Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018VIÐTAL
flottan bol eða peysu og svo strigaskó. En þegar
til Íslands var komið voru einhverjir leiðinlegir
dyraverðir að segja að það væri „dresscode“ inn
á bari og að það þyrfti að klæðast svörtum skóm.
Fólki var ekki hleypt inn jafnvel þó að það væri í
flottum Nike-strigaskóm. Það var bara einhver
kúltúr sem var ekki búinn að skila sér hingað og
bara tímaspursmál hvenær það myndi gerast.
Haustið 2014 komum við með þennan kúltúr
hingað til lands, með opnun Húrra.“
Sindri segir að heildarhugmynd Húrra
Reykjavík sé að bjóða upp á vörur sem séu
hversdagslegar gæðaflíkur sem eru í tísku
hverju sinni.
„Þú ert ekki að kaupa þér föt fyrir djammið
eða skólann. Heldur ert þú að kaupa þér föt til
þess að líta vel út, alltaf,“ heldur Sindri áfram.
„Í Köben fórstu út á morgnana á hjólinu þínu
og svo fórstu ekki aftur heim til þín að skipta um
föt áður en þú fórst út í drykk. Þú klæddist föt-
unum þínum allan daginn og leist vel út. Hér
heima er svo stutt í allt, maður klæðist
ákveðnum fötum í skólanum og skiptir svo um
föt til að fara eitthvað annað. Allir eru á bíl og
það tekur mann bara fimm mínútur að skutlast
hingað og þangað.“
Auðvelt að líta framhjá smáatriðunum
Jón Davíð segir að Húrra Reykjavík sé ekki
bara verslun, heldu sé þetta hugarheimur og
heildarhugmynd sem þeir sátu yfir í marga mán-
uði.
„Við vorum í þrjá til fjóra mánuði að vinna við-
skiptaáætlun, fjárhagsáætlanir, greina mark-
hópa og hvernig við vildum koma merkinu okkar
á framfæri frá fyrsta degi. Það var mikil vinna og
pælingar sem fór í alla undirbúningsvinnu. Það
eru ekki allir sem átta sig á þeirri vinnu en hún
skilar sér margfalt til baka.“
„Það er annað andrúmsloft og stemning
hvernig tekið er á móti viðskiptavininum hjá
okkur,“ bætir Sindri við. „Hvernig vörur eru
framsettar, ein tegund af hverri flík, á meðan í
öðrum verslunum eru bunkar af fötum sem þú
þarft að róta í og afgreiða þig sjálfur.“
Sindri segir einnig að föt séu stór partur af því
hvernig fólk tjái sig og nefnir dæmi um að á með-
an heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur
yfir sé yfirleitt það fyrsta sem fólk tístir um á
Twitter eitthvað sem við kemur fötum og að allir
hafi skoðanir á þeim.
Birgðastýring sem sér listgrein
Jón segir þá félaga ekki einungis hafa áhuga á
tísku heldur einnig smásölu sem slíkri og öllu
sem við kemur því að reka verslun.
„Við förum reglulega saman í búðir, bæði hér-
lendis og erlendis og sækjum okkur innblástur,“
segir Jón. „Við ræðum hvað betur mætti fara í
einhverri verslun eða veitingastað, af hverju lýs-
ingin er eins og hún er og hvernig hlutum er rað-
að og svo framvegis.“
„Öll þessi litlu atriði,“ skýtur Sindri inn í.
Aðspurðir hvort reksturinn hafi gengið jafn
vel og viðskiptaáætlanir gerðu ráð fyrir segir
Jón Davíð að þær áætlanir hafi staðist og gott
betur. „Eitt sem við höfum áttað okkur á er að
birgðastýring er sér listgrein. Ég tala nú ekki
um í tískubransanum þar sem landslagið breytist
vikulega. Að einhverju leyti erum við og starfs-
fólkið sem er ábyrgt fyrir því að kaupa inn í
verslanir okkar, spákaupmenn. Við þurfum að
sjá fyrir hvað verður í tísku eftir hálft ár eða
meira. Við lentum til dæmis í því að vaxa hratt og
það er mjög dýrt. Þegar þú ert að vaxa um 300 til
400% milli ára fer allur peningurinn í það að fjár-
Vinsældir Húrra Reykjavík hafa verið töluverð-
ar, þá sérstaklega hjá yngri kynslóðinni, síðan
fyrsta verslunin var opnuð haustið 2014. Versl-
anirnar eru nú orðnar tvær, ein herrafatabúð og
ein kvenfatabúð. Eigendur verslananna eru tveir
vinir, nýskriðnir yfir þrítugt og hafa mikla
ástríðu fyrir tísku og smásölu. Nýverið opnuðu
þeir, í samvinnu við tvo aðra vini sína, pítsastað-
inn Flatey úti á Granda. Blaðamaður settist nið-
ur yfir kaffibolla með Sindra Snæ Jenssyni og
Jóni Davíð Davíðssyni og spjallaði við þá um
vörumerkið, sögu verslunarinnar og fékk innsýn
í vinskap þeirra tveggja sem teygir sig langt aft-
ur.
Aðspurðir hvernig hugmyndin kviknaði að því
að fara saman í rekstur, segja strákarnir að
þetta hafi verið hugmynd sem þeir höfðu gengið
með í maganum frá unglingsaldri.
„Við Sindri kynnumst í gegnum fótboltann í
Þrótti,“ segir Jón Davíð. „Ég er fæddur 1988 og
er tveimur árum yngri en Sindri. Í fjórða flokki
spila ég upp fyrir mig og með honum í þriðja
flokki, en ég hafði þekkt Sindra síðan ég var lítill.
Í fótboltanum kynntumst við hins vegar betur og
urðum góðir vinir. Við tengdumst í gegnum sam-
eiginleg áhugamál sem voru tíska, íþróttir og að
eltast við stelpur.“
„Þegar Sindri var 18 ára hóf hann störf í Retro
í Smáralind og ég einnig, meðfram skóla. Sindri
vann sig upp innan NTC, eiganda Retro, og varð
að lokum verslunarstjóri yfir stærstu verslun
fyrirtækisins, Sautján, og stóð sig þar frábær-
lega,“ heldur Jón áfram.
„Þegar ég kláraði viðskiptafræðina í HR varð
ég verslunarstjóri Húsgagnahallarinnar og fékk
að taka þátt í því að byggja hana upp á meðan
Sindri var verslunarstjóri í rótgróinni búð í
Kaupmannahöfn.“
Sindri tekur þá við og segir að það hafi verið
um jólin 2013 sem hugmyndin hafi kviknað. „Ég
var heima í jólafríinu mínu og við Jón eyddum
öllum tímanum í djamm og vitleysu. Við vorum
að tala saman þegar hann keyrði mig upp á flug-
völl og við litum á hvor annan og sögðum: „Verð-
um við ekki að fara að gera eitthvað af viti?“ Upp
úr því kom hugmyndin að opna fatabúð. Ég var
búinn að vinna í tískuverslunum allan minn
starfsferil og þetta var ást við fyrstu sýn.“
„Ég er mjög stoltur af því hvernig þetta fór af
stað hjá okkur,“ skýtur Jón Davíð inn í. „Það
voru margir sem efuðust þegar við sögðumst
ætla að opna fatabúð á Hverfisgötu árið 2014. Öll
gatan var sundurtætt og uppgrafin og lítið að
gerast. Við áttum eiginlega engan pening, ég átti
eitthvert smáfjármagn og Sindri átti ekki krónu.
Þannig að við gerðum skothelda viðskiptaáætlun
og fengum bankalán frá tveimur af þremur
bönkunum sem við leituðum til. Við þurftum hins
vegar að brúa bilið og koma með ákveðið mikið
eigið fé. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við
að fyrirfram selja vörur, áður en við opnum búð-
ina. Við seldum fyrir þrjár milljónir til vina og
vandamanna sem höfðu mikla trú á okkur, áður
en við vorum búnir að opna. Þannig að með
útsjónarsemi er allt hægt. Fyrir mörgum hefði
þetta verið óyfirstíganlegur hjalli.“
Föt til þess að klæðast við öll tilefni
Sindri segir að hann hafi séð stöðnun á fata-
markaði á Íslandi og ákveðnar hillur innan
herrafatamarkaðarins væru ekki að þjónusta
stóra hópa.
„Ég sá, sérstaklega á djamminu í Kaupmanna-
höfn, að allir voru klæddir strigaskóm og annar
hver maður var með derhúfu. Það voru ekki
margir klæddir í skyrtu, heldur frekar í einhvern
festa í stærri lager. Það er mjög dýrt að binda
allan peninginn sinn í lager.“
Sindri bætir inn í að þetta hafi verið ótrúlegir
tímar. „Þegar við stóðum inni í búðinni okkar í
janúar 2015, sex mánuðum eftir opnun, með eng-
ar vörur. Það seldist allt um jólin 2014. Síðan er
ekkert hægt að hringja í birgja og biðja um meiri
vörur, það þarf að fyrirfram panta allt.“
Strákarnir segja að þegar verslun vaxi um
meira en 300% á ári sé erfitt að gera sér grein
fyrir því hvað eigi að kaupa mikið inn fyrir næsta
tímabil. Sindri segir að á einum tímapunkti hafi
þeir átt talsvert mikið af vörum, enda hafi þeir
verið spenntir fyrir meiri aukningu. Sú aukning
gekk eftir, en ekki jafn ört og gert var ráð fyrir.
Í kortunum að stofna fatamerki
Aðspurðir hvort búast megi við sér fatamerki
frá Húrra Reykjavík, segja þeir að það hafi lengi
verið markmið, en að það sé ekki neitt forgangs-
atriði eins og staðan sé núna.
„Það er klárlega í kortunum og er búið að
malla lengi,“ segir Sindri. „Við erum enn í hugs-
unarferlinu, hvernig vörumerki á þetta að vera,
hvernig tengingin við Ísland á að vera og hvernig
vörur og svo framvegis. Við höfum mikinn áhuga
á því að stofna okkar merki og munum gera það
einn daginn. Planið er að nýta okkur þessa enda-
lausu krafta og hæfileika sem eru til staðar hér á
landi. Árlega er fólk að útskrifast úr fatahönnun
og hér er ógrynni af grafískum hönnuðum. Hér
býr mikill kraftur en það eru ekki margir sem ná
að ýta bátnum almennilega úr vör. Við erum til
dæmis að selja sex til sjö dönsk fatamerki en ég
myndi gjarnan vilja að þetta væru sex til sjö ís-
lensk merki í staðinn. Maður hefur séð þetta í
tónlist og í íþróttum að hér býr mikill kraftur og
sköpunargleði. Ísland ætti að geta orðið miðstöð
fyrir fatahönnun og tísku. Hingað ætti tísku-
þenkjandi fólk að koma og heimsækja Ísland og
gera skapandi hluti.“
Jón Davíð bætir við að það sé yfirlýst markmið
að stofna þeirra eigið fatamerki, en að sama
skapi liggi þeim ekkert á.
„Við reynum að vera skynsamir. Þó að við
séum orkumiklir og þrífumst á að gera eitthvað
nýtt og spennandi, þá erum við ekki að fara neitt
fram úr okkur. Í dag eru þetta tvær verslanir og
netverslun, sem er orðin mjög sterk hjá okkur.
Þetta verður áfram þannig, við erum ekki að fara
að opna á fleiri stöðum eins og í Kringlunni eða
Smáralind, því það myndi ekki endilega þýða
meiri sölu. Við viljum hafa þetta á sem hag-
Húrra setur sterkan svi
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson stofnuðu fataverslunina
Húrra Reykjavík á Hverfisgötu fyrir tæpum fjórum árum. Á þeim tíma hafa
þeir opnað kvenfatabúð og pítsustað og margt fleira er í pípunum. Þeir
segjast hafa lært margt á skömmum tíma en þeir fjármögnuðu upphafs-
kostnaðinn að miklu leyti með því að selja vörur til vina og vandamanna
fyrir um þrjár milljónir króna fyrirfram, áður en þeir höfðu opnað verslunina.
Sindri Snær og Jón
Davíð, eigendur Húrra.
„Við höfðum áhuga á því að opna veitingastað í m
kýla á það þegar tveir félagar okkar, Haukur Már G
okkar með hugmynd. Þeir voru stöðugt að tala um
upprunalega napólska pítsa. Uppskriftin að henn
að þetta þurfi að vera með tómötum frá ákveðnu
unaraðferðin með ákveðnu móti,“ segir Sindri.
„Þarna fannst okkur við koma inn á markað sem
Sindri áfram. „Margar af pítsunum hér á landi eru
kringum þær. Það er búið að menga pítsurnar að
ljúffengu heilnæmari útgáfu af pítsum. Þessir féla
þessa tegund af pítsum og eru í raun með fordóm
gegnum öll prufukvöldin og vorum að baka pítsur
ástríðuna hjá þeim. Það er gaman að segja frá þv
hjá mér. Við vorum að reyna að ná upp svo miklum
á 500 gráðum, á einni mínútu. Við keyrðum ofninn
um það bil 330 gráður þegar glerið sprakk. Það va
Sprengdu bakarofn í leit sinni að h