Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018FRÉTTIR
Í ár er liðinn aldarfjórðungur frá
stofnun Domino’s á Íslandi og af
því tilefni verður mikið húllumhæ
hjá pizzastaðakeðjunni seinni hluta
árs. Ekkert virðist geta dregið úr
hrifningu landsmanna á flatbökum
og útlit fyrir að velta fyrirtækisins
verði um 6 milljarðar króna á
þessu ári.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Vinnumarkaðurinn er án efa
stærsta áskorunin í okkar rekstri.
Laun hafa hækkað mikið síðustu
ár og það er töluverð samkeppni
um vinnandi hendur. Við erum
með um 800 manns í vinnu hjá okk-
ur og þjálfun þeirra og færni er
forgangsmál til þess að tryggja að
allt annað virki varðandi gæði og
þjónustu. Annars er ég ótrúlega
heppinn með nánasta samstarfs-
fólk mitt og þar er valinn maður í
hverju rúmi.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Í lok maí fór ég og hópur af sam-
starfsfólki mínu á alheims-
ráðstefnu Domino’s í Las Vegas
sem haldin er annað hvert ár. Þar
er farið yfir allt það nýjasta í okkar
geira. Ég fór á nokkra ágætis
fyrirlestra en ég læri mest á því að
hitta og ræða við aðra erlenda
Domino’s félaga. Ísland hefur frá
stofnun verið það land sem gerir
hvað best sölulega í Domino’s
heiminum, en tæknin flýgur áfram
og við þurfum alltaf að vera á tán-
um og bæta okkur.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég hef mjög gaman af því að
læra og fylgjast með. Ég les,
hlusta á hljóðbækur, fer inn á Ted
og YouTube til að kynnast sem
flestu. Nýlega hef ég lesið Princip-
les eftir Ray Dalio og Superhuman
by Habit eftir Tynan og ég mæli
með þeim báðum. Þá hefur tími
minn hjá Domino’s verið sérlega
lærdómsríkur, en kerfið býr yfir
mikilli reynslu og þekkingu og
flæði upplýsinga er mjög gott.
Hver hefur haft mest áhrif á
hvernig þú starfar?
Margir hafa haft áhrif á mig og
af flestum getur maður lært en al-
mennt tel ég mikilvægast að koma
fram við aðra eins og ég vil að aðrir
komi fram við mig. Að stýra fyrir-
tæki er jafnvægislist, það er mikil-
vægt að treysta fólki fyrir verk-
efnum og gefa því rými, fylgja eftir
málefnum og tryggja að þau kom-
ist yfir marklínuna, smita aðra
með orku og kveikja áhuga. Þá er
það mitt hlutverk að setja mark-
mið og fá alla til að ganga í sömu
átt.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, yfir það heila. Þrennt finnst
mér þar skipta mestu máli, hreyf-
ing, matur og svefn. Ég hreyfi mig
reglulega, borða almennt hollt en
svefninn má bæta.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég hef gaman af alls konar
rekstri og viðsnúningur úr erfiðum
stöðum er þess áhugaverðari. Ég
er mikill keppnismaður og í þannig
umhverfi nýt ég mín best. Ef Jur-
gen Klopp hringir og býður mér
starf Buvac þá myndi ég sömuleið-
is stökkva til.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég er sífellt að læra en það væri
helst tengt viðskiptum eða fram-
tíðartækni og þróun.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Það hefur verið kröftugur hag-
vöxtur síðustu ár og samhliða því
hefur hagur margra fyrirtækja
vænkast og það hefur haft keðju-
verkandi jákvæð áhrif inn í flesta
kima athafnalífsins. Á sama tíma
hefur okkur tekist að halda verð-
bólgunni í skefjum sem er óvana-
legt í hagsögu Íslands. En núna
eru blikur á lofti og kemur þar ým-
islegt til. Laun hafa hækkað of
mikið fyrir sum fyrirtæki og til
dæmis eru margir í veitingageir-
anum við þolmörk. Þá virðist
ferðamannageirinn á krossgötum
og þar þurfa margir að hugsa hlut-
ina og áætlanir upp á nýtt. Það er
jafn auðvelt fyrir hagkerfið að fara
niður og upp og við þurfum að
gæta okkar mjög næstu árin og
vera skynsöm í ákvörðunum.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Það er hvergi betra að búa en á
Íslandi en auðvitað vildi ég breyta
ýmsu. Mér er t.d. ofarlega í huga
að lýðræðisvæða lífeyrissjóðina
þannig að sjóðsfélagar geti kosið
stjórnir þeirra með beinum hætti
og haft frjálst val um í hvaða sjóði
þeir borga.
SVIPMYND Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino’s
Jafn auðvelt fyrir hag-
kerfið að fara niður og upp
Morgunblaðið/Valli
„Núna eru blikur á lofti og kemur þar ýmislegt til. Laun hafa hækkað of mikið fyrir sum fyrirtæki og til dæmis
eru margir í veitingageiranum við þolmörk, “ segir Birgir Örn Birgisson um ástandið í atvinnulífinu.
ÁHUGAMÁLIÐ
Vatnsbyssan er á margan hátt hið
fullkomna leikfang og veitir jafnt
ungum sem gömlum prökkurum út-
rás fyrir að fíflast með dótabyssur,
æfa hjá sér miðið, og stríða litlum
systkinum með kaldri vatnsgusu.
Spyra One er ný tegund af vatns-
byssu sem umbreytir þessu klass-
íska leikfangi í hátæknigræju.
Spyra One er með rafdrifinni
pumpu og skýtur vatninu ekki út í
bunu, heldur í litlum „skotum“ sem
þjóta þráðbeint í átt að skotmark-
inu. Tankurinn geymir nægilega
mikið vatn fyrir 25 slík skot, og
þegar hann tæmist þarf einfaldlega
að dýfa hlaupinu á Spyra One ofan í
ílát fullt af vatni og þá sýgur byssan
sjálfkrafa í sig meiri vökva. Á byss-
unni er líka lítill skjár sem sýnir
hversu mörg skot eru eftir í tank-
inum.
Safnað er fyrir Framleiðslunni á
Kickstarter og geta áhugasamir
tryggt sér eintak gegn 115 evra
framlagi. ai@mbl.is
Vatnsbyssan tekin
skrefinu lengra
ÖKUTÆKIÐ
Strangt til tekið er farartækið
Slingshot frá Polaris ekki bíll, en
ekki heldur mótorhjól. Hjólin eru
þrjú, og bæði farþegi og ökumaður
sitja í sætum, en þurfa helst að hafa
hjálm á höfði, og taugar úr stáli því
þó að vélin framleiði aðeins 173 hest-
öfl þá er Slingshot ekki nema 791 kg
að þyngd og hröðunin því alveg í
lagi.
Til þessa hefur Slingshot þó aðal-
lega þótt henta til þess að aka hringi
á kappakstursbrautum á góðviðr-
isdögum. En nú hefur Polaris kynnt
til sögunnar Grand Touring-útgáfu
af Slingshot – með þaki – og vilja
meina að óhætt sé að halda af stað í
langferð á þessu framúrstefnulega
ökutæki. Auk þaksins er Grand
Touring-útgáfan með öflugu hljóm-
kerfi, bakkmyndavél, og snertiskjá
sem ökumaður getur notað þó hann
sé með hanska á höndunum. Sætin
eru líka mýkri svo að ekki ætti að
þurfa að stoppa á klukkutíma fresti
til að standa upp og koma blóðrás-
inni í baki, löppum og rassi aftur af
stað. ai@mbl.is
Langferðaleikfang
NÁM: Ég útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1992 og
frá Háskóla Íslands og Universitad Pompeu Fabra í Barcelona
með B.S. í hagfræði 1996.
SÖRF: Vann hjá Strax Inc, sem selur fylgihluti í farsíma, fyrst í
Miami, síðan í London og endaði í Bonn til 2009. Þetta var frum-
kvöðlafyrirtæki og ég gegndi þar ýmsum störfum, fyrst sem
sölustjóri, þá stýrði ég N- og S-Ameríku deild fyrirtækisins, því
næst Evrópu en síðustu árin var ég Group Managing Director.
Þegar heim kom tók ég við Cintamani og síðan Domino’s 2011
þar sem ég starfa enn. Hef setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og
stofnað nokkur líka, var meðal annars einn af stofnendum Joe
and the Juice á Íslandi.
ÁHUGAMÁL: Best þykir mér nærvera og upplifun með fjöl-
skyldu og vinum. Íþróttir eru ofarlega á blaði, góður matur og
ferðalög. Þá er ég sífellt að reyna að vera besta útgáfan af sjálf-
um mér sem kallar á alls konar athafnasemi.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Er í sambúð með Hrönn Róbertsdóttur
tannlækni og saman eigum við 5 börn. Jón Arnar, Írisi Þóru,
Isey, Evu Júlíu og Ísold.
HIN HLIÐIN
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
jakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST