; og Bjartur Elí Arturs-
son, f. 20.12. 2010.
Guðbjörg Jóna ólst upp í
Naustvík og byrjaði ung að taka
þátt í öllum almennum sveita-
störfum. Hún stundaði hefð-
bundið barnaskólanám þess tíma
við barnaskólann á Finn-
bogastöðum og var einn vetur í
gagnfræðaskólanum í Hvera-
gerði. Þaðan lá leiðin til Reykja-
víkur þar sem hún stundaði ým-
iskonar störf. Árið 1960 gerðist
hún ráðskona á símstöðinni í Brú í
Hrútafirði. Þar kynnist hún verð-
andi eiginmanni sínum, Skúla
Helgasyni. Þau hófu búskap í
Kópavogi 1962 en settust svo að í
Guðlaugsvík haustið 1963. Þar
bjuggu þau samfellt þar til hún
lést, en voru með annan fótinn í
Reykjavík síðastliðið ár.
Útför Guðbjargar Jónu fer
fram í dag, 15. ágúst 2018, frá
Seljakirkju og hefst athöfnin kl.
11.
1986. Sambýlis-
maður Jóhönnu er
Samson Bjarni Jón-
asson, f. 19.10. 1983.
Synir þeirra eru Jó-
hann Eldór, 30.11.
2011, og Jónas
Bjartur, f. 30.11.
2011.
14. nóvember
1964 giftist Guð-
björg Jóna eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um, Skúla Helgasyni, f. 6.10.
1936. Foreldrar hans voru hjónin
í Guðlaugsvík, Anna Sigríður Sig-
urðardóttir, f. 3.7. 1907, d. 18.8.
1995, og Helgi Skúlason, f. 1.7.
1901, d. 25.4. 1994.
Börn Guðbjargar Jónu og
Skúla eru: 1) Helgi Sigurður, f.
2.7. 1964. Eiginkona hans er
Anna Ósk Kolbeinsdóttir, f. 18.9.
1970. Börn þeirra eru: Kolbrún
Jóna, f. 30.4. 2001, og Skúli
Sturla, f. 4.7. 2006. 2) Unnur Þóra,
f. 6.2. 1966. Barnsfaðir hennar er
Kristinn Ólafur Kristinsson, f. 2.7.
1963. Sonur þeirra er Skúli Jón, f.
7.1. 1986. Eiginmaður Unnar
Þóru er Bjarni Amby Lárusson, f.
30.7. 1970. Börn þeirra eru: Guð-
björg Jóna, f. 24.12. 2001; Signý
Lára, f. 17.8. 2003; Árni Kjartan,
f. 22.12. 2004, og Matthildur, f.
11.7. 2006. 3) Anna Sigríður, f.
Þegar tækin sem þú varst
tengd við byrjuðu að pípa opnað-
irðu augun og spurðir: „Er þetta
Fríkirkjan?“ Ég játaði hikandi og
þú leist á mig og brostir.
Í huganum skaut upp minningu
um fögnuð lítillar stúlku þegar
mamma kom heim á sumrin. Ég
var oft hálffeimin við þig í byrjun
því þú varst svo falleg og fersk. Þú
komst úr henni Reykjavík, þar
sem vorin voru fegurst með ang-
andi runnum og trjám og þar var
Fríkirkjan.
Það var ekki bara þú sem
komst á sumrin. Litla húsið fyllt-
ist af ungu glaðværu fólki. Um
Naustvík alla ómuðu smitandi
hlátrasköll og hispurslaus skoð-
anaskipti frá þessu lífsglaða og
skemmtilega fólki. Það eru perlur
minninganna.
En svo varst þú og allir farnir
og við tók snjóþungur og jafnvel
ísilagður vetur og óttinn við ís-
birni. Hvað var til ráða ef þessi
ógnarskepna réðist á bæinn? Ég
hafði heyrt ömmu tala um að þau
afi væru bæði orðin gagnslaus
gamalmenni og sjálf var ég nú
ekki mikill bógur.
Þú skrifaðir alltaf og svo kom
að því að eitt bréfið var öðruvísi en
hin. Þá varstu komin inn í Brú og
undir þér vel. Aftan á bréfið teikn-
aðir þú símstöðvarhúsið og nán-
asta umhverfi, þ.á m. veginn upp á
Holtavörðuheiði. Seinna kom í ljós
að það var einmitt neðan af þess-
ari heiði sem hann kom, ungi
myndarlegi maðurinn. Hann vann
þar við snjómokstur og kom við til
að fá sér kaffisopa í Brú.
Það var tregablandið þegar ég
fluttist til þín inn í Guðlaugsvík.
Hver átti nú að lesa Tímann fyrir
afa, sem orðinn var hálfblindur?
Og amma, var hún ekki einfald-
lega vís til að nota blöðin til upp-
kveikju? Hún gat verið svo skeyt-
ingarlaus í svona málum. Nú og
svo ísbirnirnir!
En ég var að fara til þín, í nýtt
hús og fékk sérherbergi sem sneri
í norður. Út um gluggann horfð-
um við oft hugfangnar á sólarupp-
komuna sem er hvergi fallegri en í
Guðlaugsvík. Við horfðum á hana
saman, þú og ég, og ísbjarnar-
hræðslan hvarf.
Þú sagðir mér sögur úr lífi þínu
í Reykjavík. Frá frúnni sem þú
varst í vist hjá þegar þú gekkst
með mig og hvað hún hvatti þig
mikið til að gefa barnið. Það kom
aldrei til. Sagðir mér frá Túngötu
30 og nöfnu minni þar, henni Guð-
rúnu Þórðardóttur, en þar varstu í
vist tveimur árum fyrr. Sagðir
mér frá boðunum sem þú fékkst
frá nöfnu þegar hún frétti hvernig
komið var. Þau voru stutt og skor-
inorð: „Þú kemur til mín með
barnið.“
Seinna, svo margt, margt löngu
seinna, gengum við Túngötuna
saman. Við gengum niður að
Tjörn og að Fríkirkjunni.
Ég veit samt ekki, mamma,
hvers vegna Fríkirkjan var þér
svona hugleikin. Þú sagðir mér
aldrei neinar sögur um hana.
Guðrún Magnúsdóttir.
Elsku amma! Þú varst besta
amma sem nokkur gæti hugsað
sér og ég elskaði þig svo mikið. Þú
varst frábær manneskja, góð,
hugulsöm, hjartahlý, ástrík, fynd-
in og hreinskilin, á góðan hátt. Þú
varst einnig frábær kokkur. Þú
varst ein gjafmildasta manneskja
í heimi. Það voru aldrei nein vand-
ræði í kringum þig.
Vanalega trúi ég ekki á guð en
ég veit að núna ert þú við hægri
hönd hans. Þegar ég heyri ein-
hvern nefna guð þá hugsa ég um
þig og hef alltaf gert það. Maður
lifnaði alltaf við hláturinn þinn og
svo var alltaf svo skemmtilegt
þegar þú hermdir eftir röddum
annarra manna. Allt við þig var
svo fallegt og hlýlegt. Ég elskaði
þig og elska þig enn þá. Þú átt allt-
af stað í hjarta mínu. Ég elska þig.
Þú hverfur aldrei úr mínum huga.
En nú ert þú í friðarheimi
og flýgur um eins og lítil fluga.
Er mig dreymir
þá ert þú þar á sveimi
sem engill í draumaríki
sem eigi vill að einhver svíki.
Þitt ömmubarn,
Matthildur.
Elsku Jóna mín, mikið kvaddir
þú snögglega. Minningarnar hlað-
ast upp í huga mér. Við áttum svo
margar góðar stundir saman. Hjá
okkur var alltaf stutt í hláturinn
og Kanaríferðirnar með ykkur
Skúla eru ógleymanlegar.
Í mörg sumur varst þú sumar-
mamma Guðmundar, sonar míns.
Hann elskaði að vera hjá ykkur og
gat ekki hugsað sér að vera ann-
ars staðar en í Guðlaugsvík. Þú
munt alltaf eiga stóran sess í
hjarta mínu.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Ég votta Skúla, börnum og öðr-
um aðstandendum samúð mína.
Við eigum öll góðar minningar um
Jónu og hún verður áfram í huga
okkar.
Hvíl í friði og takk fyrir allt.
Ingveldur Kristinsdóttir.
Guðbjörg Jóna
Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðbjörgu Jónu Guð-
mundsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
MARGRÉT Á. HALLDÓRSDÓTTIR
Snotrunesi, Borgarfirði eystra,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Dyngju á
Egilsstöðum 9. ágúst.
Minningarathöfn verður í Egilsstaðakirkju föstudaginn 17. ágúst
klukkan 15. Útför hennar fer fram frá Bakkagerðiskirkju
laugardaginn 18. ágúst klukkan 11.
Gróa Eiðsdóttir Júlíus Snorrason
Halldór Á. Eiðsson
Hulda Eiðsdóttir Hjörleifur Gunnlaugsson
Eygló Eiðsdóttir Knútur S. Hafsteinsson
Njáll Eiðsson Sigrún Viktorsdóttir
Egill Eiðsson Fjóla Hólm
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINBJÖRN SIGTRYGGSSON
húsasmíðameistari,
lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn
1. ágúst.
Bálför hefur farið fram að ósk hins látna.
Útför fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 25. ágúst
klukkan 13 og duftker jarðsett í Ólafsvíkurkirkjugarði.
Kristinn Vigfús Sveinbjörns. Ena Dahl
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Sigfinnur Snorrason
Olga Sveinbjörnsdóttir Jóhann Ágústsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BOGI RAGNARSSON
frá Laufási, Djúpavogi,
lést miðvikudaginn 8. ágúst.
Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju
laugardaginn 18. ágúst klukkan 13.
Erla Jóhannsdóttir
Svandís Guðný Bogadóttir Reynir Arnarson
Ragnar Jóhann Bogason Svava Skúladóttir
Ágúst Bogason Bríet Birgisdóttir
Ómar Bogason Margrét Urður Snorradóttir
Gísli Borgþór Bogason
Gunnlaugur Bogason Kolbrún Eiríksdóttir
Hafdís Erla Bogadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓR ARASON
Skagaströnd,
lést á heimili sínu, Bogabraut 26 á
Skagaströnd, laugardaginn 11. ágúst.
Útför hans fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd
laugardaginn 25. ágúst klukkan 14.
Fjóla Jónsdóttir
Ari Jón Þórsson
Þórarinn Kári Þórsson Ann Þórsson
Atli Þór Þórsson María Kristín Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir og tengdasonur,
ÁGÚST ÖNUNDARSON,
sem varð bráðkvaddur þriðjudaginn 31. júlí
á Möltu, verður jarðsunginn föstudaginn
17. ágúst klukkan 11 frá Fossvogskirkju.
Ester Ösp Guðjónsdóttir Hrefna Ýr Ágústsdóttir
Harpa Ágústsdóttir Sigurður Harðarson
Önundur Jónsson Gróa Stefánsdóttir
Hrönn Önundardóttir Ólafur Atli Sigurðsson
Marinó Önundarson Herdís Bragadóttir
Stefán Björnsson Önundars. Erna Rut Steinsdóttir
Agnes Eir Önundardóttir Einar Grímsson
Guðjón Kjartansson Dagbjört Hjaltadóttir
Sölvi Mar Guðjónsson
og aðrir vandamenn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA MÖLLER
Eiðismýri 30,
lést á heimili sínu föstudaginn 3. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ólafur Einarsson
Þorleifur Sívertsen Helga Kristinsdóttir
Stella Sívertsen Claudio Adam
Víglundur Möller Sívertsen Halldóra Karlsdóttir
Sigurður Sívertsen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG INGUNN MAGNÚSDÓTTIR,
Ársölum 1, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 9. ágúst.
Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 20. ágúst
klukkan 15.
Trausti Þorláksson
Magnús Traustason
Guðlaug Traustadóttir
Þorlákur Traustason Guðrún H. Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
BJÖRK HJALTADÓTTIR,
Garðabæ,
lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi
sunnudaginn 12. ágúst.
Útför fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 24. ágúst
klukkan 13.
Guðmundur Brynjólfsson
Hjalti Guðmundsson Sigrún Ýr Svansdóttir
Brynhildur Guðmundsdóttir Örlygur Auðunsson
Lena Björk, Aníta, Kamilla, Guðmundur Thor,
Þórhildur Stella, Hugrún Birna, Kristófer Páll