Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Verð á mann í tveggja manna herbergi ISK159.900 ISK189.000 Miðað við 2 saman Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Hópferð með Fúsa á Brekku 11. árið í röð Bókaðu snemma! Uppselt öll árin Farið frá Seyðisfirði 5. september og komið til baka 11. september Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun, gisting í 4 nætur á Hótel Færeyjummeð hálfu fæði. Gist er í Þórshöfn og þaðan er farið í skoðunarferðir um eyjarnar. Hér getur þú upplifað Færeyjar með skemmtilegu fólki. Aðeins 6 sæti laus Verð á mann í eins manns herbergi Oftast hef ég haldið veislu og boðið fjölda fólks á stórafmælummínum en þetta verður lágstemmdara nú. Fjölskyldu og góð-um vinum er boðið hingað heim í tilefni dagsins, sem er líka tilhlökkunarefni. Í fyrra þegar ég varð 69 ára hélt ég konunni minni óvænta veislu með söng og gleði og allar vinkonur hennar voru leyni- gestir. Það var skemmtilegt,“ segir Sigurður Lyngdal, fyrrverandi kennari, sem er sjötugur í dag. Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á rætur út á land eins og flestir Íslendingar. Foreldrar hans voru Mikkelína Sigurðar- dóttir og Reynir L. Magnússon og Ari Guðmundsson stjúpfaðir. „Ég átti skemmtilega æsku hér í Reykjavík. Var fyrst að spá í skip- stjórnarnám en fann síðan út að kennslan væri starf sem hentaði mér og menntaði mig samkvæmt því. Ég byrjaði að kenna í Fellaskóla þeg- ar starfsemi hans hófst árið 1972. Svo var ég skólastjóri í tvo vetur á Borgarfirði eystra en sneri svo aftur í bæinn og kenndi frá 1975 og til starfsloka árið 2008 við Hólabrekkuskóla. Kenndi þar meðal annars leiklist, dönsku og íslensku. Þarna var fínt að vera; ég kynntist aldrei Breiðholtsvillingum heldur bara fínum krökkum sem margir eru vinir mínir enn í dag,“ segir Sigurður, sem í 15 ár var aðstoðarskólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Hann segir margt minnisstætt frá þeim tíma og víða sjái verkanna stað; svo sem í grænum skógarlundum í borg- inni og nágrenni hennar. „Áhugamálin eru mörg, til dæmis eldamennska, sagnfræðigrúsk og þjóðmálin almennt. Ég lét líka alltaf til mín taka í málefnum minnar stéttar,“ segir Sigurður, sem er kvæntur Magneu Antonsdóttur og eiga þau þrjú börn; Reyni, sem er 42 ára, Anton 34 ára og Kristínu Ýri sem er þrítug. Barnabörnin eru þrjú. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigurður Lyngdal er sjötugur í dag Verka sér víða stað Hamingjusöm Sigurður Lyngdal og Magnea Antonsdóttir kona hans. H erdís Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 15.8. 1968 og ólst upp í Njörvasundi. Hún var í Langholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 1988, BSc-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1993, MSc-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 2001 og MBA-prófi í við- skiptafræði frá HÍ 2009. Hún er sér- fræðingur í barnahjúkrun frá 2013 og hefur verið klínískur lektor í barnahjúkrun við HÍ frá 2014. Eftir stúdentspróf var Herdís hálft ár sjálfboðaliði, m.a. í kristniboði og hjálparstarfi í Hondúras. Herdís var hjúkrunarfræðingur við Landspítala 1993-2001, sinnti rannsóknarverkefni sem hjúkr- unarfræðingur á barnasviði Land- spítala 2001, var hjúkrunardeild- arstjóri á barnaskurðdeild og dagdeild barna við Barnaspítala Hringsins 2001-2007, verkefnastjóri mannauðs- og gæðamála Hringsins 2007-2008, verkefnastjóri á þróun- arskrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar Landspítala 2008-2011, verkefnastjóri og klínískur ráðgjafi hjá stjórn heilbrigðis- og upplýs- ingatæknideildar Landspítala 2011- 2014 og er forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands frá 2014. Herdís Gunnarsdóttir, forstj. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands – 50 ára Með eiginmanni og sonum Herdís og Guðmundur með Davíð, Markúsi og Matthíasi í sumarblíðunni heima í garði. Þrjár virkar kynslóðir í starfi KFUM og K Skógarmenn Markús, Davíð og Matthías við Gamla skála í Vatnaskógi. Reykjanesbær Savelijs Bobilevs fæddist hinn 27. desember 2017 kl. 15.35. Hann vó 3.365 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Kristine Borisova og Dimitrijs Bobi- levs. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.