Morgunblaðið - 15.08.2018, Síða 30
Stjórnendum listasafnsins í Montreal
í Kanada var brugðið á dögunum
þegar auglýsingu safnsins um vænt-
anlega sýningu á málverkum meist-
arans Pablos Picasso var hafnað af
Facebook vegna nektar í málverk-
unum. Forstöðumenn safnsins bætt-
ust þá í röð þeirra sem hafa krafist
svara frá stjórnendum samfélags-
miðilsins eftir að birting á listaverk-
um sem algrími í hugbúnaði þess
telja óásættanleg fá ekki að koma
fyrir augu notenda miðilsins.
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað
talsvert um þessi mál að undanförnu
og þá er þess iðulega getið að heima-
síðu myndlistarkonunnar Brynhild-
ar Indriðadóttur var lokað eftir að
hún birti á henni myndir af lista-
verkunum sem hún sýndi á Aust-
urvelli á Listahátíð í Reykjavík í
sumar, af ungum berbrjósta konum
við málverk af körlum í opinberum
stofnunum í Reykjavík.
Stjórnendur Facebook höfðu gefið
út fyrr í sumar að þeir myndu leyfa
birtingu á nekt í ljósmyndum ef hún
væri hluti af viðurkenndum lista-
verkum, og málverk mættu birtast,
en bannið á málverkunum eftir Pi-
casso þykir, að sögn Politiken, sýna
að hugbúnaðinum sé það mögulega
ekki ljóst. efi@mbl.is
Facebook leyfði ekki
málverk Picassos
Orð yfirmanna stangast á við gerðir
Montreal Museum of Fine Arts
Nekt Facebook stöðvaði auglýsingu
safns vegna málverks Picassos
„Femmes à la toilette“ frá 1956.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
lækka upphitunarkostnað
Rafstjórn tekur út og þjónustar
kæli- og loftræstikerfi
Varmadælur
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
Ed Hamell, sem er betur þekktur
undir sviðsnafninu Hamell on Trial,
heimsækir Íslendinga í vikunni og
heldur samtals ferna tónleika.
„Hamell er þekkt vörumerki í neðan-
jarðar og andspyrnusenunni vest-
anhafs hvar hann hefur verið lengi að
og unnið með tónlistarmönnum á
borð við Mike Watt, Ani di Franco og
Henry Rollins. Rætur Hamells liggja
í síðpönkinu en hann sækir líka mikið
ýmsa aðra strauma bandarískrar tón-
listarhefðar,“ segir í tilkynningu frá
tónleikarahaldara.
„Tónleikar með Hamell on Trial
eru mikil upplifun. Þar fer saman
gríðarlega öflugt rokk og ról, hár-
beittir og flæðandi textar og frábært
samband við áhorfendur. Hann kem-
ur einn fram með hljóðnema og Gib-
son kassagítar frá árinu 1937 en á
köflum fer hann slíkum hamförum að
það er sem heil stórsveit standi á svið-
inu. Hann fer um víðan völl í texta-
gerð sinni en þeir einkennast gjarnan
af megnri óbeit á valdi og valdbeit-
ingu (hann kallar sig líberal anark-
ista), virðingu og samúð með þeim
sem minna mega sína og hárbeittum
húmor, oftast sótsvörtum. Hann segir
í mörgum lögum sínum sögur af
skrautlegu persónugalleríi í undir-
heimum bandarískra stórborga. Þá fá
stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og
álitsgjafar gjarnan hressilega á bauk-
inn hjá Hamell, einkum þeir sem sá í
og yrkja akur öfgahægris og mann-
haturs. [… og hikar] ekki við að gera
grín að sjálfum sér og áhorfendum ef
þeir liggja vel við höggi. Á stundum
geta skilin á milli tónleika og uppi-
stands orðið býsna óljós. Það er mikill
fengur fyrir áhugafólk um kraftmikið
gítarpikkandi pönkrokk, flugbeitta
samfélagsrýni og leiftrandi húmor á
fá kallinn til landsins í sumar.“
Fyrstu tónleikarnir er á Húrra í
Reykjavík annað kvöld og síðan leik-
ur Hamell í Frystiklefanum á Rifi á
föstudag, Daladýrð í Fnjóskadal á
laugardag og loks í Havarí í Berufirði
á sunnudag.
Fer hamförum Ed Hamell þykir búa
yfir leiftrandi húmor og vera flug-
beittur samfélagsrýnir.
Ed Hamell með ferna
tónleika hérlendis
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Tónverkið Internal Human verður í
kvöld, miðvikudag, flutt í neðan-
jarðarhvelfingunni í Brunel-safninu
í London. Höfundurinn er Lilja
María Ásmundsdóttir, tón-
smíðanemi við City University of
London.
Verkið vinnur á mörkum mynd-
listar og tónlistar en einnig tekur
þátt í sýningunni einn dansari og er
verkið í fjórum hlutum.
Hver hluti hefur sinn karakter
„Þeir hafa ákveðnar tengingar, “
segir Lilja um hlutana fjóra en
bendir á að hver hluti hafi skýran
karakter.
Allir hlutarnir eru byggðir upp
með raftónlist en síðan spila inn í
m.a. bassaflauta, píanó og raf-
magnsgítar.
„Hver og einn kafli hefur með
ákveðna hluti sem gerast innra með
mannverunni að gera, ákveðnar til-
finningar,“ segir Lilja og nefnir sem
dæmi þá tilfinningu eða það um-
breytingarferli þegar mannveran
þarf að kljást við hræðslu en nær
svo að leiða sig úr því.
Verkið byrjaði hún að semja í
febrúar og lauk við nú í júní.
„Svo hefur bara tekið við æf-
ingaferli og fínpússun og svo fram-
vegis,“ segir Lilja.
Flytjendurnir fjórir sem taka
þátt í verki Lilju koma úr ýmsum
áttum en þeirra á meðal er bróðir
hennar.
„Mikael Máni gítarleikari er
bróðir minn. Berglind María flautu-
leikari var leiðbeinandinn minn þeg-
ar ég skrifaði bachelor-ritgerðina
mína,“ segir Lilja María og bætir
við: „Inês Zinho Pinheiro er dansari
og ég kynntist henni bara í gegnum
kennarann minn í háskólanum.
Svo er Emily Eaton flautuleikari
nýútskrifuð úr City Universiy of
London.“
Leikið á hljóðskúlptúr
Eins og áður segir tekur einn
dansari þátt í verkinu en spurð
hvort hún hafi samið bæði tónlistina
og dansinn svarar Lilja: „Nei, en ég
gaf dansaranum ákveðin fyrirmæli
eða uppskrift að þessari veru sem
hún á að túlka. Hún nálgast skúlp-
túrinn út frá aðferð sem kallast
„contact improvisation“ dans.“
Skúlptúrinn sem Lilja nefnir
smíðaði hún sjálf og framleiðir hann
bæði ljós og hljóð. Hann er að Lilju
sögn mjög sjónrænn og bætir hún
við: „Maður sér kannski ekkert við
fyrstu sýn að þetta sé eitthvert
fyrirbæri sem gefur frá sér hljóð.
Það er hægt að nálgast hann á
mismunandi vegu, til dæmis er
hægt að setja strengi á hann, en í
þessu tilfelli eru málmhlutir festir á
rammann sem bregðast við því þeg-
ar dansarinn er í sínum ham.“
Áður en Lilja hóf nám í tón-
smíðum lærði hún á fiðlu og síðar á
píanó, en hún útskrifaðist úr
Listaháskóla Íslands vorið 2016.
Þá mun hún útskrifast með
meistaragráðu í tónsmíðum frá
áðurnefndum City University nú í
lok ágústmánaðar.
Ljósmynd/Aðsend
Hæfileikarík Lilja María hefur bæði lært á fiðlu og píanó. Hún lýkur meistaranámi í tónsmíðum í lok mánaðar.
Innra með mannverunni
Lilja María flytur frumsamið verk í London í kvöld
Verk í fjórum hlutum Litli bróðir í hópi flytjenda