Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 31

Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Borgarstjóri ítölsku borgarinnar Trieste hefur mótmælt veggspjaldi sem hinn heimskunni gjörninga- listamaður Marina Abramovic var fengin til að gera fyrir hina árlegu Barcolana-siglingakeppni sem er haldin úti fyrir Trieste. Borgar- stjórinn er ósáttur við slagorðið á fánanum sem listakonan veifar á veggspjaldinu, en á honum stendur „We’re all in the same boat“ – við erum öll á sama báti. Siglingakeppnin var fyrst haldin árið 1969 og sú hefð hefur skapast að fá á hverju ári listamann til að gera nýtt veggspjald. Verk Abramovic var opinberað í síðasta mánuði og er sagt, samkvæmt The Art Newspaper, bera „alþjóðleg skilaboð þar sem hvatt er til virð- ingar fyrir umhverfinu“. Nokkrum vikum eftir að utan- ríkisráðherra Ítalíu og formaður hins hægrisinnaða flokks Lega Nord, Matteo Salvini, hafði tilkynnt að höfnum landsins yrði lokað fyrir bátum með flóttamenn af Miðjarð- arhafi tók settur borgarstjóri Trieste, Paolo Polidori, að gagn- rýna veggspjald Abramovic á sam- félagsmiðlum. Hann sagði það vera „óásættanlegt og smekklaust að skapa pólitískan áróður úr þessum viðburði, Barcolana-keppninni, sem tilheyrir borginni allri“. Í öðrum pósti líkti hann veggspjaldinu við kommúnískt veggspjald af Maó for- manni. Í kjölfarið krafðist Polidori þess að veggspjaldið yrði hvergi sjáan- legt í Trieste og yrði ekki notað við neina kynningu á keppninni. Hótaði hann jafnframt að borgin hætti að styrkja keppnina ef veggspjaldið sæist. Talsmenn keppninnar segja hins vegar að veggspjaldið verði áfram notað við kynningu á keppn- inni, heima við og erlendis. Umdeilt veggspjald Marinu Abramovic Umdeilt Veggspjald Marinu Abramovic er ekki öllum að skapi. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við vorum svo gæfusöm að vera valin einn af úrvalsæskukórum Evrópu sem ásamt tveimur öðrum kórum unnu að sameiginlegum flutningi á verki eftir Arvo Pärt á hátíðinni undir stjórn eistneska stjórnandans Tönu Kaljuste. Í ár unnum við með einum af bestu æskukórum Þýskalands og Æsku- kór Madrid,“ segir Þorgerður Ing- ólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðar- kórsins, um vel heppnaða ferð kórsins til Eistlands þar sem hann tók þátt í virtustu og stærstu kórahátíð Evrópu, Europa Cantat, í Tallinn, en hátíðin var í ár haldin í 20. sinn. Sonja Greiner, framkvæmda- stjóri Europa Cantat, deildi nokkr- um upptökum af flutningi kórsins á Facebook-síðu sinni og benti þar á að Hamrahlíðarkórinn væri sá kór í sögu hátíðarinnar sem oftast hefði komið fram á henni. Meðal þeirra sem skrifa athugasemdir við færsluna er Ágnes C. Szalai, sem um árabil hefur setið í stjórn EC og tónlistarráði hátíðarinnar, en hún er mjög þekkt kóramanneskja og kórstjóri í Ungverjalandi. Rifj- ar hún upp að hún hafi fyrst heyrt í Hamrahlíðarkórnum fyrir rúmum þrjátíu árum og bendir á að kórinn heilli ávallt áheyrendur. „Lykillinn að töfrum kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir, leiftrandi og líflegur persónuleiki hennar og ótrúlegt músíkalítet,“ skrifar Szalai. Sungu flesta tónleika allra kóra á hátíðinni í ár „Þetta var í 13. skiptið sem ég sæki þessa hátíð með kórnum mín- um, sem ávallt hefur verið skip- aður nýju og ungu söngfólki,“ seg- ir Þorgerður og tekur fram að það sé ávallt gefandi og spennandi að veita ungum Íslendingum tækifæri á að taka þátt í menningarviðburði á borð við kórahátíðina Europa Cantat. „Hátíðin er haldin á þriggja ára fresti,“ segir Þorgerður, sem sótti fyrstu hátíð sína 1976 og hefur æ síðan mætt með kórinn sinn, að undanskiptum tveimur skiptum. „Árið 2003 mætti ég sem gestur hátíðarinnar, en þá var kórinn að fara til Filippseyja og hafði ekki tök á að mæta líka á þessa hátíð. Í hitt skiptið stjórnaði ég stóra Evrópukórnum, Raddir Evrópu, sem myndaður var þegar níu borg- ir voru menningarborgir Evrópu árið 2000. Í ár voru þátttakendur á hátíð- inni um 4.500 frá 51 landi. „Við vorum sá kór sem var valinn til að halda flesta tónleika, en við héld- um sjö tónleika á átta dögum,“ segir Þorgerður og bendir á að engir kórtónleikar hafi verið á há- tíðinni daginn sem 100 ára sjálf- stæðisafmælis Eista var minnst. Aðra daga hátíðarinnar voru allt að tíu til fjórtán kórtónleikar á dag. „Hápunktur ferðarinnar fyrir okkur var þegar við fengum, fyrst allra kóra, að syngja í húsakynn- um Arvo Pärt-stofnunarinnar að viðstöddu tónskáldinu, eiginkonu hans og fjölskyldu. Byggingin, sem er úti í miðjum skógi, er undur- falleg og birtir dásamlega teng- ingu milli himins og jarðar og við listina,“ segir Þorgerður, en verið er að leggja lokahönd á bygging- una, sem er í Laulasmaa og vígð verður um miðjan október. Haldin var alþjóðleg samkeppni um bygg- ingu hússins og bárust yfir 80 til- lögur. Aldrei sama prógrammið Að sögn Þorgerðar hefur ríkt mikill vinskapur milli hennar og tónskáldsins og fjölskyldu hans síðan hann samdi og tileinkaði henni verkið … which was the son of … árið 2000, en texti verksins er ættartala Jesú úr Lúkasarguð- spjalli. „Þegar Arvo Pärt frétti að við værum að koma til Eistlands buðu þau fjölskyldan okkur öllum heim til sín,“ segir Þorgerður og bendir á að Pärt velji sér yfirleitt trúarlega texta til að semja við. „Hann valdi þennan texta af því að hann varð svo heillaður þegar ég sagði honum frá íslensku nafna- hefðinni þar sem börn eru kennd við föður sinn,“ rifjar Þorgerður upp. Að vanda voru íslensk tónverk áberandi á efnisskrá Hamrahlíðar- kórsins í Eistlandi. „Markmið okk- ar var að kynna íslenska músík,“ segir Þorgerður, en kórinn söng m.a. verk eftir Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Huga Guð- mundsson og Kolbein Bjarnason. Kirkjur voru meðal tónleikastaða kórsins og þar rataði Ættartala Jesú úr Lúkasarguðspjalli eftir Pärt auðvitað á efnisskrána. „Við sungum aldrei nákvæmlega sama prógrammið tvisvar,“ segir Þor- gerður. Klassíkin okkar næsta verk- efni Hamrahlíðarkórsins Spurð hvort hún reikni með að mæta með kór sinn á næsta Eu- ropa Cantat eftir þrjú ár svarar Þorgerður: „Svoleiðis hlutum get- ur enginn svarað nema guð einn. Ég hélt fyrir þremur árum, þegar hátíðin var haldin í Ungverjalandi, að það yrði síðasta hátíðin þar sem ég mætti sjálf með kór þó að ég myndi mögulega mæta sem gestur. Þegar Sonja Greiner, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, og fleiri lögðu mjög hart að mér að mæta í ár fannst mér ég verða að svara því kalli,“ segir Þorgerður og bendir á að næsta verkefni Hamrahlíðarkórsins tengist Sin- fóníuhljómsveit Íslands, því kórinn syngur á tónleikunum Klassíkin okkar í Hörpu 31. ágúst sem sýnd- ir verða í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Vinátta Hjónin Arvo og Nora Pärt fyrir framan Hamrahlíðarkórinn. Þorgerður Ingólfsdóttir er lengst til hægri. „Ótrúlegt músíkalítet“  Hamrahlíðarkórinn fékk fyrstur kóra að syngja í húsa- kynnum Arvo Pärt-stofnunarinnar í Eistlandi að viðstöddu tónskáldinu  Kórinn tók þátt í Europa Cantat í 13. sinn Glæsileg Hamrahlíðarkórinn kemur ávallt fram í íslenskum þjóðbúningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.