Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 29

Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú stendur frammi fyrir kröfum um aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi. Ekki láta hugfallast þótt þér sé hafnað í fyrstu. 20. apríl - 20. maí  Naut Lífið er dálítið upp í móti núna og þú finnur til kraftleysis og lasleika. Leitaðu læknis því hann rannsakar, brýtur til mergjar og hættir ekki fyrr en hann kemst til botns í því sem hann vill vita. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sköpunarmáttur þinn er mikill þessa dagana og ímyndunaraflið á flugi. Þú ert á villigötum í ástamálunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt gaman sé að breyta til er fá- ránlegt að gera það breytinganna vegna. Vertu opin/n fyrir tillögum um hvernig þú getur róað hugann og aukið samúð með náunganum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef fyrirmæli eða leiðbeiningar frá yfir- manni eru óskýr skaltu forðast að draga af þeim ályktanir. Gættu þess að halda eðli- legri umgengni við vini þína og vanda- menn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er dásamlegur dagur til list- sköpunar. Nú er tíminn til að koma sér inn í nýjan hóp. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni sem best fyrir borð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu óspar á að sýna öðrum hæfileika þína því það þjónar tilgangi þínum best. Þú hefur vit fyrir makanum í vissu máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það hefur verið erfitt fyrir þig að byggja upp samband við annað fólk. Reyndu að forðast að missa stjórn á þér og mundu að sumt gerist eins og sjálf- krafa. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það gengur ekki að þú hafir allt á hornum þér, bæði við ástvini og vinnu- félaga. Horfðu á jákvæðu hliðar málanna, það verður allt auðveldara þannig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Bjartsýni, kraftur og áhugi ein- kennir þig. Ekki láta aðra taka ákvarðanir fyrir þig. Treystu þínum tilfinningum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Gakktu þó hægt um gleð- innar dyr og mundu að ekki eru allir við- hlæjendur vinir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér vegnar vel ef þú vinnur undir- búningsvinnuna þína. Reyndu að hafa hlut- ina á hreinu og láta ekki stressið ná tökum á þér. Bjarni Karlsson skrifaði áfimmtudag á Boðnarmjöð: „Það er heldur hráslagalegt veður á Norðurlandi eystra í dag. Ferða- mönnum sem og landvörðum er kalt“: Kuldinn næðir, áfram æðir, engin glæðir hjörtu manns. Vörður fræðir, vel sig klæðir, vegferð ræðir túristans. Sama dag skrifaði Hallmundur Guðmundsson „Ferðaljóð úr Afabíl“: Mjög á Kili mér er vært og mig þar vel um loftar. En þokkalega þángað fært þyrfti að vera oftar. Jón Atli Játvarðarson hefur verið á svipuðum slóðum: Illa snúin öll mín tól, ekkert vit að doka. Báglegt skjól við Beinahól og bæði súld og þoka. Daginn eftir orti Hallmundur enn „Ferðaljóð úr afabíl“ og var þá kom- inn til Dalvíkur: Nú í æðar færist fjör og feikn öll mun ég sprikla. Fæ að éta flot og mör á fiskidaginn mikla. Og enn orti Hallmundur frammi í Firði „Loka ferðaljóð úr Afabíl“: Hæst það ber að hér með er; hættur að sulla í búsinu. Svo amma ég trúi sé töpuð mér; er týnd í Jólahúsinu. Á Hóli á Ufsaströnd voru miklir sjósóknarar og veiðiklær. Ort var þegar þeir komu að landi með óvenjumikinn hákarlsafla: Allar gjafir eru frá æðstum himna drottni. En hákarlinn sem Hólsmenn fá hann er neðan frá botni. Látra-Björg var fædd á Stærri- Árskógi árið 1716 og dó dauðavorið 1784 og er af ýmsum talið að hún sé grafin á Ufsum. Sjórinn var henni kært yrkisefni: Bið ég höddur blóðugar, þó bregði upp faldi sínum, Ránardætur reisugar rassi að vægja mínum. Andófs þéttan eigum sprett, það eykur setta pínu. Við höfum rétt á Riflaklett rakið slétta línu. Eiríkur Hallsson (1614-1698) í Höfða kvað: Girnist öldin gjörvar stökur, gaman í máta þekkast er, þegar á kvöldin vaxa vökur, vífin láta skemmta sér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á fiskidaginn mikla og ferðaljóð „ÉG HEYRÐI AÐ BRÚÐKAUPSBANDIÐ ÞITT HEFÐI FORFALLAST.“ „GETURÐU SENT DRÁTTARBÍL? ÉG ER SVONA 300 METRA INNAN VIÐ HLIÐIÐ AÐ LJÓNAGARÐINUM.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ganga í takt! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VEISTU HVAÐ ER SKEMMTILEGT? VEISTU ÞAÐ? HA? HA? JÆJA, ÉG SKAL BÍTA. HVAÐ ER ÞAÐ? AÐ GELTA AÐ KÖTTUM ÉG VERÐ AÐ PRÓFA ÞAÐ VIÐ TÆKIFÆRI EFTIR AÐ ÞÚ GIFTIR ÞIG ER NÁND VIÐ TENGDAFÓLKIÐ MIKILVÆG! SVO AÐ ÞÚ HEYRIR HVAÐ ÞAU ERU AÐ SEGJA UM ÞIG! Víkverji lenti á sunnudag í 11 þús-und bíla halarófu á þjóðvegi eitt. Tala þessi er reyndar ekki ná- kvæm, en fengin með því að hlýða á fréttir af aðsókn á fiskidaginn á Dalvík þar sem margt var um manninn, en minna um bílastæði. Víkverja fór að gruna að þessi bíla- fjöldi væri ávísun á vandræði þegar hann nálgaðist Hvalfjarðargöngin. Hvarflaði meira að segja að honum að aka fyrir Hvalfjörðinn, og nokkr- um mínútum síðar nagaði hann sig í handarbökin (án þess þó að taka hendur af stýri) þegar hann ók fyrir Akrafjallið, allt var stopp og um 12 kílómetrar í göngin. x x x Það tók sennilega rúman hálftímaað silast þessa tólf kílómetra að göngunum. Vissulega er fallegt að horfa yfir Hvalfjörðinn, en það var ekki ætlunin þetta ágæta kvöld að halda í slíkan útsýnistúr. Á meðan Víkverji sat fastur hugsaði hann með sér að hann hefði síst verið lengur að fara fyrir Hvalfjörðinn. Um leið velti hann fyrir sér að venjulega borgaði hann með glöðu geði fyrir að fara í gegnum göngin, þar sem það flýtti för hans svo um munaði. Í þetta skiptið borgaði hann hins vegar fyrir að láta seinka för sinni og fannst það öfugsnúið. x x x Þetta var í annað skipti í sumarsem Víkverji lenti í örtröð við Hvalfjarðargöng. Kerfið við göngin ræður engan veginn við þessa miklu kúfa. Víkverji spurði sjálfan sig hvers vegna göngin væru ekki ein- faldlega opnuð fyrir umferð þegar svona stæði á og hugsaði um leið með sér að hægðarleikur væri að setja upp skilti skömmu áður en komið er að veginum, sem liggur fyrir Hvalfjörðinn, með upplýs- ingum um hvað biðin sé löng við gangamunnann. Þá gætu vegfar- endur tekið upplýsta ákvörðun um hvort sé betra, krókur eða kelda. Að síðustu velti Víkverji fyrir sér hvort ekki væri allt of seint að velta þessu fyrir sér því að ekki eru nema nokkrar vikur í að Spölur afhendi ríkinu göngin og gjaldtaka í þau verði lögð niður. vikverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 106.1)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.