Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
✝ Engilráð Ósk-arsdóttir, alltaf
kölluð Stella, fædd-
ist í Reykjavík 26.
febrúar 1931. Hún
andaðist 6. ágúst
2018.
Foreldrar hennar
voru Anna Eiríks-
dóttir, f. 26.5. 1906,
d. 8.12. 1986, og
Óskar Þórðarson, f.
1.6. 1903, d. 3.9.
1972. Anna og Óskar voru aldr-
ei í samvistum, en eiginmaður
Önnu frá 15.10. 1932, Guðbjörn
Þórarinsson, f. 11.5. 1894, d.
3.9. 1988, gekk Stellu í föð-
urstað allt til dauðadags. Systk-
ini Stellu sammæðra eru Sigríð-
ur Guðbjörnsdóttir, f. 1933,
Anna Björk Guðbjörnsdóttir, f.
1938, Eiríkur Steinar Guð-
björnsson, f. 1940, d. 1940, og
Þórunn Guðbjörnsdóttir, f. 1944.
Bróðir Stellu samfeðra er Þórð-
ur Óskarsson, f. 1925, d. 1944.
Stella ólst upp hjá móður
sinni og fósturföður á Langeyri
í Hafnarfirði í góðum hópi
óvenjusamrýndra systra, oft
nefndar í daglegu tali Langeyr-
arsystur.
hamla sér meir en það að hún
vann fulla vinnu til 68 ára ald-
urs, lengst af við símsvörun hjá
Gunnari Ásgeirssyni og Velti hf.
en síðustu árin á bæjar-
skrifstofu Hafnarfjarðar. Þá
vann hún einnig við saumaskap
enda lék það í höndunum á
henni. Stella var góð söngkona
og var í vinsælum sönghóp sem
hét Ránardætur. Ásamt henni
voru í hópnum Ragnheiður Sig-
urðardóttir og Sigrún Þórð-
ardóttir. Léku þær á flestum
skemmtistöðum á höfuðborg-
arsvæðinu og víða úti um land.
Stella var ein af fáum Íslend-
ingum sem kunnu að jóðla,
gerði hún það listavel. Stella
tók mikinn þátt í félagslífi, var í
kirkjukór Víðistaðakirkju í 20
ár og meðlimur í systrafélagi
kirkjunnar. Hún var einnig virk
í slysavarnafélaginu Hraun-
prýði, var þar formaður um
skeið, jafnframt starfaði hún í
orlofsnefnd húsmæðra í Hafn-
arfirði. Á vegum þessara félaga
spilaði hún og söng á flestum
samkomum þeirra, langt fram
eftir aldri meðan getan leyfði,
stundum ein, en oft með öðrum
t.d. í sönghópi sjö kvenna sem
nefndu sig Sjöurnar.
Síðastliðin tvö ár naut Stella
góðrar aðhlynningar á Hrafn-
istu í Hafnarfirði (Ölduhraun).
Útför Stellu fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 15. ágúst
2018, klukkan 13.
Stella giftist
hinn 5.4. 1953
Guðmundi Er-
lendssyni, f. 18.6.
1928, d. 1.8. 1978,
hann var lengst af
starfandi sem
rannsóknarlög-
reglumaður, en
var jafnframt
lærður vélstjóri
og sem leikari út-
skrifaðist hann
1967. Lék hann hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, m.a. stór hlutverk
í Fjalla-Eyvindi, Pilti og stúlku
og Indjánaleik.
Börn Stellu og Guðmundar
eru: 1) Anna, f. 3.10. 1953,
framkvæmdastjóri, maki Logi
Egilsson, lögmaður, f. 8.10.
1952. 2) Gestur Friðrik, f. 22.7.
1956, kennari og myndlistar-
maður, maki Sylvía Kristjáns-
dóttir, f. 23.6. 1964, grafískur
hönnuður.
Barnabörnin eru sex og
barnabarnabörnin tólf.
Stella fékk lömunarveiki þeg-
ar hún var 15 ára, sem tak-
markaði alla tíð síðan líkamlega
getu hennar. Hún lét það þó
vegna þrautseigju sinnar ekki
Elsku amma Stella. Mikið er
skrítið að þú skulir vera farin. Því
er erfitt að kyngja því þú hefur
alltaf verið svo stór hluti af lífi
mínu. Vinkona mín, amma mín og
ein af helstu fyrirmyndum mínum
í lífinu.
Þegar ég hugsa til baka er svo
margs að minnast. Sögurnar sem
þú samdir og sagðir okkur ótelj-
andi sinnum með röddum og lát-
bragði, sögur sem þú varst nú í
seinni tíð farin að segja lang-
ömmubörnunum. Svo söngst þú
svo oft fyrir okkur ömmubörnin
þín og spilaðir á gítarinn og þann-
ig lærðum við ótal lög og vísur.
Þegar við bjuggum á Laufvang-
inum var ég svo lánsöm að þú
bjóst í íbúðinni fyrir ofan okkur.
Ég mátti alltaf gista hjá þér og þá
var sko dekrað við mann. Ég fékk
að horfa fram eftir á sjónvarpið og
fá morgunmat á bakka yfir barna-
tímanum. Ég fékk líka oft að fljóta
með á kóræfingar og í messu í
Víðistaðakirkju þar sem ég sat við
fætur þér á meðan þú söngst í
kirkjukórnum. Við fórum líka oft í
sund og þá alltaf í gömlu laugina
og mér þótti það alltaf svo gaman,
enda við mikið fyrir sundið. Þú
saumaðir listavel og ég fékk nýja
flík við hvert tilefni, benti bara á
kjólinn í blaði eða sagði hvað ég
var með í huga og þú töfraðir það
fram.
Frá því að ég man eftir mér
höfum við yfirleitt eytt öllum há-
tíðisdögum saman og það hefur
mér þótt forréttindi. Þú elskaðir
allar veislur og samkvæmi.
Þegar ég var orðin unglingur
þótti mér alltaf gott að koma og
tala við þig. Ég þreif íbúðina þína
vikulega á tímabili og fór í búðina
en mesti tíminn fór yfirleitt í spjall
og samveru. Í dag finnst mér ótrú-
legt að þú hafir nennt að hlusta á
ærandi þungarokkið sem ég spil-
aði þegar ég var að þrífa. Ekki
hefðu allar ömmur þolað það. Við
áttum líka kósí kvöldstundir sam-
an þegar ég var orðin fullorðin,
hlustuðum á hljóðbækur eða
horfðum á bíómyndir. Við náðum
svo vel saman og skildum hvor
aðra, sem gerði samband okkar al-
veg einstakt.
Elsku amma, þegar ég flutti svo
til Boston man ég hvað okkur þótti
erfitt að kveðja hvor aðra. Mér
þótti erfitt að búa svona langt í
burtu eftir að þú fluttir á Hrafn-
istu og að geta ekki orðið þér að
liði, hitt þig og spjallað við þig. En
ég er svo fegin að hafa verið komin
til landsins áður en þú kvaddir
þennan heim og getað knúsað og
kvatt þig. Elsku amma mín, vin-
kona mín. Ég mun alltaf sakna
þín.
Þín
Agnes.
Elsku amma Stella, nú hefur þú
kvatt þennan heim og ert komin
yfir í Sumarlandið til afa. Ég sit
hér með söknuð í hjarta og minn-
ingarnar streyma um hugann. Það
er erfitt að ætla að skrifa saman-
tekt á þeim minningum og sam-
verustundum sem við höfum átt.
Frá því að ég kom í heiminn hefur
þú alltaf verið hér og þegar ég
hugsa til baka, sama hvort það eru
hátíðisdagar, veisluhöld eða ein-
faldur hversdagsleikinn, hefur
nærveru þinnar alltaf notið við.
Það er sárt til þess að hugsa að
stundirnar með þér í þessum
heimi verða ekki fleiri, en ég er
endalaust þakklát fyrir allar
minningarnar sem ég á um glæsi-
lega og dásamlega ömmu.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til þín, þú tókst manni
opnum örmum og heilsaðir manni
brosandi með orðunum: „Hæ
sweetie pie!“ Umsvifalaust var
haft til kaffi og bakkelsi, svo var
setið og spjallað um lífið og til-
veruna. Þú fylgdist vel með því
sem var að gerast í lífi okkar allra
og þér var mikið í mun að okkur
liði vel og að við værum glöð í líf-
inu.
Þú varst mikill fagurkeri, varst
alltaf vel tilhöfð og vildir hafa fínt
og fallegt í kringum þig. Einkunn-
arorð þín voru elegant, lekkert og
smart. Þú fylgdist vel með tísku-
straumum hverju sinni og það var
ósjaldan sem maður sat með stafla
af móðinsblöðum, spekúleraði og
spjallaði um það sem var nýmóð-
ins. Þú varst einstaklega listræn
og handlagin og gast galdrað fram
ótrúlegustu hluti. Ef nýr kjóll var
það sem var efst á óskalistanum
var nóg að koma með hugmyndina
til þín og krota niður skissu af
kjólnum. Málbandið var þá tekið
upp, maður mældur í bak og fyrir,
efni valið og áður en maður vissi af
var draumakjóllinn tilbúinn.
Söngur og ástríða fyrir tónlist
fylgdi þér alla tíð. Gítarinn var
iðulega hafinn á loft þegar fjöl-
skyldan kom saman þar sem þú
spilaðir, söngst og jóðlaðir. Þú
varst líka alltaf í kór og það er mér
minnisstætt að hafa fengið að
fylgja þér sem barn á kóræfingu
og í messu þar sem maður sat við
fæturna á þér á kórpallinum og
raulaði með. Þessi einstaka söng-
gleði hefur alltaf fylgt manni og
orðið til þess að maður fór sjálfur
að taka þátt í kórstarfi og er sís-
yngjandi.
Þú hafðir líka gaman af því að
segja sögur og gast spunnið upp
ævintýralega frásögn um furðu-
verur og ævintýraheima. Þú lagð-
ir þig alla fram við frásögnina;
notaðir mismunandi raddir fyrir
hverja persónu og lýsingarnar svo
dásamlegar að það var engu líkara
en ævintýrið lifnaði við.
Þegar ég fór að fullorðnast óx
með okkur mikill vinskapur og við
áttum dýrmætar stundir saman.
Þegar ég eignaðist svo Ómar
Loga minn og langömmubörnun-
um fór að fjölga voru rifjaðar upp
allar sögurnar þínar og barna-
söngvarnir. Þú varst alveg jafn
yndisleg langamma eins og þú
varst amma.
Það eru engin orð sem lýsa því
nægilega vel hversu einstök og
dásamleg kona þú varst, elsku
amma mín. Veröldin er tómlegri
án þín. Yndislegar minningar um
þig lifa í hjarta mínu og munu ylja
mér um ókomna tíð.
Ég kveð þig nú með orðum þín-
um og segi: „Bæ sweetie pie!“
Þín dótturdóttir og nafna,
Ingigerður Stella.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Í dag kveðjum við Stellu, kæra
systur okkar, hinstu kveðju. Hún
var elst okkar fjögurra systra frá
Langeyri, og fyrirmynd á mörg-
um sviðum. Við yngri systurnar
litum upp til hennar og vorum
mjög stoltar af henni, hún kunni
svo margt. Hún var t.d. lagin við
að sauma föt og saumaði marga
fallega kjóla á okkur yngri syst-
urnar. Einnig hafði hún atvinnu af
að sauma fyrir aðra um áraraðir.
Stella kunni að syngja og spila á
gítar og svo kunni hún líka að
jóðla. Hún hafði fallega söngrödd,
og söng alla tíð gegnum lífið. Hún
byrjaði að syngja opinberlega
þegar hún stofnaði söngtríóið
„Ránardætur“ með vinkonum sín-
um, Ragnheiði Sigurðardóttur og
Sigrúnu Þórðardóttur, og komu
þær víða fram, m.a. í „Bláu Stjörn-
unni“, sem var vinsæl revía á ár-
unum rétt fyrir 1950. Seinna á æv-
inni var hún í öðrum sönghópi með
sex vinkonum og komu þær víða
fram á skemmtunum. Stella söng
einnig í kórum t.d. Pólýfónkórn-
um, Kirkjukór Víðistaðakirkju og
Gaflarakórnum, og nú allra síð-
ustu árin í Hrafnistukórnum.
Stella veiktist af lömunarveiki
árið 1946 og lamaðist annar fótur
hennar, en með mikilli eljusemi
þjálfaði hún sig svo að hún komst
aftur á fæturna. Árið 1950 fór hún
til Danmerkur til lækninga á
heilsuhæli sem hét Humlegaarden
og hafði hún gott af því. Fór hún
svo í framhaldi af því til Kaup-
mannahafnar og lærði að lita ljós-
myndir, sem hún vann við um
tíma.
Þegar Stella kom aftur heim frá
Danmörku, hitti hún fljótlega
hann Mumma sinn, Guðmund Er-
lendsson frá Ísafirði, og giftu þau
sig 1953. Þau eignuðust tvö mann-
vænleg börn, þau Önnu og Gest
Friðrik. Guðmundur lést langt
fyrir aldur fram, árið 1978. Fyrsta
barnabarnið kom einmitt í heim-
inn það sama ár, og urðu þau alls
sex . Langömmubörnin komu svo
síðar hvert af öðru og eru orðin
tólf.
Stella var á öðru árinu þegar
hún kom inn í líf föður okkar með
mömmu og var það mikið lán fyrir
þau bæði, og einnig fyrir okkur
yngri systur hennar. Guðbjörn
faðir okkar reyndist henni sem
besti faðir og þótti honum jafn
vænt um hana eins og okkur hin-
ar.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Við kveðjum kæra systur með
trega.
Sigríður (Lilla), Anna
Björk (Bidda) og Þórunn
(Tóta) Guðbjörnsdætur.
Engilráð Óskars-
dóttir (Stella)
Fleiri minningargreinar
um Engilráð Óskarsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝ Berent Theo-dór Sveinsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 21.
ágúst 1926. Hann
lést 29. júlí 2018 á
heimili sínu, Suð-
urlandsbraut 68b í
Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Sólrún Ingv-
arsdóttir frá
Hellnahóli (1891-
1974) og Sveinn Sigurhansson
frá Stóru Mörk (1892-1964),
múrari og vélstjóri í
Vestmannaeyjum.
Berent kvæntist 1949 Lauf-
eyju Guðbrandsdóttur (1924-
2013). Þau voru barnlaus. For-
eldrar Laufeyjar voru úr Fló-
anum: Þuríður Ingibjörg
Ámundadóttir frá Kambi
(1898-1991) og Guðbrandur
Gunnlaugsson frá Hákoti
(1900-1949). Laufey var elst
fermdist 1940 og hóf störf í
peyjaflokki hjá Einari Sigurðs-
syni. Lauk kvöldskóla iðn-
aðarmanna og fór sumarið
1943 sem háseti á Metu VE
236 á síldveiðar fyrir Norður-
landi. Settist um haustið í
Reykjaskóla í Hrútafirði og
sneri eftir veturinn aftur til
Eyja með héraðsskólapróf.
Gagnfræðingur 1945 og fór þá
í Loftskeytaskólann. Réðst að
loknu prófi á togarann Helga-
fell (ex Surprise TFSC) 1946-
47 og svo til flugþjónustunnar
í Gufunesi 1947-49. Lauk sóló-
prófi í ágúst 1947 frá flugskól-
anum Cumulus og síðar bók-
legu námi til einkaflugmanns-
prófs en ekki varð framhald á.
Sneri aftur til sjós, nú á Elliða-
ey VE10 (TFGC) til 1953 er
Berent flutti til Reykjavíkur
ásamt eiginkonu sinni. Í sigl-
ingum hjá Eimskip í afleys-
ingum 1953-58 og í landi hjá
skipadeild radíóverkstæðis
Landssímans þess á milli. Sótti
námskeið í radartækni hjá
Sperry Gyroscope í New York
1957. Réðst til Landhelgis-
gæslunnar 1958 og starfaði
þar óslitið til starfsloka 1996.
Sótti Loran C-skólann hjá US
Coast Guard í Groton, Con-
necticut 1962. Tók við sem yf-
irloftskeytamaður Landhelgis-
gæslunnar 1974 og frá 1987
varðstjóri í stjórnstöð til
starfsloka. 1954-63 í stjórn og
trúnaðarmannaráði Félags ís-
lenskra loftskeytamanna.
Fulltrúi Landhelgisgæslunnar í
ratsjárnefnd frá stofnun 1985
þar til hún var lögð niður
1993.
Gekk í skátafélagið Faxa í
Vestmannaeyjum árið 1939 og
síðan í Útlaga 1945, skátaflokk
Eyjaskáta í Reykjavík, og tók
þátt í starfi þeirra óslitið í 73
ár. 2006 sæmdur skátakeðjunni
úr gulli af Bandalagi íslenskra
skáta. Hóf að æfa skylmingar
hjá Skylmingafélagi Reykjavík-
ur 1947, sæmdur gullmerki
Skylmingasambands Íslands
2008 og gerður að heiðurs-
félaga. Sæmdur heiðursmerki
sjómannadagsráðs á sjó-
mannadaginn 2010. Virkur í
starfi Frímúrarareglunnar á
Íslandi um áratugaskeið.
Útför hans fer fram í dag,
15. ágúst 2018, frá Fossvogs-
kirkju kl. 13.
fjögurra systra
sem allar eru látn-
ar: Inga Þuríður
(1927-2006), Auð-
björg G. Steinbach
(1930-2007) og Jó-
hanna Guðbjörg
(1936-2011).
Berent var í
fimm systkina hópi
en fjögur komust á
legg: Ágústa var
elst (1920-2012),
ógift og barnlaus, þá Berent,
svo Garðar Aðalsteinn (1933-
2012), kvæntur Ólöfu Karls-
dóttur (1935-2000), þau voru
barnlaus, og svo Tryggvi, f.
1934, sem er síðastur systkina
sinna á lífi. Kona hans var
Þóra Eiríksdóttir (1933-2016).
Börn þeirra: Skúli (1958-1998),
Sólrún, f. 1959, Eiríkur Sveinn,
f. 1963, Tryggvi Þór, f. 1965,
og Gísli, f. 1967.
Berent lauk barnaskólanámi,
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Í dag kveð ég besta vin minn.
„Sönn vinátta er seinvaxinn gróð-
ur“ segir spakmælið. Hjá okkur
Berenti fékk hún langan tíma til að
dafna, alla mína ævi og rétt rúma
hálfa hans. Vináttan skaut fyrst
rótum þegar ég, barn að aldri
heimsótti hann og Laufeyju kon-
una hans, móðursystur mína, og
naut óskiptrar athygli og ástríkis
þeirra beggja. Þegar ég hugsa til
baka skynja ég hvernig gott atlæti
þeirra og fyrirmynd hafði mótandi
áhrif til lífstíðar. Þau eiga meira í
manni en maður áttar sig á í
fyrstu. Berent var þolinmóður
sögumaður, hafsjór af fróðleik og
alltaf tilbúinn að hlusta og svara
spurningum þótt reyndi kannski
stundum á þolrifin.
Berent var smekkvís heiðurs-
maður í besta skilningi þess orðs,
með ríka réttlætiskennd og knúinn
áfram af óbilandi sjálfsbjargar-
viðleitni. Hann var stálminnugur,
snyrtimenni fram í fingurgóma og
kurteis með afbrigðum. Hann
hafði fyrir löngu áttað sig á að góð-
ir mannasiðir eru smurolía góðra
samskipta. Aldrei bar neinn
skugga á samskipti okkar, þó örl-
aði á að hann skipti skapi þegar
mér láðist að vera stundvís. Og
lexían lærðist og var aldrei framar
á hana minnst.
Eftir að Laufey féll frá 2013
hafði ég tækifæri til að kynnast
Berenti enn betur. Heilsu hennar
hafði hrakað síðustu árin og hann
hafði rækt umhyggjuhlutverk sitt
af sérstakri natni. Það var honum
mikill léttir þegar hún fékk inni á
Grund. Þá vissi hann að hún væri
komin í skjól hvað sem henti hann
sjálfan. Hann var vakinn og sofinn
yfir velferð hennar. Eftir fráfall
hennar rann mér því blóðið til
skyldunnar og reyndi að hlúa að
honum eftir bestu getu. Eftir 64
ára hjónaband er það mikil breyt-
ing að standa eftir sem ekkill. En
ég vissi að allir vildu honum vel og
alls staðar var hann aufúsugestur.
Hann var duglegur að þiggja
heimboð og tók alltaf vel í þegar
stungið var upp á bíóferð, bíltúr,
skoðunarferðum eða fræðsluferð-
um á fyrirlestra og söfn.
Í samtölum okkar um daginn
og veginn barst talið oft að upp-
vaxtar- og mótunarárunum hans í
Vestmannaeyjum. Hann tjáði mér
að hugur sinn hefði staðið til
byggingarlistar en fátækt hefði
hamlað frekari námsferli. Hann
þurfti ungur að fara að vinna fyrir
sér og leggja með sér til heimilis-
ins.
Hann lærði því snemma að fara
vel með og tileinka sér dyggðir
sparsemi og nýtni. Það var dá-
semd að sjá hversu úrræðagóður
hann var. Ein af sögunum sem
hann sagði var um karlinn sem
varð ríkur á að „leysa hnútana í
stað þess að skera á snærið“.
Kjörorð hans var: „Treystu Guði
og sjálfum þér“. Hann ruddi sína
braut sjálfur. Fátæktin í æsku
mótaði lífsviðhorf hans. Hann
varð sinnar eigin gæfu smiður.
Guð snýr kannski lyklinum en þú
verður sjálfur að ljúka upp dyr-
unum, var kjarninn í lífsspeki
hans.
Að leiðarlokum fæ ég lánaða
orðkynngi skáldsins og fæ að gera
hana að mínum þegar ég segi:
„Guð og góðir englar
gæti þín, elsku vinur.“
(Davíð Stefánsson)
Árni Sigurðsson.
Mig langar að minnast hér
frænda míns Berents. Kynni okk-
ar hófust fyrir alvöru eftir að kon-
an hans hún Laufey dó. Hann af-
rekaði að fara með mér í þrjár
vinnuferðir út á land. Sú fyrsta og
vafalaust sú eftirminnilegasta var
farin í janúar 2014. Fórum við
norður í Skagafjörð með viðkomu
á nokkrum stöðum. Veðrið var
nokkuð skaplegt framan af en þeg-
ar við vorum komnir á Blönduós
var komin stórhríð. Á Skagaströnd
urðum við að snúa við því allt var
orðið ófært þar innanbæjar. Við
náðum að festa okkur nokkrum
sinnum en með góðra manna hjálp
komumst við aftur á Blönduós. Be-
rent hafði á orði að hann hefði á
sinni löngu ævi aldrei lent í öðru
eins. Á köflum var skyggni ekki
meiri en 2 til 3 metrar. Í bakaleið-
inni stoppuðum við á Reykjum í
Hrútafirði þar sem Berent var eitt
skólaár. Hann vildi endilega skoða
gamla herbergið sitt, en það var
búið að breyta því í salerni. Hann
var ekki yfir sig hrifinn af því. Við
fórum einnig til Vestmannaeyja og
þótti Berent mjög gaman og koma
á æskuslóðirnar aftur. Það er með
söknuði sem ég kveð frænda minn.
Blessuð sé minning Berents Th.
Sveinssonar.
Eiríkur Sveinn Tryggvason.
Berent Th.
Sveinsson
Fleiri minningargreinar
um Berent Th. Sveinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.