Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 25

Morgunblaðið - 15.08.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 25 ✝ Einar Ein-arsson flugum- ferðarstjóri fæddist í Reykjavík 21. mars 1934. Hann lést 4. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Jón Einar Guðmundsson bak- ari, f. 19.1. 1902, d. 7.4. 1967, og Marta Jónsdóttir hús- freyja, f. 11.3. 1903, d. 5.7. 1986. Systir hans var Sig- urlaug E. Stewart, f. 18.11. 1925, d. 30.4. 2018. Einar kvæntist 10.4. 1955 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Unu Ásgeirsdóttur, f. 1.8. 1935. For- eldrar Unu voru Ásgeir Sigur- jónsson bílstjóri, f. 4.2. 1913, d. 18.8. 1995, og María Benedikts- dóttir verkakona, f. 1.4. 1912, d. 5.2. 2003. Þau slitu samvistum. Sambýlismaður Maríu og fóst- urfaðir Unu var Jóhann Krist- inn Kristjánsson, starfsmaður hjá Rafveitu Siglufjarðar, f. 4.9. 1910, d. 23.10. 1991. Börn Einars og Unu eru: 1) María Marta, f. 22.8. 1955. 2) Kristín, f. 28.7. 1957. 3) Jón Ás- geir, f. 9.3. 1959. þjónustu 1982-1986. Yfirflug- umferðarstjóri þjálfunar-, eft- irlits- og skipulagssviðs 1986-1992. Gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra flugumferð- arþjónustu frá 1992-1995. Fór á eftirlaun 1995 en starfaði sem verktaki eftir það hjá flug- umferðarsviði. Sat í stjórn FÍF 1965-1966 og 1971-1972, sat í tækninefnd, for- maður fyrstu öryggisnefndar FÍF, fulltrúi á alþjóðlegum þing- um flugumferðarstjóra og var í undirbúningsnefnd alþjóða- fundar flugumferðarstjóra 1973 sem haldinn var í Reykjavík. Sat í ýmsum nefndum sem fulltrúi Íslands á alþjóðavísu. Sat fyrstu alþjóðlegu fundi öryggisnefnda flugumferðarstjóra, sat einnig á ýmsum samráðsfundum aðliggj- andi flugstjórnarmiðstöðva. Sá um samskipti við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli f.h. Flugmálastjórnar um nokkurra ára bil. Gegndi ýmsum störfum fyrir NATO. Síðustu opinberu störf hans voru að útbúa flugreglur fyrir flugvöllinn í Pristina í Kos- ovo. Einar var einnig virkur fé- lagi í Frímúrarareglunni á Ís- landi. Útför Einars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. ágúst 2018, klukkan 15. Barnabörnin eru 10 talsins og barna- barnabörn 24. Einar tók lands- próf frá Reykholti í Borgarfirði 1951, var í MR 1952-1953, vann ýmis landbún- aðarstörf í Banda- ríkjunum 1953- 1954, verkamaður hjá Reykjavík- urborg 1954-1955 og bílstjóri hjá Steypustöðinni 1955-1956. Grunnnám í flug- umferðarstjórn hjá Flugmála- stjórn síðari hluta árs 1955. Hann hóf störf hjá Flug- málastjórn 28.5. 1956. Vann samfellt sem flugumferðarstjóri í Reykjavík og í flugstjórnar- miðstöð nema, fyrstu árin vann hann jafnframt í flugturni, að undanskildum fimm mánuðum er hann starfaði í flugturni Vestmannaeyja árið 1956. Frá árinu 1974 vann hann ásamt störfum flugumferðarstjóra jafnframt á skrifstofu fram- kvæmdastjóra flugumferðar- þjónustu við ýmis verk, s.s. gerð vinnukorta, starfsreglna o.fl. Eftirlitsmaður flugumferðar- Elsku pabbi minn, þú hefur kvatt mig að sinni eftir langa og yndislega samferð. Söknuð- urinn er sár en minningarnar eru margar og góðar þennan langa tíma sem við höfum átt saman. Við vorum ekki alltaf sammála, sem er gott, en alltaf var hægt að ræða málin og komast að málamiðlun. Margar góðar minningar á ég úr bernsku minni og uppvexti. All- ar laxveiðiferðirnar sem við systkinin fórum í með ykkur mömmu og ævintýrin sem við áttum þegar við keyrðum norð- ur til ömmu og afa. Þú hafðir gaman af því að segja sögur og brandara, stríðinn með ein- dæmum og hafðir gaman af að æsa okkur systkinin í leik. Þú varst ljúfur uppalandi, hækk- aðir aldrei róminn en ef þú varst ekki sáttur fékk maður augnaráð og var það nóg. Ég var svo lánsöm að fá að byggja með ykkur mömmu og Kristínu systur sumarbústað á stað sem við teljum vera fallegasta stað hér á landi. Sumarbústaðurinn var ykkar griðastaður, þar vild- uð þið helst alltaf vera. Ég þakka þína traustu hönd sem leiddi mig í gegnum lífið með endalausri umhyggju og velferð mína hafðir þú alltaf í huga. Mikið mun ég sakna þín, elsku pabbi minn. Þín dóttir, María Marta. Elsku yndislegi afi. Ég hlakkaði svo til að koma í heimsókn í sveitina í sumar og segja þér frá sumarfríi fjöl- skyldunnar. Ég hélt alltaf að ég myndi hitta þig aftur en núna er komið að kveðjustund. Þegar ég var lítil þótti mér þú ansi merkilegur. Þú stjórn- aðir flugvélunum í loftinu og ég man hvað það var spennandi að sjá hvar vélarnar voru hverju sinni í tölvunni þinni. Ég man líka vel hvað það var spennandi að fara inn á skrifstofuna þína og horfa á heimskortið. Þú hafðir merkt inn á kortið alla staðina sem þú og amma höfð- uð komið til. Ég var heilluð af öllum teiknibólunum á kortinu. Ég man þá að þetta vildi ég líka gera, eignast mitt eigið kort og merkja inn á það. Þeg- ar ég fór að eldast og ferðast sjálf, þá vissi ég svo sannarlega við hvern ég átti að tala. Þú gafst mér alltaf góð ráð og hafðir áhuga á því sem ég var að segja og gera. Síðan sagðir þú svo skemmtilegar sögur af lífinu þínu. En yndislegra er þó hversu fallega þú talaðir um ömmu og ævintýri ykkar. Þið voruð búin að vera gift í 64 ár og það var yndislegt að fylgjast með vináttu ykkar í gegnum ár- in. Þið voruð miklar fyrirmynd- ir og væri óskandi að geta sinnt vináttu og ást af jafnmikilli al- úð og þið. Mér hefur einnig alltaf þótt vænt um hvað þú varst stoltur af öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú varst líka algjör brandarakarl og komst fólki til að hlæja. Þegar ég var lítil stálumst við tvö gjarnan í súkkulaði þegar amma sá ekki til og sá brandari hætti alls ekki að vera fyndinn, jafnvel eftir að ég varð fullorðin. Það var alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt með þér og stutt í hláturinn. Ég á margar góðar minn- ingar af þér, elsku afi, og þá sérstaklega síðustu ár í Fljót- unum í sumarbústaðnum ykkar. Það var ekkert betra en að komast í sveitina til ykkar og það fannst strákunum mínum líka. Hvíl í friði, elsku afi. Þín, Hrafnhildur. Einar Einarsson  Fleiri minningargreinar um Einar Einarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR KARLSDÓTTUR Lóu, Grænumörk 1, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimum og dvalarheimilinu Ási fyrir hlýja og góða umönnun. Erna Magnúsdóttir Steindór Kári Reynisson Aðalheiður Millý Steindórsd. Kristján Guðnason Elín Gíslína Steindórsdóttir og barnabarnabörn Okkar ástkæri HALLDÓR KRISTJÁNSSON Dóri frá Tungu, Mýrum 7, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði miðvikudaginn 8. ágúst og er því kominn í hin eilífu berjalönd. Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 25. ágúst klukkan 14. Aðstandendur Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall elsku eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, KRISTBJARGAR SVEINSDÓTTUR, sem lést hinn 18. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Óskar Jensen Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitulagna. Vatnsgeymar 100-50.000 lítra. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kaldakinn, Dalabyggð, fnr. 211-6762 , þingl. eig. Hjörtur Egill Sigurðs- son, gerðarbeiðandi Dalabyggð, þriðjudaginn 21. ágúst nk. kl. 14:00. Mýrarholt 14, Snæfellsbær, fnr. 210-3736 , þingl. eig. Snædís Hjartar- dóttir og Sólveig Eiríksdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 21. ágúst nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 14. ágúst 2018 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opið hús t.d. vist og bridge kl. 13-16. Ljósbrotið prjóna- klúbbur, lokaður hópur kl. 13-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffi- sala kl. 15-15.45. Hægt að pútta úti og inni, tefla og púsla. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir. Sími 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30- 15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega velkomin. Vitatorg, sími: 411-9450 Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14:00-15:30. Félag eldri borgara í Garðabæ 565-6627 skrifstofa opin miðvikudaga 13:30-15:30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, stólaleikfimi og slökun kl. 13.15 og eftirmið- dagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, ganga kl.10, síðdegis- kaffi kl. 14:30, allir velkomnir óháð aldri, upplýsingar í síma 411-2790. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, ganga kl.10, Zumba dans leikfimi með Auði kl. 13, síðdegiskaffi kl.14:30, allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma 411-2790. Korpúlfar Minnum á opið hús hjá Korpúlfum alla miðvikudaga eftir hádegi í allt sumar í Borgum. Félagsvist, hannyrðir, góð samvera og gleðilegt spjall. Kaffi á könnunni og kaffiveitingar frá 14:30 til 15:30. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Korpúlfar Gönguhópar Korpúlfa starfandi í allt sumar, hressir, bætir, kætir allir velkkomnir kl. 10:00 alla mánudagsmorgna og miðviku- dagsmorgna lagt af stað frá Borgum, með gleði í hjarta. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, viðtals- tími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11, félagsvist kl.14, Bónusbíllinn kl.14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum klukkan 10:30. Botsía í salnum Skólabraut klukkan 11:00. Gæðastund á Listasafni Reykjavíkur, brottför frá Skólabraut klukkan 13:20. Vatnsleikfimi Sundlaug Seltj. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Kristján Þór Sverrisson. Allir velkomnir. Smá- og raðauglýsingar Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.