Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 1
MIKILL KEPPNISMAÐURFJÖLHÆFIR DRÓNAR
ssa með rafdrifinni pumpu skýtur þráðbeint 4
Drónafyrirtækið Svarmi hefur notað
gervigreindartækni til að tengja myndir
dróna við myndir úr gervihnetti. 14
VIÐSKIPTA
4
Ísland hefur frá stofnun verið það land sem gerir
hvað best sölulega í Domino’s heiminum. Keðjan
fagnar nú aldarfjórðungsafmæli hér á landi.
by
U
Vatns
nni í samvinnu við
Útlán sjóðanna ná jafnvægi
Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóð-
félaga sinna námu rétt ríflega 9 millj-
örðum í júní síðastliðnum. Þetta kem-
ur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka
Íslands. Er þetta í fyrsta sinn sem
stofnunin birtir þessar tölur að teknu
tilliti til uppgreiðslna og umfram-
greiðslna. Útlánin í júní voru ríflega
milljarði lægri en í maí síðastliðnum
þegar þau námu 10,1 milljarði króna.
Á fyrstu sex mánuðum ársins lánuðu
sjóðirnir í formi nýrra sjóðfélagalána,
að teknu tilliti til fyrrgreindra atriða,
47,5 milljarða króna. Er það litlu
lægri fjárhæð en á fyrstu sex mán-
uðum ársins 2017 þegar þeir lánuðu
48,8 milljarða króna. Er það lang-
hæsta fjárhæð sem þeir hafa lánað á
fyrri helmingi árs og raunar aðeins
síðari helmingur árs í fyrra sem slær
honum við. Þá lánuðu sjóðirnir 49,3
milljarða. Samdrátturinn á fyrstu sex
mánuðum þessa árs, samanborið við
sama tímabil í fyrra nemur 2,8%. Töl-
urnar benda til þess að útlánaaukn-
ing sjóðanna sé nú að ná jafnvægi en í
fyrra jukust þau um 72% yfir fyrr-
greint tímabil frá fyrra ári, 2016.
Margt virtist því benda til þess að
sjóðirnir nálguðust útlánatölur við-
skiptabankanna þriggja, sem borið
hafa höfuð og herðar yfir sjóðina á
umliðnum árum á lánamarkaði sem
byggist á veðtöku í íbúðarhúsnæði.
Það sem af er þessu ári hafa bank-
arnir veitt lán til heimilanna í landinu,
með veði í húsnæði, 59,2 milljarða
króna umfram upp- og umfram-
greiðslur. Á fyrstu sex mánuðum síð-
asta árs námu sömu útlán hins vegar
53,1 milljarði króna. Nemur aukn-
ingin á vettvangi bankanna því 11,5%
milli ára. Í fyrra juku þeir hins vegar
útlánin frá fyrstu sex mánuðum árs-
ins 2016 um 77%. Fóru úr 30 millj-
örðum króna í fyrrnefndan 53,1 millj-
arð.
Þessar tölur vitna um að bilið milli
bankanna og lífeyrissjóðanna er aftur
tekið að aukast eftir að stappaði
nærri í fyrra að sjóðirnir stæðu jafn-
fætis bönkunum.
Óverðtryggt eykst hjá bönkum
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs
nam hlutdeild óverðtryggðra sjóð-
félagalána 24% af heildarútlánum
sjóðanna en verðtryggð lán svöruðu
til 76% af þeim. Hefur skilið nokkuð á
milli lánaflokkanna tveggja frá fyrstu
sex mánuðum síðasta árs þegar hlut-
deildin var 32,6% í óverðtryggðu og
67,4% í verðtryggðu.
Allt aðra sögu er að segja af lánum
bankanna sem tryggð eru með veði í
húsnæði. Þannig er hlutdeild lána-
flokkanna nærri hnífjöfn, eða um
50%. Er það gjörbreyting frá fyrra
ári þegar óverðtryggð útlán bank-
anna voru aðeins um 4,3% af heildinni
á móti 96% verðtryggðra.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ný útlán lífeyrissjóða til
sjóðfélaga á fyrstu sex
mánuðum ársins voru ögn
minni en yfir sama tímabil í
fyrra. Á sama tíma spýta
bankarnir áfram í.
Fyrstu sex mánuðir ársins, að teknu tilliti til upp- og umframgreiðslna
Milljarðar kr.
Ný útlán banka og lífeyrissjóða 2016-2018
60
50
40
30
20
10
0
Bankar Lífeyrissjóðir
59,2
53,1
30,0
47,548,8
28,4
2016 2017 2018 2016 2017 2018 He
im
ild
: S
eð
la
ba
nk
i Í
sl
an
ds
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
9.2.‘18
9.2.‘18
8.8.‘18
8.8.‘18
1.772,77
1.589,08
130
125
120
115
110
125,1
124,25
Eigendur Húrra Reykjavík segja að
birgðastýring og innkaup í verslun sem
sé í vexti sé flókið starf. Komið hefur
fyrir að búðin hefur staðið nánast tóm
eftir jólainnkaupin, en einnig hafa þeir
setið uppi með of mikið af vörum.
„Við höfum áttað okkur á því með
tímanum að birgðastýring er sérstök
listgrein,“ segir Jón Davíð. „Ég tala nú
ekki um í tískubransanum þar sem
landslagið breytist nánast vikulega. Að
einhverju leyti erum við og starfsfólkið
sem er ábyrgt fyrir því að kaupa inn í
verslanir okkar, bara spákaupmenn.
Við þurfum að sjá fyrir hvað verður í
tísku eftir ár eða meira.
Þegar þú ert að vaxa um 300 til
400% milli ára, þá er erfitt að átta sig á
því hversu mikið á að kaupa inn fyrir
næsta tímabil. Við höfum kynnst því
að það er rosalega dýrt að vaxa og
binda peninginn sinn í
stærri lager.
Tísku fylgir spákaupmennska
Morgunblaðið/Valli
Sindri Snær og Jón Davíð eigendur
Húrra Reykjavík á Hverfisgötu.
Sindri Snær og Jón Davíð,
eigendur Húrra Reykjavík
segja birgðastýringu vera
sérstaka listgrein, sem
flókið sé að tileinka sér.
8
Forstjóri Fiat Chrysler, Ser-
gio Marchionne, hélt veik-
indum sínum leyndum, og eru
ekki allir sáttir við
þá staðreynd.
Hverfulleiki lífs-
ins hjá Fiat
10
Stöðva þurfti í þrígang við-
skipti með hótelkeðjuna Caes-
ars þegar rekstrarmælikvarð-
inn RevPAR var
undir væntingum.
Mælikvarðinn
RevPAR olli lækkun
11
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018